Alþýðublaðið - 22.05.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1948, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 22. maí 1948, tJtgefanði: Alþýðnflokkurinn. Bitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt GröndaL Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan I~f. a ■ ■ Fyrlrleslur Amulf Överlantís. FYRIRLESTUR norska þjóðskáldsins Arnulfs Över- lands í Austurbæjarbíó í tfvrradag var einstakur og ó- gleymanlegur atburður. Mál flutnirigur skáldsins mótað- ist af óvenjulegu raunsæi og skarplegum athugunum á viðhorfum og viðburðum yf- órstandandi tíma. Hér er um að ræða mann, sem talar af mikilli reynslu og hispurs- ieysi, er ófeiminn við að draga ályktanir og segja bitr an sannleika. Þeim, sem hlýddu á þenn an fyrirlestur Arnulfs Över- lands, kemur það að sjálf- gögðu ekki á óvart, þótt kom múnistar og ^ylgihnettir þeirra hafi á honum van- þóknun. Överland var for- ustumaður norskra mennta- manna í baráttunni gegn naz ásmanum fyrir stríð, ótrauð- ur að vara við honum og eggja þjóð sína og umheim- inn til að vaka í stað þess að sofa. Nú heyir hann sömu baráttu gegn kommúnism- anum, hættunni, sem ógnar Evrópu í dag á sama hátt og nazisminn fyrir áratug. Öv- erland hefur verið og er mik ill friðarvinur. En hann hef- ur lært nóg af reynslunni til þess að óska ekki eftir þeim friði, sem kostar þjóðirnar frelsi þeirra. * En auk þess, sem Överland gerði upp- reikningana við kommúnismann, afhjúpaði ofbeldi og yfirgang Rússa og lýsti vinnubrögðum og fyr- irætlunum fimmtu herdeild- ar þeirra úti um heim, gerði hann að umtalsefni hið van- máttuga bandalag samein- uðu þjóðanna, sem stofnað var til að tryggja frið og ör- ygvn þeirra en stendur nú ráðþrota andspænis vanda- málunum. Jafnframt og sér í lagi ræddi þann um af- stöðu Norðurlandanna og gerði miskimnarlausa hríð að þeim mönnum, sem vilja lifa í andvaraleysi trúarinn- ar á hlutleysið. Hann benti á, að hin eina vöm, sem Vest ur-Evrópa ætti kost á, væri að þjóðir hennar stæðu sam- an og gerðu sameiginlegar nauðsynlegar ráðstafanir til að verja freisi istt og sjálf- siæði, með Bandaríki Norð- ur-Ameríku að bakhiarli, og þetta bæri að gera nú þegar, því að of seint væri að búast til varnar eða biðja um hjálp, þegar árásarríkið reiddi hramminn til höggs. Arnulf Övgrland hrakti blekkingar þeirra, sem vilja una andvaraleysinu ag halda því fram, að brúa eigi bilið milli austursins og vesturs- ins. Fyrirlesarinn skírskotaði til fenginnar reynslu og at- Happdrættin. — Ráðuneyti í sumarfríi. — Ný samkeppni með miklum verðlaunum. — Um handknattleik. „HVERNIG ER ÞAÐ með ykkur dálkaskrifarana, eruð þið bólusettir gegn happdrætt- isplágunni, eða af hverju minn- izt þið aldrei á þessi ósköp?“ sagði ungur maður og settist hjá mér á Arnarhól í gær. „Það ætlar aldrei að verða stundleg- ur friður fyrir bílum, ísskápum og þvottavélum, sem maður aldrei fær,“ hélt hann áfram, „þessu góssi, sem óbreyttir, á- hrifalausir borgarar, sem ekki þekkja neina heildsala og ó- mögulega geta stolið undan gjaldeyri, eiga engan kost á að eignast, er stillt út fyrir augum almennings, veifað fyrir vitum hans, og svo fær sá braskarinn alla vinningana, seni flesta kaupir miðana.“ >,ÞÚ ERT í FÝLU, af því að þú fékkst ekki Renault bíl,“ sagði ég. „En þú skalt ekki gef- ast upp, kæri vin. Nú eru nýir bílar í boði, Skoda og jafnvel Hudson, að maður tali ekki um alla ísskápana.“ — „Ég kæri mig ekkert um ísskáp, úr því að þeir drápu bjórfrumvarpið," sagði hann. „En ég held að dóms mólaráðuneytið, sem leyfir það, að þessum forboðnu ávöxtum sé stillt fyrir augu alþjóðar, ætti að fá sér langt sumarfrí." >,ÞETTA ER ALLT góðum málumi til styrktar," sagði ég. „Happdrætti eru aðeins leyfð til ágóða fyrir menningar- og vel- ferðarmál, og það er ekki svo gott fyrir ráðuneyti að taka allt- í einu upp á því að neita góðum stofnunum um. happdrættis- leyfi, þegar búið er að leyfa svo mörg. En íslendingar éru bann- ig gerðir, að finni einhver upp á einhverri verulega góðri fjár öflunaraðferð, til dæmis bíla- happdrætti, þá koma fleiri og fleiri á eftir í sömu sporin, þar til allir eru orðnir þreyttir á þessu. Við skulum fylla vasana af miðum Ólympíuhappdrættis- ins og leggja stein í heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins, með an við erum í sólskinsskapi, en svo skulum við biðja þá, sem ætla að koma með happdrætti í haust, að hugsa sig um tvisvar, svo að það séu að minnsta kosti ekki mörg happdrætti í gangi í einu, og hinir veiklunda, sem sífellt trúa að þeir muni vinna þvottavél næst, fái dálitla hvíid á milli happdrættanna.“ SVO ÆTXI RÍKIÐ að halda eina mektuga samkeppni — ekki happdrætti, heldur sam- keppni. Þessi samkeppni ætti að vera á þá lund, að menn botn uðu eitthvert gott vísubrot, til dæmis þetta gamla og góða: Stalin kemur víða við veldur breyttum högum. Svo mætti annaðhvort nota skáldalaunin hans Kiljans t?l að greiða verðlaunin eða láta hvern mann senda fimmkall með botninum, og síðan greiðist verðlaunin með þeirri upphæð. Ríkið á að veita ótakmörkuð gjaldeyrisleyfi fyrir verðlaun- unum og þau ættu að vera: 1. verðlaun: Kádiljákur, módel 1949, 2. verðlaun: 7,00 vörubíl- ar, sem Marshall leggur til, 3. verðiaun: 10 ísskápar, 4. verð- laun: 20 þvottavélar og 5. verð laun: eitt tonn af kolum frá Póllandi. ÞAÐ ER ENGINN VAFI, að þessi samkeppni yrði vinsælli en nokkurt hinna ágætu happ- drætta, sem hér hafa verið haldin. Þar sem vísan í heild með bezta botni, sem mesta kvæðamannaþjóð veraldar get- ur smíðað undir hana, verður án efa lofkvæði um Hinn Mikla og ágæta Föður Stalin, er eng- inn éfi á því, að Rithöfundaíé- lag íslands mundi lána beztu mgnn sína til að aka í Kádil- jáknum um bæinn og syngja rússneska þjóðsöngva: Svo mundi Kiljan lóna jeppana sína til að aka ísskápunum og þvotta vélunum um bæinn og sýna dótið. EF ÞESSI HUGMYNH verð- ur tekin upp, er enginn efi á því, að hér muni eiga sér stað menningaryiðburður án hjálpar erlendra gesta, hvað vart hefur komið fyrir í langa hríð. Þegar Menntamáliaráð væri buið að velja bezta botninn og ákveða, hverjir skuli fá. verðlaunin, væri reynandi að bjóða Gro- myko hingað til að afhenda þau, en hann ku nú vera at- vinnulaus. ÞAÐ VAR GLEÐILEGT, hversu margir sóttu handknatt- leikinn milli Dana og íslend- inga á vellinum, þar sem rúm var ótakmarkað, og það var einnig gleðilegt, hversu vel á- horfendur tóku leiknum og ó- sigrinum. Þessi íþrótt er að vinna auknar vinsældir hér, énda góð ástæða til þess. Hand- knattleikur er að öllu leyti góð íþrótt. Hún krefst nákvæmrar þjálfunar, alhliða þjálfunar og úthalds, og svo krefst hún skil- yrðislaust samstarfs. Allt er þetta prýðilegt, af því að líkam inn þjálfast allur, ekki einstakir hlutar hans, og leikmenn kom- ast sjaldan langt án samvinnu- hugs. Víða erlendis er hand- knattleikurinn og bróðir hans (Frh. á 7. síSu.) burða síðustu ára og yfir- standandi tíma og dró af þeim bá ályktun, að milli einræðisins og lýðræðisins sé djúþ staðfest og að það djúp eigi ekki að brúa. * Slíkur er boðskapur þess manns, sem einarðast og hispurslausast talar máli frelsisins og lýðræðisins á Norðurlöndum í dag og af mestum þrótti mælir til bjóða þeirra varnaðarorð í tíma töluð. Þessi boðskapur á sannarlega ekki síður er- indi til íslendinga en frænd- bjóðanna á hinum Norður- löndunum. Hér ekki síður en þar ber nauðsyn til að draga glöggar markalínur milli ein ræðisins og lýðræðisins og gera sér fulla grein fyrir því, hvað er að gerast og hvers má vænta. Norræna félagið á miklar þakkir skilið fyrir að hafa boðið Amulf Överland hingað heim ög að hafa gef- ið íslendingum kost á að heyra mál- han.s. En mesta þökk verðskuidar bó ' hið norska þjóðskáld sjáíft fyrir að hafa þegið boðið, komið og — talað. Hraðlryst i f r ¥ér hö-fym á boSstólum í fleslum mat- Irlppakjöf frá siastlinu hausfi. buff kr. 13.00 pr. kg. guElash kr. 1 í.00 pr» kg. Réynið eina máltíö, og þér muniö vilfa fleiri. (RO Reikningur H.F. Eimskipafélags íslands fyrir árið 1947 liggur frammi á skrifstofu félags- ins til sýnis fyrir hluthafa frá og með deg inum í dag. Reykjavík, 22. maí 1948. Stjórnin. Eggerf Guðmundsson opnar í dag málverkasýningu í vinnu- stofu sinni Hátúni 11. Sýningin verður . opin daglega frá kl. 1—10.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.