Alþýðublaðið - 02.06.1948, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.06.1948, Blaðsíða 1
VetSsirhorforg Norðaustan stinnings kaldi og úrkomulaust. * * * Forustugre!ííí Orlofslögin og ferðaskrií- stofan. J * * * 5 JA XXVIII. árg. Miðvikudagur 2. júní 1948 120. tbl. IJ Eisénhower yfirgefur herpjómistuna Dwight D. Eisenhower, sem stjórnaSi innrásinni í Evrópu, hefur nú yfirgefið herþjón- ustuna í Bandaríkjunum, eftir rnargra ára starí sem hermaður. Hann er nú forseti Co- lumbíaháskólans í New York. Hér sést Eisenhower kveðja herinn. ænaöi á Breliand! Uppíýslngar om CHURCHILL og brezka stjórnin gerðu engar áætlan- ir um að flýja frá Englandi til Kanada eða annarra sam- veldislanda, ef Þjóðverjum hefði tekizt innrás í England 1940, segir í endurminning- um Harry Hopkins, eins af nánustu ráðgiöfum Roose- velts, eji 'rithöfundurinn Ro- bert Sherwood, sem einnig var ráðgjafi í Hvíta húsinu, hefur nú birii þetta í tímarit- inu Colliers. Samkvæmt heimildum þessum skýrði Churchill Roosevelt frá ástandinu í Englandi og hvatti hann mjög til að leiða Ameríku inn í styrjöldina, þar sem það mundi eina von Frakka. Churchill var mjög svartsýnn í bréfum sínum til Roosevelts og sá fyrir yfirráð nazista á meginlandinu, og síðar gífur- legar loftárásir á Bretlands- eyjar, en síðan innrás fall- 'hlífasveita í eyjarnar. Brezka stjórnin og kon- ungsfjölskyldan höfðu engar áætlanir gert um flótta frá Bretlandi, heldur var með þj un þeirra, að falla með þjóð- im»I, ef illa fssci. Sá Churc- hill þá fyrir upplausn heims- veldisins, og hefði forustan í styrjöldinni þá falli'S'á Banda ríkin ein. Fjöldi manns haföi fiúið tii foorgarinoar iiodars flóðoro CoIymbiafI|óts. FLÓÐIN í hinu mikla Washingtonfíjóti í norðvesturhluta Bandaríkjanna fara emi vaxandi, og er búizt við, að þau muni ná hámarki sínu í dag. Stórborgin Portland (íb. 660 000) er nú í álvarlegri hættu, og er þegar mikið vatn í úthverfunum og aðaljárnbrautarstöð borgarimiar er undir vatni. Frá Port- land til sjávar er fljótið eins og gríðarmikið stöðuvatn. * Enn hefur reynzt ógern- ingur að áætla, hversu mikið manntjón eða eignatjón hef- ur orðið í þessum miklu flóð- um, en manntjón nemur sennilega þúsundum. Sums staðar, þar sem búið var að safna saman matarbirgðum fyrir flóttamenn, hefur þeim skolað burt í flóðinu, og mikill fjöldi flóttamanna var þegar kominn til Portland, höfuðborgar Oregonfylkis, þegar flóðin náðu þangað. Þá ná þessi gríðarmiklu flóð norður um WasHington- ríki og yfir landamæri Kan- ada til British Columbia. Hafa ekki komið meiri flóð þar síðan fyrir aldamótin. Fregnir af flóðum þessum eru enn óljósar, og er ekki lpóst_, hvaða flóðstífla það var, sem brotnaði. Hins veg- ar eru tvær af frægustu flóð- stíflum Bandaríkjanna í þessu fljóti, Grand Coulee og Bonville, sú síðari aðeins 60 km. austan við Portland. MiMolanumíHvera gerði slifið 31. maí MIÐSKÓLANUM í Hvera- gerði var slitið 31. maí, en þá höfðu 9 nemendúr gengið undir landspróf, og er þetta fyrsti hópurinn, sem útskrif- ast úr þeim skóla. Helgi Geirsson skólastjóri bauð við þetta tækifæri nemendum, kennurum og skólanefnd heim á heimili sitt. Sátu menn þar fram eftir kvöldi við kaffidrykkju og ræðu- höld og nutu góðrar stundar. Fréttaritari. Gyðingar fallasí á vopnahlé, Fyrsia aflasala fog- arans ísborg NÝSKÖPUNARTOGAR- INN ísborg, sem gerður er út frá ísafirði seldi afla sinn í Gyðingar gerðo s gærmorgiiii fyrstu Softárásioa á Ámman i Transjórdai^É. ARABAR hafa enn ekki svarað tilmælum öryggisráðsins um vopnahlé í Palestínu, en stjórn Israelsríkis sendi í gær svar sitt til Lake Success, þar sem ráðið Iieldur fundi sína. Svar GySinga var jákvætt og skilyrðislaust,. enda þótt þeir tækju fram, hvernig þeir skilja sum ákvæði tilmælanna. Þessi atriði, sem Gyðingar gerðu athugasemdir við, eru aðallega varðandi vopna- flutning, meðan á hinu mán- aðar langa vopnahléi stendur, svo og um vistaflutninga til Gyðinga beirra, sem eru inni- króaðir í Jerúialem. Svar Araba var í gærkvöldi ókomið, eins og áður var sagt. Þó benda ýmis ummæli Arabaleiðtoga til þess, að það muni ekki verða algerlega já- kvætt. Fregnir frá Sýrlandi hafa þao eftir forsætisráð- herra landsins, að barizt verði áfram í Palestínu, með- an Arabaleiðtogarnir semji við öryggisráðið. Hins vegar hefur utanríkismálaráðherra Egyntá sagt í Kairó, að svar Araba muni verða sann- giarnt, livað sem hann kann að hafa átt við með því. LOFTÁRÁS Á AMMAN í gærmorgun gerðu flug- vélar Gyðinga fyrstu loftárás sína á borg utan Palestínu. og var það Amman, höfuð-1 borg Transjórdaníu. Var | sprengjum kastað á borgina sjálfa cig flugstöð brezka flug hersins þar, en tjón mun ekki hafa orðið alvarlegt. Bretar tilkynntu það í Haifa í .gær, að allmargar flugvélar hefðu tekið þátt í loftárás þessari, og hefðu 12 Arabar farizt, en um 30 særzt. Síöisstu fréttiri Arabar svöroöu seiot i gærkvöidi. för fyrir 13 068 sterlings- pund. Aflinn var 4395 kits. Englandi eftir fyrstu veiði Ainám dauSarehing ar enn ræif í enska þinginu. MIKLAR UMRÆÐUR hafa enn orðið í lávarða- deild enska þingsins um af- nám dauðarefsingarinnar, og hafa allmargir lávarðar, þeirra á meðal erkibiskup inn af Kantaraborg, lýst sig andvíga afnámi dauðarefsing arinnar með öllu. Var því haldið fram í umræðunum, að morðum hefðu fjölgað í Englandi, síðan neðri deildin fyrst samþykkti afnám dauða refsingarinnar fyrir tæpum mánuði síðan. Þessu mót mælti einn af fulltrúum stjórnarinnar. KLUKKAN ELLEFU í gærkvöldi barst sú fregn, að Arabar hefðu einnig fallizt á tillögu öryggisráðsins um vopnahlé í Pálesíínu. Barst svar Arabanna rösklega klukkustund áður en frestur inn til svara var útrurminn. Má samkvæmt þessu búast við því að bardögum í land inu helga verði hætt í kvöld. Öryggisráðið kemur saman í dag til að ræða málið frekar. Gyðingar hafa áskilið sér rétt til að halda innflutningi rnanna til Israels áfram, nema hvað þeir lofa að taka ekki þessa menn í herþjón- ustu. Brefar lána Frökkum 10 millj. pund. BREZKA STJÓRNIN hef ur ákveðið að láná Frökkum 10 milljónir sterlingspunda^ og var samkcwnulag um þetta •undirritað í London í gær. Er þetta gert til þess að hjálpa Frökkumtil að komast yfir gjaldeyriserfiðleika sína, bar til Marshallhjálpin fer að hafa alvarleg áhrif á gjaldeyrisaðstöðu þeirra. Franska stjórnin1 hlaut í gær trausitsyfirlýsingu neðri deildar þingsins með allmikl um atkvæðamun. Var þetta við umræður um fækkun op inberra starfsmanna. Mjólkin hækkar um fvo aura iiferinn. f NÝTT VERÐ á mjólk hef- ur verðlagsstjóri tilkynnt. Verður mjólkurliterinn seld ur á.kr. 1.90, í heilflöskum kr. 2.06 og í hálfflöskum kr. 2.10. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.