Alþýðublaðið - 11.02.1948, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐ8Ð
Miðvikudagur 11. febr. 1948
Úígefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
AfgreiSsIusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan luf.
Mikið íþréifaár.
ÍÞROTTIRNAR setja æ
meiri svip á iþjóðlíf okkar Is-
lendinga. Æska landsins hef-
ur tekið við þær ástfóstri og
náð slíkum árangri á vett-
vangi þeirra, að þótt við ís-
lendingar séum ein minnsta
þjóð heimsins, höfum við
þegar eignazt tvo Evxópu-
meistara, sinn í hvorri íþrótta
grein.
Iþróttamót innan lands og
utan vekja mikla athygli á
Islandi, og sér í lagi er fólki
mikil forvitni á að fylgjast
með erlendum íþróttamótum,
þar sem íslendingar eru með
al keppenda. Þessa dagana
hafa staðið yfir vetrarólym-
þíuleikir suður í Sviss, og
reyndu þar þrír íslenzkir
skíðamenn sig við snjöllustu
skíðamenn heimsins. Þessir
íslenzku kepþendur hafa get
ið sér mjög sæmilegan orðstír
þegar tekið er tillit til þess,
að ólympíuieikina sækja ein-
vörðungu úrvalsíþróttamenn
og að skíðamenn okkar eiga
engan veginn við þau skil-
yrði að búa enn sem komið
er, sem nauðsynleg eru- til
þess áð hægt sé að búast við
þeim árangri, er ella mætti
vænta.
Nú hefur stjórn Iþrótta-
sambands Islands gefið út
lista yfir landsmótin á kom-
andi sumri, og má glögglega
af honum ráða, að það
muni verða viðtaurðaríkasta
íþróttasumar í sögu okkar til
þessa. Islendingar munu að
sjálfsögðu sækja ólympíu-
leikina í Lundúnum næsta
sumar, en jafnframt er í ráði,
að iþróttamenn okkar heyi
millilandaleiki í frjálsum í-
þróttum við Norðmenn og í
knattspyrnií við Finna. En
auk landsmótanna verða háð
fjölmörg innanlandsmót, sem
mikilla tíðinda er af að
vænta, ef að líkum lætur.
Það er gleðilegt, að íþrótt-
irnar skuli taka hug íslenzkr-
ar æsku svo fanginn sem
raun ber vitni, og að íþrótta-
mönnum okkar hefur þegar
tekizt að vinna afrek, er vak-
ið hafa athygli á þeim og
þjóð þeirra víðs vegar um
heim. Iþróttirnar eru ungu
fólki holl viðfangsefni. Smá-
þjóð eins og okkur íslending
um er þó kannski sér í lagi
mikils virði að eiga mörgum
og vöskum íþróttamönnum á
að skipa. Haldi áfram sem
þegar horfír er full ástæða
til þess að ætla, að íslenzkir
íþróttamenn muni reka
merkilegt landkynningar
starf, sem vert er að meta
mikils.
Það er augljóst, að íslenzk-
ir íþróttamenn hyggja djarft
á komandi sumri. Vonandi
tekst þeim að láta óskir sínar
um mörg og merk íþróttaaf-
rek rætast. Fengin reynsla
spáir góðu einu í því efni.
Glæpur og refsing. — Hvenær á að biría nöfn
afbroíamanna. — Villidýr á götunni. — Fólkið,
sem varla er hæft til að vera í samfélagi við ann-
að fólk. — Borgari
ÉG SÉ, að blöðin minnast
ekki á nafn manns þess, sem
réðist á stúlkurnar fyrir helg-
ina. Lengi hefur verið rætt um
það, og deilt hvort hirta eigi
nöfn manna, sem fremja af-
brot. Mér hefur aíltaf fundizt,
að ekki ætti að birta nöfn ungl
inga, sem leiðast á villigötur
vegna þroskaleysis og „villrar
náttúru", á afbrot þeirra verður
oft að líta sem slys en ekki glæp.
Eins eru afbrot svo mismun-
andi, að ekki er hægí að Ieggja
þau saman. Ég tel til dæmis það
tiltölulega lítið afbrot að
brjótast inn og stela, sé
borið saman við glæpi gagn-
vart börnum og árásir á
konur. Það tel ég hin verstu af-
brot, og gagnvart mönnum, sem
fremja þau, eigi ekki að sýna
neina Iinkind.
ÞESS VEGNA vil ég að birt-
séu nöfn þeirr^ manna, sem
gerast sekir um árásir á konur.
Ég vil að virt sé nafn mannsins,
er réðist á konurnar um helgina.
Hann verður að þola þá þyngstu
refsingu, sem lögin mæla fyrir
um, en einnig verður almenn-
ingur að fá að dæma hann og
varast hann. Fyrir mörgum ár-
um kom það fyrir, að maður réð
ist á varnarlausa stúlku í
myrkri. Eitt blaðanna sagði frá
þessum atburði undir fyrirsögn
inni „Villidýr á götunum“. —
Mér fannst þá nokkuð sterkt til
orða tekið, en það var það þó
ekki.
MENN, SEM HAGA SÉR eins
eins og maðurinn sem réðist nú
á konurnar eru villidýr og þó
að menn segi og ypti öxlum.
„Hann var fullur.“ Þá er það
sízt nokkur afsökun. Það er
nauðsynlegt að uppræta með öll
um ráðum það, sem liggur til
grundvallar glæpum eins og
þessum, en það verður ekki gert
ef verið er að hlífa glæpamönn.
um. Mörgum þyþir sem að það
sé enn verra að nafn þeirra séu
birt, en að þola dóm samkvæmt
lögunum, en sú viðbótarhegn-
skrifar um „róna“.
ing á að koma þegar um vissa
glæpi er að ræða.
ÞAÐ ERU DÆMI um það hér
í Reykjavík, að foreldar, eða
móðir, skilji barn sitt eða börn
eftir ein í #búðinni, en fari sjálf
á dansleiki og komi ekki heim
fyrr en eftir miðnætti og þá oft
drukkin. Á meðan hefur barn-
ið eða börnin verið viti sínu
fjær af gráti og hræðslu, og fólk,
sem hefur orðið vart við þetta,
jafnvel stundum tekið það ráð
að - brjótast inn í íbúðirnar til
þess að hjálpa börnunum. Hvað
á að gera við fólk, sem þannig
hagar sér? Það á fyrst og fremst
að svifta það umráðarétti yfir
börnunum. í öðru lagi á að
dæma það til þyngstu refsing-
ar og í þriðja lagi á að birta
nöfn þess í blöðunum.
ÉG ÞYKIST EKKI yfirleitt
leitt vera harðari í horn að taka
en amiað fólk. En ég hef ekki
minnstu samúð, ekki snefil af
vorkunnsemi, gagnvart fólki,
sem þannig hagar sér. f raun og
veru er það ekki hæft til þess,
að vera tekið gilt í samfélagi
mannanna. Það ætti einna helzt
að koma því fyrir í eyju langt
frá mannabyggðum innan gadda
vírsgirðingar.
BORGARI SKRIFAR mér og
vill að gerð sé gangskör að því,
að hreinsa „sjoppurnar“ af svo
kölluðum „rónum“, sem þar
sitji daglangt mánuð eftir
mánuð. Hann vill líka skora á
góðtemplarar að þeir geri meira
en þeir gera, til þess að stunda
þessa menn — bjarga þeim. Mér
þykir ,,Borgari“ hafa of mikl-
ar áhyggjur af þessum mönn-
um. Það hefur brostið eitthvað
í hugskoti þessara manna og ég
held ekki að þeir geri neinum
öðrum mein en sjálfum sér. Ég
held' að meiri ástæða sé tíl að
lækna ýmsar aðrar meinsemdir
í fari okkar áður en við förum
að ryðja ,.rónunum“ út úr
„sjoþpunum". Það er eini stað
urinn þar sem þeir geta verið.
Ilaimes á horninu.
'»» •»'
á Kaupum hreinar léreftstuskur. |
Álþjðuprenismiðjan h.f.
Kaupendur Álþýðubíaðsins
eru vinsamleg'a beðnir að láta afgreiðslu
blaðsiné vita, ef vanskil verða á blaðinu,
emn fremur að tilkynna bústaðaskipti.
Auglýsfð í Alþýðublaðinu
EFTIRFARANDI „LEIÐ-
RÉTTING" hefur blaðinu bor
izt við grein, sem það birti 4.
febrúar, um „Kosningasvik í
Dagsbrún“.
„Herra ritstjóri! Ég vil
biðja yður um að birta leið-
réttingu í sambandi við gr-ein,
er birtist í blaði yðar dagsett
4/2 með fyrirsögninni ,,Kosn
ingasvik í Dagsbrún“. Maður
sá, er greinina skrifar, segir
að ég hafi komið inn á skrif
stofu Sjómannafélags Reykja
víkur og greitt ársgjald mitt
og þar með sagt, að ég myndi
segja mi'g úr félaginu. Þetta
er rétt; ég sagðist mundi
ganga úr félaginu. Maður sá,
er tók á móti árstillaginu,
sagði að ég ætti að senda skrif
Iega úrsögn. Fór ég þá fram
á að fá að skrifa úrsögnina
þar inni; en einhverra hluta
vegna fékk ég það ekki. Sagði
hann, að ég gæti alltaf sent
hana, en þó yrði ég að Ijúka
því fyrir næsta aðalfund svo
að hún yrði gild. Ákvað ég þá
að senda hana þegar, það er
Iaugardagskvöld 24. janúar.
Maður sá, er greinina skrif
ar, segir, að ég hafi ekki sett
úrsögnina í póst fyrr en 26/1.
Þetta eru hin mestu ósann-
indi, eins og nú skal greint.
Ég Iét bréfið í póstkassann
laugardagskvöld 24. janúar,
en sá góði rnaður hefur ekki
gert sér grein fyrir því, að
það var sunnudagur að
morgni og því ekki teldð úr
kassanum fyrr sn á mánudag
26/1; og er ekki ós!ennilegt,
að maðurinn ónefndi hafi
ekki gert sér. grein fyrir
þessu, bví annars efast ég um,
að hann hafi látið greinina.
frá sér fara.
Þessi ónefndí rrjaður segir,
að ég hafi ekki verið félags
nu.ður í Dagsbrún þá er ég-
greiddi atkvæði, óg það hafi
verið þann 24. janúar. Þetta
eru hin mestu. ósannindi eins
og fleira, sem hann segir.
Sunnudaginn 25/1- fór ég inn
á skrifstofu Dagsbrúnar og
fór fram á að vera tekinn í
félagiÖ. Var ég þá spurður
hvort ég væri búinn að segja
mig löglega úr Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur, sagði ég þá
við því eins ‘og ég hafði gert.
Sagði þá maður sá, er ég.tal
aði v,ið, að úr því að svo
væri, gæti ég gengið inn. Var
ég nú s'kráður inn í félagið og
greiddi ég aitkvæði um leið,
það var Sunnudaginn 25. jan
úar.
Ég held ég sé nú búinn að
svara þessum ónefnda manni
það vei, að ekki verði um joað
greint, en ég vil að endingu
skýra frá því, að hvorki for
maður Dagsbrúnar né aðrir
úr stjórn þess félags höfðu
áhrif á nng í sambandi við
þetta mál, eins og sá ónefndi
vill veria láta. Ég skora á þenn
an mann, ef hann skrifar
meira um þetta mál, að birta
nafn sitt undir og fela sig
ekki undir þremur stjörnum,
því að ekki1 gat hann farið
svívirðilegra að ráöi sínu,
en iað biírta nafn mitt með
slíkum óþverralegum orðum
elns og kosningasvik, og ætti
slíkúr maður aldrei að skrifa
í blöð ieða að minnsta kosti
ætti að láta slíkan mann birta
nafn siitt og helzt heimilis-
fang lífea.
Reykjavík 6/2 1948.
Guðmundur Valgeirsson.
Svo mörg og hörð eru þau
orð þessarar ,,leiðréttingar“.
En við’ leistur hennar niður í
kjöiinn getur bó engum bland
azt hugur um', að hún stað-
'festi einmitt fullkomlega það,
sem henni er ætlað að af-
sanna, nefnilega, að kosninga
svik hafi verið framin í Dags
brún við stjórnarkjörið þar.
' Guðmundur . Valgeirsson
segir, að hann hafi sagt sig
úr Sjómannafélagi Reykja-
víkur mieð bréfi' dagsettu 24.
j.anúar, en gætir þess ekki, að
hann ér ekki farinn: úr því
félagi fyrr en sú úrsögn hef-
ur verið lögð fyrir félagsfund
og það var ekki hægt að gera
fyrr e,n á næsta fundi félags-
inis, sem haldinn var 28. jan.
Fyrir þann tíma gat hann
því ekki' gengið í Dagsbrún.
Engu að isíður viðurkennir
hann að stjórn Bagsbrúnar
hafi skráð hann í það félag
25.*janúar og hafi hann þá
grei'tt atkvæði um. stjórnar-
kjör í því félagi um Teið!
Én jafnvel þótt hann befði
verið farinn löglega úr Sjó-
mannafélaginu, kvað ekki
var, gaí bann ekki orðið lög-
leguir félagsmáður í Dags-
brún og fengið atkvæðisrétt
þar fyrr en búið var að bera
hann upp og samþykkja hann
inn í bað félag á trúnaðarráðs
~r.
fundi- Her hggur því fyrir
sú skýlausa staðreynd, við-
urkennd af Guðmundi Val-
geirssyni sjálfum, að han.n
var fátinn greiða atkvæði um
stjórnárkjör í Dagsbrún áð-
ur en hann var faránn lög-
lega úr Sjómannafélaginu og
áður en hann var orðinn lög
iegur mieðlimur Dagsbrúnar.
Og hvað þarf það nú leng-
ur vítnanna við, að kosninga-
svik hafa verið framin í Dags
brún, — að minnsita kosti í
þessu tilfelli?