Alþýðublaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Austan kaldi, úrkomulaust að mestu. AlhýðubSaðið vantar unglinga til að bera blaðið til fastra kaupenda. XXVII. árg. Sunnudagur 2. nóv. 1947. 256. tbl. Umtalsefnið: Kosningamar til Stúdenta- ráðs. Forustugrein: Óvænt viðurkenning. 12 verkslýðsfélög með samtals 200 með- limum taka þáti í því. --f---♦— ----- Sambaijds-svæðið er frá DöSum til Víkur aS Rvik og Hafnarfiröi undanskildum, Hér sést Napoleon Zervos, til vinstri en hann er fyrrverandi innanríkisráðherra Grikklands og annálaður kommúnistahat- ari. Iiann stjórnaði EDES hreyfingunni á móti Þjóðverjum á stríðsárunum. ALÞYÐUSAMBAiND SUÐURLANDS var stofn- að í.gærkveldi á Akranesi. Voru þar mættir 16 full- trúar frá níu félcqum, en auik beirra hafa þriú félög tilkynnt þátttöku í fjórðungssambandinu. Alls eru í þess.um féiögum tæplega 2000 verkamenn og sjómenn cg félögin eru dreiíð frá Snæfelisnesi til Rangárvalla- sýslu. En útstrikanlr voru svo miklar á Fram- sóknaríistanum, að annar maður hans fær sætið! Osigur enskra jafnaðarmanna KOSNINGAR í STÚDENTARÁÐ fóru fram í gær, og lauk þeim svo, að kommúnistar töpuðu einu sæti til Framsóknarmanna. Kosningin var söguleg að því leyti, að margir munu hafa kosið Framsóknarlistaim með það eitt fyrir augum að fella þriðja kommúnistann, og tókst það. Hins vegar er það svo sundurleitur hópur, sem kaus Framsóknarmenn, að útstrik anir voru fjclmargar með þeim afleiðingum,' að eísti maður listans náði ekki kosn ingu í ráðið, heldur fær það annax maður á listanum. Kosningarnar í gær fóru sem hér segir .(Tölur frá því í fyrra i svigum): Jafnaðarmenn 60 (57) Vaka 185 (194) Framsóknarmenn 57 (32) Kommúnist ar 106 (100) Vökumenn halda því meiri hluta sínum í ráðinu með mönnum kjörnum. Kommúnistar tapa einum og hafa nú þrjá. Jafnaðarmenn halda sínum eina manni og Framsókn fær mann í ráðið. Hið nýkosna stúdentaráð e,r þannig skipað: Jón P. Em- ils stud. jur. fyrir Alþýðu flokksstúdenta, Tómas Tóm- asson stud. jur., Víkingur Arnórsson stud. med.^ Bragi (Frh. á 8. síðu.) BRESKI Alþýðuflokkurinn tapaði allverulega í bæjar- stjórnarkosninlgunum í Bret- landi í gær. Þegar blaðið frétti síðast í gærkveldi, var talninigu ekki lokið, 'en jafn- aðarmenn höfðu tapað 546 sætum, en unnið 42, íhalds- menn höfðu unnið 588 sæti, Ifimm en tapað. 17 og utanflokka- rnenn höfðu utínið 130 sæti en tapað 83. Kommúnistar tapað 9, en ekkert unnið. Gengið var til 'kosninga í 390 hæjarfélögum og kosinn . einn þriðjihluti hverrar bæj- arstjórnar eða alls um 3000 embætti. Þetta er fyrsti ósig- ur Alþýðuflokksins, síðan hann kom tii valda 1945, Fundurinn hófst skömmu eftir kl. 5 að Krókatúni 14. Fyrir hönd íélaganna, sem tii stofnfundarins boðuðu, hélt HsJlfdán Sveinsson sköru- lega setningarræðu; en að henni lokinni var aldursfor- seta fundarins, Sveinbirni Oddssyni, falið að stjórna fundinum, þar til forsetar væru kjörnir. í kjörbréfa- nefnd voru þeir kjörnir Ragnar Guðleifsson frá Kefla vík; Guðmundur Þórarinsson frá Vatnsleysuströnd og Þor- gils Stefánsson frá Ólafsvík. Félögin, sem að stofnun þessa fjórðungssambands standa, eru þessi: Verkamannafélagið Báran á Eyrarbakka, fulltr. Guð- laugur Eggertsson, Verka- lýðs- og sjómannafélag Kefla víkur, fulltr. Ragnar Guð- leifsson, Kjartan Ólafsson og Guðmundur Þorvaldsson, Verkalýðsfélag Akraness: j Hálfdán Sveinsson, Kristinn Ólafsson, Karl Elíasson og Sveinbjörn Oddsson; Verka- lýðsfélag Vatnsleysustrand- arhrepps: Guðmundur Þór- arinsson; Bílstjórafélag Rang æinga: Ölver Karlsson; Verka lýðsfélagið Jökull i ölafsvík: Þorgils Stefánsson; Verka- lýðsfélagið Stjarnan á Grund arfirði: Baldvin Baldvinsson; Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja: Guðmundur Helgason; Verkalýðsfélag Grindavíkur: Svavar Árnason og Sigurður Gíslason. Auk þessára félaga hafa þrjú tilkynnt þátttöku, en ekki sent fulltrúa: Verka- lýðsfélag Austur-Eyjafjalla- hrepps og Verkamannafélag- ið Dímon í Rangárvallasýslu og Verkalýðs- og sjómanna- félag Gerða- og Miðnes- hrepps. Þegar kjörbréf höfðu ver- ið athuguð, voru -kosnir for- setar. Var Sveinbjörn Odds- son kosinn forssti, Ragnar Guðleifsson varaforseti og þeir Svavar Árnason og Þor- geir Stefánsson ritarar. Var síðan kosið í þessar nefndir: Nefndanefnd, verkalýðsmála nefnd, allsherjarnefnd, fjár- hagsnefnd, laganefnd og dag- skrárnsfnd. Að loknu matarhléi i gær.- kvöldi hélt fundurinn áfram og stóð fram á nótt. Af 29 félgum á féiags- svæðinu, sem er frá Dölum til Víkur, að Reykjavík og Hafnarfirði undanskiidum, hafa því 12 þegar bundizt þéssum nýju samtökum. Þessi 12 félög hafa tæplega um srjornmáli horfin annað kvöld FULLTRÚARAÐ AL- ÞÝÐUFLOKKSINS held- ur fund á mánudagskvöld kl. 8,39 í Alþýðuhúsinu við Hverfisg. Auk venjulegra félags- mála, sem rædd verða á •fundinum, flytur Har- aldur Guðmundsson, £or- stjóri eriiídi frá Noregi, og loks verða umræður um stjórnmálaviðhorfin, og hefur Stefán Jóh. Stefáns- son forsætisráðherra fram sögu um þau. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvíslega á fund- inn. 2000 meðlimi, en hin, sem enn ekki hafa gengið í sam- bandið, hafa um 1600 með- limi. Til samariburðar má geta þess, að á stofnfundi fjórðungssambands Norður- lands á Akureyri voru 34, fulltrúar (13 frá Akureyri) frá 17 af 36 félögum á svæð- inu. Bæði Gyðingar og Arabar í Palestínu vígbúasf af kappi -------*------- 70 000 manns nú í Haganah. -------f------- BÆÐI GYÐINGAR OG ARABAR búast nú öllum þeim vopnum, sem þeir hafa ráð á d Palestínu, til þess að vera við öllu búnir, þegar Palestínu verður skipt, að því er fréttaritari brezka útvarpsins skýrði frá i gær. Viðbún- aður Gyðinga er miklum mun skipulagðari og meiri, og safna þeir nú liði i leyniher sinn, Haganah, og munu nú alls 70 000 manns vera í her þessum. Gyðingar fullyrða, að þeir* hafi alls ekki í huga að ráð- ast á Araba, heldur aðeins að verja landamæri hins nýja Gyðingaríkis, þegar það verð ux sett á stofn. Auk Haganah skipuleggja þeir nú varnar- sveitir kvenna og gamal- menna. Rifsnes fær 880 mál. Rifsnesið fékk í gærdag 900 mál síldar á Hvalfirði og veiddist síldin í snurpunót. Var þetta stór hafsíld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.