Alþýðublaðið - 09.07.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.07.1948, Blaðsíða 5
Fcstudagurinn 9. júK 194^ '?rj Innflutnin TÍMINN skrifaði hér á dög Unum um leyfisveitingar við skiptanefndar, og lætur mik ið, eins og oft er venja í þeim herbúðum. Það má segja að ekki gæti rnikillar nákvæmni með töl- nr í grein blaðsins og hún er nppbyggð þannig að hún virð Íst helzt gerð til þess eins að ausa auri á þá menn, sem að leyfisveitingunni standa. Nú hefði mátt ætla, að Tím inn ætti greiðan aðgang að fulltrúa sínum í viðskipta- nefnd- sem ekki er þekktur fyrir að fara með staðlausa stafi. Hefði blaðið getað feng ið hjá honum réttar og sann- ar upplýsingar. Blaðið hefði líka getað spurt hann. hvort han n hefði nokkra sérstöðu um leyfisveitingar, t. d. hvort hann hefði til þess að halda nppi merki flokks síns. greitt latkvæði á móti þeim leyfum almennt, sem þegar hafa ver ið veitt á árinu. Er Tímanum hér með bent á, að eiga við- ifal við fulltrúa- sinn í við- skiptanefnd útaf þessum leyf isveitingum og fá hjá honum þær upplýsingar, er blaðið óskar eftir. ! Sannleíkurinn er sá, — að iim s. 1. áramót voru fram- lengd gjaldeyris og innflutn- Éngsleyfi hjá viðskiptanefnd Jiær 100 millj. króna. Hinn 1. júní s. 1. var búið að veita gjaldeyris og innflutnings- leyfi í viðbót fyrir um 145 jnillj. króna; þannig, að það er rétt. að með framlenging- Unum kemur alls út upphæð- Ín 245 millj. króna. En sá er skilsmunurinn, að fyrstu 5 mánuði ársins eru veitt gjald eyris- og innflutningsleyfi íyrir um 30 millj. króna á imánuði fyrir utan áðurnefnd ar framlengingar. Til viðbótar má geta þess að fjárhagsráð hefur veitt viðskiptanefnd heimild til að veita frá 1. júní til 10. á- gúst þ. á. vöruleyfi fyrir 34 milljónum króna; þannig, að gera má ráð fyrir. að 10. ágúst n. k. verði leyfisveiting ar fyrir vörur, þar með tald- ar þær veitingar, sem fjár- hagsráð framkvæmir, (fjár- hagsráð veitir leyfi fyrir svo- nefndum , kapitalvörum“), upp undir 300 milljónir króna. í fyrra, eftir að viðskipta- nefnd tók við störfum. voru veitt gjaldeyris- og innflutn jngsleyfi frá 1. ágúst til 31. desember. um 80 millj. króna, og skal hér slegið upp smá dæmi fyrir Tímann: Gerum ráð fyrir, að gjald- Seyrisleyfi eingöngu nemi á. öllu árinu 1948 80 millj. króna. Gjaldeyris- og innflutn ingsleyfi hafa til 10. ágúst Verið veitt fyrir 290 millj. króra: og gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi verði veitt frá 10. ágúst til 31. desember fyrir 80 milljónum króna, — þ. e. gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi samtals á árinu fyr Sr 370 millj. króna. Þetta hvort tveggja gerir leyfi fyrir 450 millj. króna. Gera má ráð fyí/ir að 10% íaf gjaldeyris- og innflutnings leyfum þessum verði onýtt ieða leyfi fyrir 37 millj. króna, gnnfremur að um næslkom- andi áramót verði ónotuð leyfi vegna afgreiðslutregðu í innkaupalöndur.um um 14% af sömu upphæð 370 millj. króna, þ. e. leyfi, sem þurfi að framlengja um n. k. áramót, 53 millj. krónai 'Sam tals ónýt leyfi og í framleng ingu um 80 millj. króna. Sé sú upphæð dregin frá 450 milljónum króna út 370 mill jórir króna. sem er nokkuð lægri upphæð en á áætlun uni ú.tflutning ársins í ár. Farið skal örfáum orðum um þennan útreikning hér að framan. Það er ábyggflegt að aldrei í sögu gjaldeyrisnefndarinn- ar gömlu, viðskiptaráðs eða nú viðskiptanefndar hefur minna orðið ónýtt af veittum vöruleyfum en 10% af brúttó veittri upphæð og líklega oft ast meira. Um þetta þarf ekki að deila; þar er reynsl- an ólýgnust. Þá eru það leyfin í fram- lengingu um áramót. Mjög mikið af vörum, sem þegar er búið að veita leyfi fyrir á árinu, koma ekki fyrr en á næsta ári. T. d. má nefna mest allt efni í síldarnætur fyrir árið 1949, efni til ým- issa mannvirkja, ýmsar bygg ingarvörur o. fl. o. fl. Þá er þess að gæta. að í þeirri eft- irspurnarhríð, sem nú er í heiminum eftir mörgum vörutegundum. má búast við að nokkuð af þeim leyfum, sem veitt eru seinni hluta ársins, verði ónotuð um n. k. áramót. Má búast við að 14% af 370 milljónum séu því of lág tala. Það má ef til vill segja, að 80 millj. króna dugi lítið í 5 mánuði til leyfisveitinga fyr ir vörum; en þetta tókst nú viðskiptanefndinni í fyrra að gera, og má gera ráð fyrir, að henni takist það líka í ár, ef með þarf. Hitt er annað mál, ef síldin bregzt fyrir Norðurlandi í sumar. þá verður að skera margt niður; en enn sem komið er, er eng in ástæða að reikna með því. Það er vel til fallið hjá Tímanum, að nefna þessar háu tölur skýringarlaust. En hve vandaður slíkur mála- flutingur er. það er mál út af fyrir sig. Alla tíð síðan höml- ur komu á innflutning, hefur venjan verið sú, að leyfis- veitingar fyrir vörum færu fram fyrri hluta ársins; svo er einnig nú. Margar vörur, sem notast við framleiðsluna og bygging ar, verða að fást fyrri hluta ársins. eða að minnsta kosti veita leyfi fyrir þeim fyrstu mánuði ársins. Um þetta myndu þeir í SÍS og fulltrúi Framsóknarflokksins { við- skiptanefnd geta frætt blaðjð. Svo er eitt, sem er.höfuðat riðið í þessu máli-og það er: Hvaða vörur eru það sem búið er að veita leyfi fyrir, samtals um 245 millj.: Það skal upplýst í stórum dráttum og fer hér á eftir nokkuð tæmandi skýsla, sem blaðið hefur fengið hjá full- trúurn Aiþýðuflokksins í við- skiptanefnd: Veitt gjaldeyris- og inn- fiutningsleyíi ásamt fram lengdum leyfum frá 1. janú ar til 1. júní 1948. I. flokkur: Matvörur, aðal lega kornvöru til mann- og' skepnueldis 17,3 milij. króna. Ií. flokkur: Allskonar ávexí ir: þar með taldar kartöflur 3,5 millj. króna. III. flokkur: Kaffi og syk- ur nær eingöngu 4,73 millj. króna. IV. flokkur: VefnaSarvara, aðallega dúkar úr baðmull, vinnufatanefni. garn og tv- inni, nærfatnaður, vinnuvetl ingar, sjóklæði o. m. fl. 10,7 millj. króna. V. flokkur: Gúmmístigvél, skófatnaður, skóhlífar og inni skór. Stærstuliðirnir gúmmí, sjóstigvéi og skammtaður skófatnaður 5,4 millj. króna. VI. flokkur: Byggingarvör ur allskonar; þar er stærsti liðurinn timbur (7.7 millj. kr.) krossviður, harðviður, sement, smíðajárn, steypu- styrktarjám, pípur og pípu- hlutar. saumur og skrúfur, rúðugler, linóleum, aúk ýmissa annara vörutegunda, ógreindra 35,73 millj. króna. VII. flokkur: Útgerðarvör- ur allskonar. Helztu vörur: kol, olíur, benzín, herpinæt- ur og önnur net (7.2 millj. kr.) ýmis veiðarfæri, kaðlar, vír- ar, hessían, síldartunnur, lýs istunnur og efni í þær, tómir pokar (3.7 millj. kr.), pappír til fiskumbúða, pappi í fisk- kassa, efni í niðursuðudósir, ammoníak auk ýmissa annara útgerðarvara 45,2 millj. króna. VIII. flokkur: Helztu vöru tegundir: Landbúnaðarvélar (fyrir 5 millj. kr.), girðingar- efni, fræ og plöntur, auk ým- issa annara landbúnaðarvará 7,89 millj. króna. IX. flokkur: Helztu vöruteg undir: Skip (15.5 millj. kr.), flugvélar og varahlutir, mót orvélar, frystivélar, síldar- vinnsluvélar, niðursuðu- og fiskvinnsluvélar, sauma- og prjónavélar, smíðavélar á járn og tré, vélar til ýmiskon ar iðnaðar, varahlutir til mót or- og frystivéla, varahlutir til annara véla, auk ýmiskon ar annara tækja 51,47 millj. króna. X. flokkur: Helzíu vörur: Timburhús Hef kaupanida að' timb'urhúsi ésa-mt lítilli lóð innan Hringbrautar. OLAFUR ÞORGRIMSSON hrl. Aústurstræti 14. Sími 5332. 4- í sambandi við byggingu síldarverksmiðju við Ör firisey óskast tilboð í eftirfarandi verk: 1. Að rifa flugvélaskýli, sem nú standur á Patterson flugvelli við Keflavík. 2. Að fíytja stálgrindina úr skýlinu á byggingarstað við Örfirdsey. 3. Að reisá. grindina úr skýlinu á tilbúnar undirstöður á byggin'garstað. Verkinu ska’ að ful'lu lokið fyrir 1. septernber næst- komandi. Trlboðum sé skilað á skriístoíu vora i Reykjavík fyrir 15. júlí n.k. H.F. KVELÐÚLFUR. Búsáhöld, smíðaáhöld og| handverkfæri aug mjög smárra Iiða 3.07 millj. króna. XI. flokkur: Allskonar vör ur til iðnaðar; svo sem: Til smjörlíkisgerðar (4,1 millj. kr.), skó- og söðlasmíði, máln ingargerðar, veiðarfæragerð- ar (4.05 millj. kr.), raftækja- gerðar, til ýmissa iðngreina, auk ýmissa smærri liða 15,3 millj. króna. XII. flokkur Hreinlætisvör ur allskonar 1.0 millj. króna. XIII. flokkur: Pappír alls- konar. Helztu liðir: Blaða- appír, bókapappír, bækur og tímarit (0,5 millj. kr.), um- búðapappír, auk smærri liða 4,8 millj. króna. XIV. flokkur: Hljóðfæri og nótur 0.27 millj. króna. XV. flokkur: Rafnmagns- vörur allskonar: Helztu liðir: Raflagningaefnji, jarðstreng- ur, rafmagnsmótorar, síma- efni og talstöðvarefni og vél- ar til virkjunar (3,9 millj. kr.) auk ýmissa smærri liða 18,13 millj. króna. XVI. flokkur Úrsmíðavör- ur, úr og klukkur 0,51 millj. króna. XVII. flokkur: Einkasölu vörur: Aðalliðirnir: Tóbak, á fengi, viðtæki og varahlutir, tilbúinn áburður (3,8 millj. kr.), 8.51 millj. króna. XVIII. flokkur: Allskonar vörur, lyfja og hjúkrunar- vörur, smjör, ýmsar fram kvæmdir auk margra smá liða 11.80 millj. króna. Samtals er þetía 245.27 millj. króna. (Þar af er fært á nýbygg- ingarreikningi 52.55 millj. króna). Þeim mönnum, er við- skiptanefnd skipa, hefur efa- laust verið það ljóst. þegar þeir tóku við störfum í ágúst- byrjun 1947, að þeirra biði erfitt verkefni, og mun reyndin og hafa orðið sú. Hverjum þeim, er fær það vandasama hlutverk að deila út til landsins barna leyfum fyrir innkaupum á nauðþurft um, má vera það ljóst, að rekstrarvörur og matvörur verða að sitja þar í algeru fyrirrúmi, auk einhvers til að klæða fólkið í landinu. Kapí- talvörur, vélar og verkfæri verða svo að koma næst. Hef- ur og sézt, að góðir rithöfund- ar Tímans hafa heimtað al- veg skefjalaust, að slíkar vörur sem þær síðast töldu yrðu veittar. Við því er ekk- ert að segja; en það er í ó- samræmi við kröfur blaðsins um innflutning annars vegar og ádeilur á of miklar veit- ingar hins vegar. Það verður að undirstrika, að meginhluti af leyfisveit- ingum viðskiptanefndar og fjárhagsráðs er fyrir bráð- nauðsynlegum vörum. Hitt, sem ekki eru taldar nauð- synjavörur, eru vörur, sem ríkissjóður hefur stórtekjur af, svo sem: tóbak, áfengi, iðnaðarvörur til sælætis- og ölgerðar, auk fleiri vöruteg- unda. Menn deilir mjög á um, hve rúm leyfi sku'li veita fyrir vefnaðarvöru, en af þeirri vörutegund fær ríkið miklar tekjur. Áætlun fjár- hagsráðs gerir ráð fyrir 20 millj. króna innflutningi í þessum flokki; er það helm- mgs niðurskurður frá síðasta ári eða vel það. Það hefur sjálfsagt þótt viðurhlutamik- ið að minnka þennan lið meira, bæði séð frá því sjón- armiði, að ríkissjóð vantar tekjur, og eins hinu, að fólkið í landinu þarf að klæðast. Viðskiptamálaráðherra upp lýsti nýlega, að tveir þriðju hlutar af innflutningnum væru kapítalvörur og rekstr- arvörur. Rekstrarvörurnar eru svo nauðsynlegar, að ekki þarf á neinn að deila fyrir innflutning á þeim. Þær eru eins nauðsynlegar þjóðarbú- inu og maturinn skepnunnj En því má þó bæta við hér, að enda þótt áætlun fjárhags- ráðs um innflutning í ár geri ráð fyrir þessari skiptingu, sem viðskiptamálaráðherra talaði um, þá er reynslan sú, að af þeim 245 millj. króna í gjaldeyris- og innflutnings- leyfum, sem búið var að veita 1. júní, voru kapítalvörur og rekstrarvörur um þrír fjórðu hlutar af allri upphæðinni. Þetta talar sínu máli og sýnir einmitt gætni og aðhald hjá gjaldeyrisyfiryöidunum, að spara svo vel aðra liði. Verð- ur þó hver að dæma það eftir sínu höfði. Það má vel vera, að kapí- talvörur séu of stór liður á áætluninni; en þó eru þær ekki nema hluti af þeim ósk- um, sem almenningur ber fram. í því sambandi verður hér ekki komizt hjá að nefna sérstaklega einn lið í inn- Framhald á 7. síðu.-, J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.