Alþýðublaðið - 02.06.1948, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. júní 1948
Útgefanði: Alþýðuflokknrinn.
Bitstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Beneðikt Grönðal.
Þingfréttir: Helgi Sæmunðsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Apglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusnni: 4900.
Aðgetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan buf.
Oriofslðgin og ferfe-
SETNING ORLOFSLAG-
ANNA árið 1943 var merki-
legur áfangi í sókn íslenzkrar
alþýðu til bættra kjara og
betra lífs. Með þeirri löggjöf
er öllum launþeeum landsins
(tryggt minnst tólf virkra
daga orlof á ári hverju. Or-
lofslögin voru gamalt ög nýtt
baráttumál Alþýðuflokksins.
Hugmynd þessarar lagasetn-
ingar var þunglega tekið í
fyrstu af öðrum flokkum, en
sigur þeirrar barárttu vannst
fyrir fulltingi og forustu Al-
þýðuflokksins, og eftir að
lögin höfðu verið sett og vin-
sældir þeirra koznu í Ijós
vildu allir þessa Lilju kveðið
hafa.
*
En setning orlofslaganna
var aðeins byrjunin. Eftir var
að koma framkvæmd lag-
anna í fast og öruggt horf,
og það var ýmsum og veru-
legum erfiðleikum háð vegna
staðhátta og annarra við-
horfa. En það var hafizt
handa um framkvæmd lög-
gjafarinnar undir forustu
og að frumkvæði Alþýðu-
flokksins, og það mál er nú
iþegar svo vel á veg komið,
að fullvíst má telja, að njót-
endur löggjafarinnar megi
vel una framkvæmd hennar
í framtíðinni.'
*
Ferðaskrifstofa ríkisins var
stofnuð til þess að rækja það
meginverkefni að annast
franokvæmd orlofslaganna.
Hún hefur enn ekki starfað
nema skamma hríð, en hún
hefur afkastað stórfelldu
starfi og hlotið almennar vin-
sælchr. Ferðaskrifstofan er
stofn)m, sem markar tíma-
mót, og fengin reynsla hefur
sannað á _óyggjandi hátt, að
þeir menn, sem hlutuðust til
um að hún yrði stofnuð,
mÖrkuðu heillavænlega
stefnu og lögðu traustan
grundvöll að merkilegu fram
tíðarstarfi.
Nú fyrir skömmu hefur
íerðaskrifstofa ríkisins birt
áætlun um orlofs- og
skemmtiferðir sínar á hinu
nýbyrjaða sumri. Þar gætir
stórhugar og skipulags, sem
almenningur mun sannarlega
fagna og kunna vel að meta.
Þúsundir manna og kvenna
hafa þegar notið góðs af
starfi ferðaskrifstofunnar. Sá
hópur mun stækka með
hverju ári héðan í frá. Nú
mun enginn sá maður til, sem
teldi, viðunanlegt að orlofs-
lögin hefðu ekki verið sett og
ferðaskrifstofan stofnuð. Svo
vinsæl eru .orlofslögin og
ferðaskrifstofan þegar orðin
*
Það eru aðeins örfá ár síð-
an auðmennirnir einir gátu
veitt sér það að ferðast um
Okkar á milli sagl..
Skál í kaffi fyrir Elísi. — Emi um Bretana. -
Afmæli menntamálaráðs. —- Listaverkasafn. -
Strætisvagnarnir.
MIKIÐ ER VALD dagblað-
anna! Ekki vorum við fyrr bún-
ir að lesa próförk af dálkinum
í blaðinu í gær, þar sem rætt
er um kaffiskortinn, en blessun-
in hann Elís auglýsir auka-
skammt af kaffi og sykri í
þokkabót. Það þarf ekki að taka
það fram, að skömmtunarstjór-
inn hefur án efa haft njósnir af
því, að þessi pistill væri á leið-
inni og svo flýtt sér að senda ut
tilkynninguna. Nú leggjum við
til, að allar húsmæður helli nu
upp á og drekki sameiginlega
kaffiskál fyrir skömmtunar-
stjóra strax í dag.
UNGA FÓLKIí' talar nú um
fátt meira en brezku íþrótta-
mennina, enda var heimsókn
þeirra einstakur viðburður í í-
þróttalífinu. Áhorfendur sáu
meiri afreksmenn en hingað
hafa komið áður, en íþrótta-
mennirnir, sem kynntust Bret-
unum og yoru með þeim hér,
munu ekki síður vera hrifnir sf
þeim íþróttaanda, sem þeir
kynntust. Það er athyglisvert
fyrir okkur íslendinga, sem fá-
um öðru hverju slæm köst af
stjörnudýrkun og mikilmennsku
í íþróttunum, að fararstjórinn
enski, Jack Crump, lagði mesta
áherzlu á það í ræðum sínum,
að viðkynning íþróttamanna,
sterk og trygg vináttubönd
þeirra, væru mikilsverðasti
þáttur íþróttanna. Hann sagði,
að Bretar dekruðu aldrei við
stjörnurnar. fþróttaandinn væri
það, sem allt snerist um.
EINN BRETINN fékk. minni
samkeppni en hinir hér, hljóp
einu sinni í tæpar 16 sekúndur
í hellirigningu og aftur stuttan
spöl í boðhlaupi, en samt er
hann ef til vill athyglisverðast-
ur allra þessara gesta. Hér er
átt við Donald Finlay, grinda-
hlauparann. Hann er orðinn 39
ára gamall, en hleypur samt
grindahlaupið með slíkri feg-
urð, að unun er á að horía.
Hann var nr. 3 í 110 m. grinda-
hlaupi á olympisku leikjunum
1932, nr. 4 í Berlín 1936. Á
stríðsárunum var Finlay orr-
ustuflugmaður og skaut niður
margar þýzkar flugvélar. Varð
hann allháttsettur flugforingi,
og varð flugsveit hans fyrst
brezkra flugsveita til að skjóta
niður 100 þýzkar flugvélar.
Þegar stríðinu lauk og Finlay
var kominn á fertugsaldur, tók
hann aftur upp æfingar og er
enn á ný meðal beztu grinda-
hlaupara heimsins.
ANNAR BRETl, sem ekki
keppti, en er samt athyglisverð-
ur náungi, var hinn 74 ára
gamli íþróttafréttaritari Joe
Binks, sem átti heimsmet i
míluhlaupi í 20 ár snemma á
öldinni, og enn hafa aðeins tveir
eða í þrír íslendingar hlaupið
1500 m. á betri tíma en hann
hljóp míluna, 1609 m. Binks
sagði, að sér litist vel á íslenzku
íþróttamennina. Nefndi hann
þá, sem honum leizt bezt á, en
það voru Clausensbræður, sem
hann sagði að ættu að komast
niður í 10,5 á 100 metrunum, ef
þeir fengju áfram góða þjálfun
og góðar aðstæður. Þá sagði
hann, að sér virtist Óskar Jóns-
son einnig vera ágætur maður.
AFMÆLI Menntamálaráðs er
að mörgu leyti merkur viðburð
ur og gefur tilefni til að litið sé
um öxl, engu síður en fram á
við. Starfsemi ráðsins hefur
verið viðamikil, ekki sízt á
sviði bókaútgáfunnar. Meðan
forlögin hafa sent frá sér hverja
skrautútgáfuna annarri dýrari,
hefur útgáfa Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins verið eins og
sólskinsblettur í heiði f.vrir
bókavini, sem ekki gátu ausið
fé til bókakaupa. Árangurinn er
sá, að upplag þessara bóka hef-
ur verið um 12 000, sem er lang
stærsta upplag hér á landi, og
gífurlega mikið, ef miðað er viS
mannf jölda og upplög með öðr-
um þjóðum.
LISTAVERKASAFN- rikis-
ins hefur ekki átt sjö dagana
sæla sitt æviskeið. Enda þótt
margt góðra mynda hafi verið
keypt til þess, hefur safnið aldr-
ei átt sér góðan samastað, og ár-
angurixm er auðvitað sá, að xnik
ill hluti þjóðarinnar. hefur aldr-
ei séð nema einstaka mynd úr
því, og margir hafa aðeins ó-
ljósa hugmynd um að slíkt safn
sé til. Myndirnar hafa verið
geymdar í opinberum skrifstof-
um, Alþingishúsinu, sendiráð-
um erlendis og víðar. Nú fær
safnið húsnæði í nýja safnhús-
inu, sem vonandi verður tilbúið
sumaé-ið 1949, og bætir það von-
andi úr um mál listaverkasafns
ins, þótt vafalaust verði grátur
og gnístran tanna á þeim opin-
beru skrifstofum, sem nú hafa
málverkin, og verða væntan-
lega að láta þau af hendi til að
hægt sé að hafa safnið á einum
stað.
ÞESSI DÁLKUR hefur áður
kvartað um krónuverðið á hrað
ferðunum inn í Kleppsholt. Þá
var þess getið, að þessir ágætu
vagnar væru svo að segja tóm-
ir, og svo mun vera enn. Af
hverju er ekki hægt að taka 50
aura fyrir þessar ferðir, en svo
paætti láta þá ganga á nóttinni
fyrir krónu. Þá hafa verið
gerðar breytingar á Sólvaila-
ferðunum, þeim fækkað og
tveir vagnar teknir í aðrar ferð
ir. Þetta hefur þegar valdið
vandræðum og óánægju, enda
er þetta einhver mest notaða
ferð vagnanna.
lajidið til að njóta fegurðar
þéss og kynnast sögustöðum
þess og atvinnulífi. En nú
eru þessi viðhorf breytt.
Verkamaðurinn, sjómaður-
inn, bóndinn, skrifstofumað-
urinn, verzlunarmaðurinn og
iðnaðarmaðurinn, fjöldinn,
sem myndar hinar vinnandi
stéttir á íslandi, getur veitt
sér það að ferðast um landið.
Hann nýtur örlofs, og hann
nýtur stofnunar, sem sér hon
um fyrir ódýrum, skipulögð-
um ferðum. Ferðir um byggð
ir og öræfi íslands eru í dag
unaðssemd allra, sem þiggja
vilja, ev ekki forréttindi
hinna fáu og ríku.
Almenningur hefur lært að
nota sér ferðaskrifstofuna og
orlofslögin njóta fullrar við-
urkenningar og óskijXra vin-
sælda allra hlutaðeigenda.
Það þarf þvi ekki að hvettja
almenning til að gefa áætlun
ferðaskrifstofunnar gaum. En
það er ástæða til að þakka
henni mikil störf og góð og
benda á þá raun, sem orlofs-
lögin og framkvæmd þeirra
hefur gefið.
Áðalfun
Útvegsbanka íslands hJ.
verður haldinn í husi bankans í Reykjavík
föstudaginnt 11. júní 1948, klukkan 2 e. h.
Dagskrá:
1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Út-
vegsbankans síðastliðið starfsár.
2. Lögð fram endurskoðuð reik'ingsuppgerð
fyrir árið 1947.
3. Tillaga urn kvittun til íramkvæmdastjórnar
fyrir reikningsskilum.
4. Kosning þriggja fulltrúa og jafnmargra
varafulltrúa í fulltrúaráð.
5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna.
6. Önnur mál.
Aðgöhgumiðar &ð fundinimi verða, aíhentir í
skrifstofu bankans frá 7. júní n.k. og verða sóttir í síð-
asta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða
ekki afhentir nema hlutábréíin seu sýnd. — Utibú
bankans hafa umboð til aS atthiiþýa ihlutabréf, sem
óskað er atkvæðisréttar fyrir, og gefa skilríki um það
til skrifstofu bankans.
Reykjavík, 7. m'aí 1948.
F. h. fulltrúaráðsins.
Stefán Jóh. Stefánsson. Lárus Fieldsted.
Yefnaðarvörur.
Gehmi' útvegað frá - Hollandi og Tékkóslóvakíu gegn
gjaldeyris- og . innfhitningsleyfum m. a. eftirtaldar
vörur:
Léreft, hvit og mislit
Damask
Dúnhelt léreft
Tvist-efni
Sirs-efni
Flúnell
Kjólatau, skozk
Ullarkjólatau
Ullarkáputau
Sand-crepe
Herrafataefni
Skyrtuefni
Flauel, rifflað
Dívanadúlt
Herrafrakkaefni
Gardínuefni
FóSurefni
Kaki (brúnt og blátt)
Herrasokkar
Manchettskyrtur
Herra- og dömutreflar
Sýnishom og verðtilboð fyrirliggjandi.
Garðar Gíslason h.f.
Sími 1500.
Gegn gjaldeyris- og mnflutningsleyfum getum
vér útvegað body-stál frá Englandi, þykkt 1 m/m.
(Plötustærð 2x1 m.)
Þá getum vér einnig útvegað svartar eða gal-
vaniseraðar plötur í þykktum frá Vz — IV2 m/m.
Verð yfirleitt frá £ 55—60 per tonn f.o.þ. Lond-
on.
LANDSSMEÐJAN.
Aoglýslð í Alþýðublaðlnu