Alþýðublaðið - 22.05.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.05.1948, Blaðsíða 6
6 <C& V ifZtk. 1%.' fr' €$ Laugardagoir 22. maí 1948. LA PALOHA Skáldsaga eftir Toru Feuk ,Frú Dáríður Dulbeims: UM ALMENNA SIÐRÆNA FRAMKOMU í MATJURTAGÖRÐUM Þær kröfur, sem‘ umhverfið gerir til siðrænnar framkomu þjóðfélagsþegna sem einstak- linga eða fjölskyldumeðlima, eru ákaflega mismunandi eftir því hvert umhverfið er. Við skulum, máli mínu til sönnunar og skýringar, taka tvenns kon- ar umhverfi sem dæmi; setu- stofuna og matjurtagarðinn. Hvort þeirra um sig gerir kröf- ur, — siðrænar kröfur, sem mönnum er ráðlegast að blanda ekki saman. Hvernig haldið þið að uppskeran yrði, ef menn hefðu um hönd setustofufram- komu í matjurtagarðinum, — eyddu tímanum í blaða- og reyfaralestur, legðust fyrir og hrytu o. s. írv.? Og hvernig haldið þið að fjölskyldueining- in færi, ef einhver meðlimanna tæki að uppfylla siðrænar mat- jurtagarðsframkomukröfur í setustofunni, — tæki að sá rad- ísum eða toppkálsfræi í gólf- teppið eða reyta og plokka hús- gagnaáklæðið í leit að fjölæru illgresi? — Nei, heppileg fram- koma og heppileg framkoma er sitt hvað eftir umhverfi og á- stæðum, og er. mér þá sama, þótt ég kunni að verða köluð íækifærissinnuð. Ég mun nú í nokkrum pistl- um taka almennar, siðrænar framkomukröfur í matjurta- görðum til umræða og athugun- ar, samkvæmt beiðni fjöl- xnargra húsmæðra, og mun ég leitast við að ræða viðfangsefn- in alþýðlega, en á vísindalegum grundvelli. Jarðvinnslan er erfiðasta og kostnaðarsamasta verkið við matjurtagarðana. Er hæfilegt að byrja á að undirbúa þann lið starfsins seinni partinn í febrú- ar, með því að hafa orð á því við eiginmanninn, að hann sé alltaf að fitna. Halda málínu vakandi með heilsufræðilegum útskýringum við og við á hætt- um þeim, sem fitusöfnun hafi í för með sér. í byrjun apríl má segja þeim söguna af heims- kunnu söngvurunum og leikur- unum, sem viðhalda öllum sín- um æskusjarma með því að stinga upp matjurtagarða. Menn kunna að halda að einu gildi hvenær byrjað er á garð- vinnslunni, en það er mesti misskilningur. Gróðraröflin eru eitt af því dulræna í tilverunni eins og sjávarföll og gangur himintungla, og er allt þetta í sambandi hvað við annað. Ber jafnan að byrja á að stinga upp garðinn á aðfalli og með vax- andi tungli, því þá munu karl- arnir reynast eirðarbetri og þol- inmóðari við verkið. Bezt er að tala dagsins, þegar verkíð er hafið, sé 1., 3., 7., 11. eða 13., einkum með tilliíi til gulrófn- anna, sem tréna þá síður en ella. Ekki er heldur sama hvernig upp er stungið, og síður en svo. Mun ég ræða það nánar í næsta pistli. í andlegum friði. Dáríður Dulheims. og heifur veizlumafur sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUB Gólfteppa- hreinsunin. Bíó Camp, Skúlagötu. Húsmæður þær, sem hugsa sér að láta breinsa gólfteppi sín og ihúsgögn fyrir 6umarið, ættu áð bringja sem fyrst í . súna 7360. lesið Aljiýðublaðið Erssonar var eitt það skemmtilegasta sem Geir- þrúður gat hugsað sér. Það var svo hátíðlegt, þegar gamli presturinn með svörtu hettuna á hvítum kollinum hóf upp jjólasálminn, sem all ir tóku svo undir. Svo las hann jólaguðspjallið skjálf- andi röddu, áður en farið var að háma í sig góðgætið henn ar Mörnu. Geirþrúður sajt oftast graf kyrr og horfði út um glugg- ann á svarta klukkuturninn, sem sást í fjarska. Klukkan sex á hverju kvöldi frá þvi daginn fyrir aðfangadags- kveldið hringdu klukkurnar og fyrsta kveldið var hjólm- urinn sérstaklega hátíðlegur. Eins lengi og Jón Ersson mundi hafði hann setið með spenntar greipar undir dúkn um og óskað sér að Geirþrúð ur vildi nú snúa augum sín- um frá glugganum og horfa á hann í staðinn. En það kom sjaldan fyrir. Hún var allt af niðursokkin í að hlusta eftir fyrsta klukknahljómn- um, sem hljómaði frá gamla turninum út yfir landið. Vernheim kapteini fannst liturinn á eldhúsinu sérlega aðlaðandi, ljósgulir veggirn- ir, skærrauð og blá glugga- tjöldin og hreingrænn litur- inn á borðinu. Þegar búið var að drekka kaffið og skipt ast á jólaóskum, var prests- fjölskyldan, vön að fara. En allir þráðu þá stund í laumi, þó að enginn hefði nokkurn tíma látið það á sér skiljast. En allir vissu hvað hinn hugs aði og það skapaði andrúms loft einingar og ánægju. Und ireins og það heyrðist að sleðinn fór af stað kom kom Marna með jólapúnsið, hellti því í pott og hitaði það til þess að það yrði brenn- heitt áður en hún bæri það fram. Þá náði ánægja kvölds ins hámarki sínu og allir urðu kátir við borðið. Það var vandlega gætt að því a.ð ekki heyrðist lengur til vagns prestsins, áður en púnsið var borið fram, því að fyrir mörgum árum hafði það nefnilega komið fyrir, að einmitt þegar fólkið hafði æftlað að fara að bragða á næsta ár. azt og vmgjarnlegt andlit prestsins hafði gægzt inn. Hann kom til að sækja sálma bókina sína, þegar hann fann lyktina af púnsinu þefaði hann og sagði: ,,En hvað lykt in er góð, já, það er reglu- lega góð piparkökulykt, Marna mín“, og lokaði svo dyrunum. Allir urðu sneypt ir og veðurbarið andiit Mörnu varð enn þá rauðleit- ara. Eftir þetta skipti beið Marna alltaf stundarkorn áð ur en hún kom með jóla* púnsið. Þannig var tekið á móíi jólunum og hvorki Jón né neinn hinna gestanna óskaði þess öðruvísi. Þegar þeir allir voru farn ir um kveldið var Jón vanur að fara upp í kirkjugarð og standa um stund við gröf foreldra sinna. Hann stóð með bert höfuð og spenntar greipar og næturgolan lék um hann. En hann skeytti því engu. Hann stóð og tal- aði við þau og leitaði ráða hjá þeim, og lét ævi þeirra renna um huga sinn, svo langt sem hann mundi, og á hverjum jólum fannst hon- um hann heyra móður sína gömlu segja með sinni ró- legu röddu: „Jæja, Jón, ætlar þú held- ur ekki þetta árið að koma með brúði til okkar, við er- um svo gömul orðin og við viljum svo gjárnan sjá barna börnin áður en við verðum að yfirgefa þig . . . “ En á hverjum jólum hristi Jón höfuðið er hann stóð við leiðið og brosti angurvært, enn daprari en hann hafði gert meðan móðir hans var á lífi og hafði spurt hann. Það var ekki svo að skilja að hann lifði nein.u meinlæta lífi hvað konur eða stúlkur snerti. Líf hans var yfirleitt líkt og hjá öðrum ungum mönnum. En hann hafði ekki ennþá getað ákveðið sér neina sérstaka konu. Hann átti svo gott með að lesa kon- urnar í kjölinn. Hann hélt að hann gæti séð allar þeirra hugsanir og klæki og honum fannst hann aldrei sjá neitt í hjarta þeirra, sem var bara gott. Það voru margar ungar stúlkur sem voru vel til þess fallnar að verða húsfreyjur á jörðinni, og enn fleiri vo{,u það, sem höfðu löngun til að vera það. Því að Jón var, auk þess sem hann var vel efnaður, mjög álitlegur maður. En hvernig sem á því stóð, þá hafði hann aldrei beðið neinn ar. Honum fannst allar. sem har.n hi.tti, vera svo lítilmóí- legar og huglausar. Hræddar hver við aðra og Við hvað aðrir í héraðinu myndu segja. Og það gat Jón Ersson ekki þolað. Honum fannst hann aldrei hafa hitt neina hugrakka, sjálfstæða konu, nema hún væri orðin gömul. Auðvitað voru til bændadæt- ur. sem voru duglegar hús- mæður eins og gististaðurinn hafði góð rot fyrir. Árin færðust yfir Mörnu og brátt mundi koma að' því að hún gæti ekki lengur aðstaðið, en samt hafði Jón enga ákvörö- un tekið. Og árin liðu. Nú síðustu árin haíði mynd Geirþrúðar sífellt. svif ið honum fyrir hugskotss.jón um, en honum hafði aldrei dottið í hug, að hún yrði kon an hans. Húr. var fremur e:ns og fagur óskadraumur. En jafn fögur fyrir því og jafn dndælt að láta sig dreyma um hana. Nú höfðu allir vanizt þeirri hugsun að Jón Ersson mundi aldrei giftast og furðuðu sig með sjálfum sér á, hver mundi erfa alla peninsa hans. Því eftir bví sem .fólk vissi bezt. átti hann enga ættingja. Fólk hélt áfram að koma í eldhúskaffið. í jóla- boðið o? margar aðrar veizl- ur. og alltaf var tekið á móti bví með sama trausta hand- takiinu og sama einlæga augnaráðinu. En konurnar í sveitmni hristu höfuðið og t.öldu árin og ski.ldu ekki Jón Erpsmv sem hefði getað yalið • úr ölhim ógiftum stúikum í hérað;nu. Dæturnar biðu eins ler.gi off bær pátu áður en þær píftu ríp. en beear augnaráð Jóns var alltaf ,það sama, vin piarni^'h. en án þess að sýna nokknm sérstakan áhuga, þá andvarnuðu bær, bjuggu sig undir bniðkaup sín urðu haTYinrmúiqamar og gleymdu Jóni. En í hvert sinn, sem þær komu til Rudboda aftur, IWVNnA^AGA AI ÞVRITRLAÐ5IN5^ KÁRI: Misstuð þér þetta, herra Nelson? NELSON: Hver ert þú? KÁRI: Við Örn elding erum komn- ir hingað með flutning. Gjörið svo vel að skrifa undir. NELSON: Flutning! Þið eruð búnir að . láta mig bíða nógu lengi. Það var ekki hægt að fara, fyrr en flutningur keppinauts þins kom.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.