Alþýðublaðið - 17.02.1948, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐ8Ð
Þriðjudaginn 17. febr. 1948-
Umræður um kaffiskammtmn. — Einseíumaður
'kvartar og talar um ótakmarkaða kaffisölu
kaffihúsanna. — Annar segist fara að hressa sig
á brennivíni í heitu í stað kaffisopans. — Stúlka
heimtar kaffijafnrétti. — Smjörið. — Síidarlýs-
ið og dollararnir. — Viljum heldur vera smjör-
iausir en þola nokkra afarkosti.
BÚÐARSTÚLKA skrifar
I
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h-f.
Sofnunin fil barna-
hjáiparinnar.
SÖFNUNIN til barna-
hjálpar sameinuðu þjóðanna
er nú hafin um land allt.
Héfur í þessu sambandi ver-
ið opnuð skrifstofa hér í
Reykjavík, en úti um land
annast söfnunina fjöra'tíu
umboðsmenn. Ávarp hefur
verið gefið út í tilefni af söfn-
uninni, undirritað af fulltrú-
um ýmissa umfangsmestu
stofnana þjóðarinnar á sviði
fjármála ög menningarmála,
og á ýmsan hátt annan hefur
þjóðinni verið gerö grein
fyrir tilgangi og nauðsyn
söfnunarinnar.
Vissulega er ástæða til að
ætla. að Reykvíkingar og
þjóðin öll muni bregðast vel
við þessu máli. Islendingar
hafa oft áður sýnt, að beir
eru fúsir að rétta hjálpar-
hönd, þegar nauðsyn ber til
og þeir eiga þess kost að veita
aðstoð. Efnit hefur verið til
hverrar söfnunarinnar af
annarri undanfarin ár og þær
flestallar borið mikinn og
góðan árangur, svo að jafrn-
vel er frægt orðið víða um
heim.
*
Þess gerist áreiðanlega
ekki þörf, að minna Isiend-
inga á nauðsyn þessarar nýju
söfnunar. Fréttir síðustu ára
og mánaða hafa fært okkur
heim sanninn um það, að
fjölmargar þjóði'r verða að
búa við válegri hörmungar en
orð fá lýst, Borgir þeirra hafa
verið brotnar og blómleg
héruð lögð í auðn í grimmi-
legustu styrjöld, sem verald-
arsagan kann frá að greina.
Friður hefur enn ekki verið
saminn, en atvinnuleysi,
hungur og hvers konar vand-
ræði þjaka fólkið. Og tilfinn-
anlegastar eru hörmungarnar
að sjálfsögðu fyrir börnin,
hina ungu og uþpvaxandi
kynslóð hlutaðeigandi landa.
Ástandið í alþjóðamálum
er ekki friðvænlegt, þrátt
fyrir starfsemi sameinuðu
þjóðanna, sem svo miklar
vonir eru við bundnar. En
eigi að síður bera þjóðirnar
gæfu til þess að sameinast
um einstök mál. Söfnunin. til
barnahjálparinnar er eiít
slíkt mál, hafið yfir dægur-
þras og ríg, viðfangsefni, sem
mönnum dylst ekki að þolir
enga bið, ef von á að vera um
björgun mesta dýrmætis,
sem til er á þessari jörð.
*
Við íslendingar hofum bú-
ið við' allt annan .og betri
'hlut en aðrar þjóðir undan-
farin ár, og svo er enn, Börn-
in á íslandi hafa sem betur
fer ekki ko'mizt í kynni við
þær ægilegu hörmungar, -sem
herja æskulýð flestra ann-
arra þjóða. Þetta er öllum Is-
FÓLK ER alltaf að nöldra
við mig ut af kaffiskammtin-
um. Hann var minnkaður þegar
síðasta skömmtunartímabil
hófst,- en var áður allt of IítiII
þegar miðað er við þá miklu
kaffineyzlu, sem hér hefur ver-
ið alla tíð. Hins vegar verður
maður að gæta þess, að að skað-
lausu getum við íslendingar
minnkað kaffineyzluna og auk
þess er hvorki te eða kókó
skammtað, en það er meira en
hægt er að segja nm skömmtun
hjá öðrum þjóðum, að minnsta
kosti flestum.
GAMALT FÓLK kvartar
mest yfir kaffiskammtinum, og
ég skil ástæður þess. Það hefur
alla tíð unað sér vel við kaffi-
sopann og hjá mörgu gömlu
fólki er kaffið eina hressingin,
eini munaðurinn. — Ég fékk ný
lega bréf frá einsetumanni utan
Reykjavíkur. Hann tekur undir
það að nauðsyn sé á því að)
skammta vörur þegar þjóðin
eigi við erfiðleika að búa í
g'jaldeyrismálum. Hann segist
þó ekki skilja það hvernig á
því geti staðið, að menn eins og
hann séu sviptir töluverðu af
fyrri skammti sínum, en á sama
tíma geti þeir sem vilja fengið
kaffi eins oft og þeir vilji í
kaffihúsuna.
OG ÞAÐ ER VON að ein-
setumanninuml3yki þetta undar
legt ástand. Honum finnst ekk-
ert vit að taka kaffisopann af
fátækum einsetumanni, en leyfa
að selja hverjum sem háfa vill
ótakmarkað kaffi í kaffihúsum,
sem hann sækir ekki og mun
varla sækja nokkurn tíma ótil-
neyddur. Hann segir líka að í
þorpinu hans sé ekkert kaffi-
hús, sem bétur fer, segir hann.
En þó vekur það enn athygli á
óréttlætinu, því að þeir, sem
búa þar sem kaffihús eru, geta
drýgt sinn eigin skammt í
kaffihúsunum, en við erum úti-
lokaðir frá því.
ANNAR BRÉFRITARI er
miklu stóryrtari en einsetu-
maðurinn, s.em er hógvær og
kurteis þó að honum sé þungt
inni fyrir. Hins vegar. segir
hann að hann sjái sér ekki ann-
að fært en að fara að kaupa
brennivín, hita sér vatn og
drekka brennivín í heitu eftir
að þessi eini kaffipakki, sem
honum sé ætlaður, sé búinn.
„Það er kannske gert til þess að
auka drykkjuskapinn að kaffið
er skorið svona svívirðilega við
nögl eins 'og raun er á.
lendingum að sjálfsögðu
Ijóst. Það ætti að verða þeim
hvöt þess, að vera fúsir til
að veita þá hjálp, sem er í
I mér líka um kaffið. Hún segir:
„Skömmtunarskrifstofan úthlut
ar 'aukakaffiskammti til starfs-
fólks hjá fyirrfækjum, þar sem
vinnur margt fólk, en hún neit-
ar að láta þeim aukaskammt í
té, þar seni vinna tveir til
fjórir. Þetta skil ég' ekki og
svo er um fjöldan allan. Ég skil
ekki að það starfsfólk, sem
vinnur þar sem margt er, þurfi
frekar að fá aukaskammt en
við, sem vinnum fá saman.“
„ÞAÐ ER ALVEG vafamál
Iivort það sé brýn nauðsyn að
láta fólk á vinnustöðum fá auka
skammt.af kaffi og sykri, en ef
það er gert, þá verður það að
ganga jafnt yfir alla, annað nær
ýkki nokkurri átt. Við í fámenn
inu eigum ekki síður rétt á auka
skammti af kaffi og sykri á
vinnustað en þeir, sem vinna í
fjölmenni."
OG SVO SKAL útrætt um
kafíi, og minnzt þá svolítið á
smjörið. Við fáum enn ekki
smjör frá Danmörku; hvað sem
síðar kann að verða. Danir i
heimtuðu síldarmjöl fyrir I
smjör sitt og þegar látið var
undan því og boðizt til að
greiða í dollurum vildu Danir
ekki selja nema með því að fá
krónu hærra verð fyrir hvert
kg'. en Bretar kaupa smjörið
fyrir. Þá sagði ríkisstjórnin
nei, takk, við viljum heldur
vera smjörlausir. Og ég er
sammála þessu.
ÞETTA NÁLGAST það að
vera ekki hreinn og beinn í
viðskiptum. Danir gátu að
sjálfsögðu gert síldarlýsið að
skilyrði, því að þó að smjörið
sé okkur nauðsynlegt er síldar-
lýsið þeim jafnvel enn nauð-
synlegra. En að heimta að við
borgum meira en aðrir við-
skiptamenn þeirra borga, það
er næstum því ósvífið. Við vilj-
um heldur vera smjörlausir. Og-
þar við situr, þar til við fáum
smjör einhvers staðar annars
staðar frá eða Danir bjóða okk-
ur aftur viðskipti og sömu kjör
og aðrir njóta.
Hannes á horninu.
KÍNVERSKA STJÓRNIN
hefur viðkurkennt, að herir
kommúni;sta séu komnir að
úthverfum Mukden í Manchu
ríu. Segir stjórnin, að varnir
borgarinnar verði nú endur
i skipulagð'ar.
þeirra'‘ Valdi, til að færa- líkn.
og aðstoð þeim, sem mesta
þörf hafa fyrir bróðurhönd
og bróðurhug.
Félag járniðnaðarmanna
félagsins verður haldin í Sjálfstæðishúsinu laug-
'ardaginn 28. febrúar 1948 og hefst með sameigin-
legu borðhaldi kl. 17,30 e. h.
Fjöibreytt skemmtiskrá.
Áskriftarlisti liggur frammi í skrifstofu félags-
ins, Kirkjuhvoli, fimmtudaginn 19. og íöstudag-
inn 20. febrúar, kl. 5—7 báða dagana.
Hátíðarnefndin.
V estf irðmgaf élagið
. Yesffirðingamófii
verður að Hótel Borg laugard. 21. febr. og hefst kl. 6
síðd. með samei'ginlegu borðhaldi.
Skemmtiatriði: Minnd Vestfjarða
Tvísöngur (Gluntar)
Gamanvísur
DANS.
Te'kið á móti pöntunum í síma 5401. Aðgöngumiðarnir
verða síðan afhentir á Hótel Borg (suðurdyr) þriðjud.
og miðvikud. 17. og 18. febr. kl. 4—6 báða da.gana.
Félagsmenn mega taka m'eð sér gesti.;
STJÓRNÍN.
Ungur maður sem áhuga hefur á að gerast rit-
stjóri óháðs frjálslynds blaðs óskast. Umsókn-
ir, með upplýsingum um kaupkröfu menntun
og fyrri störf sendist afgreiðslu Alþýðublaðs-
ins fyrir 19. ,þ. m. merkt „Ritstjóri“.
Að gefnu tilefnl vil ég tafca fram, að
hið nýja Jazz-blað er mér með öllu óvið-
komandi.
Virðingarfyllst,
Tage Ammendrup.
Auglýsið í AlþýðubEaðinu j