Alþýðublaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. nóv. 1947. ALbÝÐUBLAÐIIi 9 Innilegustu þakkir vottum við öllum þeim nær og fjær, sem sýndu hluttekningu, samúð og marghátt- aða vinsemd við andlát og jarðarför Unu Vagnsdóttur. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sigurleifur Vagnsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Guðrúnar Brynjólfsdóttur. Björn S. Jónsson. Börn, tengdabörn og barnabörn. Frá fyrsfu byrjun höfum vér eingöngu notað sjálfvirkar hreinsunarvélar af fullkomnustu gerð, sem hreinsa, þurrka ög taka lykt úr 12 klæðum á 25 mínútum. Aðeins fullkomnasta hreinsunarefni er notað, sem hvorki breytir lit eða lagi fatnaðar- ins. Efnalaug Vesturbœjar h.f, Vesturgötu 53. — Sími 3353..... _____________• Bœrinn í dag. Helgidagslæknir er Friðrik Einarsson, Efstasundi 55, sími 2565. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki, sími 1618. Ljósatími ökutækja er frá klukkan 16.50—7.30 að morgni. — Enginn má stýra bif reið nema hann hafi ökuskír- teini, er heimili honum að stýra bifreið. Meðan ekið er, má bif- reiðarstjóri ekki sleppa hendi af stýri bifreiðar sinnar, og varast skal hann að tala við farþega. Útvarpið á morgun, (mánudag): 18,30Íslenzkukennsla, 1. fl. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarps- hljómsveitin: Frönsk alþýðu- lög. 20.45 Um daginn og veg- inn (Sig. Bjarnason alþm.). •— 21.05 Einsöngur (Gunnar Krist insson): a) En Vise til Karen b) Siste Reise, c) Erstarrung d) Aría úr Tannhauser, e) Se- renade úr Don Giovanni. 21,20 Erindi í Dómkirkjunni, „Hinn vígði þáttur,“ kristnistarf í skólum (Snorri Sigfússon náms- stjóri). 21,50 Spurningar og svör um náttúrufræði (Ást- valdur Eydal). 22.00 Fréttir. 22.05 Búnaðarþættir: Fóðrun kúnna' í vetur (Páll Zophónías- son ráðunautur). KLÆÐSKERADEILAN Samninganefndir í klæð- skeradeilunni undirrituðu í gær samninga, sem í dag á að leggja fyrir fundi í báðum fé- lögunum, sem standa að deil- unni. Ef fundirnir samþykkja samningana, verður vinna hafin á ný á mánudaginn. Verkfallið hófst 15. okt. Stúlka óskast á heimili ÁSGEIR5 G. STEFÁNS- SONAR, HAFNARFIRÐI. Upplýsin-gar í síma 9242. Félagslíf VALUR. Old boys æfing annað kvöld (mánudag) kl. 9,30 í Austur- bæjarskóianum. 3. fl. æfing annað kvöld kl:. 6,30 í húsi I. B. R. K.F.U.M. og K. Hafnarfirði. Samkoma í k-völd kl. kl. 8,30. Síra Jóhan-n Hannes- son talar. Allir v-elkomnir. AÐVENTKIRKJAN. Samkom-a í kvöld kl. 8,30. Pastor J-óhann-es J-ensen talar um „Djúp náðar Guðs og kærleika.“ Allir vel- komnir. KRISTILEG SAMKOMA á Bræðrabo-garstíg 34. — í dag, sunnudag, kl. 5. Guð- laugur , Si-gurðsson o. fl. tala. Allir 'hjartanlega vel- komnir. Thomas Mann (Frh. af 3. síðu.) hefði neitað eindregið að verða við þeirri áskorun þýzkra skálda og rithöfunda, að koma heim og setjast þar að. Hann lýsti yfir, að hann liti þannig á, að þýzka þjóðin væri samábyrg nazistaleiðtogunum um þær skelfingar, sem þeir hefðu leitt yfir veröldina. Án svo að segja einhuga fylgis hennar við hinn nazistíska málstað, hefðu nazist arnir ekki verið þess megnugir, sem raun ber vitni. Hann vildi ekki starfa að viðreisn Þýzka- lands — eigandi það á hættu, að þjóðin lenti út á sömu braut, þegar ú-r rættist, eins og áður. Svör Thomasar Mann vöktu mikla gremju í hans garð í Þýzkalandi, en brátt féllu þó niður skrif og deilur um málið. Nú hefur aftur hafizt orrahríð út af Mann. Hann sótti í sumar fund Pen-sambandsins, sem haldinn var 1 Sviss, og vakti koma hans þangað mikla at- hygli. Maður er nefndur Manfred Hausmann. Hann er rithöfund- ur, en þykir stæla Hamsun svo mjög, að næst gangi eftir- hermum. Þegar Thomas Mann var í Sviss, mælti hann með þessum Hausmann sem vérðug um til að gerast þátttakandi í væntanlegri Þýzkalandsdeild þessa alþjóðlega félagsskapar rithöfunda, sem fundinn hélt í Sviss. Nokkrum dögum eftir að Mann hafði gefið Hausmann þessum meðmælin, skrifað Haus mann stórorðra grein, þar sem hann réðist á Mann fyrir að vilja ekki setjast að í Þýzka- landi, og meðal annars sakaði Hausmann hann um það, að hafa árið 1934 skrifað nazista- ráðherranum Frick bréf, sem komið. hafði verið á framfæri á laun. Hefði Mann þar verið að leitast fyrir um, hvort hann mundi geta fengið leyfi til að flytja heim aftur. Thomas Mann á ekki afrit af bréfinu, og þess vegna gat hann ekki lagt fram skjallegar sannanir fyrir því, hvað hann hafði skrifað. En seinna birti svo Neue Zeitung, sem Bandaríkjamenn gefa út í Múnchen, bréfið — og óstytt. — Það er ekki stílað til Fricks ráð herra, heldur til innanríkisráðu neytisins, og þó að Mann sé þar ekki orðið eins ljóst og honum varð síðar, að hverju stefndi, er síður en svo, að hann hylli þar nazismann, og hann minn- ist -ekki í bréfinu einu orði á að flytja aftur til Þýzkalands. Hann hyllir í þessu bréfi lýð- ræði, frelsi og mannúð og tek- ur skýrt fram, að hann sé mjög andstæður nazismanum og frels isskerðingum nazista. Hafa vopnin snúizt í höndum Haus- manns, því að spurt hefur ver- ið, síðan bréfið var birt, hvaðan Hausmann þessi hafi haft vit- neskju sína um það, að Thomas Mann hefði skrifað Frick ráð- herra? Það er fullyrt, að Haus- mann hafi hvorki haft hana frá Bandaríkjamönnum né Thomasi Mann sjálfum. En enginn þarf . að bregða Thomasi Mann um hræsni. Hann hefur sjálfur viðurkennt, að hann hafi verið á villigötum, þá er hann frekar en hití eftir styrjöldina 1918 ýtti undir í- halds og jafnvel afturhaldssöm öfl í Þýzkalandi, og honum er sjálfum manna ljósast, að hann þurfti tíma til að átta sig til fulls á því, hve víðtækar og hörmulegar afleiðingar fyrir andlega þróun og menningu af- neitun skoðanafrélsis og lýðræð is ávallt hefur í för með sér. Svo var um fleiri, sem hafa lát- ið reynsluna kenna sér — en margir hafa því miður ekk- ert af henni lært. Guðm. Gíslason Hagalín. Ferming í Dómkirkj- unni í dag. Séra Bjarni Jónsson fermir. Drengir: Alvar Óskarsson, Berg. 36. Björn T. Valgeirsson, Lauf. 67. Bruno Hjaltested, Bergþ. 57. Eggert Ó. Briem, Sóleyjarg 17. Egill Á. Jaeobsen, Rán. 26. Eiður A. Breiðfjörð, Lauf. 27. Einar Þorláksson, Háv. 39. Garðar Ág. Guðm. Barmahl. 7. Guðjón Sigurbjörnsson, Skúl. 68 Guðm. Björnsson, Háv 42. Guðm. Guðvarðsson, Miðstr. 5. Gunnar R. Sveinsson. Bjarn. 7. Hörður Adolphsson, Tún. 35. Hörður Sveinsson, Barmahl. 19. Jakob Guðvarðsson, Miðstr. 5. Jóhannes Sigurðsson, Norð. 5. Jón Bergþór Hafsteins, Mar. 6. Olfert Jean Jensen, Hrefnug. 7. Ólafur Fr. Bjarnason, Bald. 9. Sigurður Pétursson, Framn. 25. Símon Símonarson, Vest. 34. Stefán Brynjólfsson, Mararg. 3. Þorsteinn Ásgeirsson, Fjöln. 12. Þorsteinn Jónsson, Barónsst. 65. Örn E. Scheving, Holtsg. 31. Stúlkur: Anna Borg, Lauf. 5. Anna Kjaran, Tjarn. 10 D. Arndís Steingrímsd., Lauf. 73. Ebba I. Egils, Holtsg. 25. ' Edda Gunnarsd., Laugav. 55. Edda B. Jónasdóttir, Freyjug. 49 Edda Stefánsd., Hringbr. 212. Elín G. Ólafsd., Ljósv. 8. Emilía S. Emilsd., Ægisg. 26. Flóra B. Aðalsteinsd., Alm.dal. Guðlaug Á. Lúðvíksd., Bollag. 3 Guðrún Kr. Júlíusd., Fram. 29. Gústa I. Sigurðard., Tjarn. 43. Hanna S. Blöndal, Túng. 51. Heba Jónsdóttir, Lauf. 9. Heba Ólafsson, Bollag. 14. Hervör Hólmjárn, Tún. 8. Hulda Jónsá. Sólv. 43. Jóhanna G. Rósinkranz, Ásv. 58. Kristín Jónsd., Nýl. 4. Kristín Sveinbjörnsd., Óð. 2. Margrét Þ. Ámundad., Flók. 41. Margr. S. Magnúsd., Aðalst. 16. María Kjartansd., Háteigsv. 25. Rannveig Magnúsd. Efstas. 7. Sigríður E. Quðm. Bjarg. 9. Sigríður Þ. Jönsdóttir, Háv. 13. Sigríður Pétursdóttir, Öldug. 29. Sigr. E. Tryggvad., Karfav. 60. Svala Pétursd., Hverfisg. 50. Svava Sigurjónsd. Hanson, Hverfisg. 104 C. Unnur Norðmann, Fjólug. 11. HANNES Á HORNINU. Frh. af 4. síðu- EN SVONA eru vinnustöðv- arnar. Það er eins og blóðið hætti að streyma um þjóðfélags líkamann. Vélsmiðjan vinnur hliðstætt þeim atvinuvegi okk- ar, sem allt veltur á. Hann á nú að reyna að stöðva vegna j deilunnar. Og þetta gerist á sama tíma og þjóðin er komin í úlfakreppu vegna gjaldeyris- vandræða. Mótsetningarnar eru margar ískyggilegar. Á sama tíma eru háværar kröfur um gjaldeyri til þessa og hins, það er skammast út af skömmtun, það er heimtað fé til margs kon ar þarfa og óþarfa. Hvenær verðum við nógu vitur til að skapa okkur samvirkt þjóðfé- lagsástand, án þess að þurfa að skerða frelsi einstaklinga og samtaka? STRÁKAR ar teknir upp á hættulegum og hvimleiðum leik. Hann er nú eins og æði. Þeir ganga með hvellhettur eða eitthvað þvílíkt og sprengja í skráargötum í húsum. Þetta veldur fólki miklum óþægind- um. Það er undarlegt, en svo virðist, sem á hverju hausti grípi stráka einhvers konar æði. Nauðsynl-egt er að stöðva það áður en það veldur meiri vand- ræðum. Fólk á að reyna að hand sama þessa óvita og afhenda þá lögreglunni. Hræðslan ein mun nægja. Hannes á horninu. Ein umsókn um þjóð- minjavarðarstarfið. KRISTJÁN ELDJÁRN fornleifafræðingur er eini umsækjiandinn urn þjóðmmja varðarstarfið, en umsóknar- frestur um það var útrunn- inn 1. nóvember. Staðan verður veitt frá 1. desembex næst komandi. Slarfslið skipaskoð- unar ríkisins aukið. UM NÆSTU ÁRAMÓT stendur til að aukið verði starfslið skipaskoðunar ríkis- ins að miklum mun. og er þetta gert í samræmi við hin nýju lög um eftirlit með skipum, sem samþykkt voru á síðasta alþingi. Samgöngumálaráðuneytið hefur auglýst þessar stöður til umsóknar, u-msóknarfrest- ur er til 15. nóvember: 1 skipaverkfræðing eða skipasmíðameistara. 4 skipaeftirlitsmienn, einn í hverjum landsfjórðun-gi, með aðsetur á þeim stað, er skipa- iskoðunarstjóri ákveður. Auk þessa hefur nú þegar verið ráðinn aðstoðarmaður á skrifstofuna. Allt er þetta mikilsverð framför og til auk ins eftirlits með öryggi sjó- farenda, og óskar skipaskoð- unin þess, að stjórnendur skipanna hjálpi nú sjálfir til, að eftirlitið nái að fullu til- gangi sínum. Lítið notaður amerískm* barnavagn til solu. — Upplýsingar á mánudag kl. 4—6 á Skólavörðu-stíg 26 A. HAFNARFJÖRÐUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.