Alþýðublaðið - 02.06.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.06.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. júní 1948 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 • te ■ Kristinn Síefánsson lyfsölustjóri.- í GREININNI „Eitruð lýf“, sem birtist í Alþýðublaðinu1 2. og 3. apríl s.l., minntist ég Sáæ- bjarnar Kaldalóns cancl. phapm. lítilsháttar í sambandi við efna- ranhsókn, sem hann fram- kvæmdi. Nú hefur Kaldalóns skrifað alllangt mál í sama hlað 5. og 10. maí, og' er tilefniði að mestu fyrrnefnd grein mín, en auk þess hyggst hann jafna gamlar væringar við larxdlækni. Þykir mér sem eigi verði hjá því komizt að svara lítillega, og er þó óyndislegt að eiga orða- stað við menn, sem gerast jafn- vel svo lítilþægir að rangfæra f-yrst orð andstæðings íil bess síðar að geta bograð við að lima eigin andvana hugarburð. Það er einkennandi fyrir greinina, hve lítið greinarhöf- undur minnist á þau atriði, sem að honym snúa, og hve tamar honum eru endursagnir ur áður prentuðum greinum. Greinarhöfundur endurtekur ásakanir Birgis Einarssonar um, að ég hafi vanrækt að tilkynna eitranir, sem hlutust af völdum Suppositoria atroscopolamica, og segir meðal annars: „Það eitt út af fyrir sig, að fleiri en fyrsta eitrunin átti sér stað, sýnir, að ekki hafa of snör handtök verið viðhöfð.“ Þetta er góð byrjun, því að hér er viðurkennt og það síðan margendurtekið, að í lyfjabúð- inni hafi verið gerð lyf, sem voru svo eitruð, að þau mátti ekki láta úti. Þá tilfærir Kaldalóns um- mæli húsbónda síns, lyfsalans, „Síðastliðið vor var einum starfsmanni í apótekinu til- kynnt, að á Landsspítalanum lægi sjúklingur með atrosco- polamineitrun . . . Stráx er starfsmaður minn skýrði mér frá þessu, lét ég rannsaka styrk- leika á þeim atroscopolamin- stautum, er til voru í apótek- inu . . .“ Eigi hefur Kaldalóns véfengt, að hann hafi sjálfur framkvæmt þessa rannsókn 27. febrúar og þar með viðurkennt, að frásögn íyfsalans um það, hvenær rann- sóknin fór fram, er villandi. Þá segir höfundur: „Þann 30. maí sendir landlæknir Kristni pilluöskjur konunnar, sem veiktist 22. marz . . . Það er ekki fyrr en eftir þennan tíma, að apótekið fær hugboð um fyrstu eitrunina . . .“, og til- færir síðan ummæli lyfsalans. „Nokkru síðar sagði einn af starfsmönnum mínum mér, að hr. Kristinn Stefánsson hefði í vörzlum sínum öskjur úr Lauga- vegs Apóteki . . .“ „Þegar ég frétti þetta, bað ég Kaldalóns að tala við hr. Kristinn Stefáns- son lækni og fá að sjá öskjurn- ar . . .“ „. . . voru honum sýndar 3 öskjur . . .“ (þar á rneðal sú, er fyrst kom 30. maí)“. Kaldalóns veit um eitrun nr. 2 og eitrun nr. 3, hann hefur og hugboð um eitrun nr. 1. Hann skoðar 3 öskjur, sem vandlega eru geymdar sem sönnunar- gögn. Hvort myndi ekki hug- boð hans um eitrun nr. 1 taka á sig nokkuð ákveðna mynd við slíka athugun, og þá segir hann í sömu málsgrein: „Um fyrsta tilfellið, 11. febrúar, veit hann ekkert.“ Það er eitrun nr. 1, og enn heldur hann áfram: „Það er fyrst með bréfi landlæknis til hans, dagsett 24. nóvember 1941, eða rúmum 9 mánuðum eftir fyrstu eitrunina, að hann fær greinargerð um, hvað gerzt | hefur. Því segir apótekarinn: j ,,. . . en mér er ekki gert aðvart | af hlutaðeigendum um, hvað skeð hefur, fyrr en mörgum mánuðum síðar. . . .“ Fyrrgreint bréf landlæknis er skrifað eftir að rannsókn dr. Jóns E. Vestdal hefur leitt í Ijos stórfelld mistök um gerð ■ atroscopolaminstautanna og lyf salanum þar skýrt frá niður- stöðum rannsóknarinnar. Þótt aðeins séu tilfærð um- mæli Kaldalóns og lyísalans, nægir það eitt til þess að sanna, að lyfsaljnn fylgist vel með gangi málsins, að honum eru greiðlega veittar þær upplýsing ar, sem hann leitar eftir. og gefi menn sér tóm til þess- að íhuga einstök atriði í framburoi þeirra, t. d.. það, að lyfsalinn telur, að sér hafi borizt aðvörun frá kandidat á Landsspítalan- um um aðra eitrunina, þá mætti ætla, að kandidatinn hafi ekki þagað yfir fyrstu eitruninni, sem nýlega var afstaðin. Slíkar eitranir eru sjaldgæfari en svo, að mönnum líði þær úr minni á hálfum mánuði. Verði einhver ályktun dregin af þeirri málstúlkun Kalda- lóns, að lyfsalinn fái fyrst greinargerð um, hvað gerzt hef- ur 9 mánuðum eftir fyrstu eitr- unina, er hún á þá leið, að hann saki mig eða landláekni um það, að birta ekki fyrr niðurstöður efnarannsóknarinnar. Sé þess gætt, að landlæknir skrifar lyf- salanum áður en síðara hluta hinnar ítarlegu efnarannsóknar dr. Jóns Vestdal er lokið, verð- ur ásökun Kaldalóns létt á met- unum, því að eigi verður hon- um eignuð sú tilætlunarsemi að heimta, að birtar séu niðurstöð- ur rannsókna fyrr en fengnar eru. Séu hins vegar borin saman hin „snöru handtök" Kaldalóns sjálfs, er hann framkvæmir sína rannsókn á dagsstundu með hinni dæmafáu nákvæmni, 1/1000 úr kúbiksentimetra, er skiljanleg óþolinmæði hans. Þótt fyrsta eitrunin benti ein- dregið til þess, að orsök hennar væri of mikið eiturmagn í atro- scopolaminstautum, þá er þess að gæta, að eiturverkanir strop- ins eru óvenju margþættar og verða enn flóknari, er scopola- min bætist við. Minnsti ban- vænn skammtur þessara efna er 100 milligröm, eða hundrað sinnum stærri en vera «etti í hverjum staut, en alvarlegar eit urverkanir geta sézt af 5—-10 milligrömmum. Að endingu kemur það til greina, að jafnvel mjög óhugnanlegar eitranir. hafa sjaldan í för með sér var- anlegt heilsutjón. Það virðist því hæpið að hlaupa upp til handa og fóta, fella grun á starfsmenn viðkom- andi lyfjabúðar, ■— því að í að- vörun hlaut alltaf að felast nokkur ásökun, — án þess að fram hafi farið ítarleg rannsókn á háttum og högum sjúkling.s- ins, eða nokkur tími hefði unn- izt til efnarannsóknar á lyfjun- um. En þegar önnur eitrun af sams konar lyfi úr sömu lyfja- búð verður, þá er það, sem áð- * ur var að vísu ríkur grunur, orðið sannfærandi staðreynd, og eitranirnar hiklaust tilk-ynntar. Ummæli mín þess efnis, að jafn skjótt og fullnægjandi gögn höfðu verið fengin til að fylgja aðvörun eiftir, eiga við það, að tvær eitranir höfðu átt sér stað, og ég hafði fengið lyfjaleifar frá báðum sjúklingunum. Ég taidi því, að ég yrði eigi sakaður nieð réttu um óhlutvenani í garð viðkomandi lyfsala, þótt ég að- varaði hann, en vio hverju hefði mátt búazt, ef framkoma mín hefði-gefið tilefni til slíks? Um það má deila, hver verið hafi siðferðisskylda eftirlits- mannsins, en ábyrgð bar hann enga á því, sem fram fór í lyfja búðinni. í grein sinni S.'marz segir Birgir Einarsson cand. pharm. um eiturmál. hinna þriggja kvenna: „Lándlæknir minnist á opinbera rannsókn í málinu. Engin siík rannsókn fór fram, ‘ og félagi hans Kaldalóns segir: „Staðhæfing landlæknis um op- inbera rannsók'n er leiðrétt, því að sú rannsókn fór ein fram, að þáverandi lyfjaeftirlitsmaður (Kr. Stef.) lét framkvæma efna rannsókn á stikkpillunum undir eigin stjórn ón tilkvaðningar hins sakborna aðila eða fulltrúa fyrir hans hönd.“ — Þá flökrar ekki við fullyrðingum, félag- ana! Kaldalóns mun þó nýlega hafa haft tækifæri til að lesa málsskjöl 6 réttarhalda, sem haldin voru í eiturmáli þessu, og sjálfur mætti hann sem vitni í einu réttárhaldinu. Enn er alið á því, að lyfsalinn hafi verið órétti beittur af þvi, að honum hafi eigi verð boðið að vera viðstaddur efnarann- sókn þá, sem fram fór á atroscö- polaminstautunum, eða senda þangað fulltrúa, og nú er vitnað í fyrirmæli frá Bandaríkjunum og Danmörku þessu til árétting- ar. Orðrétt tilvitnun Kaldalóns er svo: „. .. að eftirlitsmaðurinn skuli gefa apótekurum innsigl- uð sýnishorn lyfjá, sem tekin eru til sérstakrar rannsóknar. Dragi apótekarar í vafa niður- stöður rannsókna eftirlitsmanns ins, geta þeir krafizt gagnrann- sókna.“ Það vill nú svo vel til, að ég hef ferðast með eftirlitsmanni lyfjabúða í Danmörku og veit því, að sýnishorn voru tekin eins og að framan greinir, en ég hef líka unnið þar, sem rétt- arrannsóknir fara fram í þessu sama landi og veit hvernig þeim var háttað. Þegar sýnis- horn eru tekin í lyfjabúð til sérstakrar rannsóknar, eru þau jafnan tekin af svo ríflegu magni, að nóg er til skiptanna, sfaða Laúgarvarðarstaða við Súndlaugarnar I Reykjavík er laus til umsóknar: Launakjor samkv. samþykkt um laun fastra starfsmanna Reyk j avíkurkaupstaðar. Umsækjandi skal hafa lokið 4. stigs sund- prófi og prófi í hjálp í viðlögum. Umsóknir sendist skrifstofu rninni fyrir 10. þessa mánaðar. ’ BORGASSTJÓRINN. en þau sönnunargögn, sem koma til réttarrannsókna, hljóta að verða með ýmsu móti, og þau eru varðveitt- og rann- sökuð af þeim mönnum, er slík störf hafa með höndum. Sak- borningar voru aldrei viðstadd- ir efnarannsóknir og höfðu þar engan fulltrúa. Þeir fengu að vita um niðurstöður rannsókn- anna og hvernig þær voru fram kvæmdar. Lyfsalanum hefur því verið veittur sami réttur og öðrum sakborningum, hvorki meiri né minni, og í réttarríki eiga þegnarnir að vera jafnir fyrir lögunum. Það skiptir þar engu máli, hvort um er að ræða spiritusprufu eða rannsókn á lyfjum, hvort tveggja geta verið mikilsverð sönnunargögn, sem varða sekt eða sýknu sakborn- ings. .Áðurnefnd tilvitnun í hin dönsku fyrirmæli hefur ekkert sönnunargildi í þessu máli, þar eð þau miðast við allt aðrar fcr- sendur. Það er ekki ur vegi að rifja hér upp, að B. E. sló því föstu á sínum tíma, að 80 milligröm af atropin-scopolamin blönda tiívti að „steindrepa“ hvern sem væri, og því fengi efnarannsókn sú, er Vestdal framkvæmdi í samráði við mig, eigi staðizt. Nú hefur Kaldalóns orðið nð viðurkenna, að þessi hraustlegu ummæli vopnabróð,ur hans seu markleysa, en slíkar játningar, beinar og óbeinar, finnast marg ar í grein hans. Hann endurte’c- ur staðlausa 'fullyrðingu B. fl, að efnarannsóknin sé markleysa ein — og hvers vegna? Jú, af því, að hvorugur okkar er lyfja gerðarmaður. Þess vegna getur okkur ekki hugkvæmzt, að mjólkursykur kunni að hafa verið í stautunum. Glöggum manni hefði þó e. t. v. komið til hugar, að einhvern tilgang hefðum við haft með gagnrann- sókn (kontrolrannsókn) á stautum gerðum í lyfjabúð hér. Álþýðublaðið vantar ungling til blaðburðar í þessi hverfi: Seltjarnarnesi. Talið við afgreiðsluna. /oublððio - simi (Að vísu hefði ég helzt kosið að hafa stauta gerða í Lauga- vegs Apóteki, en þeir fengust eigi, þótt lyfseðill v-æri sendur í lyfjabúðina.) Samanburður á vigtun og títreringu tekur auk þess af allan vafa. En út yfir tekur, þegar Kalda- lóns ætlar að sanna, að 80 milli- grömm af atropinsulfati og scopo laminbromidi hafi ekki getað verið í hverjum atroscopolamin- staut, en margendurtekur, að 90 milligröm af atropin-scopola- min-sykurblöndu hafi átt að vera í stautnum. Ekki þurfti annað en tekin væru hrein efni í staðinn fyrir blöndur og hver stautur yrði nokkru minni en ráð hafði verið fyrir gert. 100% nákvæmni er svo sjald- gæf, að jafnvel í lyfjabókum er hennar ekki krafizt. Kaldalóns finnst, að mér ætti að vera ljóst „... að á því er reginmunur í lýðfrjálsu þjóöfé- lagi að . viðurkenna raunhæfar og . sýnilegar staðreyndir (í þessu tilfelli veikindi kvenn- anna) og krefja bóta eftir sam- komulagi, mati eða dómi, og hinu að reyna að byggja upp sönnunargögn til grundvöllun- ar ákæru um sakamál og kröfu um opinbera rannsókn.“ í eiturlyfjamáli lítur betta þannig út, að lyfjaseljandinn væri því aðeins skaffabótasky !tl- ur, að þau mistök hefðu orðið um gerð eða afhendingu lyfja, að hann sjálfur — eða starfs- menn hans — væri sekir um refsiverðan verknað. En nú er Kaldalóns búinn að jafna um mig á sínu sérsviði, lyfjagerðinni, og geysist inn á vettvang farmakologiu (lyfja- fræði) og lyflæknisfræði, og sjá — þar verður fyrir honum katt- arkvikindi með atropin í auga, og hann er ekki lengi að finna, hvað að er. Ekkert sagt um á- stand kattarins! Þetta gat svo sem verið eiturlyfjaæta — og engin samanburðarrannsókn — og þó? Kaldalóns sést yfir eitt smáatriði, svo ómerkilegt, r>ð flest fjögurra ára börn vita það. Kötturinn héfur tvö augu. A öðru sjást atropinverkanir, hitt er eolilegt. Svo einfaldar geta dýratil- raunir verið og syo’ hættulegar þeim, sem ekkert kunna til þeirra. Mun ég eigi hirða að deila við Kaldalóns um ýmis stig stropin- scopolamineitrana, enda þót.t rangfærslum hans séu þar lítil takmörk sett, en Ijóst er af framansögðu, að í farmakologhi há honum ekki þær hömlur, sem þekkingu eru samfara. Ekkert dylst honum, því að hann veit, að ég legg fyrst á mig langt og kostnaðarsamt fram- haldsnám til þess að takast á hendur starf, rannsaka síðan fyrrnefnt eiturmál með meiri Fraœliald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.