Alþýðublaðið - 16.09.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.09.1948, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Fimmtudagur 16. sept. 1948, Útfefasði: AlpýBuflokkKrtam Bltstjórl: Stefán Pjetnrsson. Fréttastjóri: Beneðikt Gröaðai Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsinmr: 4901, 4902. Anglýsingar: Emilía Mölier. Augiýsingasími: 4906. t AfgreiSslusími: 4900. AVsetur: Alþýðuhúsið. AlþýC^prentsmiðjan bi. Happdræffislán rík- issjóSs. HAPPDRÆTTI eru engin nýjung fyrir íslendinga. Undanfarin ár hefur verið efnt til fjölmargra happ- drætta hér á landi, og þau hafa átt mikinn þátt í fjár- öflun ýmissa félaga og menn- ingarstofnana. Umfangs- mesta happdrætti hérlendis fram að þessu er happdrætti Háskóla íslands, sem gefið hefur svo góða raun, að ein- stakt má teljast. Hitt er nýjung, að ríkið efni til happdrættis, en nú hefur slík ákvörðun verið tekin, og er sala happdrættis- miðanna þegar hafin. Hefur ríkissjóður þegar boðið út ínnanríkislán að upphæð 15 milljónir króna, en skulda- bréfin, sem öll hljóða á 100 krónur, eru númeruð og gilda jafnframt sem happdrættis- miðar. í stað þess að greiða ákveðna vexti af hverju bréfi, verður vöxtuntum út- hlutað sem happdrættisvinn ingum tvisvar á ári í 15 ár, og nemur vinningaupphæðin 750 000 krónum á ári, en vinningarnir verða samtals á þessum 15 árum 13 830 tals- ins. Hæsti vinningurinn hverju sinni verður 75 000 krónur, en lægstu vimiing- arnir 250 krónur. Að þessum 15 árum liðnum fást 100 krónurnar, sem fram hafa verið lagðar, að fullu endur- greiddar, en að auki hefur eigandi hvers skuldabréfs 30 sinnum fengið að keppa um hina mörgu og stóru vinn- inga í happdrætti þessu. Handhafar miðanna hafa þvi mikið að vinna en engu að tapa. * Happdrættislán sem þetta hafa verið boðin út víða er- lendis og átt geysimiklum vinsældum að fagna. Síðast í sumar buðu Danir út 100 milljóna króna lán með þessu fyrirkomulagi, og seldust öll bréfin upp á skömmum tíma. Er þess því vissulega að vænta, að þessari nýjung verði vel tekið einnig hér á landi, Upphæð skuldabréf- anna er svo lág, að allur al- menningur á kost á því að eignast bréf. Lánsútboð sem þetta verður fólki áreiðan- lega hvöt til að aðstoða ríkið í framkvæmd nauðsynlegra og aðkallandi verkefna og kaup hinna umræddu skulda- bréfa er tilvalin aðferð til sparifjársöfnunar. Er því tvennt unnið með happdrætti ríkisins: Ríkissjóður fær nauðsynlegt lánsfé, og al- menningur leggur fyrir fé í sparisjóð. Loks má minna á það, að samkvæmt nýútgefnum bráðabirgðalögum, verða vinningar i happdrætti þessu undanþegnir opinberum Harðvítugar kosningar. — Um hvað er barizt? — Hvenær á uppbyggingin að hefjast? — Metin fara að jafnast. — Kommúnistar búnir með feitu bitana. AÐ LÍKINDUM hefur ís- Ienzk verkalýðshreyfing' aldrei staðið á eins örlagaríkum tíma mótum og nú. Kosningarnar, sem nú standa, eiga að gera út um það, hvort íslenzkir verka- menn eigi að starfa við hlið stéttarbræðra sinna á Norður- löndum og í Englandi eða vera eins og svartur sauður í hópi alþýðuhreyfinganna, undarlegt og næstum óskiljanlegt fyrir- bæri, svo að menn, sem ann- ars eru þrautreyndir í bar- áttu verkalýðsins spyrja efa- gjarnjir, hvort það geti verið rétt, að íslenzk alþýðumenn- ing sé svo mikil og af hefur ver ið Iátið, fyrst verkamenn Iáti kommúnista ráða samtökum sínum. VALD kommúnista yfir ís- lenzkri verkalýðshreyfingu á undanförnum árum hefur verið smán fyrir íslenzku þjóðina, ekki aoeins í augum erlendra verkamanna heldur og í augum íslendinga sjálfra og — jafnvel fyrst og fremst í augum þeirra. Þetta stafar ekki beinlínis af því að einhver hópur íslenzkrar alþýðu trúi á kommúnismann, heldur fyrst og fremst vegna þess„ að það eru ekki kommún- istar, sem gefa kommúnistun- um völdin. Það sýnir að ósvífn- ir undirróðursmenn geta teymt stóran hóp íslendinga eins og sauði. Og það gefur hugmynd um feyruna í menningu okkar. VI© SKULUM til dæmis ekki halda það, að meirihluti Dagsbrúnarmanna séu kommún istar. Það er óralangt frá því. En þeir eru svo tómlátir, að þeir láta sig engu skipta hverjir fari með völd í félagi þeirra. Við skulum ekki ætla að hafn- firzkir verkamenn séu kommún istar. En þeir eru svo kærulaus ir um ,félag sitt, og jafnframt um heiður sinn, að þeir fela ekki aðeins kommúnista forustu fyrir félagi sínu, heldur og um leið manni.. sem varla getur tal izt gjaldgengur í lítilfjörlega nefnd í litlu félagi, hvað þá sem formaður í stóru félagi og sízt af öllu forseti félagasamtaka og fulltrúi til annarra landa. í SAMBANDI VIÐ þær kosn- ingar, sem nú standa yfir á full trúaþing Alþýðusamtaandsins er beitt alls konar ofbeldi. Við Al- þýðuflokksmenn þekkjum þess ar ofbeldisaðgerðir af hálfu kommúnista og kippum okkur ekki upp við þær. Og við skul- um ekki halda að sagan sé bú- in, þó að andstæðingar kommún ista fengju meirihluta á þingi Alþýðusambandsins sem allt út lit er fyrir, því að nú tekur bilið að minnka, enda kommúnistar búnir með alla feitu bitana sína. Þegar á Alþýðusambandsþing kemur, og ef kommúnistar verða í minnihluta, mun stjórn þess taka upp sömu aðferðina og 1944, taka ekki gilda full- trúa, úrskurða kærur sér í vil, neita um fundarsetu og svo framvegis. EN ÞAÐ SKULU ÞEIK vita. að það gekk einu sinni, en það gengur ekki oftar. Kommúnist ar mega gjarna fá að róa einir á báti — og þeir að ýta þeim úr vörinni, sem falið hafa þeim umráð félaga sinna. Undir of- beldi liggja anstæðingar þeirra ekki lengur. Þeir geta farið til fiskjar og dorgað á miðunum, án þess að njóta til þess að- stoðar andstæðinganna. Þeir hafa áður fengið að starfa einir í félögum og félagasamtökum og allir þekkja þá hörmungasögu. Alþýðuflokksmönnum hefur verið svo sárt um heildarsam- tökin sem þeir sköpuðu og byggðu upp, að þeir hafa kinok að sér við að mæta ofbeldirm á réttan hátt, þeir hafa heldur sneitt hjá og viljað láta tím- ann líða, en það er ekki hægt léngur, því að það verður ti-1 tjóns. Það er fyrirsjáanlegt að það þarf að hefja uppbyggingu að nýju eftir rústir kommúnist- anna og því fyrr sem uppbygg ingin getur byrjað, því fyrr er hægt að skapa íslenzkum verka- lýð aftur heilbrigð samtök. UM ALLT LAND verður barizt næstu vikurnar. Nú fara litlu einangruðu félögin að kjósa, en þau eru eins mikils virði fyrir samtakaheild al- verði fyrir samtakaheild al- þýðunnar en fá stór félög. Þau hafa al.lt af verið trygg hinum upprunalegu hugsjónum alþýð unnar. Þau skilja það jafnvel betur en mörg önnur að heiður alþýðunnar og allrar þjóðarinn ar veltur á því að samtökin séu hrifin úr klóm kommúnista. Hannes á horninu. gjöldum öðrum en eignar- skatti, en það eru að sjálf- sögðu mjög mikil hlunnindi fyrir þá, sem hljóta hina háu vinninga. Hins vegar hefur þótt óumflýjanlegt að setja ákvæði um það, að sbulda- bréfin fáist ekki endurnýjuð, ef þau glatist, en þeirri reglu hefur einnig verið fylgt er- lendis. Um leið og almenningur freistar gæfunnar í happ- drætti þessu, án þess að eiga sjálfur nokkuð á hættu, er hann að hlutast til um, að ríkissjóður fái fé til hinna umfangsmiklu framkvæmda, sem eru í undirbúningi eða þegar hafnar. I?essu fé verð- ur varið í smíði síldarverk- smiðja, fiskibáta, strandferða skipa, iandshafna og verk- smiðia og annarra hliðstæðra framkvæmda. Áhætta þegn- ánna, sem féð leggja fram, ér engin- En þeir fá. að taka þátt í umfangsmiklu happ- drætti, sem gefur stórfé í aðra hönd, ef heppnin er með, og jafnframt er hver einstak- lingur að leggja fram sinn skerf til þess að hægt sé að gera hér á landi þær fram- kvæmdir, sem þjóðin öll þráir og leggja grundvöll að farsæld og hagsæld íslend- inga í frarntíðinni. r r r iBUÐ OSKAST A LEIGU. Tiiboð merkt A+B sendist blaðinu. Aðsfoðarlæknissfaða við Vífilssfaða- er laus til umsóknar frá 1. okt. n.k. — Umsóknir sendist fyrir þann tíma til slkrifstofu rikisspítal- amia í Fiskifélagslhúsinu. 14. september 1948. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna. mm um einkaskóla. Samkvæmt 53. gr. laga um fræðslu barna ber einkaskólum að fá löggildin'gu fræðslumála- stjórnar. í umboði' fræðsluímálastjórnar veitir fræðslutfullrúi Reykjavíkur leyfi til einkaskóla- halds í lögsagnarumdæmi Reykjayíkurbæjar, og er óheimilt að starfrækja einkaskóla án slíks leyfis. FræðslufuIIírúi Reykjavíkur. til sölu og ’sýnis frá kl. 3—6 í skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur. frá Vörubílasföðinni Þróttur. Frá og með 15. þ- m. verður leigugjald fyrir vörubifreiðar í tímavimiu, sem hér segir: Dagvimia, eftirvinna, næíur- og helgidagsvinna fyrir bifreiðar allí að tveggja og hálfs tonns: kr. 22,99 27,87 32,74. Fyrir að aka þriggja tonna þmiga: kr. 25,64 30,52 35,39. Fyrir að aka þriggja og hálfs tonns þunga: kr. 28,29 33,17 38,04. Fyrir fjögra og hálfs tonns bifreið: kr. 33,59 38,47 43,34. VÖRUBÍLASTÖÐIN ÞRÓTTUR. vantar unglinga til blaðburðar í þessi bverfi: Sberjafjörð, Seltiarnarnes. Melana, Hlíðahverfi, L augarne'Shve rf i. Hátt kaup. — Talið við afgreiðsluna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.