Alþýðublaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. nóv. 1947. ALÞYÐUBLAÐIÐ Ihomas Mann og Þýzkaland Heyrt og lesið IÐUNN ARÚTGÁF AN hefur hafið útgáfu á nýjum bóka- ■flokki, ' sem nefnist Sögn og saga og verður helgáður þjóð- legum fræðum og sögulegu efni. Fyrsta rit bókaflokks þessa er mjög vönduð útgáfa af Sagna þáttum Þjóðólfs, og hefur Gils Guðmundson búið þá til prent- unar. Sagnaþættirnir birtust upphaflega í Þjóðólfi á árabil- inu 1898—1911 og voru sér- prentaðir í kverum, en þetta er í fyrsta sinn, sem þeir koma út í heild og útgáfu, er þeim hæf- ir. * NORSKI RITHÖFUNDUR- INN Sigurd Christiansen lézt fyrir nokkrum dögum. Christi- ansen fæddist 1891 í Dramm- en og var lengst af ævinnar búsettur þar. Fyrsta bók hans, skáldsagan Seireren, kom út 1915, en meginverk Christian- sens er skáldsagnaflokkurinn Indgangen (1925), Sverdene (1927) og Riket (1929). Ein af skáldsögum Christiansens hefur verið þýdd á íslenzku. Er það Tveir lífs og einn liðinn, en hún hlaut fyrstu verðlaun í nor rænu skáldsagnakeppninni 1931. * BÓKAÚTGÁFA MENNING- ARSJÓÐS gefur út nú í haust úrval úr ljóðum Guðmundar Friðjónssonar í bókaflokknum íslenzk úrvalsrit, og verður þetta sjötta bók flokksins. Vil- hjálmur Þ. Gíslason annast val ljóðanna og ritar að bókinni formála um Guðmund og skáld skap hans. Áður eru komin út af íslenzkum úrvalsritum úrval úr ljóðum Jónasar Hallgríms- sonar, Bólu-Hjálmars, Matthías ar Jochumssonar, Hannesar Hafsteins og Gríms Thomsens. * NÝLEGA er komin út í Bandaríkjunum bók eftir Sam- uel Putnam um amerísku rit- höfundana, sem dvöldust í París á þriðja tug aldarinnar. Bókin heitir Paris Was Our Mistress og fjallar meðal ann- ars um Ernest Hemingway og Gertrude Stein. * FYRSTA SMÁSAGNASAFN Þóris Bergssonar er fyrir skömmu komið út í annarri út- gáfu hjá ísafold. Nefnist bókin Sögur, og kom fyrri útgáfan út árið 1939, en þetta var fyrsta bók Þóris. Sögur flytur 22 smá- sögur, og vakti bók þessi á síp- um tíma mikla athygli og hlaut mjög góða dóma. * FYRIR SKÖMMU er komin út skáldsagan í alveldi ástar eftir Wöndu Wasilewsku í ís- lenzkri þýðingu Gunnars Bene- diktssonar, en útgefandi er Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar á Akureyri. Wasilewska er pólsk-rússnesk, fædd í Krakau 1905. Áður hefur skáldsaga hennar Regnboginn komið út í íslenzkri þýðingu, en fyrir hana hlaut Wasilewska Stalínverð- launin árið 1943. Vel unnið bókmenntastarf Endurminningar frú Gyðu Thorlacius frá dvöl henn- ar á íslandi árin 1801—15. Sigurjón Jónsson læknir sneri á íslenzku. ísafoldar prentsmiðja 1947. „HÖFUM ÞESSU ei verið vanir“ kvað Grímur Thomsen. Hann mundi senni lega endurtaka þessi orð sín nú, ef hann væri enn á með- al okkar, hefði athugað þýð- ingar bóka á ísienzku eins og þær gerast upp og ofan núna síðustu áratugina og sæi svo hvernig að hefur ver ið unnið þessari bók. þýð- ingu hennar og útgáfu. Hér er ágætt dæmi þess fágætis, að {Dýðarinn sitórbæti rit í meðferð sinni. Verða vist aldrei bornar brigður á það, að Sigurjón Jónsson hafi mikið umbætt þessa bók, svo að íslenzka útgáfan beri langt af hinum dönsku. Það er nú fyrst og fremst, að hann þýðir ágætlega. í öðru lagi bætir hann um textann, því að hann nemur burt það, sem einskisvert var og a. m. k. átti ekkert erindi til ís- lendinga. í þriðja lagi gerir hann bæði að leiðbeina les- andanum til skilnings á efn- inu og að auka stórkostlega við þann fróðleik, sem bókin hefur inni að halda á frum- málinu. Nú þótt hann sé sjálf- ur hinn mes.ti fróðleikssjór á söguleg efni eins og svo margt annað, þá er þó aug- ljóst, að hér er margt þannig til komið, að hann gat ekki hafit það í huganum, heldur er bersýnilega varið til þess miklum rannsóknum að at- huga það og afla þess jafn- vel eftir óprentuðum heim- ildum. Slíkt getur maður kallað að vinna af aiúð og trúmennsku. Fræðimennsku og trúmennsku vcttar líka registrið við bókina. Það lætur að líkum, að bók, sem 'lýsir lifinu á ís- landi fyrstu áratugi nítjándu aldar, er ömurleg bók, því að þá var ömurlegt hér að lifa. Að sjálfsögðu talar höf- undurinn, dönsk kona, oft af meira eða minna ófullkomn- um skilningi, eins og athuga greinir þýðarans sýna ljós- lega, en jafnauðsætt er hitt, að hvergi vill hún halla réttu máli og svik verða eigi fund in í hennar munni. En hvað, sem líður ófullkomleika þekkingar konu þessarar, þá er það þó ekki óskýr mynd, er hún dregur upp. Merkust verður bókin þó ávallt sem documentum humanum, skil ríki um ytri og innri lífsbar- áttu höfundarins sjálfs. Les- andinn kynnis.t hér konu, sem ekkert illt hefur að geyma, er barnslega saklaus og einlæg, er hvert augna- blik minnug skyldu sinnar við sjálfa sig, guð og náung- ann, með hjartað fullt af góðvild til allra og ótrauð að bera eftir ýtrustu getu þær byrðar, sem hún télur, að henni beri á sig að taka. Sjálf er hún löngum van- heil. og oft er frásögnin um lífsbaráttuna og örlögin næsta átakanleg, en sjaldan Gyða Thorlacíus. eru í henni nokkur eiginleg tilþrif. Þó bregður þvi fyrir, að fyrir einfaldleik sinn geti hún nálgazt það að mega teljast til lisitar; en það er sjaldan. Frú Gyða hefur unnað manni sínum, Þórði sýslu- manni Thorlacius, og ef það, sem hún segir um hann, er annað en endurskin af henn ar eigin gullhjarta, þá hefur hann ekki verið harðhjartað ur maður eða án mannkosta. Þetta kemur t. d. fram í því, hvernig honum snýst hugur, er hann sér þurfamanninn, sem hún hefur, eftir að hafa beðið guð að ráða fram úr vanda sínum, tekið til þess að _lofa honum að deyja í skemmu þeirra hjóna. Ef eitthvað skal finna að útgáfu bókarinnar, þá er það brotið, sem er of stórt. En íslenzkir forleggjarar hafa nú keppzt um það síðustu sex eða sjö árin að velja bók- um sínum of stórt brot og auglýsa þar með skorit sinn á smekkvísi. Nú er sem nokk uð bóli á afturhvarfi í því efni, og má þar nefna sem dæmi hina einkar smekkvís- legu útgáfu Olgeirsrímna. Það er alkunna, að þýðari þessarar bókar er einn hinna ritsnjöllustu manna, sem nú er uppi hér á landi, og hann er hinn mesti starfSmaður. En ekki minnist ég þess, að hafa áður séð þýðingu frá hans hendi. Eftir þessa þýð- ingu munu þó fleiri en ég óska þess, að hann láti hér ekki staðar numið. Því að þær einar bækur mundi hann velia til verkefnis, sem betur væru þýddar en óþýdd ar. Sn. J. THOMAS MANN var hér áð ur á árum maður frekar íhalds- samur, og meðal annars hélt hann því fram, að rithöfundar og listamenn ættu ekki að láta stjórnmál til sín taka. Hann tal- aði þá um stjórnmál eins og þau væru, ef ekki lítilvæg, þá að minnsta kosti þannig, að þeir, sem fjölluðu um fagur- fræðileg efni, gætu ekki verið þekktir fyrir að sinna þeim. Þegar svo nazistar komust til valda í Þýzkalandi og pólitísk lögregla var sísnuðrandi í hús- um manna og hvar, sem tveir eða fleiri voru saman komnir, þegar meira að segja enginn gat verið óhultur fyrir því, að ná- granni, vinur, eða jafnvel ná- kominn ættingi kærði ekki ó- gætilegt orð eða atferli, þegar hvert ritað orð, sem prenta skyldi, var grandskoðað í Ijósi hinna nazistísku kenninga og mönnum varpað þúsundum sam an í fangelsi, þá vaknaði Thom- as Mann við vondan draum. Honum fannst hann ekki geta búið í landi, þar sem svona var háttað, og án þess að hon- um væri vísað í útlegð, fór hann af landi burt. Þegar hann kom til útlánda, lét hann svo um mælt, að hann sæi nú, hve geipilega hann og fjölmargir í hans stétt, hefðu brotið af sér með tómlæti sínu. „Hver veit“, sagði hann, „nema okkur hefði tekizt að koma í veg fyrir það, sem orðið er, ef við hefðum séð hættuna og beitt okkur af á- huga, Ijóst og leynt, að því að vara fólkið við, og reynt af alefli að styrkja fylgi þeirra manna, sem hvorki Vilja ganga á hönd nazistísku eða kommún istísku harðstjórnarvaldi, þeirra manna, sem standa vörð um það dýrmætasta, sem maðurinn á, frelsið til að láta í ljós skoðan- ir sínar, verja þær og berjast fyrir framgangi þeirra“. Thomas Mann var fyrst í Sviss, eftir að hann fór af landi burt, og brátt kom þar, að hann hafði sagt svo margt um stjórn- ina og ástandið heima fyrir, að hann átti ekki afturkvæmt til Þýzkalands, þó að hann hefði viljað, hafði verið sviptur þýzk- um ríkisborgararétti. Og það var kominn í hann óhugur. Hon um fannst menn yfirleitt ekki gera sér grein fyrtr því erlend- is, sem var að gerast í Þýzka- iandi. En svo var hann boðinn til Ameríku, og för hans þang- að hafði mikil áhrif á hann og líf hans. Hann sagði svo í vor sem leið við blaðamann fró sænska stórblaðinu Göteborgs Leikskóli harna 4-6 ára. Ef nægileg þáttta'ka fæst, er fyrir'hugað að reka leikskóla í vetur í húsi Beykjavíkur- bæjar, Hlíðarenda við Laugarásveg í Klepps- holti. Upplýsingar í síma 3626. BRYNDÍS ZOEGA. S.K.T. Nýju og gömlu dansarnir í G.T.-húsinu í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30 e. h. Handels- och sjöfartsíidning, sem var á styrjaldarárunum skeleggasta blað Svíþjóðar til andstöðu við nazista: „Það var 1935. Útgefandi minn í Bandaríkjunum, Knopf, bauð mér að koma þangað til að halda þar fyrirlestra. Ég var þá ekki búinn að ákveða, hvar erlendis ég settist að til lang- frama.En í Evrópu var ég eins og á nálum. Fjölskyldu minni var eins farið, — öll vildum við helzt flytja burt úr Evrópu — en hvert? í Bandaríkjunum var mér tekið .tveim höndum og dag nokkurn var ég boðinn í heim- sókn í Hvíta húsið. Ég hafði aldr.ei hitt Roosevelt forseta, en ég gleymi aldrei samfundum okkar. Árið 1935 hafði einangr- unarstefnan geipimikið fylgi í Ameríku, og menn þar litu yfir- leitt ekki þannig á, að Banda- ríkjunum stafaði nein hætta af nazismanum. JVfargir voru þeirr ar skoðunar, að ekki yrði kom- izt hjá stríði í Evrópu, en ég hafði aðeins hitt sárfáa Banda- ríkjamenn í mikilvægum emb- ættum, sem voru á þeirri skoð- un, að Bandaríkin ættu að taka þátt í slíkri styrjöld.' Svo hitti ég Roosevelt. Ég hef aldrei hitt neinn, sem gerði sér það jafn- ljóst og hann, að veldi nazista varð að uppræta ,ef nokkur von átti að geta orðið um frið og frelsi í veröldinni. Eftir að ég hafði hlýtt á hann, fannst mér ég í fyrsta skipti fyrir alvöru hafa fengið vissu fyrir því, að Hitlar væri búin glötun. Þarna var maður, sem skildi til fulín- aðar, hver háski frelsi og menn ingu í veröldinni, í Bandaríkj- unum sem í öðrum löndum, var búinn frá nazismanum •—- og þetta var maður í ábyrgðar- mestu, áhrifamestu 'og valda- mestu stöðunni, sem til var í öllum hinum andnazistíska heimi! Já, samfundir okkar Roosevelts voru mér sá stór- viðburður, sem ég mun aldrei gleyma“. Þrem mánuðum eftir að Thomas Mann átti tal við hinn mikla forseta fluttist hann og fjölskylda hans til Bandaríkj- anna, og nú býr hann í Kali- forníu. Lengi vel var litið á sögu Buddenbrookanna sem aðal- verk Thomasar Mann, en árið, sem hann fór í útlegðina (1933), tók hann að semja fjögra binda skáldverkið Jósef og bræður hans, sem ekki einungis er talið mesta skáldrit hans, heldur og eitt hið stórbrotnasta rit heims- bókmenntanna, en seinasta bind ið kom út 1943. Hann hefur í útlegðinni skrifað fleiri merki- leg skáldrit, en auk þess fjölda greina og rita gegn nazisma og og alls konar einræði — og ennfremur gert í bókum grein fyrir gildi lýðræðisins sem hins eina stjórnarforms, sem hentað geti andlegum þroska og þróun mannkynsins til aukinnar, sannrar siðmenningar. Hann mun nú sá maður meðal skálda og rithöfunda, sem mest er met inn í Vestur-Evrópu og í Ame- ríku. í greinarkorni, sem ég birti hér í blaðinu í fyrrahaust, skýrði ég frá, að Thomas Mann. FramhaLi a 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.