Alþýðublaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 8
Gerist áskrifendur ;aS Alþýðublaðinu. Alþýðublaðið inn á bve'rt : heimili. Hririgið í sírna 1 4900 eða 4906. : Börn og unglingafj óskast til að bera Alþýðu* blaðið til fastra kaupenda S bænum. '] Laugardagur 10. jan. 1948. annað hundrað skáfar í álfa Æfakomnmgurinn verður Ólafur Magnííss'on frá Mosfelli. --------♦-------- ÁLFADANS SKÁTANNA OG BRENNA hefst á í- þróttavellinum klukkan 8,30 annað kvöld, en frá kl. 8,15 leikur Lúðrasveit Reykjavíkur á vellinum. Á annað hundrað skátar munu flykkjast inn á völlinn í álfabúningum og gerúi jólasveina, Grýlu og Leppalúða. Álfakonungur verður en álfadrottningin verður Ólafur Magnússon frá Mosfelli, Lilly Gísladóttir. ----------------------- Helgi P. Briem skip- aður sendifuilirúi í Sfokkhólmi. HELGI P. BRIEM, aðalræð xsmaður íslands í New York, var á ríkisráðsfundi í gær skiþaður til að vera sendi fulltrúi íslands í Svíþjóð. Jafnframt var Hannes Kjaxt ansson skipaður ræðismaður í'slands í New York. Á sama fundi var Gustave J. H. Goedertier skipaður ræðismaður íslands í Brussel í Belgíu. Þá var á fundinum gefið út forsetabréf um að alþingi skuli koma saman til fram- haldsfunda 20. þ. m. Peningaskipfunum lokið. í GÆR var peningaskiptun um lokið um allt land, en enn liggja ekki fyrir endan legar tölur um heildar upp- hæð innleystra peningaseðla, en þeirrá upplýsinga er að vænta á næstunni, þar eð Landsbankinn hefur símað öllum i nnlausnanstofmmum og beðið um endanlegar töl- ur. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Lands- bankanum, var þar í gær ró- legasti dagurinn frá því pen ingaskiptin hófust, og aðeins skipt 766 þúsundum króna, og >er það minna en nokkurn dag annan. Kvenfélag Alþýðu- flokksins ræðir dýr- fíðarráðsfafanirnar KVENFÉLAG ALÞÝÐU- FLOKKSINS í Reykjavík I heldur fund á mánudags- kvöld 12. þessa mánaðar í A1 þýðuhúsinu klukkan 8,30. Auk umræðna um félagsmál, Verður rætt um dýrtíðarráð Álfadans hefur nú ekki ver ið hér um margra ára skeið, en skátarnir hafa viljað end urvekja þennan forna isið, og er ekki að efa að bæjarbúar muni fjölsækja að brennunni og álfadansinum. Eins og áður segir byrjar Lúðrasveit Reykjavíkur að leika álaflög og ýms þjóðlög á vellinum kl. 8,15, en klukk an 8,30 koma álfarnir inn á völlinn og álafakonungur og drottning að sjálfsögðu í broddi fylkingar. Litlu eftir að álfarnir ganga inn á völl inn verður bálið kveikt en álfarnir byrja að syngja og dansa. Á milli 100 og 200 skátar úr bænum verða klæddir í álfabúninga, auk þeirra verða svo jólasveinar, Grýla og Leppalúði og hirðfífl, og er ekki að efa að þessar per sónur veki kátínu. Aðangur verður seldur vægu verði að álfadansinum. Verður hann 5 krónui- fyrir fullorðna og 2 krónur fyrir börn. SkíðaferS á vegum ferðaskrifsfofunar á morgun. FERÐASKRIFSTOFAN hefur ákveðið að efna til skíða ferða við og við í vetur, þeg ar færð og veður leyfa. Fyrsta ferðin, sem skrifsitofan efnir til verður á sunnudaginn kl. 10 fyr'ir hádegi og verður far ið að Kolviðarhól. Þátttaka þarf að tilkynnast til skrifstofunnar fyrir klukk an 7 í kvöld. Eins og áður segir verður farið að Kol- viðarhól, og lagt af stað kl. 10 f. h., en komiið aftur í bse inn kl. 5 síðdegis. sitafanir stjómarinnar, og hefur Emil Jónsson ráðherra framsögu í því máli. Þá verða á fundinum sýnd ar myndir, sem teknar voru í 10 ára afmælishófi félags- ins. Enn fremur verður mál- verk, sem félagið á, til sýnis og sölu á fundinum. r Þórhallur Asgeirsson skriísfofustjóri í við- skiptaráðuneytinu. 'ÞÓRHALLUR ásgeirs- SON, fulltrúi í utanríkisráðu neytinu, hefur nú verið skip aður skrifstofustjóri í við- skiptamálaráðuneytinu- Þórhailur hlaut menntun sína í Svíþjóð og Bandaríkj- unum, og varð hann fulltrúi í sendisveitinni í Wasington að loknu námi. Hann hefur nú um hríð verið fulltrúi í utanríldsráðuneytinu hér í Reykjavík og hefur hann með al annars átt sæti í allmörg um nefndum, sem samið hafa um viðskipti við önnur lönd. Óhagsfætf veiði veður í gær. ÓHAGSTÆTT VEIÐIVEÐ UR var í gær. Þó komu 11 bátar inn síðastliðinn sólar- hing með samtals 8050 mál. í gærmorgun var byrjað að landa í þró, og hafa nokkrir bátar verið losaðir, en þó bíða rúmir 50 bátar löndunar. Súð in er komln að austan, en ekki var byrjað að lesta hana í gærkvöldi. Þeissir bátar komu til Reykjavíkur síðasta sólar- hririg: Stefnir með 450 mál, Jón Finnsson og Heimir með 1500 mál, Freydís með 850, Hvítá 1200, Mummi 200, Víðir SU 1250, Síldin, 950, Bjarnarey 150, og Reykjaröst og Hilmar 1500. Belgíska stjórnin reynir sætfir við Leopold konung. SPAAK, forsætisráðherra Belgíu, hefur fengið umboð þingsins til þess að hefja við ræður og samningaumleitan ir við Leopold konung, sem dvalizt hefur landflótta í Sviss síðan í ófriðarlok. Er búizt víð að Spaak og Leo- r En 256 þisso kr. tekjuafgangur S945, er ASþýðyfiokkörlno var við völd. --------o--------- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins ÍSAFIRÐI í gær. FUNDUR í BÆJARSTJÓRN ÍSAFJARÐAR, sem hófst á miðvikudagskvöldið og stóð alla fimmtudagsnóttina leiddi í Ijós fáheyrða óstjórn íhaldsmanna og kommúnista á rekstri bæjarfélagsins. Voru reilcningar bæjarins fyrir árið 1946 til umræðu, en það er fyrsta reikningsárið í stjómartíð í- haldsins og kommúnista. Nemur bókfærður rekstrai'halli bæjarins á bví ári um 118 þúund krónum, en er raunveru- lega miklu meiri eða 200—220 þúsund krónur. Till saman- burðar má geta þess að 1945, eða síðasta árið, sem Alþýðu- flokkurinn fór með völd, var tekjuafgangur af rekstri bæj- arins um 256 þúsund krónur. Eins og áður segir hófst þessi bæjarstjórnarfundur á miðvikudagskvöldið og stóð hann alla iaðfaranótt fimmtu dagsins til klukkan 8,30 um morguninn. Kemur það stöð ugt betur og betur í ljós með hverjum fundi, hve meirihlut anum, íhaldinu og konfmún- istum er illa við að ræða bæj armál á opnum fundum, þar sem fundir eru miklu færri en fundarsköp mæla fyrir, en næsti fundur á undan þess- um var 5. nóvember fyrra árs. Nýlega breytti meirihlut inn fundabyrjun þanjiig . að hægt væri að halda nætur- fundi til þess að torvelda bæj arbúum fundarsetu og að fylgjast með óstjórn meiri- hlutans í rekstri bæjarins. Á furidi þessum fór fram kosning forseta og nefnda og var Sigurður frá Vigur kos- inn forseti, en hann kem- ur til ísafjarðar um hver ára mót og lætur kjósa sig fyrir forseta bæjarstjórnar og hverfur síðan a. brott, og hef ur hairla lítil afskipti af bæj armálum á öðrum tímum árs. Umræðumar á inseturfund inum síðasta snérust aðallega um reikninga bæjiarins árið 1946, eins og áður segír. Nem ur bókfærður trekstrarhalli á því ári kr. 117 883 84, en á síðasta árinu í stjómartíð A1 þýðuflokksins, sem vax 1945, var tekjuafgangurinn kr. 255 772 19. Ýmislegt er þó gert til þess að draga úr hall anum 1946. Til dæmis er tal in sem eign í útistandandi skuldum aðstoð við byggingu íbúðalrhúsa kr. 39 þúsuindi, en bæjarstjórn hafði áður samþykkt að veita aðstoð þessa ókeypis. Ennfremur er einskisverð gryfja uppfærð á kr. 31. þúsund og 24 þúsund krónu innborgun, sem ekki kom fyrr en í maí 1947 talin til tekna. Þegar þetta allt er athug pold murj hittast áður en íengt um liður. að, kemur í Ijós að reksturs hallinn nemur 200—250 þús und krónum. Rér við bætisfc svo, að ýmsar upphæðir, sem ætlaðar voru í fjárhagsóæti- un til verklegra framkvæmda og framfaramála, hafa ekkil verið greiddar, og er stærst framlag til togarakaupa kr. 200 þúsund, en alls er iiarna um að ræða 275 þúsund krón- ur, isiem hafa verið teknar í útsvörum af borgurum á fölskum forsendum. Á fundinum vafðist það fyrir meirihlutanum að halda uppi vörnum fyrir óstjóra sinni. Héldu þeir Sigurður frá Vigur og bæjarstjóri uppi málþófi fram eftir kvöldinu meðan áheyrendur voru og þuldi sá fyrrniefndi upp ræð ur isínar frá bæjarstjórnar- kosningunum síðustu til þesa að tefja tímann. Þegar liðið var á nóttu óg áheyrendum fækkaði, gáfu þeir upp alla vöm. Fundurinn samþykkti með öllum atkvæðum, nema Sig urðar frá Vigur, áskorun til alþingis um lað samþykkja frumvarp Tlanriibals Valdi marssoniar og Páls Zophonías sonar um menntaskóla á Eið um og ísafirði. Enn fremur var samþykkt í fundarlok á skorun til alþingis um að fella ölfrumvarp Sigurðar frá Vigur og þeirra félag. Var sú samþykkt gerð með sjö atkvæðum gegn tveimur. Móti voru Sigurður frá Vigur og Kjartan Ólafsson kaup- maðúr. Tveir flokksbræður Sigurðar og kommúnistkmi greiddu atkvæði með og ann ar flokksbróðir hans gaf hon um rækiiega áminniingu út af afstöðu hans til ölfrum- varpsins svo að hann gafst algerlega upp. Templarar og áfenglsvam arnefnd kvenna hafa boðai* til fundar um áfengismái á mánudaginn og boðið Vigur piltinum þangað, en ekki er kunnugt um hvort hann mæt ir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.