Alþýðublaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 4
■r . i: f»riSjudagur • 3íi^%ísl«ai4í' Útsefandl: AlþýSullokkvrÍBa. Ritstjóri: Stefán Pjetorsson. Fréttastjórl: Benedikt Gröndai Þingfréttir: Helgi Sæmnndssoa Ritstjómarsímar: 4901, 4902. Anglýslngar: Emilía Möller. Anglýsingasími: 4906. f Afgreiðslnsimi: 4900. ASsetnr: Alþýðuhnsið. rAIþýð»nrentsmiðjan hJ. Tvær spaugilegar kommúnistískar ferðasögur. ÞAÐ lætur víst nærri, að hvíldardagspistill Þjóðvilj ans á sunnudagmn var megi kallast skemmtilega vitlaus ritsmíð. Aiuðvitað er þar rað- að saman fúkyrðum og full- yrðingum, en það er svo á- berandi, hvað greinarhöfund- ur hefur verið andlega miður sín, að það er með öllu á- stæðulaust að taka málflutn- ing hans alvarlega. En þó er greinin athyglisverð af því að svona sbemmtilega vitlaus grein birtist ekki nema endr- um og eins á prenti. Hlið- stæðar ritsmíðar fara að sjálf sögðu venjulega beint í bréfa körfuna, en greinarhöfundur er að þessu'sinnj annar af ritstjórum Þjóðviljans, og þess vegna er þessi einstaki pistill nú á almannafæri- Greinarhöfundur segir frá því, að hann hafi fyrir skömmu tekizt á hendur smá ferðalag um sveitir landsins- Út af fyrir sig eru það engar fréttir, að Magnús Kjartans- son fái sumarleyfi eins og annað fólk. Hitt sætir tíðind- um, hvað maðurinn þykist hafa afrekað í sumarleyfinu. Hann segist sem sé hafa kom- ið í átta sýslur og átt tal við fólk, og honum virtist mikill meirihluti íbúanna vera á- kveðnir stjórnarandstæðing- ar!i * Manni fer að verða það meira en lítið undrunárefni, að Magnús Kjartansson skyldi ekki koma því í verk að semja orðabókina frægu, fyrst hann er slík hamhleypa til vinnu, að hann nær tali af íbúum átta sýslna á ferða- lagi í sumarleyfi sínu og fær að vita vissu sína um stjórn- niálaskoðanir þeirra. Slikur vinnugarpur á tvímælalaust ekki sinn líka á íslandi og naúmast, þótt víðar væri leítað. En skyldi hér ekki vera málum blandað og sannleik- urinn sé sá, að Magnús Þjóð viljaritstióri hafi fullyrt helzt til mikið? Væri ekki senni- legra, að þeir íbúar í átta sýslum, sem gáfu sér tíma til að skeggræða við hann um stjórnmálaskoðanir sínar um hábjargræðistímann, hafi ver áð flokksbræður hans og að þeir séu ekki fleiri en það að hverjum manni muni auðið að ná tali af beim á smáferða lagi í sumarleyfi sínu? Ef þessi hefur verið rau’nin, má kannski taka þau or-ð Magn- úsar Kjartanssonar trúanleg, að meirihluti þeirra, sem hann hitti og hafði tal af í ferðinni frægu, hafi verið stjórnarandstæðingar. En sannarlega er maðurinn Lagfæring á Þingvallavegi. — Tillaga bifreiðar- stjóra um ljósmerki við mynni Almarmagjár og á Kambabrún. — Ríkisútvarpið og hinn glæsi- legi sigur Baldurs Möllers. NOKKRAR LAGFÆRING- AR er verið að gera á Þing- vallavegi. Virðist, sem i ráði sé að lækka nokkrar hæðir og hækka veginn, þar sem hann er lækstur. Væri mikil bót að þessu, en þetta þyrfti að gera nokkuð víða á veginum svo að fujlu gagni yrði. Sagt cr að bifreiðastjórar gæti sín nú beí ur en áður var á þessum vcgi, og Ieggi það, til dæmis, ekki í vana sinn að fara fram úr bif- reiðum á blindum hæðum. BIFREIÐ AST J ÓRI, sem ég hitti á Þingvelli á sunnudag vakti athygli mína á einni um- bót, sem gott væri að gera við mynni Almannagjár. Bifreiða- stjórinn sagði. „Mynni gjárinn- ar er svo þröngt, að þar geta bifreiðar ekki mæzt. Hins veg ar hafa verið gjörð útskot svo að bifreiðar, sem koraa r.iður gjána geti farið inn á þau til að víkja fyrir bifreiðum,. sem koma upp. Vegurinn er allt of mjór og fyrir bifreiðar, sem eru að fara upp úr kjánni, er hann ákaflega hættulegur, ekkert má út af bregða, því að við tekur hengiflug. SUMIR BIFREIÐASTJÓRAR eru svo ósvífnir, að þeir víkja ekki á útskotin fyrir bifreiðum, sem eru að fara upp og „pressa“ þær því alveg út á brún hengi- flugsins. Hef ég tvisvar orðið fyrir þessu, og í bæði skiptin voru það unglingar, sem kornu á miklum hraða niður veginn og „pressuðu" mig alveg út á brúnina. Ég varð að nema st.að- ar í bæði skiptin með þeim af- leiðingum að ég igtlaði alls ekki að ná bifreið minni upp aftur í brattri brekkunni, en það er hættulegt og getur orðið til þess að bifreiðin hlýði ekki stjórn nógu örugglega en steýpist út af, aftur á bak. ÉG VIL LÁTA KOMA í veg fyrir að þetta geti átt sér stað með því að setja upp Ijósmerki við mynní Almannagjór, sem sýni hve nær fara má upp gjána og hvenær niður hana. Ég skil ekki í öðru en að svona ljós geti alveg komið að sömu notum á blindum beygjum eða við aðstæður eins og þarna eru, eins og þau gera sitt ágæta gagn á vegum, götum og gatna- mótum. Alveg eins mætti setja upp svbna ljósmerki á Kamba- brún, því að þar eru aðstæður líkar og ætti þá Ijósmerkið að gilda fyriir umferð um efstu brekkuna. „ÉG VEIT, að bifreiðaslys hafa ekki orðið mörg á þessum stöðum, en umferðin fer stöð- ugt vaxandi og þarna eru mjög hættulegir staðir, sem vert er fyrir vegaeftirlitið að hafa auga með. Og of seint er að af- stýra slysi, þegar það er orð- ið“. ÉG LÆT ÞESSA UPPÁ- STUNGU bifreiðastjórans ganga rétta boðleið til vegaeftirlitsins. Sjálfsagt er að athuga hana og og ég verð að segja það, að lengi hefur mér fundist dálítið glæfralegt að fara upp Almanna gjá. Hins vegar er engin hætta í því fólgin að fara niður gjána. KUNNUR BORGARI og á- hugamaður um íþróttir hringdi til mín í gærmorgun og spurði mig að því, hvort rétt væri, sem hann hefði heyrt, að Baldur Möller hefði unnið skákmeist- aratitil Norðurlanda í Örebro. Ég kvað það mundi vera rétt, því að ég hefði heyrt það sagt eftir hádegisútvarpinu á sunnu dag, þar sem ég var staddur ut an Reykjavíkur. „Það setur varla verið“, sagði borgarinn. „Þess var alls ekki getið í frétt um á sunnudagskvöld.“ ÞETTA VAR RÉTT hjá mann inum. Ég beið eftir kvöldfrétt- unum á sunnudag með eftir- væntingu eingöngu veg.na þess að ég hafði heyrt um hinn glæsilega sigur íslendingsins, stærsta sigurinn, sem við höfum unnið erlendis á kappmótum. En þess var alls ekki getið einu orði í þeim fréttum. Líkast til hefur verið sagt frá þessu í há- degisfréttunum, en hádegisfrétt Framhald á 7. síSu. meira en lítið andlega miður sín. ef hann Ijfir í þeirri trú, að kommúnistar í þessum átta sýslum séu einu íbúar þeirra. * En því miður er ástæða til þess að ætla, að sumir flokks bræður Magnúsar Kjartans sonar séu haldnir sama and lega kvillanum dg hann. Fyr ir skömmu birti Þjóðvililnn til dæmis viðtal við ungan mann, sem heimsótti Tékkó slóvakíu í sumar. Hann hafðj. dvalizt í landinu skamman tíma, en hann þótt ist hafa veriS athafnasamur í líkingu við Magnús- Hann sagðist hafa átt tal við fjölda manna úr himum ýmsu stétt um þjóðfélagsins og eftir þær viðræður var hann svo sem ekki í neinum vafa um. að kommúnistastjórnin í Tékkó slóvakíu nvti óskiptra vin- sælda þjóðarinnar og væri til fyrirmyndar um hegðun og ástundun lýðræðisins og annarra góðra pólitískra dyggða! Fljótt á litið virðist mál- flutningur beggja þessara manna hlægilegur í meira lagi. En þó er skylt að hyggja að því, að hér er um að ræða ótvíræðar sannanir fyrir því, hvert er mat þess ara manna á lesendum Þjóð viljans. Það er auðvitað ekk ert líklegra, en tveir ungir og sanntrúaðir kommúnistar kunni sér ekkert hóf í blekk ingum. En það er sannarlega ástæða jtil þess að ætla, að það sé til of mikils mælzt, að þlaðlesendur, sem skipta hundruðum og kannski þús undum, leggi trúnað á blekk ingar þeirra og þvaður. Böm mæti til innritunar föstudaginn 3. september. KI. 9 10 ára börn (f. 1938) er voru í 9 ára bekkjum sl. v. Kl. 9>30 9 ára börn (f. 193$) er voru í 8 óra bekkjum sl. v. KI. 10 8 ára börn (f. 1940). er voru í 7 ára bekkjum sl. v. Kl. 11 Börn á framangreindum aldri, ssm ekki hafa stundað náim hér í ákólanum fyrr, en ætluð er skólavist í Melaskóla á komandi skólaári. Börnin hafi með sér prófskirteini. KI. 2 Mæti 7 ára börn (f. 1941) til' mnritunar. Geti börnin ©kki mætt sjólf, söíkuan fjarvistar eða veikinda, ier nauðsymlegt að mætt sé þeirra vegna. Læ'kmisskoðum fer fram hér í skólanum laugardaginn 4. septemher. Nánar tilkynnt í skólanium á föstudag. Kennarafundur föstudaginn kl. '5. Frá smábarnaskóla Vesturbæjar. Börn er fengið hafa loforð fyrir skólavist, mæti mánudaginn 6. sept. klu'kkan 4. Svörum ekki í sima á föstudag og laugardag. Melaskólanum, 29. ágúst 1948. Arngrímur Kristjánsson. Baldur Möller varð skákmeisl* ari Norðurlanda árii Hann er fyrsti Islendingurinn, sem hiýtur þann heiður. Einkaskeyti til Alþýðublaðsins. STOKKHÓLMI í gær. BALDUR MÖLLER, skákmeistari íslands, varð hæstur á skákmótinu í Örebro með 8 vinninga og hefur því hlotið íitil- inn „skákmeistari Norðurlanda“. Hann er fyrsti íslendingur- inn, sem þann heiður hlýtur. 1 í síðustu umferð skókmóts- ins vann Baldur Svíann Petter son, ien Karlim, sem áður var jafn Baldri, gerði jafntefli við Finnann Salo, og varð þvi ann- ar með IV2. Baldur og Karlin töpuðu aðeins einni skók Ihvor á mótinu. Vestöl, Noregi og Salb hlultu þriðja sœti mieð 6V2 vinmmg o’g Niemela, Finnlandi, hlaut 6 yimninga. Svíinn Sven Carlss'on varð 'hæstur í meistaraflokki með 8V2 vinning. T. SKÁKFERILL BALDURS Baídur kom fyrst fram á sviði skáklistarinnar árið 1933. Atti Iiann skjótum frama að fagna, því að 1934 keppti haam í mMstarafliokki, og siðan hef- ur hann verið í röð beztu skák manna hér á landi'. Hann var skáfkmeistarl Reykjavilkur 1935 —1937 og laftur 1943. Skák- meistari ísianids var 'hann 1938 —1939, aftur 1947 og nú er hann skákmieistari Reykjavík- ur, ísknids og Norðurlanda. Baldur Möller er 'enginn viðvaninigur á alþjóðaskák- mótum. Hann hefur oft áður tekið 'þátt í skákþingum á Norðurlönjdium, og árið 1946 varð hann einm af þeim hæstu á sfcáfcmóti Norðurlanda, sem þá var haldið í Kaupmanna- Baldur Möller höfn1. Hann’ var í skókliði ís- lenidiniga ó alþjóðaskákmótimu í Munehen órdð 1936, Stofck- hólmi 1937 og Buienosi Aires 1939, len í sumar tó:k hamn, þátt í skákmóti í Tékkóslóvakíu. Baldur er sonur Jakobs Möll ers, semddherra í Kaupmanna- höfn’. Hann er lögfræðingur að menmtun. ALBERT SANDLER, hinn kunni enski fiðluleikari, lézt í igær skamnrt iutan við Lond- on. Hann var 42 óra að aldri, fædd'Ur í Lomdom af rússnesk- um ættum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.