Alþýðublaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 3
IVIxðvikydagur alþýðmblaðið Samþykktir kvenna um fæð- mgadeildina og heimilisþarfir BANDALAG^KVENNA í Reykjavík og Áíengisvarna- nefnd kvenfélaga í Reykja- vík og Hafnarfirði boðuðu til almenns fundar#í Iðnó síðast liðið fimmtudagskvöld, og var hann yel sóttur, þrátt fyrir óveður. Undirbúnings- nefnd beggja aðila lagði fram eftirfarandi tillögur, sem allar voru samþykktar í einu hljóði: Um hina nýju fæðingardeild Landsspítalans: „1. Vegna undangenginna blaðaskrifa um hiria nýju fæðingardeild Landsspítal- ans og ítrekaðrar yfirlýsing- ar landlæknis um það, að deildin muni ekki geta tekið til starfa fyrst um sinn, lýsir fundurinn yfir megnri óá- nægju yfir hinum óskiljan- lega seinagangi þessa máls. Jafnframt skorar f.undurinn á heilbrigðisstiórn landsins að sjá um að deildin taki til starfa sem allra fyrst, enda þótt eitthvað kunni ef til vill að vanta af hinum fullkomn- ustu tækjum, sem ætluð hafa verið til hennar. Er hvort tveggja jafn ó- verjandi, að láta fullgert hús ið standa ónotað og að gera ekki allt, sem Unnt er. til þess að leysa vanda þeirra fjölda kvenna, sem árlega verður að neita um inntöku í núverandi .fæðingardeild Landsspítalans.“ ,,2. Fundurinn skorar á heilbrigðisstjórn ríkisins að fela fyrrhuguðu forustufólki hinnar nýju fæðingardeildar Landsspítalans að hef ja þeg- ar í stað allan nauðsvnlegan undirbúning til þess, að deildin geti sem fyrst tekið til starfa.“ ,,3. Fundurinn skorar á Læknafélag Reykjavíkur að beita sér fyrir bvi að starf- ræksla hinnar nýju fæðingar- deildar Landsspítalans verði hafin án frekari tafar.“ Um framkvæmd heilbrigðis- samþykktar Reykjavíkur: ,,'Fundurinn lætur í ljós undrun og óánægju yfir því, að enn skuli engin merki sjást þeirra miklu umbóta, sem hefjast áttu á síðast liðnu ári á hreinlætis- og hgjlbrigð- ismálum bæjarns. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur að ganga nú þegar frá heilbrigðissam- þykkt bæjarins og hlutast til J um, að hinn læknisfróði heil- brigðisfulltrúi, sem bæjar- stjórnin skipaði fyrr 13 mán- uðum, geti þegar tekið til starfa.“ Um skömmtun áfengis og tóbaks: „Fundurinn mótmælir því harðlega. að haldið verði á- fram hömlulausri sölu áfeng- is og tóbaks, á meðan nauð- synjavörur eru skammtaðar naumt. Þó að vitað sé að vísu, að minni erlendur gjaldeyrir fer til áfengiskaupa en ætla mætti af hinu háa útsölu- verði. þá er upphæðin ósæmi- lega há, þegar þess er gætt, að henni er varið til þess að kaupa þjóðinni og einstak- lingum hennar vanmátt til að halda velli í þeirri baráttu fyrir afkomu og frelsi, sem nú stendur fyrir dyrum.- Fundurinn telur óhætt að fullyrða, að yfirgnæfandi meiri hluti islenzkra kvenna, en það er meiri hluti kjós- enda landsins. stendur fast með þessari tillögu.“ hafa verið tvær umferðir. í Um heimilin og innflutning- inn: „1. Þrátt fyrir endurteknar áskoranir undanfarin ár frá kvenfélögum og kvenfélaga- samböndum landsins um að fá fluttar inn heimilisvélar til þess að létta.störf á heimil- unum, hafa þeir, sem ráð- stafað hafa gjaldeyrinum þessi ár, lítið sinnt þessu. Þess vegna lýsir fundurinn óánægju sinni yfir ráðstöfun- um gjaldeyris að því er nauð synjum heimilanna við kem- ur í þessu efni. Auk þess er nú svo komið, að um langan- tíma hefur fengizt efni í fatnað á ung- börn né í almennan vinnu- fatnað handa konum og sæng urfatnað. Enn fremur skort- ir tilfinnanlega diska-og bolla pör til almennrar notkunar, — þótt ekki hafi skort dýran krystal og postulínsvarning. Eins og málum er nú kom- ið, fer fundurinn ekki fram á að annað sé flutt til lands- ins en það, sem þrýnust þörf er á. svo sem efni á föt á ungbörn, vinnþfatnað, rúm- fatnað og nauðsynlegustu búsáhöld. Skorar fundurinn á fjár- hagsráð að afla þessa varn- ings næst á éftir nauðsynleg- ustu matvörum og því, er nauðsynlega þarf til útgerð- ar. Enn fremur lýsir fundur- inn sig algerlega mótfallinn erlendum iántökum og vill styðja alla skynsamlega við- leitni til sparnaðar, svo að landið geti haldið áfram að vera efnalega sjálfstæ.tt." „2. Fundurinn telur það mjög misráðið, að konur skuli eigi hafa verið kvaddar til samstarfs við karla um innflutnings- og gjaldeyris- verzlun landsins né um vöru skömmtun, og skprar því á ríkisstjórnina að kveðja kon- ur sem fyrst til starfa og í- hlutunar um þessi mál og nota sér þann veg þá þekk- ingu, sem konur hafa á þörf- um heimil-anna.“ Loks var samþykkt tillaga frá Karólínu Zixnsen, Katrínu Pálsdóttur og Rósu Vigfúss- dóttur um áskorun til alþing- is um að láta fara fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um að- flutningsbann áfengis. Að bandalagi kvenna standa 16 fjölmenn félög og að Áfengisvarnanefndinni 26 félö£ í Reykjavík og Hafnar- firði. BÓKAÚTGÁFAN NORÐRI hefur nýlega gefið út skáldsöguna Rússneska hljómkviðan, en hún hlaut verðlaunin í bókmenntasam- i keppni Sameinuðu þjóðanna 1 og náði mikilli útbreiðslu og I fékk miklar vinsældir, þeg- ar hún kom út á Bretlandi. Efni skáldsögunnar er sótit í ævi rússneska tónskálds ins Alexis Serkins og er þar getið margra af frægustu Korsafkoffs og Mursergskys. Meðferð efnisins og form þess er nýstárlegt,, sniðið eftir 'tónverki Serkins, symfonáu í c-moll, eina tónverki hans, sem umheimurinn þekkir að ráði. í lífi Serkins er örlagavald- urinn franska leikkonan Janina Loraene. Um sambúð þeirra hefur höfundurinn skapað stórbrotna ástarsögu, fíngerða og djarflega í senn. íslenzka þýðingin er gerð af Hersteini Pálssyni, rit- stjóra. íþróttafélag' stúdenta. Handknattleiksæfingar félags I ins hefjast fimmtudaginn 2. okt. kl. 10 e. h. í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssónar. til veiðirétiareigenda og veíðimanna. um land a'llt skal vakin á því að samkvæmt lögum nr. 112 1941 um lax- og sihingsveiði, er vatna- silungur, annar en murta, friðaður fyrir allri veiði nema dorgar- og stangarveiði frá 27. sept til 31- janúar ár hvert. — Samkvæmt sömu lögum er gön'gusilungsveiði aðeins leyfð á tíma'bilinu frá 1. apríl til 1. septernber og laxveiði um þriggja mánaða t'íma á tímabilinu frá 20. maí til 15. sept- ember- Mönnum er óheimilt að gefa, selja, kaupa, þiggja eða taka við eða láta af hendi lax og göngu silung á tímbilinu frá 20. september til 20. maí ár hvert, nema að sannanlegt sé, að fiskurinn hafi verið veiddur á lögl'eyfðum tima. Brot gegn umræddum ákvæðum varða sektum. Veiðimálasijóri. listamönnum Rússa á 19. öldinni, svo sem Rimskys A u g I ý s i n g Nr. 8,1947 frá skömmiunarsljóra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerð- ar frá 23- september 1947 um vöru- skömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefur viðskiptanefnd ákveðið þessa skainmta af eftirtöldum skömmtunarvörum handa hverjum ein- staklingi á tímaþilinu frá 1. október til 31 des. 1947, og að reitir þeir af hinum nýja skömmtunarseðli skuli á þessu tíma- bili gilda sem lögleg innkaupaheimild samkvæmt því, sem hér greinir: Reitirnir merktir A 1 til A 10 (báðir meðtaldir) gildi hver reitur fyrir 1 kg. af kornvörum. Reitirnir merktir A 11 til 15 (báðir meðtaldir) gildi á sama hátt fyr- ir 1 kg af kornvörum, en hver hinna af- mörkuðu hluta þessara reita fyrir 200 g af kornvörum. Reitirnir merktir B 1 til B 50 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir 2 króna verð- mæti í smásölu af skömmtuðum vefnað- arvörum (öðrum en tilbúnum ytri fatnaði) og/eða skömmtuðum búsáhöldum, eftir frjálsu vali kaupanda. Reitrnir merktir K 1 til K 9 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir V2 kg af sykri- Reitirnir merktir M 1 til M 4 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir hreinlætisvör- um þannig, að gegn hverjum slíkum reit fáist afhent V2 kg. afV blautsápu eða 2 pakkar af þvottaefni eða 1 stykki af hand- sápu eða 1 stykki af stangasápu. Reitirnir J 1 til J 8 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir 125 g af brenndu og/eða möluðu kaffi eða 150 g af óbrendu kaffi. — % Stofnauki nr. 14 gildi fyrir 1 kg af er- lendu smjöri- Ennfremur hefur viðskiptanefndin á- kveðið að stofnauki nr. 13 gildi fyrir til- búnum ytri fatnaði fram til ársloka 1948 þannig, að gegn þeim stofnauka fáist af- ■ hent á þessu tímabili einn alklæðnaður karla, eða ein yfirhöfn karla eða kvenna eða tveir ytri kjólar kvenna eða einn al- klæðnaður og ein yfirhöfn á börn undir tíu ára aidri. Reykjavík, 30. september 1947. Skömmtunarstjórinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.