Alþýðublaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 5
“'priSjwdagite; 3dj£figúþlhí&48 eru beðnar að korna tll viðíals íyrir 5. sept n.k. GaraasföSín Rauðarárstíg 33. í VOR OG SUMAR; hefur það verið eitt helzta umræðu efn-i ma-nna. hvernig því geti vikið við, að þrátt fyrir geysi mikinn gjaldeyrisskort og margendurteknar auglýsing ar gjaldeyrisyfirvalda um, að þýðingarlaust sé að sækja am gjaldeyri til utanfara, nema um brýn erindi sé að ræða, hefur aldrei verið meira um utanferðir en ein mitt nú í vor og sumar- Þrjár íslenzkar „skymast- er“- flugvélar hafa verið önn um kafnar við að flytja ís- lendinga til útlanda og heim aftur, en mér er sagt, að rekstur þeirra kosti í er- lendum gjaldeyri álíka mikið og rekstur 3000 einka- bifreiða miðáð við benzín- skammtinn. eins og hann er mú Fjölmargir hafa farið með erlendum flugvélum, og farþegarúm millilandaskip- anna hefur yfirleitt verið full setið. Vitað er um fjöldskyld- ur. sem tekið hafa sumarbú- staði á leigu erlendis, aðrir hafa búið landvölum í dýrum hótelum og fjöldi manna hef ur farið með bifreiðar sínar <og ekið land úr landi eða um þverar heimsálfur. og súmir meira að segja keypt sér bif treiðar erlendis í þessu skyni <og komið síðan með bær heim. Óhætt mun að full- yrða, að ekki hafi nema lítill hluti þess fólks, sem farið hef ur utan í vor og sumar. átt brýnt erindi, heldur hefur allur meginþorrinn verið í skemmtiferðum. Á venjulegum tímum er vissulega ekki nema gott eitt um það að segja, að fólk ferð ist til framandi landa, jafn vel þótt það eigi þangað ekk ert erindi annað en að sjá sig um í heiminum. Það er ekki aðeins góð skemmtun að sjá önnur lönd og kynn ast öðrum þjóðum, heldur og menntandi. Það getur aukið víðsýni manna og eytt útúr boringsskap. En þegar skort sur verður á erlendum gjald- eyri og nauðsynlegt að spara hann, verður auðvitað að tak marka ferðalög til útlanda eins og annað. sem greiða verður með erlendum gjald- eyri. Og þegar gjaldeyris- skorturinn, verður -svo mikill- að ekki er hægt að kaupa til landsins nálægt því allt það magn af brýnum lífsnauðsynj um. sem neytendur spyrja eftir, og þess vegna hefur verið tekin upp ströng skömmtun. er auðvitað sjálf sagt.að taka fyrir ónauðsyn- legar skemmtiferðir til ann- arra landa, þótt ávalt verði hins vegar að gera ráð fyrir að menn geti átt eðlileg og nauðsynleg erindi til útlanda, sem telja verði óhjákvæmi- íegt að veita gjaldeyri til, t. d-. til náms. til lækninga, í viðskiptaerindum, til þátt- ftöku í nauðsynlegum ráð- stefnum o- s- frv. Þegar viðskiptanefndir hóf starf sitt, lýsti hún því yfir, að það væri stefna sín að veita engan gjaldeyri til ó- nauðsynlegra utanferða, og hefur hún ítrekað þessa yfir lýsingu sína nokkrum sinn- urn síðan, Einmitt með tilliti til þ-essa. hefur almenningi verið það ráðgáta, hvernig á því gæti staðið, að aldrei virð ist hafa verið meira um skemmtiferðalög til útlanda en einmitt í vor og sumar. Þeim. sem þetta ritar, er ekki kunnugt um, hversu mörg- um viðskiptanefndin hefur veitt gjaldeyri til utanfarar eða hversu miklum gjaldeyri hefur verið varið í þessu skyni það sem af er þessu ári. En nýlega hefur nefnd- in birt upplýsingar, sem varpa ljósi á þetta mál. Hvorki meira né minna en 1600 manns hafa á undan- förnum 4 mánuSum farið ut an án þess að þurfa nokkurn erlendan gjaldeyri frá ís- lenzkum gjaldeyrisyfirvöld- um. Auk þessa er enginn vafi á því, að talsverður hluti þeirra, sem fengið hafa gjaldeyri, hefur dvalið leng- ur erlendis — og margir meira að segja miklu leng- ur — en eðlilegt getur talizt, miðað Við hinn löglega fengna farareyri. Þeir, sem farið hafa utan án þess að fá nokkurn farar- eyri hjá gjaldeyrisyfirvöld- um, hafa gert þeim þá grein fyrir ferðum sínum, að ferða- og dvalarkostnaðurinn er- lendis sé greiddur af erlend- um ættingjum eða kunningj um eða þá af innlendum mönnum, sem hafa lögleg ráð á gjaldeyri. þ. e. a- s- sjó mönnum. Ýmsir þeirra, sem dvelja erlendis lengur en eðlilegt getur talizt miðað við löglega fenginn farar- eyri, mundu og vafalaust láta í té slíkar skýringar ef þeir væru spurðir. Að sjálf- sögðu er bæði ástæðulaust og ósæmilegt að telja alla þá hafa sagt ósatt, sem slíkar skýringar hafa gefið á greiðslu ferðakostnaðar síns. En það er algjör fjarstæða, að það getj verið rétt, að 1600 manns hafi verið boðið til út landa á 4 mánuðum, þannig að utanferðin kosti hluf.aðeig andi alls engan gjaldeyri, og þá ekki hvað sízt, þegar þess er gæýt, hversu margir þeirra. sem fengið hafa smá gjaldeyrisleyfi, þurfa á að halda gestrisni ættingja og vina til þess að skýra langa eða dýra dvöl sína erlendis. En hver er þá skýringin á því, hversu lítið jxeir, sem fara vilja utan. virðast upp á gjaldeyrisyfirvöldin komn- ir? Ekki virðast nema- tvær skýringar geta komið til greina. Annað hvort kaupa ferðalangarnir gjaldeyri hér innanlands á , svörtum mark aði“ eða þeir eiga gjaldeyri erlendis, og er hvort tveggja að sjálfsögðu ólöglegt. Það héfur lengi verið vit- að, að íslenzkir einstaklingar ættu mikið fé erlendis- Um það mál hefur allmikið verið rætt undanfarið, og hefur sá sem þetta ritar, m- a. skrifað um það hér í blaðið. Vafa- laust er hægt að skýra ýmsar hinna ,,ódýru“ utanferða á þennan, hátt- Það er kunnara en. frá þurfi að segja að ýmsir ríkir fésýslumenn hafa verið — og eru sumir enn — á ferðalögum erlendis sumir án þess að fá nokkurn erlend an gjaldeyri hjá yfirvöldum, en aðrir með smáleyfi. Þrátt fyrir það hafa þeir farið allra ferða sinná um heilar heims- álfur, og ekki virzt búa hjá neinum ,,ættingjum eða vin- um“. Þetta lúxusflakk hefur staðfest þá skoðun almenn- ings að um falið fé erlendis sé að ræða, og það hefiir leitt alhygli að því, hverjir muni eiga slíkar inneignir. En það er þó fráleitt að gera ráð fyrir því. að allir þeir, sem hafa getað farið ferða sinna til útlanda að öllu eða nokkru leyti án atbeina gjaldeyrisyfirvalda, eigi sjálfir inneignir erlendis. Meiri hlutinn ef ekki flestir hljóta að kaupa gjaldeyrinn og fyrst þeir hafa ekki feng ið hann, hjá réttum yfirvöld um hljóta þeir að hafa keypt hann á „svörtum mark aði“, en almannarómurinn hefur talið, að hér væri jafn an fáanlegur erlendur gjald eyrir í slíkum viðskiptum', og kostaði þá dollarinn 15—20 kr- og pundið 35 — 40 kr. Sú staðreynd, að 1600 manns hafa farið utan á síðastliðn- um 4 mánuðum án nokkurs löglega fengins gjaldeyris, ásamt hinu, að mikill fjöldi manna, sem fær gjaldeyris- leyfi, er miklu lengur er- lendis, en líklegt er að liinn löglegi gjaldeyrir geti dug- að, bendir eindregið til þess, að hér sé um víðiækan ,,svartan“ gjaldeyrismarkað að ræða, svo eindregið. að óverjandi er að hafast ekki eitthvað að til þess að stöova siík viðskipíi og hafa hend- ur í hári þeirra, sem brotleg- ir hafa reynzt og reynast. Margt annað bendir ótví rætt í sömu átt, svo sem hinn gífurlegi innflutningur bif- reiða ísskápa og þvottavéla, án þess að gjaldeyrjr sé veitt ur til ksupa á þessum hlut- um. Gjaldeyrirn eiga menn eða afla sér hans á ,,svörtum markaði“ og þurfa því ekki! á gjaldeyrisyfirvöldunum að halda um annað en leyfi til innflutnings. Sjálfsagt er að játa það. að hægara er að benda á nauð- syn þess að stemma stjgu fyrir viðskiptum á ,,svörtum gjaldeyrismarkaði“ en að benda á úrræði til þess að koma í veg fyrir þau. Þegar slíkt jafnvægisleysi er í utar> ríkisviðskiptum og nú á sér stað hér, hlýtur barátla við „svartan markað“ að verða mjög erfið, og hún hef ur reynzt það erlendis, þar sem líkt hefur staðið á. „Svartur“ gjaldeyrismarkað ur er eitt af mörgum ein- kennum þes$. að fjármálalif ið er sjúkt, og haldbezta úr ræðið gegn slíkri meinsemd er að lækna sjúkdóminn sjálí an. En meðan menn finna ekki eða koma sér ekki sam- an um ráð til þess, er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr áhrifum hans. Það' sem sjálfsagt virðist að gera í sambandi við siglingarnar og ,,svarta markaðinn“. er að láta sérhvern þann. sem kem ur frá útlöndum, gera ná- kvæma grein fyrir ferðum sínum og dvöl erlendis, og athuga þannig, hvort líklegt sé, að ferða- og dvalarkosín- aður hafi verið gseiddur af erlendum ættingjum eða vin um“ eða innlendum aðiljum, sem eignast gjaldeyri með löglegum hættL svo sem sjó mönnum, hafi ferðin verið farin gjaldeyrisleyfislaust — eða, hafi hlutaðeigandi feng ið gjaldeyrisleyfi, hvort lík- ur bendi til. að hann haíi notað meira fé en því svarar og þá hvernig það sé fengið, Gjaldeyriseftirlitið ætli að anirast þessi störf — það er þeinlínis í verkahring þess —, en sakadómari ælti tafar iaust að fá til meðferðar þau mál, þar sem grunur ieikur á um misferli- Ekki ætti ein- ungis. að aíhuga þannig rnál þeirra, sem fara utan fram- vegis, heldur einnig mál hinna, sem farið hafa utan að undanförnu, og er lítill vafi á, að ýmislegt væri þannig hægt að upplýsa um bæði inr.eignir manna er- lendis og uppspreítulindir þess gjaldeyris, sem hér hef ur verið og er verzlað með á .svörtum markaði- Vafalaust finnst ýmsum, að hér væri fremur bart að gengið og að fyrir löngu sé komið nóg af hnýsni hins op irbera í einkamál manna, hótt það bættist nú ekki við, að menn yrðu að fara að skýra yíirvöldum frá því- hve lengi menn væru erlend is og hvar og hjá hverjum menn dveldu. En þegar þess er gætt, að augljóst er orð- ið, að hér er ,,svartur“ gjald- eyrismarkaður og að hinar sterkustu líkur benda til. að náið samhand sé milli hans og hinna miklu siglinga manna, hygg ég, að ekki verði annað sagt, e.n að hið opinbera hafi oft hnýstst í mál manna og stofnað til eft irl'i bs á ýmsum sviðum af minna tilefnj en þessu. En hér er það annars vegar að reyna að stemma stigu fyrir þess konar ólöglegum við- skiptum, sem hvarvetna er litið á hinum alvarlegustu augum og hin þyngstu viður lög liggja við. Hér á landi hefur ekkert átak verið gert til þess að hafa upp á þeim, sem sekir reynast um slik viðskipti, og stöðva þau. Siíkt eftirlit með utanferðum gæ!i orðið þýðingarmikill liður í allsherjaraðgerðum til þess að reyna að uppræta „svaria m'arkaðinn“. Hér er um mikilvægara mál að ræða og það hefur al mennari þýðingu en menn kunna að gera sér ljóst í einni svipan. Hér hefur það gerzt, að yfirvöid hafa ætlað að slöðva notkun gjaldeyris til ónauðsynlegra utanfara. Það hefur ekki tekizt. því að menn hafa ekki reynzt upp á yfirvöldin komnir. ,,Svarti marlcaðurinn“ hefur hjálpað þeim- Og miklum gjaldeyri hefur verið varið í þessu skyni, því að auðvitað kosta allar þessar ferðir gjaldeyri, þótt hann sé fenginn annars staðar en hjá yfirvöldunum. En það er vissulega alvar- legt ástand og full ástæða til gagnráðstafana, þegar svo er komið, að rétt yfirvöld eru ekki lengur að öllu ley-ti herr ar í landinu. og nokkur hóp- ur borgaranna fer sínu fram, þrátt fyrir ákvarðanir yfir- valda, í skjóii „svarts mark- sðcir* * Gylfi Þ. Gíslason. Skipið tii að hreinsa Hvaffjörð komið AF HÁLFU utanrikisráðú' neytisins befur verið unnið að því undaníai’ið að fá hingað skip til að hreinsa HvalfjörQ og befur nú orðið samkomulag mdlli Bneta og Bandaríkja- rnanna ura að Bretar taki að sér hreinsunina. Skip það, sem á að annast 'hana, er nú komið hin.gað og mun strax taka til starfa. (U tanr ííkisráðuneytið.) j 200 farast í óveðri ! í Bandaríkjunum 200 MANNS hafa farizt í geysil'egum iiitum, sem verið hafa í austanverðum Banda- ríkjunum. Eftir bitabylgjuna.' er geysilegur fellibylur nú á leið til auBturstran.darmnai’ sutnnan úr hafi, og er hafður margs konar undirbúningur tíl að hindra tjón, þegar han.m sk'elilur á 'ströndmni. ..uJ MÓT0RBÁTUR 45 brúttó tonn, bygður í Danmörku 1945 með „krydserhökk‘‘. 180 hestafla BUKH dieselmótor, olíutönkium, „kcnmbineruðu spili“, nýjum seglum, rafmagnsljósum, viðtökuitæki og senidistöð, lúkar fyrir fjóra mienn, fullikomin, vönduð veiðarfæri. Báturinn er að öl'lu Ieyti eins og nýr og verður afgreiddur þegar. VerS: Kr. 210.000 og staðgreiðist. SKIPASMÍÐASTÖÐ „LILLEÖ“ A/S Korsör — Danmörku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.