Alþýðublaðið - 21.08.1948, Page 4
4 «
Þegar mælskumenn allra flokka ganga allir sam-
an í einn flokk. — Haugasjór á einum fundi. —
Fegrunarfélagið og félagar þess. — Hvað á
barnið að heita?
Útgefsmðl: AlþýSnílokkortiia.
Kitstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjómarsímar: 4901, 4902.
Anglýsingar: Emilía Möller.
Anglýsingasimi: 4906.
Afgreiðslnsimi: 4900.
r Aðsetnr: Aiþýðnhúsið.
Álþýðnprentsmiðjan bJ.
Sami graufur í
sömu skál
RITSTJÓRNARGREIN
ÞJÓÐVILJANS í gær er
glögg sörinun þess, að komm
únistar óttast meira en lítið
þing Alþýðusambandsins á
komandi hausti og dóm alþýð
unnar yfir þeim fyrir óstjórn
þeirra á heildarsamtökum ís
íenzks verkalýðs og flokks
pólitíska misnotkun þeirra
Tilefni ritsmíðar þessarar
er grein Helga Hannessonar
hér í blaðinu fyrir tveim-
ur dögum um undirbún-
ing kommúnista varð"
andi Alþýðusambandsþing
ið og sú uppljóstun hans.
að þeir séu nú önnum kafnir
að skipuleggja ný óhæfuverk.
Málflutningurinn í um-
ræddri Þjóðviljagrein er
sami grautur í sömu skál og
borinn er á borð fyrir les-
endur blaðs þessa svo til á
hverjum útkomudegi þess.
Þar er engin tilraun gerð til
þess að hrekja rök greinar-
innar. sem komið hefur skrif
finnum kommúnistáblaðsins
eftirminnilega úr andlegu
jafnvægi. Ritstjórnargreinin
er samsafn þeirra fúkyrða
':sem kommúnistar beta jafnt
í ræðu og riti. Eina málefnið,
sem finnanlegt er í grein-
inni, er sú staðhæfing, að and
stæðingar kommúnista, að
manni skilst urtdir forustu
Helga Hannessonar, séu að
skipuleggja klofning alþýðu
samtakanna.
*
Frægur erlendur stjórn
málamaður komst einu sinni
svo að orði. að fúkyrðum
þyrfti aldrei að svara, því að
þau dæmdu sig ævinlega
sjálf. Brigzlyrði og persónu-
legar aðdróttanir í garð
Helga Hannessonar í um
ræddri Þjóðviljagrein eru
fúkyrði, sem ástæðulaust er
að elta ólar við þar eð þau
lýsa aðeins sálarástandi og
hugsunarhætti skri'ffinna
Þjóðviljans. "En. sú stæðhæf
ing, að Helgi Hannesson sé
verkfallsbrjótur, er svara-
verð vegna þess eins, að hún
er ekki aðeins aðdróttun í
hans garð. heldur jafnframt
vitnisburður Þjóðvitjans um
verkalýðsfélagið Baldur á
Isafirði og jafnframt verka-
lýðshreyfinguna um land
allt.
Það er táknrænt fyrir
kommúnista, að þeir telja það
verkfallsbrot, þegar andstæð
ingar þeirra í verkalýðssam
tökunum neita að dansa eftir
púkablístru þeirra í politísku
verkfallsbrölti. Þessi mál-
flutningur sker úr um það,
að kommúnistar líta svo á,
að þeim sé ekki aðeins heim
ilt að reka erindi Kommún-
istaflokksins innan verkalýðs
hreyfingarinnar, heldur beri
ÞAÐ ER SKELFILEGT hvað
sumir menn geta verið mælskir.
Allir flokkar eiga sína mælsku
menn, og allir tala þeir á öllum
fundum flokks síns, sem þeir
hafa aðgang að. Hvernig fer
svo þegar stofnað er til félags-
skapar, sem allir geta tekið
þátt í? Þá koma allir mælsku-
mennirnir saman á einn stað og
menn geta alveg gert sér í hug
arlund hver útkoman verður.
Þar verður mælskuflóð svo að
ekki dugar neinn normal fund-
artími. Það þarf að minnsta
kosti einn dag til þess að þur-
ausa mælskubrunnana.
ÞETTA FENGUM VIÐ að
reyna á fundi fegrunarfélags
Reykjavíkur á fimmtudagskvöld
ið. Það var alveg dæmalaust,
hvað menn gátu talað um upp
aftur og aftur, og um sama
átriðið þvers og kruss. Og dæma
fáar voru líka hugmyndirnar
um hvert hlutverk félagsins
ætti að vera. Einn vildi, að það
gerðist einhverskonar skatt-
þegnasamband, sem tæki kverk
taki á skattanefnd og yfirvöld-
um út af of háum útsvörum,
annar talaði sig titrandi æstan
út af því að félagið ætti að sjá
um hagsmuni fasteignaeigenda
og helzt, að fá afnumin húsa-
leigulögin, þriðji vildi gera alla
borgarstjóra að heiðursformönn
um og sagði að þetta gæti eigin
lega ekki orðið neitt félag, ef
borgarstjóri, bæjarverkfræðing
ur og borgarlæknir sætu ekki á
öllum stjórnarfundum. Fjórði
hóf mál sitt með því, að segja
að hann ætlaði svo sem ekki að
eyða dýrmætum fundartíma, en
þvældi svo fram og aftur um
að félagið yrði að hafa hlut-
verk og lögin yrðu að segja til
um það.
EN ENGINN BOTN fékkst í
þetta. Og nafnið á félaginu.
Uppástungurnar voru víst milli
tuttugu og þrjátíu og einn kom
á einu blaði með um 10 uppá-
stungur. Og það vildu helzt all
ir tala um sína uppástungu og
aðrir á móti henni. Þetta var
orðin slíkt hringavitleysa að
undrum sætti hvað menn gátu
enzt til að láta sig' hringsnúasf
í henni.
ÞAÐ ER AÐ VÍSU vottur um
alþýðusamtökunum og for
lustumönnum þeirra að hlýðn
ast skilyrðislaust valdboði
þeirra og hjálpa þeim til að
framkvæma óhæfuverk, sem
eru ekkert annað en kommún
istísk spellvirki.
Ef Helgi Iiannesson og
verkalýðurinn á ísafirði hef
ur framið verkfallsbrot með
því að neita að taka þátt í
hi.nu pólitíska verkfalls-
brölti kommúnista, þá hefur
stjórn Alþýðusambandsins
tekizt að gera yerkamenn um
land allt að verkfallsbrjótum
með fíflaskap sínum og
hlýðni við flokksklíkuna í
Miðgarði. því að íslenzk al-
þýða reis upp gegn þessu
áhuga fyrir grundvallar málefni
félagsins hvað margir töluðu,
en einhver takmörk verða þó
að vera. Nafn félagsins verður
að greiða atkvæði um, og bezt
hefði verið að gera það á þess-
um fundi svo að úr því væri
skorið. Það var rétt, sem einn
mælskumaðurinn sagði, að nafn
ið skiptir minna máli en starf-
ið, þó að æskilegt sé að það sé
sem bezt. Ég felli mig bezt við
nafnið Bæjarprýði. Þáð er
rammíslenzkt og um það hef-
ur ætíð staðið ljómi, enda felur
það í sér allan tilgang félags-
ins.
UNDIRTEKTIR ALMENN-
INGS um þessa félagsstofnun er
mjög góð, en orðhengilsháttur
varð fyrsti fjötur um fót fyrir
starfsemi félagsins. Menn verða,
til dæmis, að gera sér það ljóst,
að félaginu var ekki ætlað ann
að hlutverk í upphafi, en að
vinna að fegrun bæjarins og
bættri umgengni, og að þessu
átti það að vinna með funda-
höldum, opinberum umræðum
og beinum framkvæmdum í
samráði við yfirvöld bæjarins.
ÞAÐ ER VITANLEGA alger
misskilningur, að nokkur einn
félagsskapur í borginni geti upp
á sitt eindæmi hafið einhverjar
framkvæmdir á bæjarlandinu,
án þess að hafa fyrirfram feng
ið samþykkt bæjaryfirvaldanna
fyrir því. Skilyrði fyrir því, að
félaginu verði eitthvað ágengt
er það, að fullkomin samvinna
sé milli þess og ráðamanna bæj
arins á hverjum tíma. Ég hef
áður sagt það að ég tel ekki
heppilegt að borgarstjóri sé for
maður félagsins. Hins vegar er
það alveg nauðsynlegt að full-
kominn trúnaður og velvild ríki
milli félagsins og hans — og ég
viðurkenni, að það eru rök í
því þegar menn segja, að bezt
sé að borgarstjóri sé ætíð for-
maður félagsins. Hann sé þá
fyrsti aðilinn, sem félagið á við
um áhugamál sín, að hann geti
hvorki borið stjórn félagsins of
urliði né félagið sjálft — og
því mæli allt með því, að hann
sé formaður. í þessu máli hafa
báðir partar mikið til síns máls.
EN — HVAÐ SEM deilumál-
pólitíska ævintýri og batt
enda á það, svo að fyrirætl-
anir Brynjólfs Bjarnasonar
og húskarla hans mistókust
með öllu.
*
Það er ástæðulaust að fjöl
yrða um þá staðhæfingu Þjóð
viljans, að andstæðingar
kommúnista í alþýðusamtök
unum séui að undirbúa klofn
irig Alþýðusambandsins. Sá
málflutningur er gamall og
viðbrenndur grautur. Þetta er
sem sé ekki í fyrsta skiptið,
sem kommúnistar saka and
stæðinga sína um óhæfuverk,
sem þeir sjálfir eru að undir
búa. Það er vitað mál, að
kommúnistar ætla sér að
(Frh. á 7. síðu.)
Laugardagur; 2.1. ágúst. 184jS
Ferðafélag íemplara
efnir til slkemmtifierðar að Geysi og GulKossi su.nnudag-
Lnn 21. þ. m. kl. 9 árdegás. Sama dag lefnár stúkan Sóley
nr. 242 til íþráttamóts við Geysi. Keppt vierðUr m. a. í 100
m. hkupi, lanigstökkd, hástökkii, þrístökiki, kriniglukasti,
kúluvarpi og ef til vill boðhkupi. Borin verður sápa í
Geysi og reymt vierður að ná fallegu gosi. Farseðl.ar í
Bókabúð Æskunn-ar, sími 4235, fyrir kil. 12 á morgun,
laugardag, og etftir hádiegi í sima 7329.
1 FERÐAFÉLAG TEMPLARA.
HJARTANLEGAR ÞAKKIR til allra þeirra,
er nær og fjær glöddu mig á áttræðisaímæii
mínu 19. þ. m. með heimsóknum, gjöfum og
skeytum, er gerðu mér dagirtn ógleymanlegan.
Guðmundur Sigurðsson,
Grjótagötu 12.
Auglýsing
frá viðskipfanefnd
um innköilun doilaraleyfa
Viðsfciptainefnidin hefur ákveðið að fcalla inn til
sikráninigar öll igildandii gjaldeiyris- og inmflutmingsleyfi,
sem fela i sér greiðslu í .dolhirum.
Fyrir því óskar nefodin eftir að lallir þeir, er slik
teyfi hafa í höndum, skuli senda þau iskrifstoífu nefndar-
innar, Skólavörðustíg 12, fyrir 1. sept. 1948.
Leyfumum skulu fylgja skrifleigar upplýsingar um,
hvaða ráðstaifanir hafi verið igerðar igegn ileyfum þess.um
og ef bindandi kaup hafa verdð Æest skv. þeim, skulu
sannarár fylgja.
Eftir birtirigu auglýsingar þessarar eru allar ráð-
stafanir til vörufcaupa igeign umrædidum leyifum óheimil-
ar, og leftir 1. sept. 1948 er óheiimil greiðsila og tollaf-
^reiðsk gegn leyfum þessum, nema á þau sé stimplað að
pau haifi .verið skrásett á ný.
Reykjavík, 20. ágúst 1948.
VIÐSKIPTANEFNDIN.
Kaupum Jkreinar
léreftstushur.
Alþýðuprentsmiðjan h.f„
halda hinum illa fengnu völd
um sínum í Alþýðusamband
inu, hvað sem það kostar.
Þeir eru hræddir við þungan
en verðskuldaðan dóm alþýð
unnar. Þess vegna undirbúa
þejr klofning Alþýðusam-
bandsins. en. hann á að fram
kvæma með þeim hætti að
refca verkailýðsfélögin úr
heilum landsfjórðungi úr A1
þýðusambandinu. þó að þau
nú sem áður kappkosti að
fylgja trúlega lögum sam
bandsins. Sök þeirra að dómi
núverandi stjórnar Alþýðu-
bandsins er sú ein, að þau
hafa ekki brotið lög sam-
bandsins og fallizt á að láta
skáttleggja sig ólöglega til
þess að kommúnistar fengju
handa milli aukið fé til
flokkspó.litískrar starfsémi
sinnar.
Því miður eru miklar líkur
til þess, að kommúnistum tak
izt að fullkomna smán sína
með því að kljúfa heildarsam
tök íslenzkrar alþýðu. Hitt
tekst þeim aldrei. að skella
iskuldinni af því óhæfuverki
á þá aðila í alþýðusamlökun
um,- sem gerðu Alþýðusam-
band íslands á sínum tíma að
musteri ís.lenzkrar verkalýðs
hreyfingar og líta nú á það
sem skyldu sína að reka hina
kommúnistísku ræningja það
an burt.