Alþýðublaðið - 02.06.1948, Blaðsíða 6
í
ALÞÝPUBLACK)
Miðvikudagur 2. júni 1948
LA PALOMA-
Skáldsaga eftir Toru Feuk
ÍÞRÓTTAÞÁTTUR
Jæja, drengir. Svona fór það!
Við því er raunar ekkert að
segja. ’ Við máttum vita það
fyrirfram, að svona hlyti að
fara. En okkur er, þrátt fyrir
allt, bara hollt að bíða ósigur
öðru hverju. Það ér ágæt þjálf-
un undir Olympíuleikana.
Annars fór þetta nú heldur
verr en íþróttavinir og sérfræð-
ingar Okkar höfðu gert sér von-
ir um. í sumum greinum, sko.
Hauki sortnaði fyrir augúm í
úrslitunum. Það fer aldrei vel,
þegar mönnum sortnar fyrir
augum.
Og svo er það með langstökk-
ið. Það var nú hreinn og beinn
klaufaskapur þetta af Reykja-
víkurfélögunum, að vera ekki
búin að ná Mosfellingnum í ein-
hvert félagið hérna. Slíkur
klaufaskapur hefur ekki oft
komið fyrir þau, enda á slíkt
ekki oft að koma fyrir.
Um hástökkið er ekkert að
segja. Bretinn vann þar sigur.
Það er ekki nema sjálfsagt að
viðurkenna það og gefa honum
heiðurinn. Hins vegar megum
við ekki vera svo hæverskir að
gleyma því, að sigur hans var
okkur að þakka. Hefðu okkar
menn staðið sig þar betur, er
mjög vafasamt að hann hefði
unnið sigur. Hitt er og furðu-
legt, að við íslendingar, sem við
öll möguleg, — og þó einkum
ómöguleg tækifæri, státum af
því, hve mikil skáldskaparþjóð
vér séum, og hversu hátt þjóð
vor hafi jafnan hafið sig á flug
í ljóðum og sögnum, — að ein-
mitt vér skulum reynast öllum
öðrum þjóðum jarðbundnari og
þyngri til flugsins, þegar á
hólminn kemur. Kemur sér þar
að litlu haldi allt okkar bók-
menntagort, og væri oss nær að
láta minna en stökkva hærra,
•— og er þetta aðeins bending
til þeirra, sem eru að burðast
við að kalla sig skáld og tala
um, að þeir og þeirra líkar hafi
unnið landinu frægð. Framvegis
ætti ekki að veita neinu skáldi
styrk, nema að það hafi áður
sannað háfleygheit sín og hafið
sig að minnsta kosti 1.80 m. frá
jörð (með atrennu), og mætti
þá gjama veita því segjum kr.
500,00 á hvern sentimeter fram
yfir eða upp fyrir það. Af þessu
mundi hiklaust leiða tvennt,
sem hvort tveggja yrði til fram
fara og menningar; — færri
fást við skáldskap til launa, en
fleiri taka að iðka hástökkið.
Þætti mér ólíklegt, að hástökks-
met vort- nú stæði þá lengi.
Já, það er margt, sem vér
þurfum að athuga, og sem til
bóta má horfa, einkum á sviði
íþrótta og um leið menningar.
Við þurfum að fá fleiri íþrótta-
velli. Helzt íþróttavöll fyrir
hvern mann. Það fjárframlag
mundi borga sig, því þá mund-
um vér vinna svo glæsilega
sigra á erlendum vettvöngum,
að allar vorar framleiðslur
myndu seljast eins og skot og
— meira til.
Með íþróttakveðjum.
Vöðvan Ó. Sigurz.
FLÖ SKUBROT
Harla furðuleg ráðstöfun var
boðuð í fjöllesnasta blaði bæj-
arins fyrir helgina, en þar stóð
að fyrirhugaðar væru stórfelld-
ar „jarðboranir á vegum ríkis-
ins“ í sumar. Oss finnst sann-
arlega að „vegir ríkisins“ séu
nægilega holóttir fyrir, og að
nær væri að reyna að fylla eitt-
hvað af þeim gjótum, í stað hess
að fara að hefja þar holufram-
leiðslu með hraðvirkustu og
stórvirkustu tækjum.
Framfarir í spásögnum. Nú
kváðu þeir ytra vera búnir að
finna upp áhöld, sem segja fyr-
ir eldgos úr fjöllum. Eru það
tæki, sem mæla segulstrauma,
en þeir kváðu mjög fara í auka
umhverfis nefnd fjöll, áður en
þau taka að ærast fyrir alvöru.
Verksmiðjan, sem framleiðir
tækin, kvað og hafa í hyggju
að framleiða minni og ódýrari
tæki eiginmönnum til heimilis-
afnota.
Brunabofafélag
íslands
vátryggir allt lansafé
(nema verzlunarbirgðir).
Upplýsingar í aðaisfcrif-
stofu, Alþýðuhúsi (súni
4915) og !hjá umboðs-
mönnum, sem eru í
hverjum kaupstað.
arnir voru brostnir og áttu
ekki saman, og dúkurinn,
sem einu sinni hafði verið
fallegur, var stoppaður og göt
óttur.
Geirþrúður hafði sett hya-
cynthur í smáskálar og sett
þær á borðið til að hylja
verstu götin. Yfir eitt gatið-
sem var sérlega stórt, setti
hún bollann sinn í þeirri von
að hún þyrfti eklii að flytj a
hann.
Blár vindlareykurinn lið-
aðist um loftið og sólargeisl-
arnir gylltu hammana utan
um gömlu mannamyndirnar,
sem héngu á veggjunum og
gáfu þessari stofu, sem ann-
ars var hálf fátækleg, tiginn
svip. Þórgný fannst mjög
mikið til um allar þessar
tignarlegu myndir af mönn-
um í skínandi. einkennisbún-
ingi með gyllta heiðurspen-
inga, en Hrólfur hafði varla
tekið efitir þeim. Það var
Þórgný til mikilla lei.ðinda,
að hann skyldi ekki sjálfur
eiga eina einustu ættarmynd.
Hann mundi ekkert eftir
föður sínum og afi hans hafði
verið réttur og sléttur bóndi,
hafði móðir hans sagt hon-
um.
Hann mætti aftur augum
Geirþrúðar. Honum fannst
vera hæðnissvipur í þeim.
Honum varð skyndilega ó-
rótt. Sat stúlkan þarna og
las hugsanir hans? Hugsanir-
sem hann aldrei hafði látið
uppi við neinn, ekki einu
sinni konu sína? Las hún
hann undir eins í kjölinu og
hló með sjálfri sér að því,
hve hann var bamalegur?
Hann ætti að hafa áhrif á
bróður sinn á móti henni.
Hann vlidi hana ekki inn í
fjölskylduna. Hún myndi
aUtaf gera honum gramt í
geði og koma honum til að
finnast hann lítilmótlegur.
Það hafði aldrei komið fyxir
hann fyrr. Því fyrr, sem
hann gæti komið Hrólfi firá
Rudboda og úr hættulegri:
návist stúikunnar, því betra.
Hann ætlaði að tala við
hann undir eins. Þeir gætu
farið á göngu saman og þá
gæti hann skýrt fyrir bróður
súium ástæðumar. Aftur
mæti hann augum Geirþrúð-
ar og hann fann óróann
vakna í sér. Aldrei, ekki einu
sinni meðan hann var barn.
ungur. hafði honum fundizt
hann vera svona ringlaður af
augnaráði konu. Honum
fannst það leitt bæði Hrólfs
vegna og sjálfs sín- og hann
reyndi það sem eftir var dags
ins að líta ekki á þetta fagra
andlit og flauilssvört augun.
En Geirþrúður var að
hugsa um það og hafði mikl-
ar áhyggjur af, hvort kálfs-
steikin yrði nóg handa svona
mörgum. Hún hafði komið
ni.ður í eldhúsið og litið á
hana og vegið hana í hendi
sér. Að vísu voru til reykt
svínslæri uppi á lofti og salt-
að flesk var til í tunnunni,
þó að komið væri lang fram
á vor, en hún gat ekki boðið
gestum úr Stokkhólmi svo
einfaldan mat. Hún vildi
ekki lóga neinni af hænun-
um, því að þær verptu allar
vel. Og þá var ekkert eftir
nema kálíssteikin. Það var
Geirþrúður, sem nú hafði al-
veg orðið bústjórnina á
hendi með aðstoð hinna
gömlu. Mína hafði verið á
heimili.nu alveg frá því að
Vernheimhjónin gifitust, og
hún stjórnaði öUu af mikilji
prýði. Þegar fyrir mörgum
árum hafði. Geirþruöur tekið
að sér hússtjórrina í stað
móður' sinnar. Vegna bess
hve frú Vemheim hafði veikt
hjarta og vegna þess hve feit
hún var orðin. gat hún ekki
sinnit húsmóðurstörfunum.
Hún lá að mestu leyti fyrir
og hvíldi. sig.
Geirþrúði tókst með rnikl-
um erfiðismunum og stök-
ustu sparsemi að fá allt til að
hrökkva. Til þess að reyna
að aíla meiri peninffa en fað-
ir hennar gat látið í té sendi
hún oft Mínu til bæjarins til
þess að selja egg og kjúkl-
inga. Þegar faðir hennar við
og við þurfti að borga mikið
út afi gömlum skuldum. þá
var það mest undir henni
komið, að peningar yrðu til
til heimilisins. AHir voru
orðnir svo vanir því þetta
síðastliðna ár, að hún sæi
fyrir því, að það var nauð-
synlegt að þeir hugsuðu ekki
um það, hvaðan hún fengi
penjngana. Móðir henhar
spurði hana að vísu við. og
við hvað ætti að borða i dag.
gaf henni góð ráð og sofnaði
svo aftur út frá öllum á-
hyggjunum. Yngri systurnar
fóru alltaf til Geirþrúðar,
þegar þær vantaði nýja skó,
éða ef tréskórnir þeirra voru
orðnir útslitnir. Ef La Pal-
oma var í góðu skapi, en það
var .nú ekki. alltaf, gáíu þær
betlað út úr henni tíu aura
fyri.r lakkrís, en hann þótti
þeim mjög góður. En stund-
um tók systir þeirra á móti
þeim eins og reiður kötur, og
þá var betra að vera ekki á
leið hennasr. Þegar henni
hafði gengið vel að selja egg
in sín, svo að hún þurfti e-kki.
að biðja föður sinn urn pen-
inga. þá var hún í sólskins-
skapi og það notuðu tvíbur-
arnir sér.
Þegar Geirþrúður sat eftir
nokkurra daga áhyggjur með
dálitla fjárupphæð fyrir
framan sig og reiknaði og
reiknaði, var hún glöð og á-
nægð, og oft andvarpaði hún
og sagði; , Þakka þér. góði
guð, að það gekk svona vel.
Lífið er indælt þrátt fyrir
allt.“
Það v.ar oftast gestgjafinn,
sem keypti eggin hennar og
borgaði iríflega. Hann tók vel
eftir öllum smábrögðum
hennar og brosti kyrrlátlega
með sjálfium sér, kveikti í
pípunni sinni og lét sig
dreyma um La Paloma og
svörtu augun liennar, sem
komu heiðarlegu hjarta hans
til að berjast af óró og þrá.
Hann hafði séð Gaixþrúði. og
hinar stúlkuirnar vaxa upp
og séð þær aka fram hjá á
sleðanum hennar Flökku-
Tildu þegar hún hafði fariö í
bæinn til> að sníkja mat
handa grísunum sínum.
Tilda var af tataraættum,
villt og fögur. Nú var hún
orðin gömul og einmana. En
ennþá gátu dökk augu henn-
ar skotið gneistum undan
dökkum höfuðklútnum. þeg-
ar hún sat á sleðanum sín-
um. Öll börn elskuðu Tildu.
því að hún átti' alltaf sælgæti
í vasa sínum og gaf þeim. Á
sleðanum voru tunnurnar
með úrgangsmatnum og yfir
þeim óhreinir pokar og þar
ofan á sat Geirþrúður oft og
mörgum sinnum og hvatti
mögru bikkjun. sem, dró sleð-
ann hennar Tildu.
Þegar sumarsólin skein, þá
ÖRN ELDING
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
OG VERKSTJÓRI Nelsons skip-
ar verkamönnunum að afferma
vélina, og er ekki sérlega mjúk
ur á manninn.