Alþýðublaðið - 16.09.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.09.1948, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. sept. 1948, V....Leonhard Frank:...................... MATTHILÐUR ■ ■ ■ ■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■HAlOi'a.BB**""** ■■■■■■■■ ■■■■■■■* ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ REGRUNARFÉLAG REYKJAVÍKUR, er nú loksins að lögum stofnað og hlaut ekkert félag áður erf iðari fæðing, nema ef vera skyldi mannfélagið sem virðist vera dálítið laust í reipunum enn þann dag í dag. Horfið var að því ráði að hafa borgarstjórann í stjórn framvegis, einkum með tilliti til þess að flestar þær aðfinnsl ur og skammir, sem formaður inn þyrfti, stöðu sinnar vegna, að koma á framfæri, myndu hvort eð er bitna á borgarstjór anum, stöðu hans vegna, — og væri það því vinnuaflssparnað ur í samræmi við ráðstafanir hins háa fjárhagsráðs, að láta borgarstjórann skamma sjálfan sig. Slæmu strákarnir. Gunnar og Guðbrandur voru þessu mjög andvígir. Kváðu félagið dauða dæmt með slíkri formennsku, var dauðaspá þeirra félaga síðan staðfest með kosningunni eins og áður segir, — og aðrir stjórnarmeðlimir valdir með til liti til þess: Borgarlæknir til þess að veita því nábjargirnar og rita dánarvottorðið; Sig. lögfræð ingur til þess að sjá um dánar búið: Vilhjálmur Þ. til þess að skrifa söguleg eftirmæli þess, —. og Ragnar til þess að gefa þá bók út. Einnig leggi hann til síð ustu smurninguna.------ Þá er bara þetta — hvað verð ur um beinin. Það verður betra að vara sig á' Guðbrandi, hvað það snertir. STOPPISTÖÐIN (Frh.) út meltingarfærin svo þú lend- ir eícki í drasli. Ég finn að ég þoli ekki ao hús bóndinn blimskaki upp á mig augunum. Það er eitthvað í augnaráði hans, sem minnir mig á bera karlinn sem hángir frammi í eldhúsinu og ég svitna. Hæna, segirann og tautar nafn mitt fyrir munni sér og snýr sér útí gluggann; Hæna, endur- tekur hann, og hennar köllun er að únga út eggjum, hennar symfónía og sígild músik eggja garg í físdúr. Hennar dýrasta klenódía kvöldroði á marglitri stélfjöður með áfestum hana. Það hrópar strákur Vísir með nýjustu fréttum fyrir utan glugg ann. Jeremías og Gestur Oddleífs son í Haga hrópar frúin. Farið strax og náiðí blaðið. Hú Hjálm ar, segirún, þú hefur bara gott af að fá þér mósjón og hlaupa upp og ofan stigann; hver veit nema það standí blaðinu að þeir hafi fengið stig. Manninn minn vantar algerlega mósjón segirún afsakandi við mig þegar hann er farinn; hann hefur kyrrstæða og fúla vessa afþíhann vantar algerlega mósjón og svo þarfann þessi ósköp að sofa. Það er mað ur útí bæ; hálærður læknir af sjálfumsér sem hríngbrennir menn við kyrrstæðum og fúlum vessum en maðurinn minn vill ekki fara tilans og segir bull og hjátrú. Góða mín segirún við mig þér skuluð ekki giftast manni með kyrrstæða og fúln- aða vessa. Þeir feingu eingin stig í dag segirann og fær frúnni blaðið. Ölver barnakall hrópar frúin fórnandi sínum holdmiklu örm um upp til sexarmaljósakrónunn ar með pergamentskermunum. Ég skal aldrei framar kaupa þetta blað segirún og mænir til Ijósakrónunnar einsogún grátbæni hana um hríngbrennslu við kyrrstæðum og fúlnuðum vessum mannkynsins. Þetta er altsaman svindl úr einhverjum segirún. Þeir eiga heimtingu á að fá stig. Hvað verður nú um íslenzka menningu. Hefðu þeir getað glennt sig þótt ekki væri nema hálfum sentímeter meira í hverju spori hefði það nægt til að bjarga menningunni segir búsbóndinn. Þetta hlýtur að koma af ein hverju segir frúin. Ég þarf að spurja Höskuld. Hálfsmeik viffþað alt. Ég gekk framí eldhúsið ogég verðað játa ég var hálfsmeik við það alt; þetta var alt svo mik ill og æsandi leyndardómur fyr ír stúlku nýkomna að norðan úr heiðríkju dalsins og hugsan anna; þarsem lækurinn saung sitt rímnalag við steina og blóm in og hafðekki hugmynd um að það væri músík, að öll vitleysa og síbylúa sem menn, lækir og jafnvel steinarnir sýngja eða raula uppí sveit er músik um leið og einhvert tónskáld finnur að það er ekkert séní en vill samt ekki fara að spila á harmó nikku vegna mannorðsins og vill heldur fá styrk. Alt húsið Framhald. Silaf steig nú fram eitt skref. „Þessi herra Weston virð- ist ekki hafa farið í kirkju í dag af eintómri guðrækni.“ Matthildi gsðjaðist illa að framkomu hans. Andaxtak breyttust tilfinnirigar hennar gagnvart Silaf. „Hvers vegna heldur þú það?“ „Mundi hann annars vera að koma hnigað í te?“ „Móðir Páulis bauð hon- um-“ Hún var að setja blóm- in, eitt og eitt, í stóra postu- línsvasann, en glerungurinn á honum var æðóttur og ellin hafði sett ispor sín á hann. „Hann er áreiðanlega allra skemmtilegasti maður, og honum fannst mjög til um ræðu Páulis.“ ,,Ég hlustaði ekki á hana,“ sagði hann og andvarpaði. Hún fann, að hann hafði lotið höfði og’ horfði snögg- lega á hann. „Hann er að koma hingað í te þin vegna, ungfrú Matt- hildur, og það veizt þú mjög vel.“ Hún 'sagði eins og hún væri að tala við blómin: „En sú hugmynd. Ég, óreynd stúlka, og hann, sem þekkir allan heiminn.“ „Kannski hefur hann ekki í öllum heiminum séð slíka stúlku.“ Hún fór að hlæja svo snögglega, að hún var nærri búin að velta vasanum. „Mér finnst þetta ekkert hlægilegt. Ég vildi heldur, að hann kæmi hér ekki neitt,“ sagði hann og brosti vand- ræðalega. Hún þoldi ekki lengur við. Aldrei hafði nokkur maður talað við hana fyrr eins og karlmaður. Hún hljóp út. Hann fór að tvístíga eirðar laus, eins og sá, sem tafinn er á leið sinni á járnbrautar- stöðina og er hræddur um að missa af lestinni. Weston hafði ekki lokað á eftir isér garðshliðinu fyrr en litlu hundarnir hans tveir, sem hann hafði með sér, voru komnir inn í dagstofuna. Þeir vom brúnir og ótrúlega mjó- ir og litlir eins og kettlingar. Þeir eltu hvorn annan undir borð, bak við stóla og hraðara og hraðara meðfram öllum veggjum, en istönzuðu allt í einu, eins og þeir væru negld- ir við gólfið, fyrir frarnan Matthildi, isem hóf upp te- bakkann sinn og horfði niður á þessi upplyftu höfuð. Hvíti kettlingurinn sat makindalega í bezta stólnum í horninu, eins hreyfingar- laus og hann væri úr postu- líni, og horfði á lætin. Allt í einu brugðu hvolp- arnir við. Þeir þutu burt, báðir á sömu stundinni, og komu svo skokkandi inn á eftir Weston, eins og þeir hefðu aldrei vikið frá hlið hans; tungurnar á þeim laf- andi, Ijósrauðar, og báðir á- kaflega sakleysislegir á svip- inn. Á meðan setti Matthildur tebakkann frá sér á borðið og gestur þeirra horfði bros- andi á hana, þar til hún hafði rétt úr sér aftur. Og nú varð hún að taka á öllu, sem hún átti til að kynna þessa tvo menn, sem voru þama í her- berginu hennar vegna, eins frjálsmannlega og henni var eðlilegt. Hún gerði það eins og til var ætlazt, tók fram hægindastólinn handa móður Páulis, sem komið hafði inn í þessu. Aftur heyrði hún hjartslátt sjálfrar sín. Hvolparnir létu sem þeir sæju ekki kettlinginn, þar sem hann sat hinn hreykn- asti í sólnum, hreyfingarlaus, nema hvað hann deplaði aug- unum við og við, og þeir þef- uðu af veggfóðrin-u rétt v.ið hliðina á honum. En brátt þoldu þeir ekki mátið lengur. Þeir settu lopp- urnar upp í stólinn og ygldu sig, en þá missti hinn hof- inóðugi köttur þolinmæðina nudir eins og fleygði sér á bakið milli þeirra. Nú var allt.í háalofti. Þau, sem sátnu við borðið, heyrðu hávaðann og sáu hvítan belg- inn og hvolpana með aftur- hlutana í háaloftj og trýnin fast upp við vegginn- Jafnvel móðir Páulis truflaðist í sam- tali sínu um ræðu hans við leikinn í dýnunum, og Matt- hildur hafði alveg gleymt nærveru mannanna. Að lokum stóðst hún þetta ekki lengur. Hún kraup nið- ur við hliðina á þeim. Hund- arnir hlupu undir eins til hennar, geltandi, sleikjandi og dinglandi rófunni. Kett- lingurinn lá enn þá tilbúinn í leik, leit fyrst út eins og honum væri útskúfað, en lét sér svo á sama standa og fór að sleikja á sér feldinn. Svo gekk hann hinn rólegasti inn undir stól og horfði með fyr- irlitningu á vini sína. Annar þeirra brauzt um undir handleggnum á Matt- hildi, sem var að reyna að koma honum undan bróður hans; hinn hlykkjaðist eins og áll og reyndi að sigra þennan nýja leikfélaga, gelti í ákafa og ygldi sig. Weston mætti augnatilliti Silafs, sem brosti vandræða- lega, eins og hann væri að biðja afsökunar fyxir hönd Matthildar, að hún skyldi enn leika sér svo barnalega. „Hafið þér allt af átt hund?“ Matthild-ur sleppti hund- unum og stóð upp. „Pugla- hund. En nú er hann orðinn gamall og mjög stór upp á sig og lífsleiður. Þegar hann MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS ÖRN ELDING Rcg. U. S. Pal. Off. " AP Newsfoatvrfr*. en bjargar sér frá falli með því OG NÚ nálgast Kári staðinn og að krækja fótum að brúninni. fer hratt. VERÐA NÚ rnargir atburðir í <3 einni svipan; bifreiðin hrapar, stórt stykki brotnar úr kletta- brúninni, Öm fellur á bak aftur:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.