Alþýðublaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞriSjudagur 31. ágúst 1348 Ufsölusfaðir Alþýiublaðsins Ausiurbæn Ásbyrgi, Laugavegi 139 Leikfangabáðin, Laugavegi 45. I' Tóbak & Sælgæti, Laugavegi 72. T* Kaffistofan Laugavegi 63. Café Florida, Hverfisg. 69. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61. Tóbaksbúðin, Laugavegi 12. Gosi, Skóiavörðustíg 10. Flöskubúðin, Bergsíaðasíræti 10. Ávaxtabúðin, Týsgötu 8. Verzl. Jónasar Sigurðssonar, Hvg. 71. Havana, Týsgöíu 1. Söluturninn við Vatnsþró. Drífandi, Samtúni 12. Pétursbúð, Njálsgöíu 106. HelgafelL Bergstaðasíræti 54. Verzl. Nönnugötu 5. Skóverkstæði Langholtsveg 44. Stefánskaffi, Bergstaðastíæti 7. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Verzl. Ás. Flugvallarhótelið. Vöggur, Laugavegi 64. Mjólkurbúðin, Nökkvavog 13. Halldóra Bjarnadóttir, Sogabl. 9. Búrið, Hjallavegi 15., Veitingastofan Óðinsgötu 5. Fjóla, Vesturgötu 29. Filippus, Hvoli. Veitingastofan Vesturgötu 16. West-End, Vesturgötu 45. Drífandi, Kaplaskjólsvegi 1. Matstofan Vesturgötu 53. Hansa, Framnesvegi 44. Verzl. Vesturgötu 59. Silli & Valdi, Hringbraut 149. Leonhard Frank: MATTHIL blóm, en nú lá hún á öxl henn ar við svart hárið- „Ef henni batnar, ætla ég að gefa henni ævintýrabók ina mína“- Þetta var heit. „Það er ekki nóg. Ekki nóg“, hvíslaði hún, hjarta hennar var þrútið af trega, þegar hún kom aftur í rúm- ið sitt. En þetta va aleiga hennar. , Guð, ég skal krjúpa á kné á tinnustein á hverjum morgni alla ævi mína, ef þú vilt lata henni batna“. En hann heyrði ekki bæn henn ar. Snemma lum morguninn vaknaði Matthildur við að kokhljóð heyrðist frá Rósu. Blóðið spýttist út um munn hennar. Augu hennar voru starandi, — hún gat ekki dregið andann- Matthildur æpti: „Pabbi! pabbi!“ og stökk yfir her- bergið. Rósa var alveg kom- in að því að kafna. Matthild- ur hjálpaði henni tl að setj- ast upp og hélt vasaklút upp að munni hennar .Blóðið vætlaði á samanvöðlaðan klútinn, svo að hann varð eins og rauð kúla. En Rósa gat andað aftur. Augun voru lokuð; höfuð hennar hné máttlaust ofan á öxl Matt- hildar. Skólastjórinn kom þjót- andi inn. „Mamma!“ kallaði hann alvarlega. Hún var þeg- ar komin að dyrunum, ótta- slegin og vandræðaleg. •,Læknir“. Síðan kraup hann og tók hendi barns síns Hann þurrkaði vandlega blóðið af munninum á henni og hökunni. Rósa virtist vera sofandi, andlit hennar var alveg slétt. Það virtist minna, eins og lífið væri þegar fjarri- En hún dró enn þá andann. Móðir Rósu, sem var mjög annars hugar, gleymdi þó ekki á banabeði dóttur sinn- ar að gefa Matthildi brauð- bita í nestið á leiðinni heim. Fjóla stóð við gluggann s:nn og rétti upp báðar hend- urnar í kveðjuskyni; stuttu seinna var hún komin og far- in að leiða Matthildi. Það voru járnaðir hælarnir á traustum stígvélum hennar, og stundum hrukku neistar úr grjótinu undan þeim. Húri var orðin talsvert hærrjfijróg þreknari, sérstak- lega íum mjaðmirnar. Upp- hluturinn hennar féll þétt að brjóstúm hennar. Loksins. Núná kom það oft fyrir, að hún stóð kyrr og var að hugsa, og eins og hana lang- aði ekki til að vita, hvað það væri, sem ætti sér stað hið innra með henni, flýtti hún sér oft að sökkva sér niður í eitthvert verk —- og tók stig- ann fyrir framan húsið hjá sér í einiu stökki. „Hefurðu hleypt niður faldinum á kjólnum þínum?“ sagði hún og brosti íbyggin, eins og hún hefði staðið Matt hildi að verki, og leit reiði- lega á stutta pilsið sitt, sem hún var fyrir. löngu vaxin upp úr. Matthildur, sem var vön að bera alla hluti undir móður sína, hafði komið inn einn morguninn í dagstofuna og verið búin að síkka pilsið sitt. Hún hafði hlýtt skipun hugar síns. „Hvað hefur komið fyrir þig?“ Allt í einu sá Fjóla, hvers vegna Matthildur virtist hafa breytzt svona. ,,Ég get þetta líka.“ Og hún vafði báðum ljósu fléttunum utan um höf- uðið á sér. Matthildur tók tvæ-r hár- nálar úr hárinu á sér og festi þeim fyrir hana. Breytingin á Fjólu úr barni í stúlku átti sér stað fyrir framan matvöruverzlun, sem varla nokkur verzlaði í. í búðarglugganum stóð beigl- aður dvergur úr lituðum leir og hélt á kaffibaunum á und irskál. Fjóla snéri sér við og spurði: „Hvernig lít ég út? Miklu eldrij er það ekki?“ Matthildur, sem var að hugsa um Rósu, varð að kingja áður en hún gat bros- að og kinkað kolli. Fjóla kom út aftur með langan rauðan brjóstsykurs- vindil milli tannanna. Hún lét hann renna út í annað" munnvikið án þess að taka á honum með höndumum og sagði: „í gær togaði hann í flétt- urnar á mér aftur. En þáð er allt búið núna. Já, þú getur slegið, góði minn, eða kysst, ætla ég að segja við hann, en ef þú ætlar að fara að toga í hár, þá verðurðu að finna þér skólastelpu. Þegar á allt er litið, þá er ég ekkert barn lengur.“ Hún benti á brjóstin á sér. „Sjáðu — þau verða stærri og stærri. Ég horfi á þau á hverjum morgni, og hann togar í flétturnar á mér. En Marteinn upp á stóra bú- garðinum starði á mig í gær, eins og hann langaði til að giftast mér með það sama. þar á staðnum; — bú skalt bara halda áfram að plægja, góði minn^ hugsaði ég með sjálfri mér. Tvær rosknar. vel efnaðar systur, sem lifðu eftir þeim úrskurði, að þær þyrftu ekki að selja néitt. þær hefðu bara keypt verzlunina til að háía hana sér til ánægju — komu út í dyrnar- Þær höfðu séð, að Matthildur var farin að vera í siðu pilsi. Þær horfðu hugsandi á þetta furðuverk- Fjóla var mjög skreflöng — og það var ekki eingöngu stígvélunum hennar að kenna. Hún.logaði af lífsfjöri. „Það er ekkert líkt því, sem það var þegar vð vorum litlar, nú orðið. Nú fer eítt- hvað að sbe. Fyrir fmmtán ára afmælisdaginn minn lang ar mig að fá mér hatt — hugsaðu þér; almennilegan; Ekki bara eitthvað, sem heitir höfuðfat!“ Og hún sveigði sig í mjöðmunum. „Það er allt annað núna. Nú fer eitt- hvað að sbe.“ Augu hennar ljómuðu. Matthildi hafði strax lang- að til að segja frá því, að Rósa myndi fara að deyja. Skyndilega gat hún ekki lengur haldið tárunum til baka. Hún fór að snökkta há- stöfum. Hún grét og gekk allt af hraðara og hraðara og starði beint fram fyrir sig- Fjóla gat ekki ímyndað sér að Rósa, sem hún hafði leikið sér og átt í erjum við síðan þær voru smátelpur, gæti nú allt í einu farið að deyja. Hún hljóp á eftir Matthildi og kallaði reiðilega: ,,Ó, hvað þú ert vitlaus! Henni batnar. Hún getur það, MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINSs ÖRN ELDING 3TARFSMAÐUR NELSONS: — Heyrið þið! Getið þið ekki at- hugað, hvert þið akið? BÍLSTJÓRI: Af hverju gengur þú aftur á bak, gamli skruggur? — Við ihellum þessu af bílnum hér, svo að við getum komizt til Nel- sons til að heyra veðreiðafrétt- irnar.' VERKAMAÐUR: En þetta hlýtur að vera hættulegt. Doktorinn skipaði okkur að graifa það. BÍLSTJÓRI: Ég ska lsjá fyrir því. Við breytum bara skiltinu og segjum, að það sé hættulegt að vera hér nálægt í 15 mínútúr í staðinn fyrir hálftíma-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.