Alþýðublaðið - 11.02.1948, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.02.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. fefcr. 1948 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvarzla er í Lyfjabúð- inni Iðunn, sími 1911. Fríkirkjan Föstumessa í kvöld kl. 8,15. •Séra Árni Sigurðsson. Dómkirkjan Föstuguðsþjónusta er í kvöld kl. 8,15. Séra Jón Auðuns. Hallgrímsprestakall Föstuguðsþjónusta er í kvöld kl. 8,15 í Austurbæjarskólan um. Séra Sigurjón Árnason. 80 ára verður á morgun 12. febr.) Þorsteinn Eggertsson frá Vest- urkoti og Gufuskálum í Leiru. Fluttist hann fyrir fáum árum suður í garð og er nú á heimili síhu, Holti í Garði, Gerða- hreppi. Bílstjóraverkfallið Eramhald af 1. síðu. arnir ákvörðun þá um 60 stiunda verkfall, svo sem frá hefur verið skýrt. Sett með sam- komiíSagi vi'ð bíl- stjóra. Alþýðublaðið isnérjí sér í gærkvöldi til Emils Jónsson ar viðskiptamálaráðherra, sem gaf út reglugerðina um takmörkun á næturakstri leigubíla, og spurði hann, hvað hann vildi um þetta mál segja. Sagði ráðherrann, að hann vissi ekki annað ien að reglugerðin, sem itakmark- að.i næturakstur leigubíla við 40 bifreiðar á hverri nóttu, hefði verið sett með fullkomnu samkomulagi við Bifreiðastjórafélagið Hreyf- il. IBR IBH ISI HANDKNATTLEIKSMÓT ís- lands innanlhúss hefst á morgun (fimmtudag) aðHá- i logaiandi kl. 8. Meistara- flókkur karla, Haukar gegn Víking og Fram gegn Ár- mann keppa. Nánar -auglýst ó morgun. Úfbreiðið Ælbýðublaðið! Um víða veröld Framh. af 5. síðu. stjórnina, innan lands og ut an, og staða hans nú er mjög svipuð þeirri, sem Stalin hafði á seinni dögum Lenins. ÞANNIG ER útlitið í sælulandi kommúnismans. Valdapóltík og barátta bak við lokaðar dyr mun ráða því, hverjir verða nsestu einræðisherrar hinna kúguðu milljóna. Og þetta reyna leppar þessara manna að telja okkur, frjáls um borgurum, sem kjósum okkar eigin stjórnendur, trú um að sé lýðræði — og það meira að segja hið eina sanna! og hefur hann stjórnað starf semi kommúnista um allan heim. Varð það til dæmis hann, sem stóð manna mest á bak við stofnun Kominform. Zhdanov hefur meiri völd í flokknum í Moskvu en Molo tov, og getur svo farið, ef til þrálátrar togstreitu milli þessara tveggja kemur eftir dauða Djugasvilis, að Zdhan- ov reynist sterkari þegar til lengdar lætur. BERIA er ungur maður frá Georgíu, heimalandi Stalins. Hann er Himmler kommúnist anna og stjórnar hinu mikla öryggiskerfi landsins. Hann mundi að líkindum verða valdamesti maður Politbure- au að Stalin viðskildum, og leyniþjónusta með hálfri milljón leyniagenta auk hundruð þúsunda einkennis- klæddra lögreglu- og her- manna eru styrkur hans. Reynslan ein mun skera úr því, hverju hann getur kom- ið fram með þennan öfluga bakhjall. MALENKOV er sennilega sízt- ur þessara fjögurra, en samt 11. hverfið 11. HVERFI Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur efnir rtil spila- og skemmti kvölds á fimmtudagskvöld kl. 8,30 í Alþýðubrauðgerð inini. Skemmtiat ri ði: 1) Félagsvist, 2) Kaffidrykkja 3) Ræða (Haraldur Guð- mundsson forstjór.i) og 4) Söngur og gítarspil (þrjár stúlkur). Munið að taka með ykkur spil og mæta stundvíslega. Framhald af 5. síðu: ins verði lítið og einkareksturinn 'sigri í sam- keppninni um lyfjabúðirnar, sem hann vissu- lega á skilið, ef hann reynist hagkvæmari, sem ekki er ólíklegt. Fyrirhuguð skipun lyfjaheildsölunnar samkvæmt frumvarpi milliþinganefndarinn- ar var reyndar í veikasta lagi, þar sem gert var ráð fyrir, að um hana yrði lögþvinguð samvinna milli ríkisins og einstakra lyfsala, sem ósýnt var um, hvernig léti sú samvinna. Mátti þó vænta, að sæmilega rættist úr, ef yfirgnæfandi meiri hluti lyfsölufræðinga- stéttarinnar gengi heilhuga til samvirinunnar. En nú, þegar útséð er um afstöðu stéttarinn- ar til lagasetningarinnar í heild, kemur þessi samvinna að sjálfsögðu ekki til greina. Er og fullkominn ríkisrekstur heildsölunnar að öllu leyti traustari og mætti fara vel úr hendi, ef sæmilega verður um búið. Til þess miðar það m. a., að gert er ráð fyrir, að fyr- irtækið verði sem allra sjálfstæðast fjár- hagslega og beri eitt alla ábyrgð á f járhags- skuldbindingum sínum. Verður enginn tal- inn svikinn með því, er það er öllum kunn- ugt gert frá upphafi, en er aukið aðhald forstöðumönnum um ráðdeildarsama fjár- hagsstjórn. Með því að gera ráð fyrir tveim- ur jafnréttháum forstjórum, er annar sé lyfjasérfróður læknir (lyfjafræðingur), en hinn lyfsölufræðingur, er mörkuð þjóðnýt stefna fyrirtækisins. Lyfsölufræðingi einum .mundi hætta til að leggja of einhliða áherzlu á verzlunargildi vöru sinnar og telja sér skylt að láta framboð svara eftirspurn, hvern- ig svo sem eftirspurn er til komin. Hin- inn lyfjasérfróða lækni er ætlað að leið- beina um eftirspurnina, þannig að hún megi verða sém allra heilbrigðust. Er læknum landsins mikill styrkur að eiga aðgang að lyfjasérfróðum lækni í slíkri stöðu sér til ráðuneytis og fulltingis um val lyfja og rétt mat á þeim. Hefur Lyfjaverzlun ríkisins, lyfjabúðum sem svo vel hefur dafnað í frjálsri sam- keppni við aðra lyfjainnflytjendur í hönd- um núverandi forstöðumanns, sem einmitt er lyfjasérfróður læknir, sannað gildi slíkr- ar forstöðu“. í eftirfarandi orðum viðaukagreinargerðar- innar vík ég að lyfjabúðafjölguninni í Reykja- vík, og skortir, sem vita mátti, ekkert á, að ráð- herrann hafi orð mín fyrir því, að hennar sé þörf: „Eigendaskipti þau að lyfjabúðum, sem nú standa fyrir dyrum, og aðkallandi fjölgun lyfjabúða bæði hér í Reykjavík og allvíða annars staðar með fyrirsjáanlegum reip- drætti um það, hvort fela eigi lyfjabúðirnar opinberum aðilum eða einstökum lyfsölum til rekstrar, kallar hvort tveggja ríkt eftir því, að löggjafinn taki skýra afstöðu til máls- ins og marki stefnuna. Dráttur sá, sem orð- ið hefur á endurskoðun hinnar löngu úreltu lyfsölulöggjafar vorrar er þjóðarforsmán og þolir nú enga bið“. Enn sem fyrr held ég að sjálfsögðu fast við það, sem er rótgróið álit mitt og rækilega rök- um stutt, að endurskoðun lyfsölulöggjafarinn- ar eigi alls öryggis^ vegna að fara á undan lyf ja- búðafjölguninni, enda ekki mín sök, að end- urskoðuninni var ekki lokið fyrir fjórum ár- um, og enn mátti koma því við að leiða hana til lykta án teljandi tafar. Því heldur hlaut ég að líta svo á, sem enginn fær mig til að trúa því, fyrr en ég tek á, að ekki megi vinna meira hluta Alþingls fyrir lyfsölufrumvarpinu, eins og það er nú, ef einarðlega væri fyrir þing- inu flutt. En kysi ráðherrann að láta málin bera að í öfugri röð, var hans valdið og hans ábyrgðin. Næsta grein, sem birtist í blaðinu á morgun, heitir: HEILBRIGÐISSTJÓRN RÍKISINS OG IIEILBRIGÐIS STJÓRN REYKJAVÍKUR. a.j Inniiegt þakklæti til allra fjær og nær fyrir auðsýnda samuð við andiát og jarðarför eiginkonu rninnar, Sigriösr BJörnsdóttur frá Viðvík, Stykkishólmi. Fyrir míná hönd og barna okkar. Pétur Jónssón. Jarðarför mannsins míns, séra Árna Þóraristssonar frá Stórahrauni, fer fram fná dómkirkjunni föstudagirm 13. febr. n. k. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili okkar, Stórholti 32, kl. 1 e. h. Kirkj uathöfninni verður útvarpað. Elísahet Sigurðardóttir. i < 'omomKA Sýningin í Lisfamannaskélanum opin í dag frá kl. 1—11. Ef þið viljið fylgjast með tímanum, þá verðið þið að kunna nokkur skil á mest umrædda vandamáli nútímans, Skýringar-kvikniyndir sýndar um byggingu efn- isins og rafmagnið og myndir frá aomsprenging- um sem hér segir: kl. 2, 4, 6, 8,30 og 10 síðd. Skólafólk, sem kemur í heilum hekkjum með fcenn- ara, fær aðgang fyrir hélft gjald. Skólastjórar eða fcennarar geta pantað tíma fyrir eða eftir hádegi í sóma 4878 kl. 11—12. Síúdeníar úr VerkfræðideiM háskólans munu amiazt skýringar frá kl. 8 á hverju kvöldi. Vakfaskiptin Framhald af 3. síðu. lagi stjórnarinnar við lands samhandið. En slíkar undan þágur eru að sjálfeögðu ófær ar meðan hópur verkamanna hefur óstöðuga vinnu. Það er enginn vafi á því, að Dagsbrúnarstjórmn hefði hvorki stöðvað vinnu við síld ina á dögunum eða gert þetta fíflslega samkomulags við landlsiamhantlið ef sitjórnar- kosningar í félaginu hefðu staðið fyrir dyrum. Verkamenn! Enn er þó itími itil iað segja þeim fyrir verkum þessum ágætu herr- um! Fjölmennum á skrifstofu Dagsbrúnar og segjum þeim, hvað við viljurn! Látum þá ekki komiasit upp með ójöfnuð og klíkuskap! Hafnarverkamaður. Bækur fil sðlu: Sex fyrstu árgamgaxnir og mikið af Eimreið Valtýs Guðmundssonar. Eimreið in öll frá 1918 til 1940. Gullöld íslendinga, Afi og amma, Pabbi og mamma, Ljóðmæli Hainnesar Haf- stein, Ljóðmæli Einars Benediktss., Ljóðmæli Herdísar og OKnu, Ljóð- mæli Eggerts Olafssonar, Ljóðmæli Jóns á Bægisá, Ljóðmæli Bólu-Hjálmars, Fagra veröld, Ritsafn Gests Pálssonar. Mikið af aimanökum, leifcritum ís- lenzfcum og dönkkum og iskemmtileguin söguibók- um, sem seljast mjög ó- dýrt í dag og næstu daga. SIGURÐUE ÓLAFSSON, Laugavegi 45. Sími 4633. (Le ikfatigabú ð in.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.