Alþýðublaðið - 09.07.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.07.1948, Blaðsíða 4
4 <> FöstttdaguiSim 9. í j#f ÍL948. Útgefandl: Alþýðuílokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýð^prentsmiðjan huf. EF BANDARÍKI NORÐ- UR-AMERÍKU hefðu setið hjá í annarri heimstyrjöld. inni, hefði Hitler mjög senni- lega unnið hana. Og að minnsta gosti er óhætt að fullyrða, að Hitler hefði aldrei verið sigraður án í- hlutunar þeirra og þess þunga lóðs, sem þau lögðu í vogar- skál styrja'ldarinnar. Það var ekki einasta, að Bandaríkin sendu milljóna- her til Evrópu til þess að skakka leikinn og bjarga frelsi og lýðræði hins gamla heims, sem ógnað var af nazismanum; þau sendu jafnframt hinum aðþrengdu þjóðum, fyrst og fremst Bret- um og Rússum, vopn og vistir £yrir tugþúsrtndir miRjóna dollara, samkvæmt hinum svokölluðu láns- og leigulög- um, til þess að styrkia þær í hinni sameiginlegu baráttu * Eftir stríðið var Evrópa í rústum. Og það, sem máske var enn verra: Þá kom í Ijós, að þrátt fyrir hinn sameigin- lega málstað í styrjöldinni, í vörninni og síðar í sókninni gegn þýzka nazismanum, varð engu samkomulagi náð með Vesturveldunum, Banda ríkjunum og Bretlandi, ann ars vegar og Rússlandi hins vegar um viðreisn álfunnar. Þá komu Bandaríkin fram með hugmyndina um Mars' halláætlunina, — viðreisn Vestur-Evrópu með fjárhags- legri aðstoð þeirra. Það má segja, að það sé aðeins rök- rétt áframhald á láns- og Ieiguhjálp Bandaríkjanna á ófriðarárunum. Upphaflega var og Marshallhjálpin boðin allri Evropu; en Rússland sagði nei og bannaði grann- ríkjum sínum að þiggja hana eða taka nokkurn þátt í sam- eiginlegu átaki Évrópu til viðreisnar. Það hafði fúslega þegið og meira að segja frek- lega gengið eftir láns- og leiguhjálp Bandaríkjanna á ófriðarárunum; en nú var Hitler sigraður fyrir hið mikla átak Bandaríkjanna, en einnig með frækilegri vörn og sókn Rússlands sjálfs; og nú hélt það, að tími komm- únismans væri kominn í Ev- rópu,.ef nógu lengi tækist að ala á eymd og öngþveiti eftir styrjöldina; og í augum þess urðu Bandaríkin, sem björg- uðu því frá hruni á ófriðarár- unum, að hötuðum þröskuldi, sem væri í vegi fyrir alger- um yfirráðum Rússlands í Evrópu. * Menn reyni nú að setja sig í spor Bandaríkjamanna í Hryssingur og ruddi. — Eíur hver eftir öðrum. — Ferðaiagið til útlanda. — Miidll áhugi. — Umhverfi Mjólkurstöðvarinnar. — Nýir gras- blettir við Hringbraut. Veona sumarlev fa Sveinn I verður verkstæði okkar Iokað frá 17. júlí til 2. ágúst að báðum dögimi meðtöldum. ígifsson h.í. MAÐUR GAT allt af búisí við hraglanda þegar við undirrituð um samningínn, sem kendur er við Marshall, hinn ameríska, en þó mun bölvaður ruddinn í blaði kommúnisía næstum því koma mönnum á óvart. Það er svo að sjá að þeir hafi umsnúist, enda verður maður næstum því skít ugur á höndunum við að lesa blað þeirra, þó getur maður brosað við og við. í gær hirtir blaðið fregn frá Stokkhólmi og segir þar frá ummælum „Þjóð- viljans“ þar í horg. Á morgun kemur svo tilvitnun í önnur kommúnisíablöð í Evrópu. Ekk ert er líklegra en að ummæli „Þjóðviljans" um sama mál séu birt í þessum sömn blöðum þessa dagana. Þetta getur maður kall að alþjóðlega samvinnu. „FERÐALANGUR" skrifar mér á þessa leið. „Mér þótti vænt um pistilinn þinn þar sem sú stingur upp á því, að við efn um til hópferðar næsta sumar til annara landa og frumkvæði bréfritara þíns er líka lofsam legt. En skýzt þó skýr sé. Loch Lomond er vatn en ekki fjörð- ur — og Loch Long er ekki til svo ég viti. Annað er það einnig sem ég vil ræða við þig. Mér finnst að ekki nái nokkurri átt að farið sé að efna til farar til Noregs eða Danmerkur. Við eig um að fara til Ítalíu eða Suður- Frakklands. Sú för yrði sízt dýrari en för til Norðurland- anna.“ „EN ÞETTA ER allt hægt að áthuga þegar fram líða stundir. Ég treysti þér og öðrum góðum mönnum til að rannsaka mögu- leikana fyrir því að efnt verði til svona farar næsta vor eða sumar. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og tel ég bezt að nú þeg ar verði snúið sér að því að fá þetta fram. Viltu nú ekki hafa forustuna fyrir þessu, að minnsta kosti að hrinda þessu af stað? Ef þú vilt ekki vera með í framkvæmdinni sjálfri geturðu dregið þig í hlé. Annars er vit- anlega bezt að Ferðaskrifstofan taki málið að sér. Ég er farinn að bers traust til þeirrar stofn- unar“. ÞETTA SEGÍR FEF ÐALANG UR — og ég veií að hann er víð förlari en flestir aðrir. Fleiri en hann hafa skrifað mér og hingt til mín út af þessu máli og er auðfundið að mikill á- hugi en á því. Menn geta að sjáifsögðu deilt um hvert skuli fara, en það verður ákveðið af fáum og síðan tilkynnt um þátt tökuna. Það er ekki líklegt að mikið yrði úr förinni ef allir ættu áð ráða hvert farið yrði. En fyrst er nú að athuga allar aðstæður, reyna fyrir sér um skip og annan kost til svo mik illar ferðar. Loch Lomond er vatn, en ekki fjörður. — Og það er ekkert verra fyrir það. Loch Long, ekki til! Hver sagði að það þyrfti endilega að vera til? ÉG SÉ að Mjólkursamsalan er að prýða kringum Mjólkur- stöðina. Svæðið að veginum hef ur verið lagt þökum og lítur nú öðru vísi út en áður meðan þar var svartur moldarbyngur. Nú er hlýrra og myndarlegra kring um þetta merka hús, sem á nú orðið álíka sögu og þjóðleikhús- ið, en svo virðist sem upp sé að koma keppni um það hvort taki fyrr til starfa. ÞÁ ER NÚ VERIÐ að þekja grasbletti við Hringbraut í Aust urbænum. Vonandi fer ekki fyr ir þeim eins og hinum fyrri gras blettum þarna. Að minnsta kosti mun það ekki ganga hljóðlaust að þeir verði gerðir að bílstæð- um. Hannes á horninu. eifiii viiai anreytta a- lagningu en verja tekjuaukanum tl! tog- arakaupa og annnarra framkvæmda NIÐURJÖFNUNARNEFND, bæjarráð og bæjarsíjórn samþykkja að lækka álagningu útsvara um 10—65% hlutfalls- lega frá því sem var s.I. ár. Framtöl og eignakönnun sýndu stórhækkaðar tekjur og eignir fólks, og fór álagning útsvar- anna við fyrstu yfirferð langt fram úr áætlun. Alþýðuflokkur- inn Iagði til að fengið yrði leyfi félagsmálaráðxmeytisins til að hækka fjárhagsáætlun bæjarins um þessa upphæð, en. hinir flokkarnir í niðurjöfnunarnefnd, hæjarráði og bæjarstjórn felldu það. Vildi flokkurinn að þær tekjur, sem þannig fengj- ust, yrðu notaðar til togarakaupa og annarra arðhædra fram- kvæmda. Gisfihús opnað að Búðum NÆSTU ÐAGA verður cpnað gistihús að Búðum á Snæfeiisnesi og verður það rekið á vegum Félags Snæfell inga og Hnappdæla. Forstöðu kona gistihússins er Kristín Jóhannsdóttir. Gistihúsið mun taka á móti fólki til sumardvalar og er félögum í Snæfellinga- félaginu bent á, að þeir geta tryggt sér þar gistingu í sum arleyfum sínum , ef þeir panta sem fyrst herbergi hjá for- stöðukonunni. Álagningu aukaútsvara í Akureyarbæ er nýlokið. Jafna skyldi niður röskum fimm milljónum króna. Nið- urjöfnunarnefnd notaði sama skattstiga og sl'. ár. Einnig fyrir rekstursútsvör. Þegar lokið var fyrstu yfirferð kom í Ijós að nefndin hafði nær hálfa millján króna fram yf- ir það, sem fjárhagsáætlun bæjarins ákvað að jafna iskyldi niður. Fulltrúi Alþýðu flokksins bar þá fram eftir- faran.di tillögu í nefndinni, eftir að hafa ráðfært sig við fulltrúa flokksins í bæjar- stjórn og fleiri áhrifamenn innan flokksins: ,-Þar sem í ljós hefur komið við álagningu út- svaranna nú — sem fram kvæmd hefur verið eftir isömu reglum og síðasta ár — að upphæð sú, sem /dt hefur komjið', er all miklu hærri én fjárhags- áætlun bæjarins fyrir þetta ár gerir ráð fyrir, og í öðru lagi auki hag þeirra efnalega og tekju lega, samþykkir nefndin að leggja til við bæjar- stjórn, að ekki sé af þess iari upphæð slegið og bær inn sæki þegar um leyfi i’ffálagsmálaráð uneýtisins til að hækka fjárhagsá* * ætlunina um þá upphæð, sem hér um ræðir og verði fé því, sem fæst á þennan hátt, varið til tog arakaupa og annara arð- berandji framkvæma í bænum, sem stefna að aukinni atvinnu og bæt- andi hag bæjarhúa“. Þegar á fund iniðurjöfnun- arnefndar kom. en það var sá fundur er ganga átti frá bókun og undirrita útsvars- skrána, lenti allt í þjaski og jafnvel persónulegum skömm um. Felldu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknar og kommúniista tillöguna í einum kór. Þá bar fulltrúi A1 þýðuflokksins fram tillögu um að frestað yrði að undir- rita skrána og gerðabókina þangað til bæjarstjórn hefði fjallað um málið, en því yrði skotið til hennar þegar í stað. Þessa tillögu felldu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Fram isóknar en fulltrúi kommún- ista greiddi henni atkvæði. Eftir þessa meðferð í niður- jöfnunarniefnd, tóku bæjar- fulltrúar Alþfl. málið upp í bæjarstjórn og kröfðust auka jFrh. á 7. siðu.) sambandi við þessar deilur. Þeir áttu engan þátt í þeim viðburðum, sem leiddu til annarrar heimsstyrjaldarinn- ar, frekar en í þeim, sem leiddu til hinnar fyrstu; en þeir vita, að þeir hafa í báð- um þessum styrjöldum ráðið úrslitum, — komið ‘lýðræðis- þjóðunum í Evirópu til hjálp- ar, hernaðarlega og fjárhags- lega, til þess að hindra ofur- vald og kúgun eins ríkis í Ev- rópu. Bandaríkin hafa ekki gert þetta af neinum mannkær- leika, sem þeim sé eiginlegur umfram önnur ríki. Þau hafa gert sér það ljóst, að al- ger sigur eins herveldis í Ev- rópu myndi fyrr eða síðar ógna öryggi hins nýja heims. En Bandaríkin langar eðli- lega ekkert til þess, að senda unga syni sína á blóðvöll í Evrópu í þriðja sinn. Þess vegna gera þau nú með Mars- hallaðstoðinni — áframhaldi láns- og leigulaganna á ófrið- arárunum — ýtrustu tilraun til þess að reisa Eytrópu úr rústum eftir ófriðinn. Þau gera sér Ijóst, að það var ekki nóg að sigra Hitler, að það væri ekki nóig að vinna stríðið; það yrði líka að vinna friðinn. Það stríð er nú að byrja með Marshalláætluninni; og svo merkilegt, sem það er, — það stríð verður að heyja við Rússland og agenta þess og aðdáendur úti um allan heim. Fyrir nokkrum árum tign- uðu þeir að vísu Bandaríkin fyrir láns- og leiguhjáip þeirra við Rússland; en nú eiga Bandaríkin að vera í- mynd alls hins illa í veröld- innd af því. að þau vilja isjá árangur af stríði sínu gegn nazismanum og tryggja frið í Evrópu. Andstæðingar Marshall- áætlunarinnar, en það eru fyrst og fremst kommúnistar og aðrir agentar Rússlands, segja: Bandaríkin hafa boðið j Marshallaðstoðina aðeins vegna þess, að þau þurfa nýja markaði í Evrópu til að bjarga sjálfum isér. frá fjár- hagskreppu. Um þetta skal ekkért sagt; það má vera, en mun ávalít verða ósennilegt. En jafnvel þótt satt væri: Hver ætlar sér þá dul, að heimta, að Bandaríkin ein fórni sér fyrir allan heiminn og geri ekki einu sinni kröfu til þess, að siá sjálfum sér farborða um leið? * í stuttu máli: Marshall- áætlunin er beint áframhald á láns- og leigulögum Banda ríkjanna á ófriðarárunum. Láns- og leigulögin voru til þess að vinna stríðið fyrir vestrænt frelsi og lýðræði; Marshallaðstoðini er til þess að vinna friðinn fyrir sömu hugsjónir. . /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.