Alþýðublaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 2. nóv. 1947. John Ferguson: MAÐURINN I MYRKRINU Heiðraði ritstjóri: Nú er þannig ástatt fyrir mér, að ég á erindi mörg og merkileg til Reykjavíkur, bæði einkaerindi og opinber vegna embættis míns. Þætti mér vænt um, þar eð við erum þetta kunn ugir ,að þér vilduð gera mér þann greiða að utvega mér ein- hvern samastað, þá daga, sem ég kann að verða að dvelja í kaupstaðnum, því fáa þekki ég, sem ég vil þess biðja, og svo margt hef ég frétt um lífið í borgjnni, að mér er ekki sama hjá hverjum ég tek gistingu. Ekki kemur mér til hugar að ætlast til þess, að þér gerið mér slíkan greiða endurgjaldslaust, og vil ég vel launa, ef til kem- ur. Ef þér megið verða við þess- ari bón minni, leiðir hún af sér aðra, sem Sé, að þér látið mig sem fyrst vita. Annað hvort með símskeyti, — sem mér kæmi bezt, — eða sendibréfi. ■ Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. EINS OG ÁÐUR ER um getið, er yfirvofandi flöskuskortur í Áfengisverzlun ríkisins. Og þótt svo vel takist að úr rætist og gjaldeyrisinn- ílutningstollafgreiðslufjárfest- ingarleyfi fáizt fyrir svo sem þrjú hundruð þúsund bokkur, mun það skammt duga. Þá sanna og þessi vandræði okkur áþreifanlega, í hve bráðri hættu landið er statt, ef stríð brýst út og siglingar teppast, því þá gæti jafnvel svo farið, að á- fengisílát þryti með öllu, en það hefði svo aftur í för með sér, að af sumum hlyti að renna, ef til vill fyrir fullt og allt, en aðrir kæmust ekki á fyllerí og yrðu automatiskt góðtemplarar, en slíkt gerði auðvitað stúkur og „guð ég þakka þér o. s. frv.“ með öllu óþarft, og mundi auk þess stríða gersamlega á móti trúfrelsi því og skoðanafrelsi, sem oss er tryggt með stjórnar- skránni, en samkvæmt henni hefur hver og einn fullt leyfi til þess að drekka sig til kjallara- eða ennþá neðri vistar, — með velþöknun stjórnarvaldanna, þar eð slíkir menn flytja ekki héðan, án þess að hafa greitt sín gjöld. Nú, — þess vegna er það, að framsýnustu menn vor- ir hpfa hafizt handa, og eru nú komnar fram tillögur þeirra um, hvað sér mest aðkallandi fyrir þjóð vora á þessum öngþveitis- og krepputímum. 1. Reistir séu áfengisgeymar við Hafnarstræti og aðrar fjöl- förnustu götur bæjarins, og sé áfengið afgreitt þaðan beint á líkamsgeyma neytenda, eða aðra geyma, sem þeir kunna að hafa með sér. Þá skulu og slík- ir geymar reistir við ýmis sam- komuhús bæjarins og afgreiðslu slöngur úr þeim leiddar inn á vatnsalerni viðkomandi húsa. 2. Hafin sé þegar framleiðsla í stórum stíl á áfengu öli, hæfi- lega sterku til þess að fullorðn- ir finni á sér við neyzlu þess og taki að langa í meira og sterk- ara, en geri þó ekki kvenfólk og ungt fólk ósamkvæmishæft. Skal þegar hafinn undirbúning- ur að byggingu ölgeyma efst á Öskjuhlíð og lagningu ölveitu í hvert hús bæjarins, þannig að hver heimilisfastur maður þurfi aðeins að skrúfa frá krana, til þess að geta. fyllt glas sitt. Mundi þetta stórum auk’a að- sókn að gömlu dönsunum, auk þeirra miklu tekna, sem það mundi veita, og þess utan kenna yngri kynslóðinni skilasemi á sköttum til ríkisins. Teljum vér sanngjarnt að góðtemplarar hljóti nokkrar prósentur af á- góðanum til aukinnar bindind- isstarfsemi. 3. Fengnir verði þegar upp 3—4 erlendir sérfræðingar, til þess að gera mælingar og til- lögur um framkvæmdirnar og sömuleiðis verði sendir héðan 3—4 sérfræðingar, til þess að kynna sér erlendis eitthvað, sem ef til vill gæti komið til mála í þessu sambandi. Þá verði og sendir 3—4 sérfræðingar á sýningar víðs vegar um heim, með Ijósmyndir af fyrirhuguð- um framkvæmdum, og greiði ríkið fararkostnað þessara manna, samkvæmt reikningi. Þannig hljóða tillögurnar og er allt gott um þær að segja. Ætti það að vera metnaður vor, að við, sem urðum fyrstir með hitaveituna, kipptum okkur gpöl fram úr öllum menningar- þjóðum, með því að verða fyrst ir með ölveituna. tók hún ofan hattinn, þá sást hár hennar, og það var sítt ljóst hár og hún hafði lokka í vöngunum og það var eins ög rammi, sem náði næstum að augnabrúnunum.“ „Mundirðu segja að þetta væru aðalsérkenni hennar?“ ,,Liturinn á hári hennar og augum, já,“ svaraði Howley af sannfæringu. „Gott, þetta er allt, sem við þurfum að vita.“ MeNab reis upp og Howlt-y sömuleiðis og stakk vasabók- inni á sig. „Ég get skilið, að það er eitthvað, sem liggur þarna á bak v.ið,“ sagði hann. McNab gekk á undan hon- um að dyrunum. ,,Eitthvað mjög alvarlegt kann að liggja þarna á bak við,“ svaraði hann og tók undir arm hans. „Ef svo er, þá skaltu vera viss um að munað verður eftir því, sem þú ihefur gert og þér launað.“ Þegar dyrnar lokuðust á eftir Howley, henti McNab sér í stóra stólana. Hann virt 'jst vera þreyttur. Ég sýndi honum það, sem ég hafði séð um dr. Agate. ,,Já,“ sagði hann og geisp- aði þreytulega. „Þetta getur orðið gagnlegt, en ég efast um að bíllinn hafi nokkurn tíma farið að þessu húsi. ■Maðurinn, sem skipulagði morðið með svo mikilii fyrir- hyggju, hefur varla farið að gefa svo mikilvæga leiðbein- ingu í áheyrn lögregluþjóns og næstum því í nærveru Kinlochs. Þú sérð að það var ekki líklegt að honum yrði sú skyssa á á þessari stund. Samt,“ — hann stakk blaðinu í vasa sinn — „ætla ég að finna bílstjórann á morgun og heyra það sanna í þessu.“ „Og fingraförin, ertu búinn að komast að, hvernig þvi er varið með þau?“ „Já. Þau, sem ég tók af Kinloch, ber ekki saman við þau á glasinu.“ Hann lá aftur á bak og stakk höndunum letilega aftur fyrir hnakka. 'Einkennilegt hve breytt að- staða getur breytt gildi hlut- anna. Einu sinni vonaði ég að þessi för væru þau sömu, En þegar ég þurfti ekki frek- ar vitnanna við, að Kinloch væri sá sami og Dick Hollins, var það von mín, að fingra- förin væru ekki þau sömu. Því að ef fingraförin hjá Scotland Yard voru ekki eft- ir Kinloch, þá hlutu þau að vera eftir morðingjann, og þau ein munu vera nóg til að fá hann hengdan. Það verk okkar er senn á enda. Að minnsta kosti er ekkert meir, sem þú þarft að gera í kvöld, drengur minn.“ Þegar ég skildi, hvað hann átti við, stóð ég upp og tók hatt minn. „Og á morgun,?“ spurði ég. ,,Á morgun,“ sagði hann, ,mun gildran lykja um hann.“ Hin kuldalega vissa, sem fólst í þessum rólega sögðu orðum, kom hálfilla við mig. Að McNab áleit, að hlutverki sínu við Ealing-morðið lyki á morgun, var augljóst. Og mér varð hugsað til upphafsins. Því að maðurinn, sem yrði í gildrunni á morgun, sæi sína sæng útbreidda aðallega vegna þess, að þessi’ maður, sem þarna lá í stólunum með krosslagða fætur, hafði af til- viljun tekið eft.ir, hvernig göngustafur nokkur hafði slitnað á óvenjulegan hátt. Ég varð utan við mig, þegar ég hugsaði um það. Allt, sem komið hafði fyrir og átti eft- ir að koma fyrir, átti orsök sína að rekja til stafs blinda mannsins, ef svo má að orði komast! Þsgar ég hafði séð þetta furðuverk, sem spratt af góðri athyglisgáfu, þá var ég ekki í minnsta vafa um, hvað mundi koma fyrir á morgun. Konan mundi, eins og Mc- Nab reiddi sig á, koma til þess að bjarga Kinlock frá þessari aumu stöðu, sem hún hafði fundið hann í; því að frásögn Howleys studdi þá hugmynd McNab, að konan að minnsta kosti kenndi í brjóst um blinda manninn, ;sem hún hafði búið með, ef hún þá bæri ekki til hans hlýrri tilfinningar í brjósti. Hún mundi koma aftur og þá ein. Allt, sem Howley hafði sagt, var sönnun þess. Hún mundi koma. Kinlock hafði alltaf treyst því, og hann hafði haft á réttu að standa. Og hún mundi ganga beinit í opna gildruna. En annað datt mér i hug um leið og ég bjóst til að fara, og ég sagði við McNab, sem sneri baki í mig.. „Á hvaða tíma mun hand- takan eiga sér stað?“ „Það er ekki á mínu valdi“, svaraði hann. „Kon- an mun áreiðanlega velja sér sjálf tímann til að fara til Enderley Gardens", sagði hann hlæjandi. ,,Ó, nú sé ég, hvað þú átt við. Þú vilt fá æsifregn fyrir Record ei.tt á föstu^aginn, svo að þú kysir helzt að handtakan færi fram seint um kvöldið“. Ævintýri Bangsa Innan stundar hafa þeir lok- ið við að reisa skýlið. Bangsi snýr sér að yrðlingunum og seg- ir; „Þið hafið unnið vel. Þið hafið verið duglegri heldur en við Maggi. Viljið þið ekki gera svo vel og vígja skýlið, með því að ganga inn fyrstir“. „Nei, nei“, svara yrðlingarnir. „Þið áttuð hugmyndina að skýlis- byggingunni!“ Bangsi fer þá inn í skýlið. „Nei! Það er eins og ég sé inn í tjaldi!“ En Maggi fær ekki bugað tortryggni sína. „Hvernig stendur á því, að yrð- lingarnir eru svo vingjarnleg- ir“, segir hann lágt. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING FLU GMAÐURINN: Þú hefur þetta af, Örn! ÖRN: Já; ætli ekki þaö. — -— Svona; — — en meðferðin á- mér er ekki sem bezt! FLU GMAÐURINN: En hvernig verður hún áður en lýkur! — Nú verðum við að bjarga stelp- unni í þrýstiloftsflugvélinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.