Alþýðublaðið - 29.06.1948, Blaðsíða 6
ALJÞÝÐUBLÁÐIÐ
Þrið.iuclagtu; 29 júni 1918.
AÐSENT BREF.
(íþróttafréttir).
Herra ritstjóri.
Yður kann ef til vill að finn-
ast, að bréf þetta hafi ekki nein
ar markverðar fréttir að færa,
en ég 'sendi yður það samt sem
eins konar sönnun þess, að víð-
ar er England en í Borgarfirði,
eða með öðrum orðum, það
fara víðar frarn íþróttakeppnir
og milliríkjakeppnir en á
íþróttavellinum.
Við hjónin búum í sumarbú-
stað skammt frá bænutn. Rétt
hjá okkur búa dönsk hjón, sem
hafa dvalið hér á landi það
lengi, að þau tala jafn óskilj-
anlega dönslcu og íslénzku, —
en það kemur ekki málinu við.
Á hverju sumri um Jóns-
messuleytið heyjum við milli-
ríkjalceppni í sjö íþróttagrein-
um, og þar eð eitt slíkt mót
er nýafstaðið, langar mig til að
senda yður frásögn og rneta-
skýrslu, fyrst og fremst í fyrr
nefndum. tilgangi, og einnig, ef
það mætti verða öorum hvöt til
að stofna til slíkra móta.
Mótið hófst stundvíslega hálfri
: klukkustund eftir að það átti að
hefjast, með því að Brynki
frændi hélt ræðu. Gat hann
þess, að þetta væri í ellefta
skiptið, sem við gengjum til
slíkrar keppni og flutti síðan
ræðuna sem hann hefur flutt
ellefu sinnum áður: sagði að
þar sem margir kepptu gætu
^kki allir gert sér vonir um
sigur og einnig minntist hann
á að við hefðum átt marga góða
íþróttamenn í fornöld. Margt
fleira sagði hann fallegt, — t.
d. að Danir hefðu alltaf verið
frændur okkar. Að ræðu hans
lokinni hrópuðum við ferfalt
húrra fyrir sjálfum' ckkur.
Svo hófst sjálf keppnin með
10 m. karlahoppiábetrifæti.
Pedersen leiddi hoppið og vann
.örugglega á 1 mín. 17,3 sek.,
,sem er persónulegt met, aðems
7/10 lakara en metið, sem ég
, sjálfur setti fyrir tveim árum.
ög 9/10 lakara en vallarmetið.
sém Daníelsson frændi dönsku
hjónanna setti í fyrrasumar, en
•hánn gat ekki keppt nú, vegna
þess að hann var dauður áður
’ -en mótið byrjaði.
. 9 m. kvennahoppiábetrifæti
:.varð ekki lokið til úrslita, þar
eð báðar frúmar byrjuðu á bví
að þjófstarta, sem við eigin-
mennirnir létum afskip-talaust,
' eh skiptu síðan um hoppfót
' (ólöglegt), og fóru að rííast.
Pökahlaupinu Varð að' fresta
■ að þessu sinni, vegna poka-
skorts.
Þá fóru fram kappreiðar á
kústsköftum, og var keppt í 25
m. tölti. Brynki frændi kom
fyrstur að marki, en var dærnd
:,ur úr leik vegna þess að hann
I ferokkaði síðustu 3 metrana.
Var konu minni því dæmdur
sigurinn, en tími verður ekki
birtur, þar eð klukkunuin bar
ekki saman.
Flöskuboðhlaup, en það er í
því fólgið, að tvær þriggja
manna sveitir setjast hvor
gegnt annarri í röð með sína
svartadauðaflöskuna hvor og
láta hana ganga á milli, unz bú
ið er úr henni, •— unnum við
mín. 24,9 sek., sem bæði er per
sónulegt sveitarmet og vallarmet
og meira að segja 3/10 betra
en metið, sem hæstiréttur neit-
aði að viðurkenna síðast liðinn
vetur. Þessi glæsilegi árangur
mun mikið að þakka því, að
Gústi mágur var búinn að vera
hálft ár í stúku.
Langkossakeppni (yngri kyn-
slóðarkeppni) lauk með íslenzk-
amerísk-brezk-norskum sigri
Daisy-Gunnu (sem var í ástand
inu með öllum) og Búdda gæja
(sonar míns), 35 mín. 11 sek.
Út af keppni þessari reis nokk-
ur deila, þar eð þau notuðu sog
kossaaðferðina, en gömlu kon
urnar, frúrnar, vildu dæma
hana ógilda. Það var þó fellt
með atkvæðum okkar Peder-
sens, en við vorum báðir erlend
is í fyrrasumar.
Rjómapönnukökuát (eldri
kynslóðarkeppni), lauk rneð
dönskum sigri. Pedersen sporð-
renndi 17 stykkjum, og bætti
þar með met sitt frá því í fyrra
um 2 stk. Þetta er einnig vali-
armetj persónulegt met, fjöl-
skyldumet og húsmet. Fyrir
afrek þetta hlaut Pedersen,
auk verðlaunapenings, Oddvita
baukinn, en það er hornstrunía,
er oddviti sveitarinnar gleymdi
er hann heimsótti okkur í sum
arbústaðnum fyrir nokkrum áf •
um.
Að keppnunum loknum voru
verðlaunapeningar afhentir og
hlutum við öll peninga. Þá
sæmdi og Brynki frændi þau
Daisy-Gunnu og Búdda gæja,
er kepptu sem gestir Í.S.S.B.B.
(íþróttasambands sumarbústaða
búa) merkinu úr platgulli, og
sleit síðan mótinu með því að
endurtaka setningaræðuna á
sýrópsdönsku. Hófst þá kveðju-
samsæti, sem stóð meðan nokk
ur stóð uppi.
Með beztu kveðjum!
K. M. Sprengmóö's.
ritari Í.S.S.B.B.
!íf
' Kvikmyndatakaa
verSur í kvöld ikJ.
7.30 í íþróttahúsi Há-
> skólans. Mætið stund
víslega. Glímudeild KR.
Áuglýsið
í AlþýðublaSinu.
Nokkrar síldarstúlkur óskast á síMverkunar-
stöð Jóns Hjaltadins, Siglufirði. . Upplýsingar
hjá Ólafi Björnssyni, Viestufibraut 23, Hafnar-
firði, sími 9208, og Jóni Halldórssyni skipstjóra,
Álfaskeiði 36, sími 9127.
Skáldsaga eftir Toru Feuk
Hani einn rnikill og víga-
mannlegur vappaði með
miklu yfirlæti í kringum hin
ar undirgefnu konur sínar.
Á sörnu stundu og Geirþrúð
ur opnaði: dyrnar smaug lítil
hvít hæna inn. Hún. var við-
þolslaust >af ást á rauða han-
anum, og stikað.i beint til
hans. Geirþrúður gat ekki
stöðvað hana.
,,Út með þig úrþvættið
þitt, við viljum ekki fá aftur
dauð egg“, sagði hún gremju
lega og lokkaði svo hænuna
út.
Frú Vernheim hló hjartan
lega að dóttur sinni.
„Þau eru gersamlega óvi.ð-
ráðanleg“ sagði Geirþrúður
heit og rjóð. ,,Pabbi stakk
upp á því, að rauða hananum
væri gefið nafnið Don Juan,
hvað sýnist þér um það,
mamma?“ Hún hló, gekk til
móður sinnar og tók blítt und
ir handlegginn á henni.. Þaer
gengu í hægðum sínum eftir
trjágöngunum. Frú Vern-
heim staulaðist með erfiðs-
munum upp istigann aö ver-
öndinni og hné dauðþreytt
niður í stól. Hún gapti og
varirnar blánuðu, andardrátt
urinn var þungur og slitrótt
ur. Geirþrúður horfði á-
hyggjufull á hana. Hvað átti
húm- að gera, ef móðir hennar
yrði allt í einu veik? Það
voru margar mílur til lækn-
is.
Ósjálfrátt hvarflaði hugur
hennar til Jóns Erssonar.
Hún ætlaðl að hlaupa niður
ti,l hans, hann kunni ráð við
öllu. Og á meðan móðir henn
ar blundaði, dvaldi hugur
hennar hjá Jóni.
Hún mlnntist þess að einu
sinni um haukið hafði hún
orðið að fara til hans vegna
þess að móður hennar hafði
orðið illt fyrir hjartanu. Fað
ir hennar hafði orðið gersam
lega ráðþrota og baðað út
höndunum í örvæntingu. JÓn
Ersson hafði þegar fyigt
henni yfir akrana og haft
með sér flösku með jurtasafa,
sem Marna háfði bruggað.
Það dugði. móður hennar að
ölium jafnaði. Er móðir henn
ar hafði tekið inn lyfið féll
hún í væran svefn, en Geir-
þrúður fór niður til Jóns á
meðan faðir hennar sat við
rúm móðúr hennar, og hann
hafði fylgt henni yfir garð
inn.
Kveldið hafði verið dimmt
og svalt. Hún minntist þess
svo grsinilega, þegar hún
virti fyrir sér bláhvítar var-
irnar á móður sinni. Jón
hafði lifið um öxl og horft á
húsið hennar. Það var svo
vingjarnlegt, og við gluggann
sátu tvíburarnir og lásu náms
greinarnar sínar. Útidyrnar
stóðu hálf opnar og rauðleitt
Ijósið frá steinoiíulampanum
brá bjarma yfir garðinn. Þá
hafði Jóní sagt:
„Það er ekkert varlð i það
að sitja iilni í kyrrð og birtu,
haroingjan er fali.n í því að
vera fyrir utan og þrá . . .“
Gesígjafinn sagði síundum
sitthvað.. sem erfitt var að
átta isig á. Geirþrúður - and-
varpaði, og móðir hennar
lauk upp augunum. Það
glamrað.i í postulíni í eld-
húsinu. Mína var að láta á
kaffibakkann. Ilm af ný-
helltu kaffi og hveitibrauði
lagði að vitum þeirra. Geir-
þrúður brosti til móður sinn
ar,
„Mamma, en hvað kaffið
verður bragðgott núna“.
í þeim svifum kom Mína
með stóran bakka, sem hún
setti á borðið og blés við
Svo gekk hún inn til hess
að sækja gljáfægðu kopar-
könnuna.
Kapteinninn kom heim frá
stöðinni og Hrólfur með hon
um. Tvíb^rarnir og ungfrúin
komu samtímis neðan úr
garðinum en þar höfðu þær
verið að lú, þótt þeim væri
það >ekki Ijúft.
Hrólfur veifaðl bréfi og
kallaði. til Geirþrúðar:
..Hér er bréf frá Málmey
til La Paloma“.
Allir þyrptust að honum,
og þegár Geirþrúður loks
komst að til þess að rífa það
upp, biðu alliir með óþreyju.
Ungfrúini var önnum kaf-in
Við það að hella kaffinu í
bollana, en Mína stóð með
hendur á mjöðmum. Hún
kinkaði kolli til frú Vern-
heim og isagði:
„Auðvitað ier. það frá frú
von Dohrn“.
Og það kom í ljós, að Mína
hafði getið rétt til, Bréfið
var frá foðursystur Geirþrúð
ár, frú vön Dohrn. sem bauð
henni að koma og heimsækja
sig og Carínu í Málmay áðúr
en þær færu til Danmerkur
og yrðu þar það sem eftir var
sumarsins. -t
Geirþrúður var himinlif-
andi og Mína klappaði á hand
legginn á henníi. ,-Nú verðum
vi.ð að fara að þvo og strauja
og koma fotunum í lag. Jóm-
frúin verður að byrja undir
eins.
Með sjálfri sér var Geir-
þrúður að hugsa um, hvern-
ig Mína ætti að fara að því
að hugsa alveg ein um heim
ilið. Frú Vernheim var ekki
fegin'’að hún fór. Iiún kveið
fyrir því, hverrig fara myndi
um hina umfangsmiklu hús-
stjórn. En allir lofuðu að
hjálpast að. Þar að auki áttu
bæði Curt og Hrólfur frí og
ætluðu til Stokkhólms. Svo
að þetta gengi einhvern veg-
inn. Og þegar Vernheim kap'
teintí sagði að það væri
ekki nema sanngjarnt, að'
Geirþrúður fengi eitthvert.
frí, þá var það ákveðið að
him skyldi fara.
Einn fagran morgun lagði
húrj af stað, og allir fylgdu
henni á brautarstöðina, sem:
úr húsinu gátiu farið. Þegar
heir komu aftur heim fannst
þeim svo undarlega tómlegí,
þegar La Paloma var þar
ekki.
Curt fór sama dag og Geir
þrúður og mi.ðvikudaginn
næsta átti. Hrólfur að fara til
Stokkhólms. Um kvö'ldið
fékk hann sér göngu og hugs
aði um bréfið- sem harh'
hafði há um daginn fengið
frá Lísbet. Hún skrifaði um
það. hvað hún hlakkaði íii,
að Geirbrúður kæmi í ágúsf
til Stokkhólrns og heimsækti
þau. Hann sá fyrir sér vin--
gjarnlegt andlit Lísbetar og
hlakkaði til að gsta italað um
Geirþrúði við hana.
Hann hafði oft skfifað bróð
ur sír.um iöng bréf, full hrifn
ingar á Geirþrúði, en aldrei
fengið nokkurt sVar. Minthe'
málafærslumaður hafði skrif
að um allt mögulegt annað
en það eina, sem hann helzt
vildi heyra um. Hann vissi
ekki enr þá, hvernig bróður
h'ans geðjaðist að Geirhrúði
og það gérði hann órólegán
að hann skyldi ekki vita báð.
Hann hefði svo gjarnan viljað
að þeSsar tvær mar.neskjur,
sem honum þótti svo vænt
um hefðu getað orðið vinir.
Lísbe-t hafði undir eins skrif-
að honum og. sagt honum.
hve vel henni geðjaðist að
Geirþrúði. En frá bróður sín
um hafði hann ekki heyrt
orð.
Þegar hann gekk þarna í
bönkurn heyrði hann ein-
hvern tala og annar tvíbur-
anna kom barna upp á veg-
inn við hlið har.s.
,,Hvað er hans hátign að
hugsa. um? Er hann, að húgsa
um að unnustan hans sé íar-
in til Málmeyjar með öðr-
um?“ sagði Linda og skyrpti
Skrá yfir aðaLniðurjöfnuin útsvara í Hafnarfirði
tyr,ir ériS 1948 fliggur fraxnmi almenningi til sýnis í sfcrif-
stofum bæjarins í Ráðhúsinu frá 30. júní til 13. júlí n.k.
að háðum dögum meðtöldum, á venjulegum skrifstofu-
tíma.
Kærur yfir utsvörum sfculu afhentar íormanni nið-
tirjöfnunarnefndar eigi síðar >en 13. júlí n.fc.
Hafnarfirði, 29. júní 1948.
BÆJARSTJÓRINN.