Alþýðublaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. jan. 1948. ALÞÝÐUBLAPIÐ 3 STOKKHÓLMI í nóvember. NORÐURLÖNDIN hafa Iengi, og vafalaust með réttu, verið áliitin þau ríki heims- ins, þar sem persónufrelsið og réttaröryggið væri mest. En getur samt skeð, eða hef ur það skeð í seinni tíð, að maður sé þar dæmdur til ævi langrar fangelsisvistar, þótt saklaus sé?' Getur slík sorg- arsaga átt sér stað þar, að saklaus maður verði að bíða innan fangelsismúra í 15 ár eftir að fá leiðréttingu mála sinna? Þessar spurningar hafa vpknað í sambandi við 15 ára garnalt morðmál í Sví þjóð, sem tekið var til dóms að nýju í október síðast liðn- um og hefur að vonum vakið geysilega athygli, svo aPekki hefur verið um annað meira talað í Svíþjóð í rúman mán uð. Skal nú saga málsins rak in í höfuðdráttum. I þorpinu Esarp í Suður. Svíþjóð bjó árið 1932 malari nokkur að nafni Nils Ander- son með digurri konu sinni, Hönnu. Hjónabandið var ó- hamingjusamt, konan var geðstirð, en maþurinn gal- gopi og' ekki við eina fjÖlina felldur í ástamálum. Nils var vel efnum búinn, og enda þótt þau væru barnlaus og hemilið lítið, þá höfðu þau þjónustustúlku, og Ni.Is hafði einkabílstjóra, að vísu af þeirri ástæðu sennilega einni, að hann hafði misst ökuleyf- ið sjálfur. Þorpið Esarp hafði ekkert sér til frægðar unnið, áður| en þessi saga gerðist, en það) átti fyrir Nils að liggja að gera það að frægasta þorpi sinnar stærðar í landinu; íbúarnir voru um 500 að_ tölu. Þorpið var sem sagt eins og venjulegt þorp, allir þekktust, margir að illu einu, og sögur gengu greiðlega manna á milli, og ekki þær lélegustu af Nils malara. Hneyk-sluðu þær suma, en skemmtu öðrum, eða hvort tveggja í senn, enda voru sög urnar margvíslegar, þótt fæstar væru úr lausu lofti gripnar. Það var eðlilegt, að það hneykslaði margan, hvað Nil-s var lýginn, þótt hitt vekti aftur á móti blandaðar tilfinningar að hann spraut- aði vatni framan í einn emb_ ættismann staðarins, er hann ætlaði að ræða við Nils sem slíkur. En því miður voru til al- varlegri sögur, sem hlutu að snerta viðkvæma strengi sið samra meðbræðra hans 'og systra, og byggðust þær á meiri og minni vitneskju á eftirfarandi: Síðasta þjónustustúlkan, sem var á heimili Nils, var hin 18 ára gamla Edith. Og enda þótt húsbóndinn væri kominn á sextugs aldur, þá duldist brátt engum, og allra sízt frú Hönnu, að samband vinnuveitanda og vinnuþiggj- anda væri ókristilega náið. Fór svo, að Edith varð að fara af heimilinu, og stóð frú in fyrir því. Þetta var á kreppuárunum miklu, og Nils, sem allir vissu, að var örlátur vinum sínum, greiddi ungfrú Edith kaup eða styrk, einnig eftir að hún hætti að- stoðarstörfum á heimilinu. Sem einkabílstjóra sinn réði hann bróður Edith, Johan. Var frú Hönnu illa við hann frá upphafi, og þótti engum furða. Allt þorpið hafði á- hyggjur út af hjónabands- gæfu þeirra Nils og Hönnu, og það þótti ekki spá góðu, að Nils hélt áfram sambandi við ungfrú Edith og hitti hana í kaupstaðarferðum sín um. Afleiðingarnar urðu líka að því er virtist öllum hrak- spám verri. , Nils átti alloft erindi í bæ- inn, þ. e. borgina Malmö, og ók Johan honum þangað, síðast 19. febrúar 1932. A leiðinni komu þeir við hjá ungfrú Edith, og slóst hún í för með þeim. Ok Johan til baka um kvöldið, en átti að sækja Nils og Edith daginn ef'tir, en þau urðu eftir í Malmö og létu sér nægja eitt og hið sama hótelherbergi um nóttúia. Daginn eftir var lagt af st-að heimleiðis, Edith fyrst ekið heim til sín og síðan keyrit til Esarp. Þegar þang- að kom, bauð frú Hanna upp á mat um 7-leytið, en að mál tíð lokinni fór Johan burt. Síðan er ókunnugt hvað skeði, fyrr en kl. 9 um kvöld ið, er Nils spurði nokkra ná- granna sína, hvort þeir hefðu séð Hönnu. Morguninn eftir fannst frúin — drukknuð við bryggju, sem lá út í tjörn nálægt húsinu. Lok af kaffi könnu fannst á bryggjunni, Hanna hafði farið út til- að skola kaffikönnuna og fallið út í tjörnina, — eða verið felld. Nils Anderson var tekinn fastur, ákærður fyrir morð. Þannig lá málið fyrir. er rannsókn var hafin í málinu, og þeir, sem yfirheyrðu Nils, voru ekki í nokkrum vafa um sekt hans. Hann-var yfir heyrður til þess að játa, en ekki til þess að gefa aðrar skýringar. Líkurna-r fyrir morði voru óneitanlega mjög miklar. Og þegar málið var tekiðjll dóms, en í þá tíð fóru réttar-höld skriflega fram í Svíþjó-ð, var ýmislegt komið fram í málinu, sem NÚs var óþægilegt. H-ann hafði mikið verið spurður um það hvað hann hefði haft fyrir stafni milli 7 og 9 um kvöldið, spurður til að játa, en þar sem hann játaði ekki, v-ar han-n spurður aftur og aftur. Hann fékkst þó aldrei til að játa, en gaf mótsagna kenndar skýrin-gar. Hann bafði viðurkennt, að hann hefði haft náið samband við ungfrú Edith, komið við á matstað á heimleiðinni og fengið sér einn snaps með matnum,, — ka-nnske tvo —, og verið á gangi um landar- ei-gn sín-a-, alla vega ekki langt frá tjörninni, á um- ræddum tíma án þess að heyra nein neyðaróp eða verða var við nokkuð ein- kennile-gt. Auk þess höfðu við líkskoðun komið í Ijós för á hálsi hinnar drukkn- uðu, sem gátu verið af völd- um annarrar persónu. Og svo komu Esarpbúar til skjalanna og vitnisburður þeirra var ekki til þess gerð- ur að hjálpa Nils malara. Kom það fram, að margan hafði grunað, að þetta endaði með slíkri skelfingu, sem raun bar vitni, og ákærand- inn í málinu gat komið fram með eins mörg vitni eins og hann vildi til þess að bera Nils illa söguna. Eitt vitnið var ekki frá því, að það hefði heyrt einhver neyðaróp milli kl. 7 og 9 þetta kvöld. Að Nils hafi fyrir alla muni vilj- að losna við konuna var aug ljóst mál og eins hitt, að hon- um væri til flestra hluta trú andi. Að örlögin skyldu grípa í taumana og ryðj-a konu hans úr vegi einmi-tt þetta kvöld og á þennan líka furðu lega hátt, án aðstoðar Nil-s malai'a, var svo gott sem ó- hugsandi. Nil-s Andei'son var dæmd- ur til ævilangrar fangelsis- vis-tar, — dómurinn var sam hljóða. I 15 ár sat Nils malari í Lángholmen, þekktasta af- brotafangelsi Svíþjóðar, og í 15 ár krafðist hann þess, að mál sitt yrði tekið fyrir aft- ur. Það var vandfengið, enda kom ekkert nýtt iram í mál- i-nu, sem hægt var að byggja slíka kröfu á. Ekkert nýtt, — en sámt sagðist Nils vera saklaus. Hanix var alltaf jafn ákveðinn, og loksins, — þeg ar Nils hafði tekið út 15 ár af refsingunni og kominn hart naer sjötugu, — var krafa hans tekin til greina og málið tekið upp að nýju í nóvember 1947. Sennilega hefði Nils getað verið laus úr fangel-sinu fyrir fjórum ár um ef hann hefði sótt um Ináðun, en það vildi -hann Albvðublaðið vantar fullorðið fólk og unglinga tii bla-ðburðar í þ-essi hvenfi: Rauðarárliolt Miðbæiim. Talið við afgreiðsluna. ið. Sími 4900. AP. n u. ^enzt asKrnendur. ---- Símar: 4900 & 4906. Einhverjar beztu erlendu fréttamyndir, sem birtast í íslenz-kum blöðu-m, eru myn-dir Alþýðublaðsins frá Associa-ted Press, hinni miklu samvinnufréttas-tofu' í N-ew York. Ljósmyndarar AP fara um al-Ian heim og frá New York eru myndir þeirra sendar -u-m víða v-eröld. Alþýðu- blaðið hefur birt íréttamyndir, sem að- eins tv-eim dög-um áður voru sendar frá York. aldrei. Hann hefði ekkert að biðja um náðun fyrir, þar sem hann væri saklaus, en krefðist þess, að málið yrði tekið fyrir aftur, sagði hann. * Hin nýju réttarhöld í mál- inu vöktu geysilega athygli, enda leiddu þau margt óvænt í Ijós, og úr-slit-anna var beð- ið með mikilli eftirvæntingu. Verjandinn sýndi fram á það, hve ófullkomin og flaust ursle-g réttarhöldin hefðu ver ið 1932. Hefði verið gengið út frá því sem gefnu, að Nils hefði myrt konu sína, líkle-g skýring búin til á því hvern- ig morðið hefði verið fram- ið, úr því að Nils fékkst ekki . til að játa, og ákærði síðan dæmdur til ævilan-grar fang- elsisvistar. Vitnaleiðslan, sem var mjög umfangsmikil, hefði einnig vei’ið fui'ðuleg. Aðeins hefði 'verið tekið mark á þeirn vitnisburðum, sem bentu til sektar ákærða, og svo langt gengið, að dóm- urinn byggðist að miklu leyti á vitnisburði manns sem áð- ur hefði átt í meinsærismáli. Morð-getgátan var sú með tilliti til líkskoðunai'innar, að frúin hefði verið kyrkþ með kjól-hálsmálinu, morðú inginn borið hana síðan nið- (Frænh. á 7. síðu.) Sambandsstjórnarmaðurinn féll við stjðrnarkjör I Sandgerði *-------------» ---- Aðalfundur verkalýðs- og sjóinannafé- lagsÉns-skoraðl á landssfmann að koma upp taSstö'ð í Sandgeröi* AÐALFUNDUR Verka- lýðs- og sjómannafélags Gerða- og Miðneshrepps var haldinn þriðjudaginn 30. des. 1947. í stjórn voru kosnir: Karl Bjarnason formaður, Elías Ó- Guðmundsson ritari, Sumar- liði Lárusson gjaldkeri, Sum arliði Eiríksson og Bjarni Sigurðsson meðstjórendur. Páll Ó. Pálsson, sambands stjórnarmeðlimur Alþýðu- sambands íslands, hefur verið formaður þessa félags síðast liðið ár, en féll nú fyrir Karli Bjarnasyni. í trúnaðarmainnaráð félags in-s voru kjörnir: Margeir Sig urðsson, Matithías Hallmunds son, Kri-stin-n Guðmundsson og Haraldur Jónssoh. Á fundinum kom fram t.il- laga, þar sem skorað er á Landssímann að hlutast til um, að komið verði upp tal- stöð í, Sandgerði til öryggis fyrir sjómenn. í sambandi við þessa tillögu er rétt að geta þess, að svo ér ástatit í sambandi við lend ingu báta í Sandgerði í miklu brimi, að tæpast verður séð til lands frá bátunum, þótt hins vegar að vel -sjá-ist frá landi, hvort su-ndið er fært. Þess vegna verður það að teljast sjálfsag-t öryggi fyrir sjómerm í Sandgerði, að slíkri talstöð verði komið upp, -svo að hægt verði að aðvara bát- ana, áður en þeir leggja í sundið, því að þeim er ekkii mögulegt að snúa við, ef það er ófært. í sambandi við þessa áskor un- verkamanna og sjómanna í Sandgerði skal á það bent, að talstöðvar munu vera komnar í flestar verstöðvar landsins, og flest sem í'éttlæt ir þessar kröfur Sa-ndgerð- inga í einhverri mestu ver- stöð við Faxaflóa. Ræðs Douglas Framhald af 1. síðu. 1 sumum þeirra hefði þegar orðið svo mikið ágengt, að aðdáunarvert væri. Douglas kvað Bandaríkja- mönxxum skylt að minnast þess, hvaða afleiðingar það hefði fyrir þau, ef þingið felldi tillögur Marshalls eða- breyttx þeim svo, að hjálphx kænxi að engu eða litlu gagni. Þar með væru ekki aðeins á- hrif Bandaríkjanna í Norður álfunni úr sögu, heldur yrði öryggi Vesturheinxs jafn- framt alvarlega ógnað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.