Alþýðublaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 1
Veðurhorfurs
Aiisíanáíí. Stundum all-
Iivass. Skúrh' eða slydduél.
XXVIII. árg.
Laugardagur 10. jan. 1948.
7. tbl.
Forustugrein:
Dýrtíðarráðstafanir Stal-
ms.
Landamæraverðir í Palestínu
HÉR ER NÚ STADDUR fulltrúi frá barnahjálpar
nefnd sameinuðu þjóðanna, frk. Oming, og hefur hún
gengizt fyrir því, að hér verði sett á laggirnar nefnd til
þess að safna fé til alþjóða-barnahjálpamefndarinnar, en
sú stofnun er studd af nefndum í flestum löndum heims
og veitir nú bágsöddum börnum í 16 löndum ýmis konar
hjálp. Alls munu um 4 milljónir bama og barnshafandi
kvenna njóta hjálpar frá sitofnun þessari, og hefur fé itii
hjálparinnar ýmist fengizt með opinberum styrkjum eða
söfnun einstaklinga.
ísland er eina norræna land
ið, sem enn hefur ekki sett á
stofn nefnd til þess að vinna
að stuðnmgi við þessa starf-
semi, og hefur félagsmálaráðu
neytið nú í hyggju að gangast
fyrir því, að sett verði á stofn
nefnd rtil þess að hefja fjár-
söfnun í þessu skyni. Þá mun
frk. Orning í dag ræða við
formenn ýmissa félaga og sam
taka, sem líklegust eru itil
þess að vilja sinna þessu máli
og veita því liðsinni.
Það var Norðmaðurinn
Aake Ording, sem fyrstur
stakk upp á því á þingi sam
einuðu þjóðanna, að slík
nefnd yrði sett á stofn. Gerði
þingið samþykkt um þetta og
hafa upp frá því sprottið upp
miefndir um allan heim til
þess að styðja málið, og heims
kunnir menn og konur, td.
frú Roosevelt og frú Curie,
hafa lagt því lið. Aake Ord-
ing var skipaður fram-
kvæmdastjóri barnahjálpar-
innar.
Seriu mlkinn usla og dráp 3 öfiip
álisr en |eim var stökki á broíi.
---------------*------
Bretar inótmæSa árásinni i Damaskus.
Myndin er af arabiskum og brezkum varðmönnum við
landamæri Palestínu og Sýrlands, en kvisazt hefur að
Arabar hafi dregið þar saman töluvert lið Sýrlands megin.
Söínun fil ðlþjóða barnahjálpar-
innar verður hafin hér.
--------------
FuSitrúi frá S Þ staddur hér til viðræðna
við féSagsmálaráðuneytið um málið.
SVEITIR VOPNAÐRA ARABA> sem klæddir
vom ein'kennisbúninigum sýrienzkra hermanna, réð-
ust inn fyrir landamæri Norðáustn -Galíleu í gær,
lögðu til atlögu við byggðir Gyðiný a þar bg gerðu
mikinn usla. Þykir einsýnt, áð hér hafi verið um sýr-
lenzkt innrásar'lið að ræða, og hefur brezka stjórnin
látið mótmæla atburði þessum harðlega við stjórnar-
v'öldin í Damaskus.
Hér var um að ræða sveit-
ir 800 Araba. sem virðast
hafa verið sýrlenzkir her-
menn. Gerði innrásarlið þetta
miikinn usla í byggðum Gyð-
inga á þessum slóðum, og
kom til harðra bardaga, þar
sem 3 Gyðinga létu lífið, en
8 særðust. Brezkt herlið kom
ó vettvang, slíakkaði leikinn
og hrakti Arabana á brott.
Verndarher Gyðinga í Pale
stínu, Haganah, fullyrðir, að
hér hafi sýrlenzkt innrásar-
lið verið að verki, og Bretar
munu vera sömu skoðunar,
þar eð þeir létu strax í gær
mótmæla þessum atburði við
stjórnarvöldin í Damaskus,
höfuðborg Sýrlands. Ha-
ganah segist hafa verið við-
búinn árásinný en ella hefðu
orðið þama ægilegar blóðs-
úthellingar, því að erindi inn
rásarliðsins hafi bersýnilega
verið það að vinna grimmi-
leg hermdarverk.
Arabar unnu ýmis spjöll á
mannvirkjum í Galíleu. áður
en þeim var stökkt á brott.
Rússar hækka um
helming olíu í
Austurríki.
RÚSSAR hafa hækkað um
100% verð á allri þeirri olíu
í Austurríki, sem þeir ráða
yfir.
Fregnir frá London í gær
kvöldi skýrði firá því, að þessi
ráðstöfun Rússa hefði í för
með sér alvarlega hættu fyr
ir atvinnulíf Austurríkis-
manna, þar eð Rússar hafa
mælt svo fyrir, að engin olía
verði afhent, n-ema Austurrík
ismenn sætti sig við þessa
stórfelldu verðhækkun.
Ætlunin, er að nú fram á
vor fari fram aðalsöfnunin
um allan heim, og hefur 29.
febrúar, hlaupársdagurinn,
verið valinn sem dagur
hamasöfnunarinnar. Þau i
lönd, sem taka þátt í söfnun
inni, geta bæði greitt í pen
ingum og vörum.
,,Auk þess sem þessi stofn
un er sett upp til þess að
hjálpa þeim milljónum bama
um allan heim, sem bafa ó-1
nógt viðurværiý sagði frk |
Oming í viðtali við blöðin í
gær, ,,þá á slík starfseimi að
verða til þess að sýna binum
óbreyttu borgurum, að SÞ
er starfandi stofnun, sem þeir
geta lagt sinn skerf itil.“
11. hverfi
Alþýðuflokksins heldur
áramótafagnað sinn í kvöld
kl. 8,30 í samkomusal Alþýðu
brauðgerðarinnar við Vita-
stig.
Doyglas sendiherra segir:
Vesfurheimur í hættu, efMa
shalláæflunin verður felld.
Talaði einarÖIega máli Vestur-Evrópu-
þjóðanna í ræðu vestan hafs í gær.
-------------------*-------
DOUGLAS, sendihecrra Bandaríkjanna í London, sem
nú er staddur vestan hafs, flutti ræðu í Washington í gær,
þar sem hann gerði Marshalláætlunina að umræðuefni og
talaði mjög skörulega máli hinna 16 Evrópuþjóða, sem þátt
tóku í Parísarfundinum og lagt er til í áætluninni, að Banda
ríkin veiti aðstoð.
DougLas kvað hinar hlut-
aðeigandi Evrópuþjóðir hafa
lagt mjög hart að sér til að
endurreisa f járhag sinn og at-
vinnulíf, og kvaðst hann vera
sannfærður um, að Banda-
ríkjamenn hefðu ekki sjálfir
betur gert í þessu efni en þær,
ef þeir hefðu átt við sömu
eða svipaða erfiðleika að
stríða.
Astæðuna fyrir erfiðleikum
Norðurálfunnar kvað Dou-
glas einungis vera styrjöld-
ina og afleiðingar hennar.
Tjón þessara þjóða hefði ver-
ið 'geysilegt og það væri vand
bætý en þær einbeiittu öllum
kröftum sínum að aukningu
framleiðslunnar og skipu-
lagningu viðreisnarimiar, og
Framhald á 3. síðu.
við Mikael.
ANNA, prinsessa af Bonr-
bon-Pamia, fór frá Kaup
mannahöfn í gær með járn
brautarlest, og er för hennar
lieitið til Sviss til fundar
við Mikael, fyrrverandi Rúm
eniukonung, unnusta hennar.
Danir hefja fiskveiðar
við Grænland.
Frá fréttaritara Alþbl.
HÖFN í gær.
DÖNSK FISKISKIP munu
á næsta siunri stmida veiðar
við Grænland. Ráðagerðir
um þetta hafa verið uppi
lengi, en aldrei orðið af
framkvæmdmn fyrr.
Næsta sumar verða tvö
stór fiskiskip frá Esbjerg
send til Grænlands ttil þess að
athuga möguleika á fiski-
veiðum þar í stórum stll.
Skipin eiga að leggja afla
sinn á land í grænlenzkum
höfnum, en skip Grænlands-
stjórnar munu flytja fiskinn
heim til Danmerkur.
HJULER
Trygve Lie erbjarf-
sýnn á sförf Palestínu
nefndarinnar.
PALESTINUNEFND
bandalags hinna sameinuðu-
þjóða kom saman á fyrsta
fund sinn í Lake Success í
gær, og var fulltrúi Tékkó-
slóvakíu kosinn formaður
hennar. Trygve Lie, aðalrit
ar bandlags hinna sameinuðu
þjóða, lét í tilefni fyrsta fund
ar nefndariimar svo um mælt,
að hann væri hjartsýnn á
störf hennar, enda þótt hon
um væri vel Ijóst hvílíkur
vandi nefndinni væri á hönd
um. s
Trygve Lie kvað nefndina
fara til Palestínu innan
skamms. Sagði hann svo til
ætlazt, að hún hefði lokið
fyrir 21. okóber því aðalverk-
efini sínu að stjórna skiptingu
landsins í tvö ríki Gyðinga
og Araba.
Mennirnir, sem sæti eiga í
Palestínunefndinni, eru: Dr.
Karel Lisicky, frá Tékkósló-
vakíu, Raul Diez de Medina,
frá Bolivíu, Per Federspiel,
frá Danmörku, Dr. Eduardo
Morgan frá Panama og Vi-
cente J. Francisco, frá Fil-
ippseyjum.