Alþýðublaðið - 17.02.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.02.1948, Blaðsíða 6
6 ALB>ÝÐUBLAÐBÐ Þriðjudaginn 17. febr. 1948. Leifur Leirs: ÞURRKUR. Það rignir. En ég er þurr . . . Blessuð hlákan segja menn. Mér stendur á sama um hvort það er hláka eða ekki. . . Ég er þurr og það er hið eina, sem mér stendur ekki á sama um. — Væri ég töframaður, skyldi ég sjá svo um að Ríkið hefði á vegum sínum, — og öðrum vegum útsölustöðvar á hjólum — Og svo þyrfti bara að hringja . . . og þá kæmi það! Leifur Leirs. JÁRNBÚRAHREYFINGIN. Heiðraði ritstjóri. ÉG er eindregið með járnbúra hreyfingunni, lagsmaður. Bezta hreyfing, sem ég hef nokkurn- tíma heyrt getið um. Af stað með framkvæmdirnar strax og það í hasti! Reisum járnbúrið á Lækjar- tórgi. Flott járnbúr með hrafn- tinnumúrhúðuðum, stuðlabergis eruðum stöplum, teiknað af húsa meistara ríkisins. Flott járnbúr með mörgum klefum, er viti í allar áttir! Og öðru megin í búrinu verði I útsölustaður frá Ríkinu. Það er fyrst og fremst alveg nauðsyn- legt til þess að standa undir kostnaðinum, og svo er aðeins rökrétt að sýna orsök og afleið- ingu á sama stað. Og í þessu búri á að halda sýningu á öllum skrílæðingum bæjarins, sem glata þessu litla á hverju gamlaárskvöldi. Og þar eiga þeir svo að standa öllum til frjálsrar skoðunar allan nýj- ársdag og helzt lengur, sjálfum sér og sínum til ævarandi smán ar og öðrum til aðvörunar. En ekki dugir að hafa slíkan Daphfie du Maurieri skemmtistað opinn aðeins einn eða tvo daga ársins. Heldur á hverjum degi, lagsmaður! Hverj um degi, því nóg er til af sýn- ingarefninu. Þarna á til dæmis að sýna alla þá, háa og lága, er verða sér til minnkunar fyrir áfeng- isnautn utan húss og innan. Alla svindlara, alla skattsvikara, öku níðinga, svartamarkaðssala, húsa leiguokrara, — yfirleitt alla þá, sem almenningi stafar hætta af, fjárhagslega og líkamlega. Og ekki nóg með það, lags- maður! Þarna á líka að sýna alla, sem andlegu jafnvægi al- mennings stafar- hætta af, ■— jazzista, jitterbuggara, bæklinga bjóða, rukkara, — já og marga, marga fleiri! En um fram allt! Búrið upp og það í hvelli. Mikil fjárans þröng held ég yrði þá á Lækjartorgi, lagsmað ur! Karlinn með svipuna. DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ Köld borö og heilur veizlumalur sendur út um allan bæ. SÍLÐ & FISKUR Smurl hrauð og snlttur Til í búðinni allan daginn. Komið og veljið eða símið. SÍLD & FISKUR Úlbreiðið Alþýðublaðið' Menn komu og fóru. Lubbalegu hestarnir ofan af heiðunum voru seldir fyrir tvo og þrjú pund hver, og hinir nýju eigendur fóru á- nægðir burtu. Enginn nólg- aðist svarta hestiim aftur- Hann var litinn homauga af mahnþyrpingunni. — Þegar klukkuna vantaði kortér í fjögur, söldi Jem annan hest inn glaðlegum og heiðarlega útlítandi bónda fyrir sex pund, eftir langt þref, sem þó var í mesta bróðerni. Bóndinn vildi ekki kaupa hann fyrir meira en fimm pund, en Jem hélt fasit við sjö. Eftir tuttugu mínútna á- kafa kappræðu var söluverð- ið ákveðið sex pund, og bónd inn reið af stað, brosandi út undir eyru. Fæturnir á Mary voru farnir að do'fna. Rökkr- ið færðist yfir markaðspláss- ið og það var kveikt á ljós- kerunum. Það var einhver leyndardómsfullur blær yfir borginni. Hún var að hugsa um að snúa aftur að kerr- unni, þegar hún heyrði kven rödd að baki sér og háan, til- gerðarlegan hlátur. Hún sneri sér við og sá konuna í bláu kápunni með fjaður- skreytta hattinn, sem hún hafði séð stíga út úr vagn- inum fyrr um daginn. „Ó, sjáðu, James,“ sagði hún, „Hefurðu nokkurn tíma á ævi þinni séð eins indælan hest? Hann ber sig alveg eins og veslings Beauty gerði. Þessi hestur er bara einkennilega líkur og Beau- ty, ef hann væri ekki svart- ur, og svo er hann náttúrlega ekki eins vel tarninn. En vandræði, að Roger skuli ekki vera hérna. Ég get ekki ónáðað hann á fundinum: Hvað finnst þér um hann, James?.“ Fylgdarmaður hennar setti upp einglyrnið og starði á hann. „Fjárinn hafi það, María,“ hrópaði hann, „ég hef ekki hundsvit á hestum. Hesturinn, sem þú tapaðir, var grár, var það ekki? Þessi { er kolsvartur, alveg svartur, góða mín. Langar þig að kaupa hann?“ Konan hló stutt og hátt. ,,Það yrði góð jólagjöf handa börnunum,“ sagði hún. ,,Þau hafa verið að nauða í Roger alltaf síðan Beauty hvarf. Spurðu um verðið, James, viltu gera það?“ Maðurinn gekk raigingslega til Je'm. „Heyrið þér, góðurinn minn!“ kallaði hann. „Viljið þér selja svarta hestinn yð- ar?“ Jem hristi höfuðið. ,,Ég er búinn að lofa vini mínum honum,“ sagði hann. „Mig langar ekki til að ganga á bak orða miuna. Þar að auki myndi þessi hestur ekki bera yður. Það hafa börn setið á honum.“ „Ó, eánmitt. Ó, ég skil. Þakka yður fyrir. María, þessi náungi segi'r að hestur- inn sé ekki til sölu.“ ,,Er hann viss? Það voru vandræði. Ég er búin að taka ástfóstri við hann. Ég skal borga það, sem hann setur upp, segðu honum það, spurðu hann aftur, James.“ Aftur setti' maðurinn upp einglyrnið og sagði: ,,Sjáið þér til, maður minn, þessi kona er svo hrifin af hestin- um yðar. Hún er nýbúin að tapa hesiti, og hana langar að fá hest í staðinn. Börnin hennar verða fyrir miklum vonbrigðum, þegar þau heyra þetta. Látið1 þennan vin yðar sigla sinn sjó. Hann getur beðið. Hvað setjið þér upp?“ „Tuttugu og fim-m pund,“ sagði Jem í skyndi. „Það vildi vihur minn að minnsta kosti borga. Mér er ekkert umhugað um að selja hann.“ Konan með fjaðrahattinn sigldi ánn í hringinn. ,,Ég skal gefa þrjátíu fyrir hann,“ sagði hún, „ég er frú Bassat frá North Hill og mig langar að fá hestinn til að gefa börnunum mínum í jólagjöf. Verið nú ekki þrár. Ég er með helmiinginn af upphæð- inni hér í buddunni minni, og þessi maður lætur yður fá afganginn. Herra .Bassat er hér í Launceston og mig langar að láta hestinn koma honum að óvörum eins og börnunum mínum. Hesta- isveinninn minn sækir hest- inn þá strax og fer með hann til North Híll áður en Bassat fer úr borginni. Hér eru peningarnir.11 Jem tók ofan og hneigði sig djúpt. „Þakka yður fyr- ir, frú,“. s;agði hann, „ég vona, að herra Bassat verði ánægður með þessi kaup- Þér munuð sjá að hesturinn er alveg öruggur fyrir börn-“ ,,Ó, ég er viss um, að hann verður himinlifandi. Auðvit- að er þessi hestur ekkert á við þann, sem stolið var frá okkur. Beauty var fulltam- inn og mjög mikils virði. Þessi litla skepna er nógu' failleg og mun gleðja börnin. Ævintýri Bangsa Siggi sjómaður knýr bátinn á fyllstu ferð. Þegar þeir koma upp á vatnið, sjá þeir, hvar yrðl ingarnir fara á pappírsfleytunni, og eru þeir skammt undan. „Nú er ég hissa!“ segir Siggi. „Þú hefur haft rétt að mæla. Bátur inn er gerður úr pappír!“ Þegar yrðlingarnir sjá vélbátinn koma, verða þeir hræddir. Og í óða- gotinu, sem grípur þá, fara þeir út í annað borðið og hvolfa bátn um. Þeir reka upp óskapleg vein, um leið og þeir hverfa í 'kaf. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING FORSTJÖRINN: Ef ég þekki rétt, þá 'er það regnhlíf Ching Kai sáluga, sem þér berið þama. ÖRN: Já, — það er satt. Ég hef ekki gætt þess í fátinu! FORSTJÓRINN: Ef til vill hafið þér þá komizit -að leynivopninu. — Vesalings gamli Kai, að hann skyldi teysta svo úreltu vopni! Ég fylgist betur með. — Þessi skammbyssa, sjáið þér.------ EN ÞÁ ríður kylfa lögregluþjóns- ins að höfði forstjórans. — —-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.