Alþýðublaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. nóv. 1947. © ** * © S © a ** s s ©> ©^ c® ©■* a Cfo ©> 2 Cfc ©> *>•* s s* s* «5 S Cb * ©w © © 2 ©* C« Cb 2 ©: s s © e -i 03 o> QJ o oo QJ o" o_ QJ © Qfo. a s. ©> Qn? "S S3 ct> os 05 ©* ©> R- S SN. a ©« «3- f»l <?» Qn$ © 55- © *"+» P«H. oo o f"!-. Cb •* S* © © s Minningarspjöld Jóns Baldvinssonar for- seta fást á eftirtöldum stöð um: Skrifstofu Alþýðu- flokksins. Skrifstofu Sjó- mannafélags Reykjavfkur. Skrifstofu V.K.F. Fram- sókn, Alþýðubrauðgerð, Laugav. 61 ,í Verzlun Valdi mars Long, Hafnarf. og hjá Sveinbirni Oddssyni, Akra nesi. Minningarspjöld Barna- spífalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstrœti 12 og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. Kaupum luskur Baldursgötu 30. Lesið Alþýðubíaðið ALÞÝÐUBLAOIO Frú Jórunn heldur fyrsfu FRÚ JÓRUNN VIÐAR heldur fyrs.tu hljóml-sika sína .hér heima næst komandi miðvikudagskvöld í Austurbæjar- bíó, og eru það fyrstu tónleikarnir, sem þar fara fram extir að húsið var fullgert. Tónlistarfélagið gengst fyrir hljóm- leikunum. Frú Jórunn Viðar lauk prófi við Tcnlistarskólann í Reykjavík sama vorið og hún tók stúdentspróf. Hún byrjaði þriggja ára barn að leika á píanó og hóf nám hjá móður sinni 7 ára. Að loknu námi í Tónlistarskólanum, fór hún til Berlínar, og stundaði í 2 ár tónlistarnám við víðkunnasta músikskóla borgarinnar, Ber- liner Hochschule fiir Musik og var prófessor Börner kenn ari hennar. Þar spilaði ung- frúin opinberlega einleik með hljómsveitarundirleik og hlaut hina lofsamlegustu i dóma. Framhaldsnám stund-' aði frúin enn fremur í New York í tvö ár og lagði fyrir sig jöínum höndum píanóleik og tónfræðinám við Julliard School of Musik og tók jafn- framt einkatíma ihjá Helene Morztjm. Við Julliard háskól- ann spilaði frúin opinberlega og meðal annars eigin tón- smíðar. Frú Jórunn Viðar er dóttir Katrínar Viðar og Einars heit. Viðar. Mun flesta bæjar búa langa til- að hlusta á þessa Frú Jórunn Viðar. efnilegu listakonu er. hún kem ur í fyrsta sinn fram hér op- inberlega, en vitað er, að fað- ir hennar, Einar Viðar,, a- samt Pétri Halldórssyni, hélt uþpi að mestu sönglífi þessa bæjar um margra ára skeið og var ákaflega vinsæll söng- maður. Verkefni ungfrúarinnar eru eftir Beethpven, Bach, Chop- in, Debussy og iPaganini- Liszt. Sfrandamannabók, - héraðslýsing Strandasýslu og bættir þaðan ------*------- Hún er höfuðrit Péturs Jónssonar frá Stökkum. ------+------- NÝLEGA er komið út á vegum ísafoldarprentsmiðju rit- ið Strandamannabók, sem Pétur heitinn Jónsson frá Stökk- umSiefur samið, en Guðni Jónsson búið undir prentun. — Skiptist bókin í tvo meginþætti, og er hinn fyrri héraðslýs- ing sýslunnar, — en hinn síðari flytur þætti af Ströndum. Er Strandamannabók langstærsta rit Péturs Jónssonar frá Stökkum, enda taldi hann hana höfuðrit sitt. Fyrri hluti Strandamanna- bókar er lýsing 'hinna sjö hreppa sýslunnar: Arnes- hreppg, Kaldrananeshrepps, Hrófbergshrepps, Kirkjubóls- hrepps, Fellshrepps, Ospaks- eyrarhrepps og Bæjarhrepps. Síðari hluti bókarinnar, Þætt- ir af Ströndum, flytur hins vegar 19 þætti og frásagnir, og bera þeir þessar fyrirsagnir: Sjómannalíf á Gjögri á 19. öld; Svaðilfarir í leguférðum; Há'karlaveiðar á hafísi; Ma>m- skaði; Rekar og . hagnýting þeirra; Landbúnaður og byggingar; Sjávarútvegur og aflabrögð; Láusakaupmannska á Skeljavík og Hólmavíkur- .þáttur; Jakob kaupmaður Thor arensen og Reykjafjarðarverzl- un; Kauptúnið Drangsnes; Hey dalsárskólinn; Gísli hrepp- stjóri Sigurðsson hinn auðgi á Bæ á Selströnd; Einar Gísla- son á Sandnesi; Fátt eitt um Torfa Einarsson á Kleifum; Jón Guðmundsson á Hellu; Þáttur af Jóni Val.geir; Guð- mundur Pétursson bóndi á Ó- feigsfirði; Guðjón Guðlaugsson og Barn fætt í hákarlalegu. Pétur Jónsson frá Stökkum, höfunaur Strandamannabókar, er löngu þjóð'kunnur fyrir rit- störf sín og fræðistörf, en þau fór hann fyrst að iðka fyrir al- vöru á /efri áxum. Pétur átti manna mestan þátt í samningu Barðstrendingabókar, sem út kom fyrir nokkrum' árum, en einnig hafa birzt eftir hann igreinar í Islenzkum sagnaþátt- um og þjóðsögum Guðna Jóns sonar; Sunnudagsblaði Vísis; Breiðfirðingi, tímariti Breið- firðmgafélagsins, og víðar. Pét- ur fæddist 1864, en lézt í fyrra I á 82. alduxsári. f 5~ íþróttakennarar. Áðalfundurinn j: er í dag í Miðbæjarskólanum. Hefst kl. 2 e. h. | ' Síjórnin. Þeir Reykvíkingar sem óska að skipta um heimilislækna, augnlækna, eða háls-, nef- og eyrnlækna frá næstu áramótum, skulu snúa sér tii Sjúkrasamlags Reykjavíkur fyrir lok nóv- embermánaðar í bessu skyni. í afgreiðslu sam- lagsins liggur frammi skrá um þá lækna, sem til greina koma. Það skal fram tekið, að samningar standa yfir við Læknafélag Reykjavíkur um læknis- þjónustu frá næstu áramótum, en samkomulag hefur orðið um að láta læknaval fara fram með venjulegum hætti, þó að samningar séu ekki á komnir. gilt. Takist ekki samningar, verður valið ó- Tryggingastofnun ríkisins. V Véíar o| áhöíd fil iö!u. Eftirtaldar vélar og áhöld, eru til sölu: Malbikunarvélar, grjótmulningsvélar, steypu- blöndunarvélar, dráttarvélar, loftþjöppur, loft- kælir, mótorar, malarflutningsvagnar, dráttar- vagnar fyrir þunga-flutning, kranabifreið (5 smálesta). Vélarnar verða til sýnis á vélaverkstæði Reykjavíkurflugvallar 3.—7, þ. m. klukkan 1 —3 eftir hádegi. Fyrirspurnum ekki svarað á öðrum tíma. Tilboð merkt: „Vélar“ óskast lögð inn í skrifstofu flugvallastjóra fyrir kl. 12 á hádegi þann 10. þessa mánaðar. Flugvallastjóri ríkisins. vantar fullorðið fólk og unglinga til blaðburðar í þessi hverfi: Seltjarnarnes Vesturgötu TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA. Alþýðublaðið. Sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.