Alþýðublaðið - 22.05.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.05.1948, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. maí 1948. ALÞÝÐUBLAÐIÐ , 3 LAUGARDAGURINN 22. maí. Skerpla byrjar. Þann dag 1133 dó Sæmundur fróði í Odda; sama daga árið 1833 fæddist íónskáldið Wagner, en rithofundurinn A. Conan Doyle árið 1859. Úr Alþýðublaöinu þennan dag fyrir 15 árum: „Nokkrir menn úr Reykjavík, sem þar eru vanir að vera á „hreyfingu“ og búnir að fá meiri eða minni æfingu í að vera „endurreistir“, eru nú að ferðast um Norðurland til að reyna að endurreisá þá, er þar hafa fallið í of mikla „hreyf- ingu“ eða þá gengið svo langt, að þeir hafa orðið hreyfingar- lausir, sem sums staðar er kal'- að að „deyja“. Sólaruprás var kl. 3.52, sólar- lag verður kl. 22.59. Árdegishá- flæður er kl. 5.50, síðdegishá- flæður er kl. 18.08. Lágfjara er um það bil 6 stundum og 12 mínútum eftir háflæði. Hádegi í Reykjavík er kl. 13.24. Næturlælcnir: í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvarzla: Reykjavíkur Apótek, sími 1760. Næturakstur: Bifreiðast.öðin Hreyfill, sími 6633. Söfn og sýningar Listsýning ,,Höstudstillingen“ í Listamannaskálanum. Opin kl. 10—22. Málverkasýning Eggerts Guð- mundssonar í Hátíni 11. Opin frá kl. 13—22. Flugferðir Póst- og farþegaflug milli Is- lands og annarra landa sam- kvæmt áætlunum: AOA: í Keflavík (kl. 23—24) frá Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn til Gander og New York. Sfcipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 13.30, frá Borgarnesi kl. 18, frá Akranesi kl. 20. Brúarfoss er í Leith. Fjall- foss er í Reykjavík, fer 25.5. vestur og norður. Goðafoss er í > Kaupmannahöfn, fer þaðan 24.—25. maí til Göteborg. Lag arfoss fór fram hjá Færeyjum í gærmorgun, 20.5. á leið frá Leith til Reykjavíkur. Reykja foss kom til Antwerpen í morg un 21.5. frá Leith'. Selfdss fór frá ísafirði í morgun til Hvammstanga. Tröllafoss fór frá Reykjavík 16.5. til New York. Horsa er á Akranesi. Lyngaa fór frá Siglufirði 19.5. til Hamborg. Foldin fór frá Hull í gær- kvöldi til Reykjavíkur. Vatna- jökull er í Reykjavík. Linge- stroom er í Álaborg. Marleen er í Reykjavík. Reykjanes er í Englandi. Frú Roosevelt kom nýlega í heimsókn til Englands. Var hún þá gestur konungshjónanna að Vindsorhöll. Þessi mynd var tekin þar og er frúin á mynd- inni miðri. Blöð og tímarit Stígandi, 4. hefti 5. árg. hef- ur borizt blaðinu. Efni þess er meðal annars: Heljarslóð, kvæði eftir Þráin, Um daginn og veg- inn, eftir Jónas Pétursson, Lestr arfélag Grýtubakkahrepps eftir Árnór Sigurjónsson, Frændi gamli, kvæði eftir Guðmund Böðvarsson, Búðarþjónninn, kvæði eftir Heiðrek Guðmunds- son, Brugðið sér til Bretlands, eftir Sigurð L. Pálsson, Eftir orðanna hljóðan, eftir Bjartmar Guðmundsson, Jökuldalsgöngur 1938 eftir Baldur Jónsson, Síð- asti mannskaði við Böggvis- staðasand eftir Valdimar V. Snævarr o. m. fl. Skemmtanir K VIKMYNDIR: Gamla Bíó: „Oft kemur skin eftir kúr“. Robert Walker, Van Heflin, Lucille Bremer. Sýnd kl. 9. „Prinsesson og sjóræning- inn“. Bob Hope. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Nýja Bíó: „Horfnar stundir". Phyllis Calvert, Robert Hutton. Ella Raines. Sýnd kl. 9. „Grímu klædda hetjan“. Gino Gervi, Luisa Ferida. Sýnd kl. 3, 5 og 7.' Hjónaefni Á hvítasunnudag opinberuðu trúlofun sína frk. Lára Póls- dóttir frá Svínafelli, Öræfum, og Einar Guðmundsson skrif- stofumaður, Reykjavík. Síðastliðinn laugardag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Ragnhildur Rafnsdóttir frá Gröf, Suður-Múlasýslu, og Ragnar Jónsson frá Seyðisfirði. Austurbæjarbíó: „í fjötrum". Ingrid Bergman, Gregory Peck. Sýnd kl. 6 og 9. „Pokadýrið”. Sýnd kl. 3. Tjarnarbíó: ,,Bræðurnir.“ Patricia Roc, Will Fyffe, Max- well Reed. Sýnd kl. 5, 7 og 9. „1001 nótt.“ Sýnd M. 3. Tripoli-Bíó: „Framliðinn leit ar líkama". James Mason, Mar- garet Lockwood, Barbara Mull- en, Dennis Price. Sýnd kl. 9. ,,Næturritstjóri“. William Garg an, Jenis Carter. Sýnd kl. 5 og 7 Bæjarbíó, Hafnarfirðj: „Örlög ráða“. Viveca Lindfors, Stig Járrel, Anders Henrikson, Olof Widgren, Hasse Ekman. Sýnd kl. 9. „Heldri maður einn dag?“ sýnd kl. 7. Hafnarfjarðarbíó: „Fjöreggið mitt“. Claudette Colbert, Fred MacMurreý. Sýnd kl. 7 og 9. SKEMMTIST AÐIR: Tivoli: Opið frá kl. 14—23,30. HLJOMLIST: Hljómleikar nemenda Tón- listarskólans, í Tripolíbíó kl. 3 síðd. SAMKOMUHUSIN: Breiðfirðingabúð: Stúdenta- ráð Hóskólans, dansleikur kl. 8.30 síðd. Hótel Bosg: Klassísk hljóm- list frá kl. 8,30—11.30 síðd. Ingólfscafé: Gömlu dansarnir kl. 9 síðd. G.T.-húsið: Gömlu dansarnir kl. 9 síðd. Iðnó: Almennings dansleikur ,kl. 9 síðd. Mjólkurstöðin: Dansleikur, Glímufélagið Ármann kl. 9. Tjarnareafé: Samsæti fyrir norsku leikarana kl. 5.30 síðd. Þórscafé: Gömlu dansarnif kl. 9 síðd. Útvarpið 20.30 Ávarp frá Mæðrastyrks- nefnd (frú Auður Auð- uns). 21.00 Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur (Oddgeir Krist- -jánsson stjórnar). 21.15 Upplestur: Sigurjón Jóns son rithöfundur les úr bók sinni „Sögur og æv- intýri“. 21.35 Tónleikar: „Espana“ eftir Chabrier (plötur). 21.45 Upplestur: Kvæði eftir Kolbein Högnason (Böðv ar Jónsson les). 22.05 Danslög (plötur). KROSSGÁTA NR. 31. Lárétt skýring: 1. Jurt, 7. greinar, 8. grund, 10. tónn, 11. tónverk, 12. blótstaður, 13. ó- samstæðir, 14. krota, 15. skemmd, 16. þunnur steinn. Lóðrétt, skýring: 2. Sköp, 3. farva, 4. tveir eins, 5. vefjur, .6, styður, 9. rekkjuvoð, 10. svif, 12. sleipur, 14. þrældómur, 15. ’ frumefni. Reykvikingar! Munið mæðra daginn á sunnudaginn kemur. Mæður, leyfið börnum ykkar að selja merki mæðradagsins þann dag. Lausn á nr. 30. Lárétt, háðning: 1. Ýskrar, 7. kær, 8. KRON, 10. B N, 11. jór, 12. fag, 13. ós, 14. örðu, 15. ála, 16. Pálmi. Lóðrétt, ráðning: 2. Skor, 3. kæn, 4. R R, 5. rangur, 6. skjól, i 9. rós, 10. bað, 12. Fram, 14. öll, 115. Á Á. Messur Dómkirkjan: Messað á morg- un kl. 11 f. h. (mæðradagurinn) séra Jón Auðuns. Fríkirkjan: Messað á morgun kl. 2 e. h. Síra Árni Sigurðsson Hallgrímssókn: Messað á morgun í Austurbæjarskólan- um kl. 2 e. h. Séra Sigurjón Árnason.. Nessókn: Messað á morgun í Kapellu Háskólans kl. 2 síðd Séra Jón Thorarensen. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Messað á morgim .kl. 2 e, h Séra Kristinn Stefánsson. Aðventkirkjan: Fyrirlestur á. sunnudag kl. 5 síðd. verður selt á morgún, sunnudag, á gotuna bæjarins og í Þingholtsstræti 18, Miðbæj-’ ar- og Austurbæjarbarnaskólanum og 1 Elliheimilinu. og ungimgar eru beðin að hjálpa til og mæta á þessum stöðum klukkan 10. — Góð sölulaun. Nefndin. Söngur Guðmundu Elíasdóttur. GUÐMUNDA ELÍASDÓTT IR sópránsöngkona hélt söng skemmtun í Gamla Bíó s. 1. miðvikudagskvöld. Söngskrá in var fjölbreytt, og voru meðal viðfangsefnanna fjög- ur erlend sönglög og fimm íslenzk og auk þess ariur eft- ir Hándel, Mozart og Verdi. Af íslenzku lögunum hafa tvö sialdan eða ekki heyrzt á hljómleikum hér áður, „Lullu, lullu bía“-eftir Karí O. Runólfsson, lítið lag en blæþýtt og nokkuð sérkenhi legt, og „Nú jandar nætur- blær“ eftir Pál Kr. Pálsson. Lag Páls er taTsvert viða- mikið og allsterkt í bygg- ingu, en hinn þráláti skrefa gangur laglínunnar gerir, hana óþarflega eintrjánings- lega og dregur úr heiidará- hrifum lagsins. Má þó telja víst, að fleiri góðra laiga sé að vænta þaðan sem þetta kom. Þorvaldur Steingrímsson lék með á fiðlu í nokkrum lögum af hæversku og smekk vísi. Undirleik á píanó ann- aðist Anna Pjeturss, og virt- ust henni vera nokkuð mis- lagðar hendur að þessu sinni. Líklegt er, að taugaóstyrk ha'fi verið um að kenna, en hjá því fór ekki, að sá óstyrk ur gripi um sig og hefði sín áhrif á söngkonuna og jafn- vel áheyrendur. Gætti þessa ekki sízt í Mozart-aríunum síðast á söngskrármi, sem annars virtust láta söngkon-; unni sérlega vel. Guðmunda sýndi góðan skilning á viðfangsefnum sínum. Röddin er mikil, all- vel skóluð og blærík og fög- ur á bezta sviði, en nokkuð ójöfn á efstu tónunum, og er þess að vænta að það lagist með aukinni þjálfun, enda er söngkonan nú á förum ut- an til framhaldsnáms í Dán- mörku. Aðsókn að hljómleikunum var allgóð eftir ástæðurn, en hefði átt að vera meíri. Víð- tökur áheyrenda voru rnjög góðar. J. Þ, hætta af skolpl. BÆJARSTJÓRNIN ræddi á fundi sínum í gær hinn, fyrirhugaða sjóbaðstað fyrir almenning í Fossvogi og úti- vistarsvæði á Öskjuhlið, en borgarlæknir hefur samið ýtarlega greinargerð uim þessi efni. Við þessar umræður benti Jón Axel Pétursson á nauð- syn þess, að skolp yroi ekki látið renna út í Fossvog með tilliti til sjóbaðstaðarins, heldur yrði því veitt yfir í Elliðaáryog og til þess kom- ið upp sérstakri dælu í í'oss- vogi. En eins og kunnugt er, hefur mikil byggð risið upp þar syðra, og fer hún æ vax- andi. Hlýtur sjóbaðstaðnum að stafa mikil hætta af skoip- veitunni, ef ekki er horf ið að ráðstöfun þeirri, sem Jón Axel benti á eða annarrj hlið stæðri. Brúðkaup Á hvítasunnudag voru gefin saman j hjónaband af síra Leó Júlíussyni í Borgarnesi Ingi- björg Eiðsdóttir og Guðmundur Ingimundarson bakari, Borgar- nesi. I Nemendur vitji einkunnabóka og próf- skírteina mánudaginn 24. maí, þannig: 1. bekkur kl. 10 árd. 2. bekkur kl. 2 síðd. 3. bekkur M. 5 síðd. Hver bekkur mæti þar, sem hann var ;i prófi. Ingimar Jónsson. w~

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.