Alþýðublaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 10. jan. 1948.
Opna ég undirritúð í dag á Tjarnargötu 46.
Opið kl. 10—12 og 1—5
Reykjavík 10. jan. 1948.
Emma Coríes
Sími 2924.
Daphne dn Maurier:
DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ
SKERUM! SKERUM!
Sífellt fleygir læknavísindun-
um fram! Nú eru þeir hálærðu
búnir að finna upp skurðaðger'ð
við öllu ofstæki, og hefur
nokkrum kommúnistum verið
breytt í stabíla íhaldsmenn á
örfáum mínútum. Eru menn,
sem aldrei hafa neitt annað að
gera en reikna, farnir að reikna
út, hversu langan tíma það
muni talta, að breyta öllum
milljónum Rússaveldis í eitt
allsherjar kjördæmi Ólafs
Thors og Hermanns Jónassonar.
Er þeim útreikningum ekki enn
lokið, en þegar komizt hefur
verið að föstum niðurstöðum,
verður verkið sennilega boðið
út í ákvæðisvinnu.
Þá er og í bígerð, að þess
verði vinsamlegast farið á leit
við góðtemplara, að þeir leyfi
að þessi aðgerð verið fram-
kvæmd á þeim, svona í tilrauna
skyni, og ef til vill verður leit-
að hðfanna um það sama við
nokkrar kvenfrelsiskonur og
trúmálaforkólfa. Fleiri munu
og koma til greina, að nánar at-
Iiuguðu máli.
Ef til vill er þarna fundin
leiðin til þúsund ára friðarrík-
isins og þess allsherjarsam-
komulags, sem spáð hefur verið
að koma mundi, en sumum
hefur á stundum virzt helzt til
fjarri. Er gott til þess að vita,
því satt að segja var ósamlynd-
ið orðið dálítið þreytandi.
Skerum! Skerum!
ÓLYMPÍUVETRARLEIKJA-
ÍÞRÓTTAÞÁTTUR
Þá ■ erum vér komnir svo
j langt á vetraríþróttaalheims-
mælikvarða, að vér getum,
kinnroða- og samvizkulaust,
varið nokkru af væntanlegum
Hvalfjarðarsíldargjaldeyri til
þess að kosta nokkra unga og
efnilega landa vora til þátttöku
í vetrar-Ólympíuleikjunum í
Stóra Móradal í Helvetíu.
Þess munu . allir sannir ís-
lendingar, sem eru kynbornir
aflcomendur forfeðra sinna,
óska af heilum hug, að þessir
fræknu garpar verði oss ékki
til meiri skammar en það, að
vér getum afsakað ósigur þeirra
og með sæmilegri íþróttarök-
fræði talið oss skömmina nokk-
urn sóma og ósigurinn hátt upp
í það talsverðan sigur.
(Ég steingleymdi því, að ég
ætlaði að óska öllum sönnum í-
þróttavinum gleðilegs nýjárs!)
Auðvitað hefur undirbún-
ingsne'fnd farar þcssorar sýnt
frábæra fyrirhyggju hvað alla
þjálfun og útbúnað þessara
fræknu garpa snertir. Hafa
þeir til dæmis verið þrautþjálf-
aðir í að taka í hendina á sjálf-
um sér með hugheilu þakklæti
fyrir afrekin, og sem dæmi upp
á það, hve fyrir öllum smáatrið-
um útbúnaðarins er séð, má
geta þess, að með leyfi f járhags-
ráðs hafa þátttakendurnir í
sldðagöngunni verið útbúnir
með stjörnukíkirum, til þess að
þeir geti eitthvað lært af keppi-
nautum sínum, en stökkþátttak
endúm verið búnir fiðurstopp-
aðir bakhlutapúðar, og þarf
það ekki nánari skýringar við.
Heilir hildar til! Þar bíður
enginn ósigur, sem hann keppir
ekki!
Vöðvan Ó. Sigurs.
Lesið Alþýðubiaðið
lega var brúnleitt, var snjó-
hvítt af hírmi. Og drykkjar-
þróna í húsagarðinum hafði
lagt. Leðjan, sem vax troðin
eftir kýrnar, hafði stirðnað,
svo að fótsporin urðu greini
leg og mundu ekki mást af
fyrr en inæst kæmi rigning.
Örlítil gola blés af norðaustri
og það var kalt.
Mary, sem alltaf varð létt-
ara í skapi, þegar sá til sólar,
hafði tekið fyrir að þvo þvott
þennan morgun, og með upp
brettar ermar var hún með
handleggina ofan í þvotta-
balanum í heitu, freyðandi
sápuvatninu, sem lék svo
milt við húðina á henni mjög
gagnstætt nöpru loftinu.
Það lá' vel á henni og hún
söng við vinnuna. Frændi
hennar hafði riðið eitthvað
út á heiðina, og henni fannst
hún alltaf svo frjáls, þegar
hann var í burtu. Hún hafði
dálítið skjól fyrir vindinum
við bakið, þar sem breiður
húsveggurinn var skjólgarð-
ur, og hún vatt' þvottinn
sinn og breiddi hann á runn-
ana til þerris, hún sá að sólin
skein beint á hann, og hann
yrði þurr um hádegi.
Hún heyrði barið hvatlega
í gluggann, svo að hún leit
upp og þá sá hún Patience
benda til sín, hún var mjög
iöl og óttaslegin á svip.
Mary þurrkaði sér um
hendurnar á svuntunni sánni
og hljóp ‘inn urn bakdyrnar.
Ekki var hún fyrr komin
inn í eldhúsið en frænka
bennar greip í hana með
skjálfandi höndum og fór að
babia eitthvað sundurlaust.
„Róleg, róleg,“ sagði Mary.
,,Ég iskil ekki eitt einasta
orð, sem þú segir. Hérna,
seztu á stólinn og drekktu
þetta vatnsglas í guðsbæn-
um. Nú, hvað er þetta?“
Aumingja konan riðaði til
og frá á stólnum, og munn-
urinn gekk til og frá og hún
benti með höfðinu í áttdna til
dyranna.
,,Það er hr. Bassat frá
North Hill,“ hvíslaði hún.
,,Ég sá hann út um dagstofu
gluggann. Hann er að koma
ríðandi og annar maður með
honum. Ó, góða, hvað eigum
við að gera?“ Áður en hún
hafði sleppt orðinu, var barið
fast á forstofudymar og síð-
an var þögn, en svo var barið
enn harkalegar en fyrr.
Patience stundi hástöfum
og nagaði á sér neglurnar.
„Hvers vegna hefur hann
komið hingað?“ hrópaði hún.
,,Hann hefur aldrei komið
hér áður. Hann hefur alltaf
haldið sig í burtu héðan.
Hanni hefur heyrt eitthvað,
ég veit hann hefur gert það.
Ó, Mary, hvað eigum við að
gera? Hvað eigum við að
segja?“
Mary hugsaði hratt. Hún
Va;r í mjög erfiðri aðstöð'u.
Ef þetta var hr. Bassat og
hann var fulltrúi laganna, þá
var það eina tækifærii hennar
til þess að koma upp um
frænda hennar. Hún gat sagt
honum um vagnana og um
allt, sem hún hafði séð síðan
hún kom. Hún leit á skjálf-
andi konuna við hlið sér.
„Mary, Mary, í guðsbæn-
um segðu mér hvað ég á að
segja,“ grátbað Patience, og
hún tók höndinia á frænku
sinni og hélt henni upp að
hjartastað.
Það vair barið látlaust á
hurðina nú.
„Hlustaðu á mig,“ sagði
Mary ,,Við verðum að hleypa
honum inn, annars brýtur
hann1 hurðina. Hresstu þig
upp. Það er engin þörf á að
segja nokkurn hlut. Segðu,
að Joss sé ekki beima, og bú
vitir ekki neitt. Ég ætla að
koma með þér.“
Konan leit á hana tryll-
ingslegum örvæntingaraug-
um.
„Ma.ry,“ sagði hún, ,,ef hr.
Bassat spyr þig, hvað þú vit-
ir, þá ætlar þú ekki að sVara
honum, er það? Ég má
treysta þér, er það ekki? Þú
ætlar ekki að segja honum
um vagnana? Ef eitthvað
kæmi fyrir Joss, myndi ég
farga mér, Mary.“ Það var
ekki um neitt að ræða hér
eftir. Mary myndi ljúga sig
til heljar fremur en láta
frænku sína þjást. Það varð
að taka þessu, hver.su skop-
leg sem aðstaða hennar
kynni að verða.
„Komdu með mér til
dyra,“ sagði hún; ,,við skul-
um ekki tefja hr. Bassat
lengi. Þú þarft ekki að vera
hrædd um mig. Ég skal ekki
segja neitt.“
Þær fórui inn í anddyrið
saman, og Mary tók slag-
brandinn frá hurðinni. Það
voru tveir menn fyrir utan
veröndina. Anniar hafði farið
af baki og það var hann, sem
hafði barið að dyrum. Hinn
var stór og þrekinn náungi,
í stórum yfirfrakkai með
slagi, og hann sait á fallegum
brúnum hesti. Hattur hanis
slútti niður í 'augu, en Mary
sá að andldt hans hafði djúpa
drætti og var mjög veðurbit-
ið, og hún áleit hann vera
eitthvað í kringum fimmtugt.
,,Þið gefið ykkur góða:n
Ævintýri Bangsa
Prófessorinn leikur við hvern
sinn fingur af kæti, er hann
heyrir að þeir félagar álíta til-
raunahúsið hið prýðilegasta í
alla staði. Hann býður þeim til
stofu og dvergurinn ber þeim
kaffi og kökur, en prófessór-
inn segir þjóni sínum að draga
upp hliðgrindina, svo að þeir
félagar geti komizt heimleiðis.
,En þið megið ekki segja nokkr
um lifandi manni frá uppfinn-
ingu minni“, segir hann við þá
og heita þeir því.
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
sem höfðingja sínun
ÞESSIR NÁUNGAR leiða
fyrir svartskeggjaðan og grimm
HÖFÐINGINN: Þú ert ekki fyrsti að kemur, og þú sætir sömu
Bandaríkjamaðurinn, sem hing- móttökum og hinir. Þið eruð
engir aufúsugestir.