Alþýðublaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar fullorðið fólk og ung- 'linga til að bera blaðið í þessi hverfi: Rauðarárholt Mela Barónsstíg. * Talið við afgr. Simi 4900. ALÞYÐUBLAÐIÐ vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið í þessi hverfi: Túngötu Miðbæinn Skólavörðustíg. Talið við afgr. Sími 4900. Fjórveldaráðsfefnan umfram- 111 ifilsku nýlendnanna -----<S,---- Ráðstefnan hefst í London í næstu viku. ------------------------------ BREZKA STJÓRNIN hefur nú boðað til f jögurra velda ráðstefnu í Lonöon, sem ,auk Bretlands, Bandaríkin, Frakk- lands og Rússland eiga að taka þátt í, og gera á út um fram- tíð hinna fyrri ítölsku nýlendna í Afriku. Öll ríkin hafa þeg- ar þegið boðið, og' er búizt við að ráðstefnan hef jist í næstu viku. * Hjáiparfyrirællanir Trumans eiga vax andi fylgl að fagna í Bandaríkjunum. Forusty?nesíÍi repú- bSlkaiia einnig með þeim, FREGNIR frá Washington í gær herma, að tillaga Trum ans um að verja 580 milljón um dollara til bráðabirgða- k^álpar Fx-ökkum, ítölum og Ausíurríkismönnum til handa, fái mjög góðar und- irtektir hjá forustumönnum heggja hinna stóru stjórn- málaflokka, demokrata óg repúblikana, og að vazandi líkur séu til að hjálpin verði veitt án þess, að Bandaríkja- þingið verði kallað, saman, með því að það myndi. tefja liana. Ýmsir forustumenn repú- bleikana, sem eru stjórnar- andstöðuflokkurinn, en í meirihluta á þingi, hafa far- ið mjög viðurkannandi ‘orð- um t um stefnu Trumans í þessu máli og lýst sig henni fylgjandi, þar á meðal Taft, öldungadeildarmaður, og Martin, sem er einn af for- ustumönnum repúblíkana í fulltrúadeildinni. Talið er að Truman muni innan skamms skipa fjórar nefndir til að undirbúa bráða birgðahjálpina og gera tillög- ur um skiptingu hennar milli hnna þriggjrT þjóða. Allar flugferðir AOA stöðvaðar. » ALLAR FLUGFERÐIR AOA voru stöðvaðar í gær- dag, og vissu umboðsmenn f^agsins hér ekki hvað olli þessu, er blaðið hafði tal af þeim í gær. Var gizkað á, að hér gæti verið um verkfall að ræða. Að minnsta kosti ein flugvél með farþega hingað mun hafa verið í Gander, væntanleg hingað í morgun, og er hún sennilega stöðvuð var. Það er samkvæmt fyrri á- kvörðun fjórveldanna, að þessi ráðstefna er haldin. Komu þau sér saman um það á íjórveldafundinum í París í fyrrasumar, að þau skyldu í sameiningu ákveða framtíð ítölsku nýlendnanna í Afríku ekki síðar en ári eftir að friðarsamningurinn við Ítalíu gengi í gildi. Nýlendur þær, sem um er að ræða, eru Tripolitania, Llbya og Cyrenaica í Norður Afríku, og Erithrea og Som- aliland.í Austur-Afriku. Fregnin frá London í gær segir, að fyrstu verk. ráð- stefnunnar í London muni verða að senda nefnd manna til Afríku til þess að kynna sér nýlendurnar og hug íbúa þeirra. Nýr söngvari keniur á sjónarsvðið. UNGUR SÖNGVARI er að koma hér fram á sjónarsvið- ið. Er það Gunnar Kristins- son, en hann hfeldur söng- skemmtun í Gamla bíó kl. 7, 15 á morgun og er það fyrsti opinberi konsertinn, sem hann héldur héf, og senni- lega sá eini að þessu sinni, því að Gunnar er á förum til Stokkhólms til framhalds- náms. Gunnar hefur stundað söng nám í Svíþjóð, og heíur kenh ari hans verið Jóseph Histop, óperusöngvari. Áður hefur Gunnar stundað tónlistarnám hér heima meðal annars hjá Gunnari Sigurgeirssyni, pía- nóleikara. Á söngskránni hjá Gunn- ari Kristinssyni eru meðal annars lög eftir Chopin, Beethoven, Mozart og Grieg, og enn fremur lög eftir inn- lenda höfunda, meðal annars Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Við hljóðfærið verður dr. Urbantschtsch. --------------------- HANNES Á HORNINU. að því að gera atvinnuvegi okk- ar samkeppnishæfa. Því sterk- ari sem ítök hennar verða, því meira traust hlýtur hún hjá fólkinu. En í því efni verður eitt að ganga yfir alla. Þar má enginn sleppa á kostnað ann- ars. Einræðisherra Ungverjalands. liillíáli Þctta er Mathias Rakosi, for- ingi ungverskra kommúnista, sem Rússar eru nú að dubba til einræðisherra á Ungverja iandi, eins og áður Tito og Dimitrov í Júgósl'avíu og Búlgaríu. fær aukin vöíd. SkipaSur efnahags- máiaráðherra mei víðtæku vaidi. ATTLEE, forsætisráð- herra brezku jafnaðarmanna stjórnarinnar, tilkynnti all- mikilvægar breytingar á stjórninni, og er hin helzta sú, að stofnað hefur verið sér stakt efnahagsmálaráðuneyti með víðtæku valdi til íhlut- unar um framleiðslu og önn- ur efnahagsmál brezku þjóð- arinnar, og hefur Sir Staff- ord Cripps verið skipaður efnahagsmálaráðherra. Sir Stafford hefur síðan jafnaðarmannastjórnin var mynduð verið viðskiptamála ráðherra, en nú hefur hann lagt niður það ráðherraem- bætti og Harold Wilson verið skipaður viðskiptamálaráð- herra í hans stað. Wilson er ungur maður, aðeins 33ja ára, en hefur starfað að ut- anríkisviðskiptum Breta und apfarið og var til dæmis for- ,'maður viðskiptanefndarinn- ar, sem-send var til Moskvu í sumar. Loks hefur sú breyting orð ið á stjórninni, að Arthur Greenwood hefur lagt niður ráðherraembætti án sérstakr ar stjórnardeildar, sem hann gegndi. Fregnir frá London í gær kveldi töldu ýmsar líkur til þess, að fleiri breytingar á brezku stjórnihni væru í að- sigi. Aðalfundur Prestafé- r félags Islands hófst í gær. AÐALFUNDUR Presta- félags íslands sá 29. í röðinni hófst í gær með guðsbiónustu í Háskólakapellunnj. Etfir það var fundur sett- ut af forman.ni félagsins, próf- Ásmundi Guðmunds- syni og minntist hann fyrst 6 látinna félaga. Þá gerði for_- maður grein fyrir störfum félagsins og minntist m. a. á útgáiustarfsemi þess. Fyrir forgöngu félagsins er nýkom- ið út nýtt hugvekjusafn ..Nýjar hugvekjur“ eftir 80 kennimenn. Þá komur út í tilsfni af aldarafmæli Presta- skólans, minningarrit í tveim biridum og nefnist það „ís- lenzkir kennimenn 1847 — 1947.' Þá flutti séra Ár.ni Sigurðs son erindi um alþjóðaþing lúterskra kirkna, sem' haldið var í Lundi í sumar, en þar á eftir hófugt framsÖguerindi og umræður um aðalumræðu efni fundarins; nokkrir þætt ir í starfi kirkjunnár á næstu j árum. — í gærkvöldi flutti séra Valdimar Eylands er- indi um kristnilíf Vestur-ís- lendinga, og var erindinu út- varpað- Ungur listamaður opnar málverka- sýningu á morgun. SIGURBUR SIGURÐS- SON listmálari frá Sauðár- króki opnar málverkasýningu í Listamannaskálanum á niorgun klukkan 2. Á sýn- ingunni verða um 60 olíumál verk og auk þess nokkrar teikningar og vatslitamyndir. Eftir að Sigurður lauk stúdentsprófi frá menntaskól anum á Akureyri, stundaði hann um fimm ára skeið nám í Kunstakademíinu í Kaup- mannahöfn, en eftir stríðið kom hann heim og hefur mál að hér síðan. Myndirnar sem hánn sýnir nú, eru flestar málaðar eftir að hann . kom aftur heim. Sigurður hefur tekið þátt í nokkrum sýning- um erlendis og hlotið góða dóma. manns sáu Ijós- myndasýninguna. LJÓSMYNDA OG FERÐA SÝNINGU Ferðafélags ís- lands lauk í gærkvöldi, hafði þá*staðið yfir í 12 daga. Alls sóttu sýninguna rúmlega 6000 manns. í gærkvöldi fór fram af- hending verðlaúna til þeirra áhugaljósmyndara, sem verð laun hlutu myndir sínar. OPNUÐ HEFUR * verið blómabúð í Hafnarfirði og er það fyrsta blómabúðin, sem þar er sett á stofn. N^nist blómabúðin „Pálm inn“ og er í Lækjargötu 10. Þriðja umferð í skák- móti Taflfélagsins. ÞRIÐJA UMFERÐIN í innanfélagsskákmóti Taflfé- lags Reykjavíkur var tefld á sunnudaginn og urðu úrslit þessi: Guðjón M. Sigurðsson vann Bjarna Magnússon, Jón Ágústsson vann Steingrím Guðmundsson, Eggert Gilfer gerði jafntefli við Guðmund Pálmason og biðskákir urðu hjá Áka Péturssyni og Sigur- geir Gíslasyni og Óla Valdi- marssyni og Benoný Bene- diktssyni- Efstir í öðrum' flokki eru eftir fjórar umferðir Eiríkur Marelsson með 4 vinninga og Valur Norðdahl með 0V2 vinning. Alls verða tefldar 10 umferðir. Fyrsfa síldarieif frá Reykjavíkí flugvél. í FYRRADAG var flogið í síldarleit frá Reykjavík að til hlutan sjávarútvegsmálaráð- herra og er það í fyrsta sinn, sem leitað hefur verið að síld úr flugvél hér sunnanlands. Síld sás.t hvergi vaða á því svæði, sem leitað var á, en nokkur mora eða dekkja, lík lega síld, sást út af Krísuvík- urbjargi. : Grummanflugbátur frá Loftleiðum var fenginn til leitarinnar og var lagt af stað frá Reykjavíkurflugvellinum kl. 16.15. Voru skipstjórarn- ir, Guðmundur Jónsson frá Tungu og Ármann Friðriks- son með í flugvélinni til leið beiningar- Flogið var út með Vatnsleysuströnd og Vogum, grunnt fyrir Garðsskaga og meðfram Höfnum og Sand- vík og leitað á víkunum við Reykjanes og í Selvogi. Það- an var haldið um 10—15 sjó- mílur út frá landi og áfram vestur með í 10—15 sjómílna fjarlægð frá landi. Leitað var umhverfis Eldey og á Eld- eyjarbanka og um Norður- kannta. Þaðan var tekin stefna á Akrafjall, síðan leit- að um Hvalfjörð og Kolla- fjörð. Veður var gott meðan flog ig var, en síld sást hvergi vaða, eins og áður segir, en nokkur mora eða dekkja, sem álitið er að hafi .verið síld, ást út af Krísuvíkurbjargi. Leitarflugið tók nærri hálfa þriðju klukkustund. Frá ríkisráðsritara. Forseti íslands hefur tilskip- að, að verð heimilað fyrir vöru merkjum samkvæmt lögum frá 1003 skuli einnig ná til Sviss.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.