Alþýðublaðið - 11.02.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.02.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudagiir 11. febr. 1948 ALÞYÐUBLAÐIÐ Viimundur iénsson: Um iyfsölumáf. Baráffusaga. VI Er það þá svo að skilja, að nefndin, sem fjall- aði um endurskoðun lyfsölulöggjafarinnar, gæf- ist upp við að finna ráð til að styrkja aðstöðu hinna smærri lyfjabúða þannig, að hún teldi gerlegt að fjölga lyfjabúðum verulega frá því, sem nú er? Því fer mjög fjarri. Einn aðalþátt- ur frumvarps nefndarinnar var einmitt helg- aður lausn þessa máls, og var lausnin fólgin í því eina, sem hér virðist geta komið til greina, en það er tekjujöfnun á milli hinna betur og miður settu lyfjabúða. í lyfsölufrumvarpinu var gert ráð fyrir, að lyfjabúðir greiddu í sérstakan sjóð árlegt gjald, miðað við viðskiptaveltu og nettóhagnað eftir nánara tilgreindum reglum. Skyldi gjald þetta koma til frádráttar skattskyldum tekj- um og lyf jabúðir leysa sig með því undan veltu- útsvari. Sjóði þessum, svo nefndum lyfsölu- sjóði, var ætlað ýmiss konar hlutverk og ekki sízt það að vera til sífelldrar vísbendingar um hóflega álagningu á lyf. Ef sjóðurinn yxi úr hófi, væri það vísbending um, að lyfjaverðið væri óþarflega hátt og tímabært að lækka það. En m. a. skyldi sjóðnum varið „til tekjuupp- bóta handa lyfsölum, er ekki ná þeim nettóhagn- aði af rekstri lyfjabúða* sinna, að þeir verði gjaldskyldir í lyfsölusjóð . . . enda sé ekki til að dreifa ódugnaði eða vanrækslu í starfi. Uppbæt- ur þessar mega nema allt að % hlutum þeirrar fjárhæðar, sem á vantar, að lyfsali hafi árstekj- lir, er svari fullum árslaunum emþættismanns ríkisins, er hefur 9000 kr. stofnlaun“ (að sjálf- sögðu miðað við þá tíðkanleg kjör embættis- manna). í þessu er mikil trygging fólgin. Ef heimilaður er rekstur lyfjabúðar á einhverjum stað, á lyfsali, sem tekur hana að sér, ekki allt í hættu, eftir að framan greind ákvæði hafa verið lögleidd. Gæti hann starfs síns af alúð og samvizkusemi, þarf hann ekki að óttast, að hann beri ekki ætíð úr býtum sæmileg embætt- islaun, að minnsta kosti, enda geri hann gild reikningsskil, sem auðvelt er að sannprófa, er lyfsalinn skiptir við eina lyfjaheildsolu undir fullkomnu ríkiseftirliti. En á móti slíkri trygg- ingu er sanngjarnt að krefjast af honum fulls. embættistrúnaðar í síarfi. Var í einu og öllu stefna frumvarpsins að teygja lyfsala, stærri og smærri, sem lengst frá því að hafa brask- araafstöðu til starfs síns, en laða þá að því að taka upp í staðinn viðhörf trúrra embættis- manna. í því skyni skyldu þeir afsala sér öll- um vonum um stórgróða af lyfjásölunni, sem ekki var talinn sæma, hljóta umbun verka sinna í tryggri afkomu og sem beztum starfs- skilyrðum, en mega vænta frama og heiðar- legra borgaralegra tekna eftir verðléikum. Þó að lyfsölusjóði væri ætlað að ýta enn betur undir stoínun nýrra lyfjabúða með því að veita til þeirra ódýr og hagkvæm lán, sá nefndin fyrir, að víðar en til mála kæmi að setja upp fullkomnar lyfjabúðir, gæti almenn- ingi komið vel, að greitt væri fyrir honum um aðgang að lyfjum. Þar sem svo væri ástatt og lyfjabúðir í nánd, hugsaði nefndin sér, að hagkvæmt væri að leysa ur vandanu.m með rekstri lyfjabúðarútibúa; og tók hún ákvæði þar að lútandi upp í frumvarpið. Er ekki ósenni- legt, að slík útibú hentuðu einmitt einkar vel úthverfum Reykjavíkur. Af framansögðu má ljóslega sjá, hver var og er afstaða nefndarinnar og þar með mín til hins mjög umtalaða máls um fjölgun lyfjabúða. Þörfin er fyllilega viðurkennd, hins vegar ekki vanmetin þau vandkvæði, sem á því eru að fullnægja henni, en ráð fundin við vandkvæð- unum og búin í hendur ríkisstjórnarinnar fyrir meira en fjórum árum. í full fjögur ár hef ég án afláts hamrað, á því við hverja ríkisstjórn- ina eftir aðra, að endurskoðun lyfsölulöggjaf- arinnar yrði leidd til lykta á grundvelli frum- varpsins, er fyrir 'lá, sem jafngildir því, varð- andi hið sérstaklega atriði um lyfjabúðafjölg- unina, að ég hafi hinn sama tíma í sífellu end- urtekið: Meðal annars til þess, að unnt sé að svara eðlilegum kröfum um fjölgun lyfjabúða, bæði í Reykjavík og annars staðar, má ekki dragast að leiða endurskoðun lyfsölulöggjaf- arinnar til lykta. Undirtektirnar eru kunnar ■ af því, sem áður segir, svo og liðveizla lyfsölu- fræðinganna, og veit ég enga, sem miður hafi tileinkað sér sannindi kenningar Jóns Sigurðs- sonar, sem ég hugfesti ungurmg lífsreynsla mín hefur ekki leyft mér að gleyma: Það er ekki nóg að vilja, að eitthvað verði, heldur verða menn að vilja það, sem þarf til þess, að það verði. M. a. í sambandi við hin margræddu lyfja- búðarmál Reykjavíkur hefur þess gætt, hversu háar hugmyndir menn — eða, svo að ekki sé of mikið sagt, Hannesar og Víkverjar höfuðstað- arins — gera sér um veg og veldi embættis míns.. Er þetta því undarlegra, sem mér hefur lítt enzt fordild og aðrar borgaralegar eigindir til að hampa því í heimsins augum, og hafa sumir metið við van. En hvað um það: Land- læknir vill, og þá verður það. Og þó einkum: Landlæknir vill ekki, og þá verður það ekki. Landlæknir bannar að fjölga lyfjabúðum í Reykjavík, og þess vegna er þeim ekki fjölgað. Ef hann leyfði það, yrði það þegar gert. Hér fær enginn um þokað, nema ef vera kynni sjálft Alþingi. Þetta nær orðið svo langt, að menn eru farnir að skrifa mér austan yfir fjall — allt að því prívatbréf ■—- og biðja mig að vera svo liðlegan að leyfa sér að setja þar upp lyfjabúð. Bezt gæti c-g trúað, 'að þeir héldu, að ég hefði lyfjabúðir á ,,lager“, og ætluðust til, að ég sendi þeim eina með bíln- um til baka. Enn verð ég að veg'a í hinn sáma knérunn og láta ekki meira en er. Hér er því miður allt of mikið gert úr valdi landlæknis, sem er svo smánarlega lítið, að hann á ekki einu sinni úrskurðarvald um svo lítið atriði sem það, hvort leyfa skuli eða ekki, að lyfja- búðarhola verði sett upp hérna í Kleppsholt- inu. Algerlega einráð um-þ.að er ríkisstjórnin eða heilbrigðismálaráðherra sérstaklega. Ef honum þóknast, getur hann að vísu leitað álits landlæknis um málið, en ef honum þóknast, getur hann látið það vera. Ef honum þókn- ast, getur hann tekið tillit til 'álits landlæknis, en ef honum þóknast, getur hann líka látið það vera. í fyrravetur höfðu lyfsölufræðingarnir kom- ið þar áróðri sínum fyrir fjölgun lyfjabúða í Reykjavík, að bæjarstjórnin sambykkti fyrir þá áskorun á heilbrigðisstjórnina um að fjölga lyfjabúðum bæjarins um allt að fjórum og fá lyfjabúðunum stað í hinum nýju bæjarhverf- um. Af framansögðu er ljóst, að heilbrigðis- málaráðherrann þurfti einskis að spyrja um af- stöðu mína til þessarar málaleitunar, með því að hún var margkunn, svo og hvert samband ég taldi vera á milli fjölgunar Iyfjabúða og þess, að endir væri bundinn á endurskoðun lyfsölulöggjafarinnar. En til þess að ekki skyldi upp á mig standa og með tilliti til þess, að að- stæður voru að sumu leyti breyttar, frá því er lyfsölufrumvarpið var afgreitt til ríkisstjórn- arinnar, tók ég mér af þessu tilefni fyrir hend- ur að samræma það hinum breyttu aðstæð- um. Hinar breyttu aðstæður voru þær, að slitn- að hafði upp úr allri samvinnu um skipun 1 lyfsölumálanna við stétt lyfsölufræðinganna, að fyrirsjáanleg voru mikil átök um það, er lyfsöluleyfi yrðu veitt, hvort þau ættu heldur að falla í hendur einstökum lyfsölufræðingum eða einum eða öðrum félagssamtökum almenn- ings, og að setztur var í sæti heilbrigðismála- ráðherra maður, sem ólíklegt var um, að léði frumvarpinu fylgi sitt, nema tryggður væri réttur samvinnuféiaga til að eiga og reka lyfja- búðir. Breytti ég nú frumvarpinu í það horf, að ríkið eitt hefði á hendi lyfjainnflutning og heildsölu lyfja, en leyfi til rekstrar einstákra» lyfjabúða mætti jöfnum höndum veita ein-í stökum lyfsölufræðingum og „samvinnufélög-) um, sveitarfélögum og öðrum stofnunum eða fyrirtækjum almennings, sem ætla má að gæti tsúlega hagsmuna almennings". Eins og menn. sjá, er þetta grundvallarbreyting frá sjónar- miði lyfsöíufræðinga, eh frá sjónarmiði þjóð- félagsins skiptir hún sára'litlu máli. Um þess- ar breytingar fer ég svofelldum orðum í við- aukagreinafgerð, er ég lét fylgja frumvarpinu til ráðherra: ,,Um einstök atriði breytinga þeirra, sem gerðar hafa verið á frumvarpi milliþinga- nefndarinnar, er lítið að segja. Þær raska í \ engu heildarstefnu frumvarpsins. Eftir sem áður er farinn millivegur milli opinbers rekstrar (heildsalan) og einkarekstrar (smá- salan). Að vísu er jöfnum höndum gert ráð fyrir félagsreknum lyfjabúðum (bæjarfé- laga, samvinnufélaga o. s. frv.). Er þar með látið að augljósum vilja almennings og, að því er ætla má, mikils meira hluta Alþingis. En nái heildsalan því að svara tilgangi sín- um um að tryggja almenningi sannvirði lyfja, má ætla, að hlútverk félagsrekstrar- Framhald á 7. síðu. verðirr haldinn í BreiðfirðingabúS í kvöld. Hefst kl. 8V2. Til skemmtunar: Upplestur: Oscar Clausen. Gamanvísur: Lárus Ingóífsson. Einsöngur: Sigurður Markan. Hawaikvartettinn syngur og leikur. Aðgöngumðiar seldir hjá Silla & Valda, Laugavegi 43 03 KRON, Skólavörðustíg 12, og vio innganginn ef eitthvað verður eftir. Afgreiðslumannadeild VR. uíii ver Hver verSur eftirma'ðor Stalins? UNDANFARNAR VIKUR hef- ur verið mikið af fréttum um það, að Stalin sé veikur eða jafnvel dauður, og hafa menn eins og sendiherra Brazilíu í Moskvu verið bornir fyrir fréttinni. Þessar andlátsfregn ir hafa allar verið bornar íil baka, og jafnvel Marshall, ut anríkisráðherra USA, sagði, að spu.rður ' á blaðamanna- fundi, að hann hefði engar heimildir, er gæfu ástæðu til að ætla að gamli maðurinn í Kreml sé nær grafarbarmin- um en venjulega. ÞAÐ BENDIR ÞVÍ ALLT til þess, að enginn fótur sé fyr- ir þessum fregnum, En samt er það staðreynd, að Georgíu maðurinn Djugasvili er orð- inn 68 ára og hefur átt erfitt líf. Það er því vel sennilegt að hann fari veg allra dauð- legra fyrr frekar en síðar, og aðrar óstaðfrestar fregnir hérma, að trúaðar konur í Ameríku hafi miklar- áhyggj ur af því, hvað bíði „aum- ingja mannsins11 hinum meg in. VIÐ SKULUM EKKI haf a' á- hyggjur af því, hvað verður um Stalin í -öðru lífi, heldur snúa oltkur að því, hver muni taka við völdum hans. Um það eru álíka margar hug- myndir og sérfræðingar í Rússlandsmálum eru margir. Sumir búast við hatramri bar áttu milli arftaka hans, aðrir telja að þessi eða hinn muni þegar í stað setjast í hásætið og stjórna í anda Stalins og keisaranna. •KUNNUGIR MENN gera sér engar vonir um, að allt muni fara í bál og brand og hin langsvæfa Þyrnirós, rúss- neska þjóðin, muni vakna. Hins vegar er það talið lík- legt, að þrír eða fjórir menn . muni fara með völdin, skipta þeim með sér fyrst um sinn. Þeir muni skilja það, að bar átta um völdin geti alvarlega spillt fyrir Rússíá og komm- únismanum um allan heim. En það er enginn vafi á því að smátt og smátt muni á- tökin milli þessara manna harðna, og svo muni fara á ný, að einn standi eftir — al valdur. ÞESSIR FJÓRIR MENN, sem næst standa hásætinu í Moskvu, eru Vyacheslav Molotov, Andrei A. Zhdanov, Lavrentu P. Beria og G. M. Malenkov. Fleiri koma til greina, nýjum mönnum get- ur skotið upp fyrr en varir. MOLOTOV þekkja allir meira eða minna. Hann hefur með hörku og ósvífni stjórnað ut anríkismálum Rússa siðan fyrir styrjöldina. Það er auð séð af áróðri miðstjórnarinn- ar í Moskvu, að Molotov stendur Stalin næst. Við kosningar hafa verið settar upp stórar myndir í hverrl borg landsins, þar sem Stal- in og Molotov sjást vera aö Ieika sér með fallegum börn- um í sólskini. Molotov hef- ur verið hinn tryggasti fylg ismaður' Stalinismans. ZHDANOV er í Russlandi hetj- an frá Leningrad. Hann stend ur einnig mjög nærri Stalin geysilega valdamikill. Hann hefur mikil áhriL á flokks-< Framhaid á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.