Alþýðublaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 10. jan. 1948. Útgefandl: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. ÍÞingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 490G. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h-f. ÐfrfiarráSsfaf- anir Sfafins. ]>AÐ geitur stundum orðí'ð dálítið óþægilcgt fyrir Þjóð- viliann að þurfa að þjóna hinu tvöfalda hlutvérki sínu, -— að rægja allar stjórnarráð- stáfanir í lýðræðislöndunum, og þá íyrst eg fremst á Is- lanai, og hefja sarntímis til skýjanna allt, sem gerist í rikjum kommúnismans aust- ur á Rússlandi og Balkan- skaga. Þjóðviljanum hefur oft orðið hálit á þessu. en þó máske sjaldan komizt í neyð- arlegri klípu með slíkt hlut- verk en' einmitt undanfarna daga í sambandi við dýrtíðar- xáðstafanir þær, sem gerðar hafa verið hér og austur á Rússlandi. Að sjálfsögðu hefur Þjóð- viljinn orðið að úthúða hin- um vægilegu dýrtíðarráðstöf. unum íslenzku ríkisstjórnar- innar sem óþolandi kúgunar- ráðstöfunum, kallað þær „þrælalög“ og árás á lífskjör almennings, þó að verðlag hafi verið íækkað svo veru- lega á öllum innlendum af- urðum, að sú launaskerðing, sem dýrtíðarráðsitöfununum fylgir, muni í framkvæmd reynast mjög óveruleg. En samtímis eru harðhentar dýr- ráðstafanir austur á Rúss- landi, eignarnám á pening- um, sem almenningur hefur haft handa á milli, og verð- hækkanir á ýmsum lífshauð- synjum, lofsungnar sem kjara bætur fyrir hið vinnandi fólk, sem öllum beri að þakka og vegsama! * Menn hafa nú fengið nægi- legar fréttir af hinum nýju dýrtíðarráðstöfunum sovét- stjórnarinnar til þes.s að geta borið þær saman við dýrtíð- arráðstafanirnar hér á landi og gert sér um leið sæmilega grein fyrir þessum broslega málflutningi Þjóðviljans. Aðaldýrtíðarráðstöfunin austur á Rússlandi var falin í innköllun. allra peninga, sem almenningur hefur haft handa á milli, og fór hún fram með þeim hætti, að menn fengu eina rúblu í nýj- um seðlum fyrir hverjar itíu gamlar, sem þeir skiluðu. Með öðrum orðum: Níu tí- undu hlutar þeirra peninga, sem almenningur hafði, voru gérðir upptækir, endurgjalds- Iáust! Nokkru vægar var far- ið í sakir með innieignir í bönkum og sparisjóðum, svo og ríkisskuldabréfum; en einnig af iþeim var verulegur hluti, allt frá 20% og upp í 66%, gerður upptækur, og almenningur þar með sviftur sparifé sínu! Þetta hefði Þjóðviljanum nú máske þótt nokkuð hart Gömln seðiarnir era ónýtir. -— Sparibaukarnir. — Sisarisióðsbækurnar. — Námsfólkið erlendis og peiimgar þess. — Bréf frá haínsögumönnur<um. OG NÚ ERU AEEIR gömlu | hingað. Ég verð að birta þetta peningaseðlarnir ónýtir. I>a'ö bréf, þrátt fyrir það, þó að þýðir ekki framar að sækjast eftir þeim af sama ofurkappi hafnsögumennirnir hafi fengið bréfið einnig birt í öðru blaði í og viS sýndum áður fyrr. Þó að við fyndum allt í einu nokkur þúsund krónur í göríilu seðlun- um, væri ekkert við þá annað að gera en að henda þeim í ofn- inn eða miðstöðina. Einhver misskiíningur hefur verið hjá fólki um sparibauka barnanna, sem Landsbankinn hefur gefið út. Svo er sagt, að einhver bánkamaður hafi sagt, a® ekki þyrfti að skipfa því, sem í þeim er fyrir daginn í gær, en í sum- um eru seðlar og' seðlarnir eru ónýtir hvar svo sem þeir fyrir- finnast. ÖÐRU MÁLI GEGNIR um sparisjóðsbækurnar. Það er ó- þarfi að láta stimpla bækur, sem í er minna en 200 krónur, en aðrar bækur skal vera búið að skrásetja og stimþla fyrir 1. marz næstkomandi, en'æskileg- ast er þó að það sé gert sem fyrst. Öllu verra er til dæmis með námsmennina erlendis. Sumir þeirra komu til dæmis heim á síðastliðnu sumri og unnu sér inn dálitla peninga, lögðu þá í bækur í þeim til- gangi að láta taka út úr þeim jafnóðum og gjaldeyrisleyfi fengjust. EN NÚ GETUR' enginn tekið út úr þessum bókum. Fyrst verður að taka mikið skjal í bankanum, sendá það náms- manninum, hann að útfylla það og undirrita og fá undirskrift- ina staofesta af yfirvaldi sínu, not. publ., senda svo skjalið heím til fjárhaldsmannsins og þá fyrst er hægt að taka út úr bókinni. Ég efast um að þetta sé framkvæmanlegt að öllu leyíi. En þessu verður ekki breytt, segja yfirvöldin í sam- tali við mig. Og veit ég þá ekki hvernig fer fyrir þessu unga fólki, sem bíður í öngum sínum efíir fé að heiman. HAFNSÖGUMENNIRNIR hafa sent mér bréf af tilefni ummæla minna og annarra um starf þeirra vegna komu þýzka togarans með skipbrotsmennina á ritstjórn Alþýðublaðsins. Viimutími frá kl. 1 e. h. til kl. 7 s.d. Upplýsingar í ritstjórn blaðsins eftir kl. 1 í dag. gær. Bréfið er svohljóðandi: ,,VEGNA TAFAR þeirra, er varð á afgreiðslu þýzka tog- arans „Lappland“ þann 4. þ. m. hafa hafnsögumenn Reykja- víkurhafnar orðið fyrir aðkasti bæði frá blöðum og almenningi. Til að leiðrétta þann misskiln- ing, sem þetta byggist á, vilja hafnsögumenn taka fram eítir- garandi: í lögum um tollgæzlu og sóttvarnir er svo ákveðið að enginn megi hafa samband við skip, er kernur frá útlöndum, fyrr en tollafgreiðsla hafi farið fram, af viðkomandi embættis- mönnum, en sú undanþága var gefin hvað hafnsögumenn snértir, að þeir máttu fara um borð í skip og. veita þeim leið- sögn, ef skip báðu um slíkt. EINNIG EPv' ÞAÐ venja toll- afgreiðslumanna, að þeir ' af- greiða ekki skip frá kl; -24 til kl. 7 að morgni nema íslenzka togara, er koma frá útlöndum, svo og útlend skip, sem koma með veika menn, er. þurfa skjótrar læknishjálpar, en þá gefa þau það til kynna á ýmsan hátt, svo sem flauía í sífellu, með Ijósmerkjum, eða koma al- veg inn á innri höfn, auk þess og allra helzt skip, sem hafa taltæki eða loftskeytastöð, láta vita gegnum loftskeytastöðina hér.“ ,,,LÓÐSVAKTIN sá umrædd- an togara koma um tvö-leytið á ytri höfnina, hann sigldi við- stöðulaust inn á venjulegt akk- eris-pláss og legst þar, án þess að gefa ' á nokkurn háít til kynna að hann óski eftir leið- sögn, eða hafa sámband við land tafarlaust, og hafði lóðsvaktin því alls enga ástæðu til að fara um borð í hann, og lögum sam- kværnt bannað.“ ,,LÓÐS SÁ, er kom á vakt kl. 6 ,um morguninn, hafði svo mikið að gera við færslu skipa þar til kl. 12, að hann g'at alls ekki sinnt togara þessum, þar (Framh. á 7. síðu.) i frá Skalislofu Hafimrf jarðar* Samkvæmt skatta- og 'eignakönnunaiiögunum skal vakin athygli á eftirfarandi: 1. Atvinnureken-dur og aðrir er launað starfsfólk hafa ihaft á is. 1. ári skulu ski]a laun'amiðum fyrir 20. þ. m., eila dagsektir. — 2. Hiuíhafaskrám og arðsúthlutunarmiðum skal skil fyrir 20. þ. m. — 3. Vörubdrgðasíkýrslum fyrirfækja- og einstaklinga, s'kal skilað fyrir þann 15. þ. m. samkv. fyrirmæluni fram talsnefndar. 4. Framtölum sé skilað fyrir 31. þ. m., og verða frest ir aðeins veittir ef gildar ástæður eru fyrir hendi, og þá sem allra stytztir. — 5. Sérstök athygli skal vafcins á því, að allir émsitaik- lingar 16 ára og el'dri, hvort sem þeir eru skattskyldir eða ekkiy og öli félög og stofmanir hvort sem þau njóta skattfrelsis eða eikki, skulu nú Senda franitöl. 6. Börn imnan 16 ára sem hafa tekjuir, og öðlast hafa ■eign fyrir 1. sept. 1946 skulu isenda eigið ’framtal, ella teljast á framtali foreldra. — 7. Þeir sem þurfa á aðstoð skattstofunnar að halda, við útfyllimgu framtalanna, ættu að koma sem fyrst, og hafa með sér öll nauðsynleg gögn. — 8. Þar sem fraantalseyðublaðið er nú frábrugðið, frá því sem verið hefur, eru skattgreiðendur beðnir að lesa það vandlega áður >en þeir fylla það út. 9. Þeir sem af ásetningi eða gáleysi skýra rángt frá eigmum sínum á þessa árs framtali, eða telja ekki fram á réttum tíma skulu sæfa sefctum eða undandregnar eign ir falla ó.-kipíar til ríkissjóðs, samkv. 18 og 19. gr. laga um eignakönnun. Hafnarfirði 9. jan. 1948. Skattstjórinn Úfbreiðið ALÞYÐUBLAÐIÐ að gengið hér á landi; en aust ur í sæluríki kommúnismans telur hann það vera vísdóm alls vísdóms. Það gildir einu, segir hann, þótt „peninga- hömstrurum“ og ,,bröskur-_ um“ fái að blæða. Nú hafa menn að vísu ekki séð það fyrr í Þjóðviljanum, í seinni tíð, að ,,peningahamstrarar“ og ,,braskarar“ vaði uppi í hinu ágæta skipulagi komm- únismans austur á Rússlandi; og ekki heldur hefur hann lýst almenningi þar svo aum- um, að slíkt eignarnám bæði á penin'gum í umferð og á sparifé gæti ekki komið við hann. En nú virðist helzt svo að sjá af frásögn blaðsins, að slíkar séu ástæður hins vinn- andi fólks austur þar. * En þá kemur að hinu, sem Þjóðviljinn reynir að gera sér mikinn mat úr, — að skömmt un hafi jafnframt verið af- numin á Rússlandi, og verð- lag sumpart lækkað þar, en sumpart ,,samræmt“, eins og hann orðar það. Já, á örfáum vörutegund- um hefur verðlag verið lækk- að þar eystra; en á langflest- um verið ,,samræmt“ eins og Þjóðviljinn segir, en það þýð- ir raunar hækkað. Austur á Rússlandi hefur sem sé síðan á ófriðarárunum verið tvenns konar verðlag, eitt fyrir skömmtunarvörur og annað miklu hærra fyrir sömu vörur á svörtum markaði. Og sú ,,samræming“ vöruverðsins, sem nú var gerð og Þjóðvilj- inn er svo hrifinn af, er í því falin, að hið lága skömmtun- arverð var yfirleitt afnumið, nema á örfáum vörutegund- um, og hið nýja verð „sam- ræmt“ svarta marbaðs verð- inu, þó að hið nýja sé að vísu nokkru lægra en það var. Þetta er nú „verðlækkun“, sem Þjóðviljinn hefði vissu- lega haft eitthvað annað um að segja, hefði upp á hana verið boðið hér! En þegar það er Stalin, sem gerir það austur í Rússíá, — þá er öðru máli að gegna; því að „allt er gott, sem gerði hann“. * Það skal að endingu sagt stjórn Stalins til hróss, að hún er hvergi nærri svo frek í ly.gunum og blekkingunum sem blað hennar hér. Hún sagði í tilskipun sinni um þær ráðstafanir, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, að með þeim væru ,,lagðar þungar byrðar á herðar alls almennings í Sovétríkjun- um“. Það mun ekki hafa þýtt að segja annað þar. En hér heldur Þjóðviljinn að hægt sé að ljúga fólkið fullt um það, sem er að gerast þar eystra! :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.