Alþýðublaðið - 13.08.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.08.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Hæg norðvesían átt og víðast úrkomulaust. Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til fastra kaupenda. Umtalsefnið: Yfirlýsing Bandaríkjafull- trúans í öryggisráðinu. Forustugrein: Lán er engin lausn. XXVII. árg. Miðvikudagur 13. ágúst 1947. a—................. ... i I 178. tbl. Myndin sýnir Andrei Gromyko, fulltrúa Rússa (I miSið), á fundi ’í öryggisráðinu. Til .liægri sést Sir Alexander Cadogan, fulltrúi Bríta. HERSCHEL JOHNSON, fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráðinu, lýsti yfir því á fundi ráðsins í gær, að Bandaríkin væru ráðin í að veita Grikklandi alla þá aðstcð, sem það þyrfti og heimil væri samkvæmt sátt- mála sameinuðu þjóðanna, til þess að verja sjálfstæði sitt og fullveldi gegn árásum nágrannaríkja þess á Balkanskaga. Fulltrúinn sagði, að sá tími væri á enda, að reynt yrði að friða árásarríkin með undanslætti, og Banda- ríkin ætluðu sér ekki að sitja aðgerðalaus hjá meðan verið væri að ráða niðurlögum eins þeirra ríkja, sem væru í bandalagi hinna sameinuðu þjóða. PFflgf nga rweriivenia n sr eiga ae geia ti slipfseefeíi o| sýslnmðnnuni s"' biraðir sínar á moraun FJÁRHAGSRÁÐ hefur nú gefið út regiugerð um skömmtun á nokkrum byggingarvörutegundum og sett ákvæði urn birgðakönnun hjá byggingarvöru- verzlunum landsins, en þær eiga að hafa gefið skýrsl- ur um efnisbirgðir sínar, þær, er heyra undir skömmt- unina, fyrir 14. þessa mánaðar, það er á morgun.. STJÓRN Síldarverksmiðja ríkisins hefur nú ákveðið síl'darmjölsverðið á inníend- um markaði og verður það kr. 82,57 pr. 100 kg. Verðið er miðað við að isíldarmjölið sé komið frítt um borð í verksmiðjuhöfn, sé það tekið úr vörzlu síldar verksmiðjana fyrir 15. sept. Sé mjölið hins vegar ekki tekið og greitt fyrir þann tíma bætast vextir og brunatrygg ángarkostnaður við mjölverð- ið. Snarpur jarðskjálfia- kippur í gær ALLSNARPS jarðskjálfta- kipps varð vart kl. 16.05 í gær • í Hvolhreppi, Rangár- völlum og Fljótshlíð. Mikill gosmökkur og eldar sáust í hátindi Heklu í gærmorgun og fyrri partinn í gærdag, en fóru minnkandi, er leið á daginn. Ereglugerðin um skömmt un á nokkrum byggingar- vörum er svo hljóðandi, „Samkvæmt heimild í 2. mgr. 11 gr. 1. nr. 70_ 19471 svo og 1. nr. 37 1939 og 1. nr. 59 1940 er hér með sett eftirfandi reglugerð: 1. gr. Frá og með 12. ágúst 1947 er bannað að selja hvers konar trjávið, krossvið og hvers konar þil plötur sement og steypu- styrktarjárn, nema gegn leyfum, sem út.eru gefin af viðskiptanefnd fjárhagsráðs, sbr. þó 6. gr. 2. gr. Allir, sem verzla með vörutegundir þær, er um ræðir í 1. gr., hvort heldur er í smásölu eða heildsölu skulu fyrir 14. ágúst 1947 gefa viðskipta nefnd skýrslu um birgðir sínar af þeim í því formi, er hún ákveður, eins og þær voru, áður en viðskipti hóf ust 12. ágúst 1947. Sama gildir um iðnfyrirtæki, sem nota þessar vörur til fram- leiðslu sinnar, svo og um einstaklinga, félög og opin- gera aðila, sem hafa undir Framhald á 2. síðu. Dauðaþögn var í ráðssaln- um meðan Bandaríkjafull- trúinn flutti þessa yfirlýs- ingu og voru þar meðal ann- arra staddir Gromyko, full- trúi Rússa, og talsmenn Júgó slavíu, Búlgaríu og Albaníu í umræðunum um Balkan- skagamálin, en litlu áður hafði borizt fregn af því, — að ekkert samkomulag hefði náðst um þau í nefnd þeirri, er leita átti um sættir. Herschel. Johnson sagði, í íramhaldi af yfirlýsingu sinni, að Bandaríkin væru ekki lengur í neinum efa um það, að Júgóslavía, Búlgaría ,og Albanía stæðu í sambandi við kommúnistíska óaldar- ílokka á Grikklandi og styddu þá með það fyrir aug um að koma upp ógnarstjórn lítils minnihluta í landinu; og hann sagði, að öryggis- ráðið ætti ekki lengur að þola þessum þremur ríkjum yfirgang þeirra, því að frið- urinn væri í alvarlegri hættu af völdum þeirra. Herschel Johnson veittist einnig harðlega að Rússlandi, sem með neitunarvaldi sínu i öryggisráðinu hefði haldið hlífisskildi yfir þessum þremux xíkjum, og gaf hann ótvírætt í skyn, að Banda- ríkin myndu finna leið til þess að verja Grikkland gegn vélráðum þeirra, hvað sem öllu neitunarvaldi liði. Framhald á 2. síðu. LAGAFRUMVARP ATTLEES um aukin völd fyrir stjórn 0 bans til að ráða fram úr gjaldeyrisskortinum og efnahags- vandamálmuun var samþykkí til fullnustu í neðri málstofu brezka þingsins í fyrrinótt með 178 atkvæðum gegn 63. Allar breytingartillögur við frumvarpið, sem stjórnaránd- staðan bar fram, voru felldar, síðast ein um það, að ekki skyldi heimilt samkvæmt þessum lögum, að þjóðnýta stál- og járniðnaðinn. Var þeirri tillögu mótmælt af Morrison og hún felld ekki að- eins með atkvæðum jafnaðar- manna, heldur og ýmsra þing- manna frjálslynda flokksins. Frumvarpið var til umræðu í lávarðadeildinni í gær og sætti þar hörðum árásum, en verður vafalítið afgreitt það- an sem lög í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.