Alþýðublaðið - 11.02.1948, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. febr. 1948
Daphne du Maurier:
DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ
Frú Dáríður
Dulheims:
Frú Dáríður Dulheims:
UNGAR STÚLKUR, ATHUG-
IÐ!
Gamalt máltæki segir, að
aumur sé sá, er enginn ann, og
þetta er áreiðanlega dagsett. Og
einhvers staðar mun líka
standa, að öll kærleiksverk laun
ist þúsundfalt, og það veit ég að
er einnig satt, því það hafa þeir
staðfest margir af mestu spek-
ingum veraldarinnar, sem ég
hef stöðugt samband við.
Og nú ætla ég, ungu stúlkur,
að veita yður tækifæri til þús-
Undfaldra launa, með því að
benda yður á eitt kærleiksverk,
er handhægt mundi fyrir ein-
hverja yðar að vinna.
Svo er mál með vexti, að ég
á ókvæntan frænda, sem nú er
kominn um fertugt, og aldrei
hefur verið við kvenmann
kenndur, enda þótt hann sé að
öllu leyti eins og aðrir menn.
Hann er bara dálítið feiminn og
óframfærinn, en ákaflega, -—
mér liggur við að segja •— allt
of vandaður maður. Hann er
reglusamur með afbrigðum,
hefur aldrei neytt vísn né tó-
baks. Dansa kann hann ekki
heldur, því, að hann hef-
ur aldrei á dansleik komið.
Mundi hann þó eflaust geta
fjótlega Iært það með natinni
tilsögn. Glæsilegur er hann
kannske ekki beinlínis, en
hann venst mjög vel og gengur
alltaf ákaflega snyrtilega til
fara.
Og svo er það sú hliðin, sem
óviðfeldið er að ræða, en engu
að síður hefur mikið að segja,
•— fjárhagsliðin! Hann er Vél
efnum búinn, það þori ég að full
yrða, enda var hann í Ameríku
siglingum á stríðsárunum.
Hann á til dæmis þriggja her-
berja íbúð á hæð í nýju húsi
og er hún búin nýjum amerísk-
um húsgögnum, t. d. bæði radió
grammofon, hrærivél og ísskáp,
auk annars. — Og þá er svefn
sófinn ekkert óhræsi! Fuílitur,
draplita og varminrauður.
Ungu stúlkur. Ég hef séð ýms
merki þess, að þrátt fyrir allt,
er þessi myndarlegi, ungi mað-
ur ekki ánægður með lífið. Ég
hef fært þetta í tal við hann, —
en sem sagt, hann er feiminn og
óframfærinn. Því er það, að
hann hefur falið mér allar
framkvæmdir. Ef einhver ykk-
ar vildi vinna það kærleiks-
verk að kynnast þessum manni,
með væntanlegt hjónaband fyr
ir augum, þori ég að ábyrgjast
launin. Sendið nafn og heimilis-
fang ásamt mynd af yður til
dálksins „Brotnir pennar“ P. O.
1033, og helzt sem fyrst. Fullri
þagmælsku er heitið.
V irðingarf yllst.
Frú Dárí'ður Dulheims.
KVENHATTAFJANDAFÉ-
LAG REYKJAVÍUR OG
NÁGRENNIS.
Hélt stofnfund sinn síðaslið-
inn sunnudag á tilsettum stað
og tíma, og var fundurinn fjöl
mennur. Kosið var í stjórn og
varastjórn, og lesið upp laga-
frumvarp það, er undirbúnings
nefnd sú, er kosin var á undir-
búningastofnfundi fyrir hálfum
mánuði síðan, lagði fyrir fund-
inn. Urðu um það miklar og
fjörugar umræður og allmarg-
ar breytingartillögur fram born
ar. Var síðan gengið frá lagasetn
ingu með nafnakalli, og einnig
samþykkt stefnuskrá félagsins.
Þá var og kosin þriggjá manna
nefnd til þess að semja ávörp
frá félaginu, — eitt til almenn
ings, annað til Fjárhagsráðs og
hið þriðja til alþingis.
Seinna mun stefnuskrá félags
ins verða birt hér í blaðinu, og
þá væntanlega einnig ávörp
þau, sem fyrrum getur.
Tillaga kom fram á fundin-
um um það að leyfa kvenfólki
inngöngu í félagið, og var hún
felld með öllum greiddum at-
kvæðum, enda lýsti flutnings-
maður því yfir, að atkvæða-
greiðslu lokinni, að hann hefði
borið tillöguna fram í þeim til
gangi einum, að fá tækifæri til
að greiða atkvæði gegn henni.
Hún hafði ætlað sér að
vera stutt í spuna og þögul
þegar hún hiitti hann, en
þetta gerði það erfitt fyrír
hana.
„Það er mjög vingjarnlegt
af þér,“ sagði hún. ,,Eg er nú
hrædd um, að þú hafir nú
eytt peningunum þínum í ó-
þarfa hvort eð var “
,,Það gerir ekkert til; því
er ég vanastur,“ sagði hann;
og hann leit á bana frá hvirfli
til ilja á sinn kuldalega og
ófyrirleitna hátt og blísxraði
lagleysu.
„Þú komst s.-.emma/' sagðT
hann. ,,Varstu hrædd um að
ég færi á undan þér'; “
Hún klifraði upp í vagn-
inn við hhðina á honum og
tók taumana.
Mér þykir gaman að snerf a
þá aftur,“ sagði hún og svar-
aði ekki athugasemd hans.
,,Mamma og ég vorum vanar
að aka einu sinni í viku á
markaðinn í Helston. Mér
finnst svo óralangt síðan. Ég
hef sára kvöl, þegar ég hugsa
til þess, hve við vorum vanar
að hlæja saman, jafnvel þeg-
ar tímarriir voru erfiðir. Þú
getur auðvitað ekki skilið
það. Þú hefur aldrei kært þig
um neitt nema sjálfan þig-“
Hann krosslagði armana og
horfði á hana fara með taum-
ana.
,,Þessi hestur gæti farið
heiðina með bundið fyrir
augun,“ sagð hann. „Látfcu
tauminn lausan; geturðu það
ekki? Hann hefur aldrei
hrasað á ævi sinni. Þetta er
betra. Hann gætir þín; mundu
það; og þér er óhætt að fela
honum það. — Hvað varstu
að segja?“
Mary hélt taumunum laust
og horfði á troðninginn fram
undan. „Eiginlega ekkerfc,“
svaraði hún. „Ég var hálf-
partinn að tala við sjálfa mig.
— Svo að þú. ætlar þá að selj a
tvo hesta á markaðinum’“
„Tvöfaldur gróði, Mary
Yellan; og þú iskalt fá nýjan
ekki að hlæja né yppta öxl-
um. Ég hata vanþakklæti.
Hvað er að þér í dag? Þú ert
alveg náföl og enginn glampi
í augunum á þér. Ertu veik,
eða er þér illt í maganum?“
„Ég hef ekki komið út úr
húsi síðan ég sá þig síðast,“
sagði hún. „Ég hef verið ein
í herberginu mínu með hugs-
anir mínar. Þær eru ekkert
skemmtilegur félagsskapur.
Ég cr töluvert eldri en ég var
fyrir fjórum dögun.“
,,Mér þykir leitt, að sjá,
hvað þú hefur tapað þér í út-
liti,“ hélt hann áfram. „Ég
var að gera mér í hugarlund,
að ég myndi koma skokkandi
inn í Launceston með fallega
stúlku við hlið mér, og hinir
strákarnir myndu horfa á
eftir okkur. — Þú ert hálf
tuskuleg í dag, Mary. Ekki
skrökva að mér; ég er ekki
eins blindur og þú heldur. —
Hvað hefur komið fyrir á
Jamaica?“
„Það hafa ekki komið fleiri
fyrir,“ sagði hún. „Frænka
mín er að paufast í eldhúsinu
og frændi siltur við borðið
með brennivínsflösku fyrir
framan sig. Það er bara ég,
sem hef breytzt.“
,,Þa ðhafa ekki komið fleiri
gestir?“
„Enginn, sem ég veit um.“
Munnurinn á þér er saman
bitinn, og það eru baugar
undir augunum. Þú ert þreytt.
Ég hef séð konu líta svona út
áður, en þá var ástæða til
þess. Maður hennar kom til
hennar í Plymouth, eftir að
hann hafði verið fjögur ár á
sjónum. Þú getur ekki fært
fram slíka afsökun. Hefurðu
nokkdð verið að hugsa um
mig?“
,,Já, ég hugsaði einu sinni
um þig,“ sagð'hún. ,,Ég var
að velta því fyrir mér, hvor
ykkar myndi verða hengdur
fyrr, þú eða bróðir þinn. Það
er vant á milli að sjá.“
„Ef Joss verður hengdur,
þá verður það hans eigin
sök,“ saigði Jem. ,„Ef nokkur
maður kemur sjálfum sér f
gálgann, þá er það hann.
Þegar hann er þangað kom-
inn, er það mátulegt á hann,
og þá bjargar honum engin
brennivínsflasba. Hann mun
dingla þar ódrukkinn.“
Þau skokkuðu áfram þegj-
andi, Jem var að fitla við
handfangið á svipunni sinni
og Mary fann hendur hans
við hhð sér. Hún leit á þær
út undan sér, og hún sá, að
þær voru langar og grannar;
Þær voru jafn sterklegar og
fínlegar og á bróður hans.
Þessar voru aðlaðandi, hinar
voru ógeðslegar. Hún skildi
nú í fyrsta sinn, að óbeitin
og samúðin voru mjög hlið-
stæðar tilfinningar, að tak-
mörkin milli þerra voru ör-
mjó. Sú hugsun var ógeðfelld
og hún reyndi að hrinda
henni frá sér. Segjum svo, að
þetta hefði verið Joss, eins og
hann var fyrir tíu til fimmtán
árum, sem nú sat við hlið
hennar. Hún ýtti þessari sam-
líkingu frá sér, því að hún
óttaðiist þá mynd, sem hún
dró upp. Hún vissi núna,
hvers vegna hún hataði
frænda sinn.
Rödd hans rauf hugsanir
hennar. „Á hvað ertu að
horfa?“ sagði hann. Hún leit
upp á landslagð fram undan.
Ævintýri Bangsa
Þegar Bangsi hefur lýst öll-
um aðstæðum fyrir Sigga sjó-
manni, — kastalasíkinu, þungu
járngrindinni í hliðinu, vindu-
útbúnaðinum og öllu þess hátt-
ar, fer Siggi að athuga, hvað
hentast muni að hafa meðferðis.
„Þetta er ljóta gildran, sem
þeir eru komnir í,“ segir hann.
„Haka verðum við að taka með
okkur, múrbrjót, öxulfeiti, olíu
og ég veit ekki hvað og hvað.
-----Jú, kaðla líka, —því þeir
eru til marga hluta nytsamleg-
ir, þegar svona hagar til.“ Og
Siggi lætur þetta allt í stóran
poka, og síðan ganga þeir þang-
að, sem báturinn hans Sigga
liggur við bryggjuna. Það er
hraðskreiður vélbátur og bezta
fleyta.
LEIKARINN: Jú — gerið svo vel,
Örn elding. Ég er hann.
FORST JÓRINN: Við komum
þessa leiðina. Ég kæri mig ekk-
ert um að svara lögreglunni til
saka-------.
EN því miður hlaupa þau beint í
fangið á lögreglunni.
ÖRN ELDING
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: