Alþýðublaðið - 03.06.1948, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. júní 1948.
Skemmtiatriði á götum Reykjavíkur. — Fióðin í
Oregon og tækni mannsins. — Þakkarbréf.
Útgefanði: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Kitstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðsliisími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan k-f.
VERÖLDIN hefur fengið
sorglega sönnun þess eftir
stríðið, að það var engin ifci-1-
viljun, hve vel þeir gátu kom-
ið sér saman, Hitler og Sta-
lin, í upphafi ófriðarins, er
þeir gerðu með sér vináttu-
handalagið í Moskvu, sem
svo mikía undrun -vakti; þvi
þó að það gaman reyndist
grátt og heimurinn of lítill
fyrir tvo slíka harðstjóra og
einræðisherra, hefur það sýnt
sig þetur og þetur eftir stríð-
ið, hve 'lítill munurinn er a
hinni rauðu og brúnu villi-
mennsku.
Með hverju þeirra þriggja
ára, sem liðin eru frá ófriðar-
lokum, hefur Rússland Sta-
lins afhjúpað sig greinilegar
og greiniiegar sem arftaka
Hitler-Þýzkalands í kúgun og
ofbeldi bæði út á við og inn
á við. Eins og Hitler fyrir
stríð og í stríðsbyrjun með
hjálp kvislinga sinna, gengur
Stalin nú á íagið og íeggur
undir sig hvert landið eftir
annað með aðstoð kommúp-
ista; og eins og Hitler lætur
hann það alls staðar vera sitt
fyrsta verk í hinum undirok-
uðu löndum, að útrýma öll-
um mannréttindum lýðræð-
isins og gera löndin að einu
allsherjar fangelsi. fyrir þá,
sem ekki vilja þýðast kúgun-
ina. Jafnvel fangaþúðirnar á
hernámssvæði Stalins á
Þýzkalandi, sem illræmdast-
ar voru í valdatíð Hitlers, eru
nú jafnfullar iaf pólitískum
föngum og þær voru þá, að-
eins ekki af kommúnistum,
en heldur ekki af nazistum,
heldur af jafnaðarmörinum
og öðrum talsmönnum lýð-
ræðis og mannréttinda.
*
En það eru ekki aðeins
þessar ohugnanlegu hliðar
hins rússneska og kommún-
istíska einræðis, sem í dag
minna ótrúlega mikið á hið
eldra, brúna einræði þýzka
nazismans. Yfir einræðið, of-
beldið og villimennskuna
reynir hinn nýi, rauði naz-
ismi að breiða. nákvæmlega
eins og hinn eldri, brúni, með
stórkostlegum blekkimgum,
eins og hinum svokölluðu
,,kosningum“, sem nýlega
fóru fram í Tékkóslóvakíu.
Það á að telja hinu harðfjötr-
aða og kúgaða fúlki trú um,
að það lifi við lýðræði, með
því að reka það endrum og
eins að kjörborðinu, þó að
það fái ekki þar um neitt að
velja, heldur verði að segja
já og amen við einum einasta
lista frambjóðenda, sem ein-
ræðisherrarnir hafa ákveðið,
•— geti ekki einu sinni setið
hjá í slíkum skrípaleik nema
með því að kalla yfir sig
HA, HA, HÍ, haha, Iivað
Reykjavík er skemmtilegur
bær, sagði maður einn, nýkom-
inn frá Höfn, við okkur í gær.
Hvað hafa aðrar stórborgir, sem
Reykjavík hefur ekki! Úti í
löndum ganga lírukassaleikar-
ar um bæinn og fylla hann ynd-
islegri tónlist. Hér ganga syngj
andi menn um göíurnar með sí-
valninga í rassvásanum. Úti
eru menn með litla apaketti á
götunum, sem Ieika alls konar
lisíir, hér drekka menn glæran
mjöð og leika mikíu skemmti-
legri listir og borgararnir hlæja
og flissa. Úti Iyfía hundar iöpjs
við trjábol, hér heima lianga
drykkjurútar í opnum portum.
Erlendis eru haldnir kappakstr
ar á völlum utan borganna, hér
Ieika hinir alvitru spjátrungar
bjúikkanna þessar listir á sjálf-
um aðalgötunum. Úti eru miklir
og fagrir dýragarðar — hér
heima höfum við Grand Hótel
og Hafnarstræti.
HA, HA, HA — híha, sagði
sá sigldi og skellihló. Er þetta
ekki mikil menningarborg!
Stendur nokkur þjóð á jafn
gömlurn menningarmerg og' við
fslendingar! Umferðarmenning,
kaffihúsamenning, drykkju-
menning, hverjir standa okkur
framar! Reykjavík er indæll
bær, sagði hann, alveg indæll,
sérstaklega blessaður miðbær-
inn, jafn glæsilegur og hann er.
FRÉTTÍRNAR af flóðunum í
Bandaríkjunum og Kanada bafa
vakíð mikla athygli, eins og
slíkar fréttir jafnan vekja. Við
erum orðin svo vön því að
miklast af mannlegri íækni,
trúa því að maðurinn geti allt
og sé búinn að temja náttúruna
og gera hana að húsdýri sínu.
En þó er þetta öðru nær. Eld-
gos á íslandi, vetrarkuldar á
Bretlandi, landskjálftar í Jap-
an, þurrkar og hungursneyð í
Ukraníu, stórflóð í Oregon.
Slíkar fregnir vekja okkur lil
umhugsunar og skilnings á bví,
að ennþá er mannveran iítil og
ennþá má hún sín lítils gegn
hamförum náttúrunnar.
SAMT ER MAÐURÍNN orð-
inn voldugur og su tækni, sem
hann ræður yfir, er uggvæn-
leg. Það er búið að kljúfa atóm-
ið, eina af minnstu einingum
efnisheimsins, sem við þekkj-
um. En það er ekki góðs viti, að
þetta vísindaafrek var unnið í
þágu stríðs og mannvíga og svo
er með margar aðrar framfarir.
Og jafnframt því, sem tækninni
hefur farið fram, er eins og
hugarró manna og trú hafi far-
ið aftur. Nú ráðum við yfir
meiri tækni en nokkru sinni í
sögu mannsandans — og nú vit-
um við raunverulega minna
hvað við eigum að gera við
tæknina, hvert hún muni ieiða
okkur — eða eigi að leiða ekk-
ur.
grun um andstöðu við ein-
ræðisstjórnina og jafnvel of-
sóknir og fangelsanir.
Það var sú tíð, að slíkar
„kosning^r“ þóttu ekki fínar
í dálkum kommúnistablað-
anna, þar á meðal Þjóðvilj-
ans hér á landi, þegar Hitler
var að halda þær í riki sínu.
En nú, þegar Stalin fer að
öllu nákvæmlega eins, eiga
kommúnistablöðin varla til
orð um hrifningu sína af svo
,,fullkomnu lýðræði“, sem
ÞAÐ ER HÆGT að ráða við
flóð eins og Columbiaflóðin und
anfarna daga. Það hefur verið
gert í Tennesseedalnum í Banda
ríkjunum, þar sem Rooseveit
forseti gekkst fyrir gífurlegum
framkvæmdum, sem hafa fært
milljónum manna ótrúiega
hamingju. En þetta er aðeins
hægt með miklu átaki og sam-
eiginlegu átaki, sem sterk öfl í
heiminum berjast gegn, liversu
ótrúlegt sem það kann að virð-
ast. Og þegar flóðstíflurnar rísa
upp, verða einnig til raforkuver
og með þeirn vaxandi iðnaður,
og við stíflurnar verður til nýtt
land, sem hefur gefið ríkan á-
vöxt.
EN VIÐ GETUM EKKI, að
minnsta kosti ekki ennþá, ráðið
við eldgos eða iandskjálfta eða
vetrarkulda eða þurrka. Ef til
vill tekst það að einhverju leyti
eða varnir mannsins gegn þess-
um plágum batna . til muna.
Vonandi fær mannssálin svo
mikið vaid yfir sjálfri sér, von-
andi öðlast hún þá trú á liið
góða í sjálfri sér, að hún geti
með góðri samvizku beitt tækn-
inni að slíkum verkefnum.
HÉR ER AÐ LOKUM eitt af
mörgum bréfum til Elísar, sem
borizt hafa síðan hann veitti
aukaskammtana af sykri og
kaffi:
DAGURINN í DAG er reglu-
legur „lukku“-dagur — tilkynn
ing í útvarpinu í kvöld um
aukaskammt af sykri og kafíi
frá morgundeginum að telja.
Ég vissi það svo sem, að hann
„Elías minn“ myndi hugsa til
okkar húsmæðranna í sykur-
leysinu, og ekki nóg með þao,
hann viil líka velgja okkur fyr-
ir brjóstinu, og veitir okkur
aukaskammt af kaffi. Enginn
skyldi skamma Elíás — ég veit
af þessu að hann er mesta ijúf-
menni. Og nú þökkum við hús-
mæðurnar honum af heilum
hug, og vonumst til að hann
hugsi einnig til okkar í haust
þegar berin eru þroskuð, svó
við getúm gefið krökkunum
okkar og karlinmu C-vítamír,-
saft næsta vetur. Kærar kveðj-
ur. — Húsmóðir.
Forsíöðukðnuslaða
húsmæðraskóla
ísafjarðar
FORSTÖÐUKONUSTAÐ-
AN við húsmæðraskóla ísa-
fjarðar hefur verið auglýst
laus til umsóknar. Umsóknar
frestur um istöðuna er tU 25.
júní næstkomandi.
hvergi eigi né hafi átt sinn
líka í veröldinni. Svo djúpt
er kommúnisminn í dag sokk
inn!
Það er ekki að furða, þótt
slíkir nýnazistar þykist þess
um komnir, að brígzla lýð-
ræðisflokkunum um fasisma,
— slíkir menn, sem í flestu,
ef ekki öllu, hafa sjálfir tek-
ið upp vinnubrögð hinna
brúnu bandíta Hitlers og
leitt villimennsku þeirra i
annað sinn yfir hálfa Evrópu!
Def Danske Selskap i Reykjavík
Billetter til
paa Lördag, en 5. juni, bedes afhentet í Dag,
senesí KI. 6 Em. i íngólfs Apótek eller Skerma-
búðin, Laugaveg 15.
BESTYRELSEN.
KRR. ÍBR. ÍSÍ.
1. íeikur
í meistarafiokki
fer fram í dag (fimmtudag, 3. júní) og hefst
klukkan 20.
Þá keppa
Fram og I.BÁ.
Dómari: Haukur Oskarsson.
Línuv.: Sveinn Helgason. Þórður Pétursson.
Komið og sjáið Ákurnesingana ieika
r
á mófi Islandsmeisturunum.
Állir úf á völl.
Móianefndin.
Aualvji
frá Viðskiptanefnd ,um gjaldeyrisleyfi
til námsdvalcir erlendis.
ViSskiptanefndin mun veita í einu lagi- gjaldeyris-
leyfi til námsdvalar erlendis frá 1. júlí til 31. desember
næst komandi.
Umsóknir þurfa því að hafa borizt nefndinni fyrir
1. júlí. .
Umsóknum þurfa að fylgja vottorð mn skólavist er-
f
léndis, hvenær námið hefjist í haust, hvenær því ljúki
og aðrar upplýsingar sem máli skipta. Á þetta við alla þá
er stundað 'hafa nám erlendis undanfarið.
Þeir sem hugsa sér að hefja nám erlendis í haust
skulu einnig fyrir framan g'reindan tíma hafa sótt um
gjaldeyrisleyfi til nefnaarinnar. Skulu þeim umsóknum
einnig fylgj'a vottorð um að skólavist sé heimil erlendis,
upplýsingar um námstíma, námsgrein, prófvottorð' og
meðmæli ef fyrir hendi eru.
Nefndin vill vekja athygli á því að hún mun ekki
geta sinnt öllum þeim beiðnum er til hennar berast, og
eru menn því varaðir við að 'hugsa til námsdvalar er-
lendis, nema um sé að ræða nám sem ekki er hægt að
stunda hér á landi.
Umsóknum, sem berast eftir 1. júlí verður ekki
unnt að sinna.
Reykjavík 2. júní 1948.
Viðskiptanefndin.
Auglýsið í Alþýðublaðinu j