Alþýðublaðið - 21.08.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.08.1948, Blaðsíða 6
g ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 21. ágúsí 1948 Filipus Bessason hreppstjóri: Filipus Bessason: AÐSENT BRÉF. Ritstjóri sæll. Jafnan les ég „Landvörn" Jónasar míns og þeirra, þegar mér berst hún, — og jafnan mér til ánægju. Ég álít að þar ' sé á ferðinni blað eins og blöð eiga að vera, — hófsamt á ytra prjál, svo sem gosalegar fyrir- sagnir og slíkt; skrumfregna- laust og hógvært að málflutn- ingi. Sjálfur er Jónast vel læsi legur, þegar maður fær hann svona í framhöldum. Og stór- gáfaður hefur hann verið á sín um tíma: en umtalsfrómur varð hann ekki talinn og var það galli hans, virðist hvorutveggja hafa elzt af honum og vegur þá hvað móti' öðru. En svo merkilegar, sem mér þóttu greinarnar í síðastá tölu blaði' „Landvarnar" litust mér samt myndirnar enn merkilegri, á ég þar við myndir af „lista- verkum“, er þar birtust, og fylgdi með, að eitthvert félag í Reykjavík hefði í hyggju að reisa þser til borgarprýði á strætum og gatnamótum. Þetta tel ég mesta ráð; sjálfsagt að reisa þær. þar, sem lögreglan hemur ekki umferðina, og er ég viss um, að myndir sem þess- ar myndu beina mannfjöldan um á aðra „ómyndalausa" staði Annars virðist einmitt mjög margt keimlíkt með félaginu fyrrnefnda og myndum þess- um; — það er búið að vera lengi nokkuð að verki og hefur, að því er virðist, gert hitt og þetta til þess að vekja á sér athygli, án þess þó, að það væri formlega stofnað eða að neinu leyti fullgert; — myndirnar virð ast og enn ófullgerðar, en þó ætlaðar til að vekja á sér at- hygli. Skil ég ekki í þeim, sem eru með áhyggjur út af nafni þessa félags. Því ekki að kalla það „Óstofnaða félagið", eða hreint og beint „Félagið, sem ekki er til“. Annars verður því ekki neitað, að samtök þessi hafa göfugan tilgang, og hvers- konar maður er þessi Guðbrand ur, sem leyfir sér að gera gys að slíkum hugsjónamönnum. Maður gæti haldið, að hann væri ekki sem bezt innrættur. Sum- ir eru líka, ef marka má blöð- in, að fetta fingur út í það, að borgarstjórinn skuli vera for maður félags, sem halda á vak andi gagnrýni á gerðum borgar stjórnar. Kann vel að vera, að þetta sé ekki sem heppilegast, en ætti þó að geta blessast. Hef ég heyrt til dæmis, að Stalin sé formaður stjórnarandstöðunn ar í Rússlandi, og ber ekki á öðrum en margir séu ánægðir með það fyrirkomulag. Um fleira hirði ég ekki að skrifa að sinni, en bið fyrir kveðju til „Landvarnar11 með þökk fyrir komuna. Virðingarfyllst Filipus Bessason. hreppstjóri. LEÍÐRÉTTING. Sú hvimleiða villa varð við fyrirsögn hins snjalla hetju kvæðis Leifs Leirs „Fegrum bæinn“ að mynd hins frækna íþrótta- og Ólympíugarps var sett yfir. Biðjum vér bæði hlut aðeigendur og lesendur velvirð ingar á þessu. Leonhard Frank: HEILSUHÆLISSJÓÐS NÁTTÚKULÆKNINGA- FÉLAGS ÍSLANDS fást hjá frú MatthiHi Björnsdóttur, Laugav. 34 A, og hjá Hirti Hans syni, Bankastræti 11. Púsnlngasandur Fínn og grófur skelja- sandur. — Möl. Guðmundur Magnússon. Kirkjuvegi 16, Hafnarfirði. — Sími 9199. í Ijós efst á götunni, vappaði hálfhikandi og klifraði snuðr and yfir nakta húsmóður .sína, en tár hennar hrundu stöðugt ofan í lófa hennar. Kettlingurinn núddaði sér malandi utan í líkama henn- ar, sem hristist af ekka, því nú mátti dóttir malárans ekki lengur dveljast með móður sinni, en várð að fara út í heim, handalaus, með stúfana bundna aftur á bak. Matthildur reyndi að leita huggunar með því að þrýsta votu andlitinu ofan að kett- lingnum, sem hafði lagzt á milli arma hennar. Rauða bókin lokaðist. Kettlingur- inn skreið aftur á bak milli andlitsins á henni og hand- leggjanna og upp á herðarnar á henni, sem hristust af ekka og hringaði sig þar. Mamma min myndi áreið- anlega fara á bak við húsið og gæta að mér, áður en hún gerði nokkur kaup við skratt- ann, hugsaði Matthildur, þegar hún gekk heim á leið eftir engjaveginum og hlust- aði á glatt fuglakvakið. . Hún kallaði á ketlinginn sinn, en gat ekkert séð nema rétt í rófubroddinn á hon- um, sem hreyfðist gegnum þetta haf af grænu grasi eins og örlítill reykháfur á gufu- skipi. Reykháfurinn ýmist hækkaði eða lækkaði. En gufuskipið hafði breytt um stefnu, — reykháfurinn stefndi í áttina til hennar. Hún fann tekið í kjólinn sinn að aftán og Iaut áfram. I>eg- ar hún rétti úr sér aftur, náði kettlingurinn öxl hennar. „Föla kona, hvers þeitar þú hér?“ söng litla sjö ára gamla geitastúlkan, sem sat uppi í hlíðinni og var að prjóna rauðan sokk. Geiturn- ar þrjár litu upp. Kettlingurinn, sem sat í hnipri á öxlinni á Matthildi, opnaði gulgræn augun, þegar hann heyrði vagnskrölt. Hest iurinn (Matthildur hafði strokið honum, þegar hún sá hann fyrst fyrir þrem vikum) hægði á sér, nam staðar fyrir framan hana og horfði í aug- un á henni. Þá varð henni létt í skapi aftur- Matthildi fannst hver dag- urinn öðrum líkur — ofinn úr ævintýrum og dra-umum og hugmyndalífi barnsins; og þó vax hver dagur nýr leiðangur á hinni miklu rann sóknarför lífsins. Síðhærði töfraprinsinn, hvít og svartflekkótti fugla- hundurinn, sem hafði vonazt eftir þeim heim á hverri stundu, stóð fyrir framan byrgið sitt, alveg að rifna af vináttu og forvitni, krafðist skýringar á þessari löngu ferð þeirra gegnum skóginn, fyrst af kettlingnum, sem var stokkinn ofan af öxl Matt- hildar. En þessi litli, svarti hnoðri rann frám hjá honum og var kominn inn í húsið eins og honum hefði verið feykt af vindi. Hann hnykl- aði brúnirnar af sorg; hann snéri sér að hinni kvenver- unni. Eins og hann vissi það, að maður og dýr eru börn sömu leyndardómsfu'llu móð- urinnar, fór þessi álagaprins að gel-ta og krefjast síns bróð- urlega réttar. Matthildur kraup niður og gældi við hann og sópaði burtu hinni aldagömlu hindr- un, sem er á milii manns og dýrs. . Hver vöðvi í likama hans hreyfðist við snertingu þess- arar llknandi handar. Hann hnipraði sig saman og rétti úr sér og gapti af sælu. Því að nú var heimurinn og lífið einhvers virði aftur. Móðir hennar setti hádegis- matinn á borðið -— kartöflur og súrmjólk — og á gólfið undirskál með mjólk handa kettlingnum. En kettlingur- inn nuddaði sér utan í Matt- hildi og mjálmaði ámátlega. Hún íór út í skotið, kraup niður og flutti skálina. Kettlingurinn kom h'laup- andi. Hann setti krók á róf- una á sér í þakklætisskyni, svo lapti hann mjólkina af slíkum ákafa, að svartir kampar hans urðu löðraridi í mjólkurdropum- Móðir Matthildar hristi höfuðið yfir þessum kétti, sem heldur vildi vera hungr- aður en taka við mat af nokkrum öðrum og aldrei drap fugla, iaf því að hann sá Matthildi gefa þeim á hverjum degi. En hundurinn og hesturinn skynjuðu líka ást Matthildar á náttúrunni, og þeir elskuðu hana fyrir að létta þeim dýrs- tilveru sína. Rádýrin, sem þekktu morðfýsn mannsins og óttuðust hann, fóru hægt fram hjá henni, þegar þau voru á leið í vatnsbólið, og horfðu á hana rólegum aug- um, þegar kvöldsólin gyllti aílt og hún hallaði sér upp að viðarbol, hreyfingarlaus eins cg hluti af þessum skógi, sem hún lifði og hrærðist í.. Augu dýranna snertu sam- úðartilfinningu Matthildar eins og öldur frá leyndar- dömsfullri uppsprettu lífsins. Móðir hennar fileytti rjóm- ann rólega ofan af mjólkirini og setti á disk Matthildar, en tók sjálfri sér af því, sem undir va-r. Seinni hluta dagsins, þeg- ár sólin hell'ti brennandi geislum sínum yfir dalinn og hlíðarnar, misbunnarlaus við grasið og laufblöðin, sem engi-n gola bærði, gekk Matt- hildur yfir engin. í fjarska vair loftið eins og á hreyfingu — líkt og litlaust tjald. MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING VERKAMENNIRNIR sýna Nelson vinningalista Arnar, og Nelson lætur kalla í Örn og Kára. Þeir eru nærstaddir og ganga fram. NELSON: Það efast enginn um heiðarleik þessara herrá; en hvar fékkst þú þennan lista, Örn? ÖRN: Ég setti upp loftskeytastöð á hæð utan við borgina. NELSON: Þá hlýtur þetta að vera rétt, en það þýðir, að starfs- maður minn hefur verið að falsa vinningaskrána til þess að græða á henni sjálfur. — Þú ert rek- inn!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.