Alþýðublaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 6
 Migvikqdagur 1. pkt- 1947 AÐSENT BRÉF Filipus Bessason breppstjóri: Heiðraði ritstjóri. Margt þykir mér nú það ger- ast, er þörf væri um að ræða. En þrátt fyrir það ætla ég að taka það til meðferðar í þessu stutta bréfi atriði, sem ég hygg að flestum muni finnast harla lítilmótlegt, samanborið við öll þau stórmál, Sem nú virðast efst á baugi með þjóðinni. Það þykist ég hafa hlerað í dálkum yðar, að kýr nokkrar hafi valdið allmiklu hneyksli í höfuðborginni, með því að láta sjá sig þar á strætum úti. O- jæja. Fínn gerist nú íslending- urinn, fyrst hann má ekki kýr sjá né mykjulykt finna, án þess að hann fitji upp á trýnið og telji virðing sinni misboðið. Er og af sú tíðin, er norrænir garp- ar og snillingar töldu sér sæm- andi að rekja ættir alls lífs til Auðhumlu gömlu, og kváðu það hafa kviknað, er hún brá tungu sinni að köldu grjótinu. Er þó málum þánn veg farið, að flífst- ir ef ekki allir borgarbúar, þeir sem af íslenzku kyni teljast eiga ætt sína að rekja til kyn- slóðar, er átti allt sitt líf undir beljunum komið, og enn mun mjólk talin manni nauðsynleg, þótt þeir kunni að finnaSt, sem telja svartadauða og aðra vit- firrandi ólyfjan enn nauðsyn- legri til þroska og menningar. Vera má, að til sanns vegar megi færa, að ilmur erlendra þefvökva kitli meira nef hyja- línshjúpaðra götuútigangsstóð- hryssa en mykjulyktin, en ekki munu ömmur þeirra samt hafa talið sér vansæmandi, þótt þef- urinn segði til um, að þær hefðu í fjós kðmið, er þær báru börn- um sínum mjólkursopann, er á stundum var þeirra eina björg og oft af helzt til sk xrnum skammti, því ekki höfum vér íslendingar alltaf verið þess um komnir, að kaupa til landsins fyrir ærið fé rándýrar fjörefna- pillur okkur til viðurværis. Veit ég vel, að kýr eru jórtur- skepnur taldar, en ekki skil ég í því, að æska höfuðstaðarins þurfi að leggja fæð á þær þess vegna, því ekki veit ég betur en að sumir fulltrúar hennar, sem slæðst hafa hér í sveitina í bifreiðum á sumarferðalögum, hafi síjórtrandi verið, og það hygg ég, að ef athugað væri val jórturtuggunnar, mundi sann- ast, að nautskepnan sýndi þar meiri vitsmuni, jafnvel þótt ekki væri tillit til menntunar- mismunar teisið. Satt. er það, að kýr sletta stundum hala sínum til óþrifa, en aldrei hef ég'þær ölvaðar og ælandi séð, og tuki þeir sneið, sem eiga. Læt ég sVo útrætt um þetta að sinni til. Virðingarfyllst. Filippus Bessason hreppstjóri. Leifur Leirs: VIVACE KABARETTO Það snjóaði í nótt og snjórinn var hvítur eins og í fyrra. Og þó var þetta sennilega annar snjór. Furðuleg tilviljun, ef um tilviljun er að ræða. En sé þetta gert af ásettu ráði, sýnir þetta hugmyndaskort, sem ekkert kvenkyns nema jörðin gæti verið þekkt fyrir. . . . John Ferguson: Að ganga í eins litri vetirarkápu tvö ár í röð. . . . jljálpic n^*T*m*p 3 jtil- ao cjrœoa lcindcó* c?Legcf U ikerfí i csCan JgrœÉi taijóÍ Sluifitopa J(Lpparití$ 2 9 að hann væri kannske gam- all félagi Klinlochs. Og sá þriðji var einnig grannur, en skegglaus- Hann var ólíkur ihinrun að því leyti, að ein- kennisbúningur virtist ekki mundi klæða hann. Hann var líkari lækni, og hann var á- reiðanlega landi yðar.“ Tveir seinni mennirnir gat ég alls ekki ráðið í hverjr væru. Ég hugsa að það hafi verið þess vegna, sem ég á- kvað skyndilega að trúa Spencer fyrir, þessu. Svo að ég sagði eftir andartak: „Fyrst þeir sögðu yður ekki hvers vegna þeir vilja ná í Kinloih er bezt að ég segi yð- ur það.“ i Spenier greip fram í fyrir mér. „Þeir þurftu ekki að segja mér það,“ sagði hann- „Ég gat mér þess til af því sem þér sögðuð mér um fjár- hag Kinlochs — þeir ætluðu allir að ná hjá honum pening um; fógetinn, gamli hermað- urinjn, hann ætlaði annað- hvort að fá lán hjá Kinloch eða innheimta greiðslu á láni; og skozki jæknirinn var með óborgaðan reikning.“ Hann hló. En ég hristi höf- ’UÖið. „Miklu alvarlega. Kinloch er saklaus, en —“ ,,Ó,“ greip ha;nn fram í aftur, „af öllum heimskum __ií Hann hætti til að leita að gleraugunum sínum, sem höfðu dottjð á gólfið. Ég starði þegjandi út í bláinn. Þegar hann hafði fálmáð um gólfið, reis hann upp og var fremur rauður af að lúta svona, og hélt áfram eins og hann hefði ekki heyrt, hvað ég sagði. „Auðvitað sagði maðurinn frá fógetanum, að hann myndi finna ráð til að fá mig til að tala- En það var auðvelt fyrir mig að sýna honum fram á, að ef ég hefði minnistu hugmynd um hvar Kinlock væri, myndi ég varla bjóða laun fyrir upp- lýsingar.“ Þannig var það. Að lokum skildi ég. Spencer vildi. ekki vita neitt til að þurfa ekki að se^’a frá því. Virðing mín fyrir honum óx. Hann var eins heiðvirður og ég hafði verið heimskur. „Þeir koma-nú samt aftur, þessir menn,“ sagði ég. j,Það er enginn vafi á því,“ svaraði hann aftur glaðlega, „en ekki fyrr en við hættum þessum auglýsingum-“ Síðan þætti hann við eins og til að vera viss um að ég skildi hvað hann ætti við: „Ég hef borgað fyrirfram fyrir marg- ar auglýsingar. Ef til vill heimskulegt, því að auglýs- ingin heldur því ef til vill á- fram í nokkra daga eftir að við höfum fundið Kinlock.“ * En þar sem dagarnr liðu og íekkert heyrðist frá hon- um, fór ég að hugsa að við myndum ekkert til Kinlochs heyra framar. Allar ferðir mínar á skrifstofuna í Chan- cery Lane voru alltaf árang- urslausar. Spencer var samt alltaf vongóður. Þegar ég spurði hann að ástæðunni til þess, sagði hann ekkert nema: „Læknir, þegar peningar eru annars vegar þarf mað- ur ekki lengi að bíða. Þetta félag hefur aldrei auglýst á þennan hátt árangurslaust. Fyrr eða síðar mun koma svar“. Einum degi síðar kom hann mér á óvant með spurn ingu. „Lítið þér nokkurn tíma við, læknir?“ Ég skildi ekki, hvað hann átti við, og hafði upp spurn- ijaguna. eftir honum, og hann benti mér að glugganum. „Sjóið þarna — þennan mann í gráa yfirfrakkanum, sem er að réika þarna hinum megin á götunni“. Og þegar ég gægðist út, spurði hann: „Hafið þér nokkurn tíma séð hann áður?“ Ég gat ekki munað til þess að hafa séð þennan þrekvaxna mann. „Ó — þarna — sjáið þér!“ kallaði Spencer, því að mað- urinn hafði litið snögglega upp að glugga pkkar, pg þeg ar hann kom auga á okkur, hreyfði hann sig örlítið og þóttist vera að athuga um- ferðina á götunni. „Hann hljóp á sig núna“, tautaði Spencer. „Hver er hann?“ spurði ég og geðjaðist lítið að þessu. „Ég hélt að betra væri að lofa yður að sjá, að það er fylgzt með ferðum yðar. Hann hefur sézt hér í öll þrjú skipti, sem þér hafið komið hérna“. Eftir þetta hætti ég að koma í skrifstofuna, og við komum því svo fyrir að Spencer hringdi eða sendi skeyti, ef eitthvað kæmi fyr ir, því að ef fylgzt var með mér vegna Kinlocks . var hyggilegt að láta sem við værum orðnir vonlausir um að fá nokkurt svar við aug- lýsingunni, og ég væri þess vegna hættur að koma til Selwyn og Smith. Og í raun og veru var ég alveg farinn að örvænta, er hér var komið. Samt sem áður reyndist Spencer hafa rétt fyrir sér að lokum. Einn morguninn hringdi síminn hjá mér og um leið og ég greip heyrnar- tólið heyrðist rödd Spencers: „Eruð það þér, Iæknir?“ Það var kæti í rödd hans. Ég vissi að eitthvað hafði gerzt. „Já, hvað er það?“ „Fréttir". „Ekki —“ Ég varð svo hissa, að ég hafði næstum gloprað út úr mér því, sem ég ætlaði að þegja yfir- „Uss, komið til mín. Þetta getur verið gabb“. Þegar ég kom í skrifstofuna hans lagði hann bréfmiða fyr ír mig. „Ef herra Selwyn og Smith vilja senda einhvern til hr. Keiller, sem nú dvelur í Aberlyndy Arms, Gart, Argyllshire, geta þeir fengið MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDÍNG STELPAN: Ó, komdu sæll. Þú ert flugmaður er það ekki? Þú ættir að vita hve hrifin ég er-af flugmönnum. ÖRN: Sú er góð —----- STELPAN: En stöllu minni, dótt- ur aðmírálsins, er minna um ykkur gefið, hún----------- Í.ÖDD FPvÁ SJÓNUM: Ætlarðu að sálga mér úr lculda og fata- leysi? L' n Mm Li lí.lííLv

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.