Alþýðublaðið - 17.02.1948, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.02.1948, Blaðsíða 7
. Þriðjudaginn 17. febr. 1948. ALI»ÝBEJBLAЧB Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvarzla er í Ingólfs Apó teki, sími 1330. Næturakstur annast Litla Bíla stöðin sími 1380. Tage Amendrup biður þess getið, að honum sé algerlega óviðkomandi hið nýja Jazzblað, sem er að hefja göngu sína. íbúð óskasl 1—2 herbergi og eldhús, helzt í miSbænium. Upp- lýsingar í aígreiSslu Al- ■þýðublaSsms í síma 4900. Hrein gólíleppi ■eru mikil heimilisprýði. Gólfteppa- hreinsun Bíó Camp, Skúlagötu. Sími 7360. Minnhigarsplðld j s í BarnaspítalasjóSs Hringsins j eru afgreidd í : | Verzl. Augustu Svendsen, j Aðalstræti 12, og í j t Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. Þjóflflstuslálkur iil Engiands Þjónuistustúlkur á aldr- inum 18 tii 48 ára, er boð- ið að senda umsóknir um störf í Englamdi. Verða að :gefa fullkomnar per- sónulegar upplýsinigar, mynd og afrit af með- mælum. Slcrifið ó ensku 'til: The Intemation'al1 In- fonnaíion Servioe, 50 Buckland Road, Maid- stoná, Kent. Púsniflgasandur Fínn og 'grófur skelja- sandur. — Möl. Guðmundur Magnússon. Kirkjuvegi 16, Hafnarfirði. — Sími 9199. Úlbreiðið Alþýðublaðið! Msnningarorð: Jónas Helgason í Braularholti ------4------ F. 25. apríl 1872 - D. 7. febrúar 1948. SEINT á öldinni, sem leið, lagði 17 ára unglingur af stað morðan -úr Húnavatns- sýsl'U, og var ferðinni heitið til Reykjavíkur. Móður sína hafði hann misst ungur að ■aildri og varð því hlutskipti hans í bernsku harðara en efni stóðu til, ef móður hans hefði notið við. Ekki var far- angur honum itil þyngsla suð ur yfir fjöllin, því eitt sinn sagði hann mér; að aleiga sín á þeim árum hefði verið bjartsýnin og trúin á lífið; og mér finnst þegar ég ljjt yf- ir farinn veg, að þessi verð- mæti, sem hann tók með sér að heiman, hafi orðið undir- staðan að lífshamingju hans. Jónas Hélgason frá Braut- arholti í Reykjavík fæddist 25. apríl 1872 að Litlu-Giljá í Sveinsstaðahreppi í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Foreldr- ar hans . voru þau hjónin Ingibjörg Helgadóttir og Helgi Helgason, síðar bóndi að Marðarnúpssefi og enn síðar að Hofsstöðum á Skaga strönd. Ekki veit sá, sem þetta ritar, nánari deili á móðurætt hans, en að föður hans standa bændaættir í Austur-Húnávatnssýslu, sem rekja má skilmerkilega. Systkini Jónasar Helgasonar voru þessi: Guðmundur Helgi, vinnumaður lengi að Holti á Ásum, síðast ráðs- maður í Háagerði; Ingibjörg Marín, gift, fluttist til Vest- urheims; Margrét, giftist Jóni Guðmundssyni bónda, á tvær dætur á lífi, og Bene- dikt; nú látinn, giftur Guð- rúnu Þorláksdóttur, eiga mörg uppkomin börn. Tvö hálfsystkini ' átti Jónas: Hólmfríði, fór til Vestur- heims, og Sigurð, sem iengi átti heima á Sauðárkróki, en er nú látinn. Jónas Hélgason giftist eft- irlifandi konu sinni, Sigríði, dótitur þeirra Guðrúnar Árnadó'ttur og Odds Jónsson ar að Brautarholti í Reykja- vík í septembermánuði árið 1903, og eiga þaui fimml)örn, einn son og fjórar dætur, þrettán barnabörn og eitt barna-barnabarn- Ég spurði Jónas isál. eitt sinn, hvað ráðið hefði þieirri ákvörðun hans að leita hing- að suður á bóginn. Sagði hann mér, að kaupamaður, sem var honum samtíða síð- asta sumarið, sem hann átti heima fyrir norðan; hefði sagt sér, iað nóg myndi vera um vinnu fyrir' unga menn í Reykjavík, og því mundi rakna fyrr úr fyrir honum þar, heldur en að halda á- fram vinnumennsku í heima högum. Það varð að ráði fyrir á- eggjan þessa kunningja hans að hann leitaði- til Reykja- víkur. En min,na varð úr von um hans um artvinnu í Rvík. en hann hafði búizit við, ’og réðist hann því suður með sjó .til þeirra hjónanna Þur- íðar Þórarinsdóttur og Guð- mundar Jakobssonar, for- éldra Þórarins fiðluleikara og þeirra bræðra. Hjá þeim hjónum var hann á annað ár, og jafnan minntist hann þeirra og barna þeirra með hlýju. En loks kom að því, að hann fékk starf í Reykjavík, og var það hjá þáverandi dyraverði Mennrtaskólans, sem auik starfs síns við skól- ann stundaði búrekstur í Laugarnesi. Eftir því sem Jónas sál. skýrði mér frá, munu þessi ár hafa verið hin ánægjuleg- us.tu af þroskaárum hans. í skólanum var margt kátra pilta, og við suma þeirra batt hann ævilanga vinátitu. Minnist ég þess, að á sjötugs afmæli hans komu tveir jafn- aldrar hams og „skólabræð- ur“, eins og þair nefndu það, að heimsækja hann og rifja upp gömul kynni. Næstu árin stundaði hann ýmis alm-enn störf, bseði til sjós og lands, unz hann réðist til Thomsensverzlunar hér í bænum og vann við hana, þar til hún hætti srtörfum. En þá réðist harm til Jes Zimsens og var í hans þjón- uistu eftir það meðan kraftar entust, eða yfir 30 ár, ein- göngu við innheimtustörf seinni' árin. Við men,nirnir verðum oft ffyrir stórum áföilum á langri lífsledð, og þegar á móti blæs skiptir miklu máli á hvaða hátt iskapgerð okkar og lífs- viðhorf mótast í æsku- Og eftir kynni mín af Jónasi sál. s.l- 25 ár get ég sagt það með sanni, að við engan mann hefði ég frekar kosið að deila skapi, svo óbrotgjörn fannst mér lífstrú hans. Hann naut aldrei annars en sinna eig.in handa til að sjá sér og sínum farborða. Það stóð aldrei íneinn styrr um hann, og hann átti aldrei í deilum við neinn mann. Hann átti vin- áttu margra góðra manna, en ég vissí aldrei rtil þess, að honum væri kalt til neins. Svo var hann óhlurtdieilimr um stjórmnál, að aldrei heyrði ég hann lasta einn1, né lofa annan, og mun ha,nn þó hafa haft mjög ákveðnar skoðanir í þeim efnum. En lífið varð honum gjöf- ult og í einkalífi sínu var hann gæfusamur. Þegar haim’ nú kveður á 76. aldurs- ári, finnst mér vegarnesti hans að norðan hafa enzt honum vel; bjaritsýnin og lífsgleðin yfirgáfu hann aldr- ei, hann eignaðist góða konu, sem auðnaðist að stunda hann síðustu sjúkdómsárin, og á vináttu hans og barna hans brá aldrei hinum minnsta fölskva. Hann spurði sjálfan’ sig í æsku, hvað framtíðin mundi færa honum fyrir sunnan fjöllin, og nú er þeirri spurn- ingu loks svarað til íulls. Blessun fýlgi minninguj hans og megi sem mest af vegar- nestinu hans úr heimahögum Maðurinn minn og sonur okkar, Lárus H. Pétursson, andaðist 15. þessa mánaðar. Kristjana Sigurðardóttir. Ólafía Einarsdóttir. Pétur Lárusson. Jarðarför móðursystur minnar, Guðnýjar Gu$musidsdóttur, fer fram frá dómkirkjiumni miðvikudaginn 18. þ. m. ki. 2 síðdegis. fyrrverandi lij úkrunarkonu, Jón Ásbjörnsson. Hjartans þakkir færum við öllum, psn á svo margan hátt heiðruðu minmingu dóttur okkar, Gyðu Porlelfsdéttur, og auðsýndu dkkur samúð og ihluttekningu við hið sviplega fráfall hemrnar og jarðarför. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda. Sigurlín Jóhannesdóttir. Þorleifur Guðmxmdsson. fylgja börnum hans, frænd- um og niðjum. Það verður flestum auði dýrmætara. G. P. Tunglið og tíeyringur (Frh. af 3. síðu.) ir, að ástæðulaust er að gefa út sögu eftir hann fyrir útgáfu, sem gengur að 13 000 kaupend- um vísum. Bókaútgáfa menn- ingarsjóðs og þjóðvinafélagsins ætti varðandi val á skáldsögum í framtíðinni að láta fyrst og fremst ráða þau sjónarmið, sem 1 lögð voru til grundvallar við ákvörðun um þýðingu og út- gáfu skáldsögu Tolstojs, Önnu Kareninu. Þessi utgáfa ætti að rækja það mikla menningar- hlutverk að gefa kaupendum sínum kost á nokkrum erlend- um snilldarritum, sem vart er að vænta frá öðrum bókaútgáf- um í landinu. Kelgi Sæmundsson. og vert væri að taka fram yfir ölið, til að geita notið lífsins með sannri lífsgleði og þrótti, sjálfum sér til þroska og föðurlandimu til blessun- ar. Viktoría Bjarnadóttir. Félagslíf Ferðalög í sfað á- fengis Framhald af 3. síðu. umst það, þó ekki sé nema situttan tíma; og það er i margt gott, sem má af því ■ læra að sjá og heyra eitthvað nýtt. Ég hef heyrrt að þetta! tíðkist erlendis,-að farnar I séu hópferðir, sem eru skipu lagðar og greiitt fyrir, svo að isem bezt notist að ferðunum til fróðleiks og skemmtunar. Þetta þykir nú kannske ekki tímabært mál vegna gjaldeyrisörðugleika þjóðar- innar; en ef ferðamanna- straumur eykst hingað til lands, hlyiti að vera hægt að samræma þetta á einhvern hátt- Ég. veit, að margt fleira gæti komið til greina, sem hollt væri æskulýð íslands SKÍÐAMOT REYKJA- VÍKUR 1948. Skíðamót Reyikjavíkur 1948 hefst .sunnudaginn 22. febr. kl. 10 f. h. á Skálafelli með keppni í bruni í ölluin flokkum kvenna og karla. Tilkynning um kepp end'ur í bruni skuli sendast til HaraJdar Bjömss. c/o. Verzl. Bi-ynja eigi síðair 'en ikl. 6 e. h. íimmtudaginn 19. þ. m. SkíðadeiM K.R. K. R- R. — 11. aðalfundur Knattspyrnuráðs Reykja- víkur verður settur þniðjud. 24. þ. m. kl. 20.30 í Tjarnarkaffi (uppi). Dag- skrá: Venjuleg aðalfund- arstörf (lagabreyt.). Stjómin. Í.R.R Aðalfundur Í.R.R. verður haldinn þriðjudaigimi 17. febr. kl. 8,30 í V.R. Bnnaiélafélag vátryggir allt lausafé ( nem a verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrif- stofu, Alþýðuhúsi (sími 4915) og hjá umboðs- mönnum, sem eru í hverjum kaupstað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.