Alþýðublaðið - 29.06.1948, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞsiðjucliJgur 29. júuí 1948.
Útgefanði: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
AIþýð»>prentsmiðjan h.f.
Pólitískf rogsmái.
HERMANN J.ÓNASSON
og kommúnistar halda áfram
hinum máttlausa rógi sínum
um núverandi ríkisstjórn í
sambandi við umræðurnar
um faldar inneignir íslend-
inga erlendis. Báðir saka
stjórnina um að hálda hlífi-
skildi yfir fjárflóttamönnum
og skattsvikurum og kerina
það yfirhylmingu hennar. að
ekki sé búið að hafa upp á
þeim inneignum, sem íslenzk-
ir einstaklingar og félög eiga
erlendis, sennilega mestfegn-
is vestan hafs. Rógberarnir
láta það sem vimd um eyru
þjóta, þótf á það sé bent, að
engin stjórn í Evrópu hefur
enn getað haft upp á slíkum
inneignum þegna sinna þar
eða annars staðar erlendis.
Kommúnistar fullyrða bara,
að vitað sé um 320 milljónir
króna í íslenzkum inneignum
vestan hafs, og Hermann seg-
i.r, .að „fundnar“ séu að
minnsta kosti 130 milljónir
krór.a þar; en að spurðir neita
þeir að upplýsa, hver viti um
þessar milljónir eða hver
hafi fundið þær, hvar þær séu
og hverjir eigi þær. Komm-
únistar vi.tna bara í staðhæf-
ingar Hermanns og Hermann
í staðhæfingar kommúnista,
■— og þar með basta!
*
Öllu ómerkilegri málflutn-
ing er vissulega' varla hægt að
hugsa sér, og mun þó emginn
hafa við betra búizt af kom-
múnistum. En að formaður
annars stærsta lýðræðis-
flokksins í landinu leyfði sér
svo ósvífnar blekkingar og
slíkst samspil við kommúnista
með það fyrir augum að
rægja menn í öðrum lýðræðis-
flokkum, — það er meira en
nokkur ærlegur lýðræðis-
sinni hér á landi hefði trúað
fyrr en hann hefur nú reynt
slíka framkomu af hálfu Her-
manns Jómassonar!
Enginn heilvita maður læt-
ur sér detta það í hug, að Her-
mann fari með órökstuddar
staðhæfingar og ósvífinn róg
um núverandi. ríkisstjórn í
isambandi við þessi mál til
þess að hafa upp á þeim ís-
lenzkum inneignum, sem
faldar kunna að vera vestan
hafs eða anrisirs staðar er-
lendis. Hann veit jafnvel og
flestir aðrir, hve erfitt ar að
hafa upp á þeim, eigendum
þeirra og. samastað; og hann
veit líka, að sjórnir í ná-
grannalöndum okkar, sem
hann>telur miklum mun heið-
arlegri en ríkisstjórn okkar,
hafa heldur ekki getað haft
upp á földum inneignum
þegna sinna vestan hafs, og
hefur þó engír.n ábyrgur
stjórnmálamaður orðið til
þess að saka þær um spill-
ingu og yfirhylmingu með
Fagur dagur. — Hreyfing á fólki. — Ófremdar-
BÓKIN UM JÓHANN STRAUSS:
eftir WERNER JASPERT í þýðin.gu
HERSTEINS PÁLSSONAR.
Bók þessi er hin ævintýralegasta saga ieins glaðasta
manns og sigursælasta, ssm uppi hsfur verið Þstta er
ástand og ástæður til þess.
SUNNUDAGURINN var einn
bezti og fegursti dagur, sem ég
man eftir. Margir slíkar dagar
gera íslenzkt sumar dásamlegt.
Og það er ég sannfæröur uro, að
þegar veður er gott hér á aunað
borö, þá er gott veður hvergi
betra í heiminum. Hitinn. er
jafnvel svalancli, annars staðar
vill hann verða mollulcgur.
Hér verður maður ekki niátt-
laus og latur þó að hJýtt sé,
annars staðar vill maður helzt
ekki þurfa að hreyia sig.
FÓLKIÐ notaði líka eftir
föngum þennan dásamlega dag.
Bifreiðalestin var óslitin út úr
bænum fyrir hádegi og upp úr
hádeginu, og kunnugir fullyrða,
að sjaldan hafi verið jafn fjöl-
mennt á Þingvelli, ekki aðeins
í Valhöll, heldur og um allar
gjár og gjótur, og svona var það
um allar jarðir. Suður við Kleif
arvatn var fjöldi fólks og eins
í hrauninu og eins hér í nresta
nágrenni, upp við Hafravatn og
í Vífilsstaðahlíð. ■
HEIMILISFAÐIR SKRIFAR:
„Skömmtunarfyrirkomulagið,
sem við eigum við að búa, er
sennilega eitt af þeim sérstæðu
fyrirbærum, sem aðeins þekkj-
ast í landi okkar, en annars
staðar ekki. Það munu allflesti.r
reiðubúnir að sætta sig við tak
mörkun á ýmsu, sem beir hafa
áður veitt sér eftir vild, ef sú
takmörkun gengur jafnt yíir
alla.“
„HÉR í REYKJAVÍK hefur,
eins og mörgum mun kunnugt,
ástand þessara mála verið 'og er
þannig, að síðan hin víðtæka
skömmtun á skófatnaði og of-
inni vöru allri var tekin upp,
hefur verið hið frekasta óf.remd
ar ástand. Það er fjöldi fólks,
sem ekki hefur getað hagnýtt
sér skó- eða vefnaðarvörumiða
sína, vegna þess að varan hef-
ur ekki verið fáanleg, og hafi
eitthvað af þessu komiö, þá
virðist það vera sérstakur hóp-
ur fólks, sem fær af því fréttir,
að þetta eða hitt sé væntan-
legt þennan eða hinn daginn, og
þeir, ' sem sagnarandinn hefur
veitt náð sína, eru þá komnir í
biðröð 2 til 3 tímum fyrir opn
un sölubúðarinnar, en þegar
opnað er, þá eru það ef til vill
8 til 10% af öllum sem biða,
sem fá úrlausn. Þessi saga end-
urtekur sig svo dag éftir dag og
viku eftir viku, en þeir, sem
engar fréttir fá eða ekki hafa
aðstöðu til, vinnu sinnar eða
annarrar ástæðu vegna, heyra
um þetta þegar allt er um garð
gengið".
„HVAÐ EIGA þessi fíflalæti
á fyrirkomulagi skömmtunar-
innar að þýða, því fíflalæti eru
það, að úthluta fólki réttindum,
sem svo hinu sama fólki veitist
ómögulegt að fá fullnægt, þvi
þótt gildi miðanna sé framlengt
um einn mánuð, þá hefur það
enga virka þýðingu. þegar ekki
er séð fyrir því, að varan sé fá-
anleg, því eins og áður er getið.
að þótt smásending af þessum
vörum komi, sem einhverjir út-
valdir fá um að vita, þá er það
engin lausn málsins, og rétt-
indi fjölcla fólks fyrir borð bor
in, þar sem skömmtu.narmiðar
þess eru úr gildi felldir11.
JÁ, VIÐ HÖLDUM alltaf að
allt hljóti að vera betra annars
staðar. En raunin verður sú, að
víðar er pottur brotinn en á
íslandi. Sannleikurinn er sá, að
alls staðar, þar sem skömmtun
er á nauðsynjavörum, kemur
það fyrir, að erigar. vörur eru
stundum til til þess að íullnægja
eftirspurninni, enda ver.ður að
viðurkenna, að það er næstum
ógerningur fyrir þá, sem sjá
um skömmtun, að tryggja það
að alltaf séu til nægilegar vör-
ur.
SKÖMMTUN er sett á af
þeirri ástæðu, að skortur er á
vörum, ananrs .ekki. Og þegar
svo er, getur alltaf orðið alger
þurrð um tíma. Hitt er svo ann
ao mál, til dæmis hvað snertir
skófatnað, að svo virðist, sem
fæstir hafi getað fengið skó-
fatnað út á miðana síná allt frá
því að skömmtunin hófst. Og
það er rétt að salan bakdyra-
megin er orðin alger plága. .En
salan bakdyramegin stat'ar af
því, að kaupmaðurinu fær í
hvert sinn svo lítið af vörupni
að það er næstum ógerningur
fyrir hann að selja hana í opinni
búð. Ég er ekki að mæla þessu
bót, því að þetta er í raun og
veru ■ óþolandi ástand, en hins
vegar sé ég og skil ástæðuvnar
fyrir vandræðunum.
saga valsia-koniungsins Jó'
hanns Strauss, konungs
þess, sem beimurinn allur
— og þó sérstaklega kven-
þjóðin — hefur fúslega
lotið. Bókin lýsir baráttu
íhans, t akmark al ausr i sig-
ursæld og einlæg'ri ást
hans til kvenna þeirra,
sem mættu honum á 'lífs-
leiðinni og gæddu hann
sköpunarmætti til að
syngja lífsgleði sína yfir
milljón.um manna í binum
fögru völsum sínum.
Og list 'hans hefur stökikt margri sorg á flótta, slétt
marga hrukku, vakið lífsgleði margra af dvala, hu.gg-
að, glatt og veitt hamingju.
Bók þessi á erindi íil alíra er þrá
sanna gleði, djúpa og hreina ást —
I faðmi sumarhlíðu og sólar.
íþróffamenn okkar kl. 8 í kvöld
-------«-------
Keppt verður í tfu fþróttagreioum.
REYKVIKINGUM gefst í kvöld kosíur á að sjá norsku
frjálsíþróttaméjnnina keppa við beztu íþróttamenn okkar í
tíu íþróttagreinum. Mótið hefst klukkan 8, og verður keppt
í 109, 200, 1000 og 3000 metra hlaupum og 1000 metra
boðhlaupi, hástökki, þrístökki, kiiluvarpi, spjótkasti og
sleggjukasti.
í lOO og 200 imétra hlaupi
munu þeir Peter Bloch, Hen-
ry Johansen og Gunnar Tan-
gen keppa fyrir Norðmenn,
Björn Vada og Per Ancjresen
í 1000 metr-a hlaupi og Jakob
Kjersem og Thv. Wilhelmsen
í 3000 metra hlaupi. Birger
Leirud og Björn Paulsson
keppa í hástökki, Kaare
Ström í þrístökki, Arne Roh-
de og Bjarne Thoresen í
kúluvarpi, Odd Mæhlum og
Sverre Dahle í spjóékasti og
Ivar Ramstad og Johan Nord
by í sleggjukasti. Sem líklega
keppendur fyrir fslendinga
má nefna Hauk Clausen,
Fínnbjörn_ Þorvaldsson, Örn
Clausen, Ásmund Bjarnason,
Trausta Eyjólfsson, Reyni
Sigurðsson. Óskar Jór.sson,
Stefán Cunnarsson, Skúla
Guðmundsson, Stefán Sör-
ensson, Guðmund Árnason,
Sigfús Sigurðssonj Vilhjálm
Vilmundarson, Jóel Sigurðs-
son Adolf Óskarsson, Símon
Waagfjörð, Áka Gránz og
Vilhjálm Guðmundsson.
Keppni verður áreiðanlega
hörð í mörgum íþróttgreinun
um, og má búast við ágætum
árangri, ef veðurskilyrði
verða hagfelld. Þetta er síð-
asta tækifæri.ð til að sjá Norð
mennina keppa hér að bessu
sinni, því að beir halda heim-
Ieiðiis á morgnn.
fjárflóttamönnum og skatt-
svikurum, ei,ns og Hermann
leyfir sér að bera á rikis-
stjórn okkar!
Hermann Jónasson hefur
upp á síðkastið heiðrað Al-
þýðublaðið með sérstakri
vonzku í þess garð af því, að
það hefur bent á hið ósæmi-
lega í framkomu hans í sam-
bandi við þessi mál. Hefur
hann og- í bræði sinni, rang-
fært flest það, sem Alþýðu-
blaðið hefur sagt um þau. Nú
síðast á laugardaginn fer
hann með þau ósannindi í
nafnlausri gre'in í Tímanum,
að Alþýðublaðið hafi spurt,
„hvort menn haldi, að þjóðin
væri ríkari, þótt næðist í
þessar 320 milljónir — ef til
vdll aðeins.130 milljónir — ef
það ætti að kosta það, að
kommúnistar næðu völdum,
ef til vill með Hermanni Jón-
assyni.“
Nei, Hermann, slíka
spurningu hefur Alþýðublað-
ið aldrei, borið fram! í fyrsta
lagi hefur því aldrei dotfcið í
hug, að leggja nokkuð upp úr
órökstuddum staðhæfingum
kommúnista og Hermanns
um upphæð þeirra inneigna,
íslenzkra, sem faldar kunna
að vera vestan hafs. Og í
öðru lagi hefur því heldur
ekki dottið í hug, að stjórn,
mynduð af Iiermanni og kom-
múnistum, myndi hafa upp á
þedm inneignum. ef núver-
andi ríkisstjórn gæti ekki
gert það!
*
En það er ar.nað, sem Al-
þýðublaðið hefur gefið greini-
lega í skyn að gefnu tilefni.
Það hefur bent á það furðu-
lega samspil, sem Iiermann
og kommúnistar hafa haft í
róginum um núverandi ríkis-
stjórn við umræðurnar um
hinar földu inneignir og leitt
getur að því, að það samspil
sé máske ekki hugsað sem
neitt augnabliksfyrirbrigði,
— að báðir gætu máske hugs-
að sér það, að ganga í stjórn
saman, ef tækifæri gæfist!
Það eru og heldur ekki svo
margir dagar síðan Þjóðvilj-
inn minnti, á það, að. komm-
únistar hefðu fyrir hálxu öðru
ári verið reiðubúnir til þess
að taka sæti í stjórn undir for
sætli Hermanns Jónassonar!
Og þarna liggur hundurinn
grafinn! Hermann og komm-
únistar hafa gert földu inn-
eignirnar erlendis að rógs-
máli á hendur núverandi ríkis
'Stjórn, — ekki af því að hún
hafi yfir þær hylmað eða lát-
ið nokkuð ógert, sem verða
mátti til að hafa upp á þeim,
heldur af hinu, að báðir vilja
núverandi ríkisstjórn í'eiga í
von um að geta sjálfir sezt í
ráðherrastólana!