Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fösíudagur 24., des. 1948. tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. a ÞAÐ VAR TRÚ MANNA á landi hér til forna, að ýmsar meinverur og ófreskjur væru mjög á ferli um jólaleytið- Var það haft fyrir satt, að fólk, sem ekki gat staðizt að fara út á aðfangadagskvöld, og kom ekki inn aftur, hefði orðið illvættum að bráð, svo sem trölfkerlingu þeirri í fossinum, sem ágimtist memi skan mann um hver jól- Slíkum sögum trúa harla fáir nú á miðri tuttugustu öld. Eigi er hó svo, að skortur sé illvaetta og blóðþyrstra ó- freskja í trú manna, nema hvað enginn efast nú um, að þær séu klæddar holdi og blóði og verði að því leyti að teljast mennskar vemr. Nú á að heita að ríki sú öld menningar og framfara, sú upplýsingaöld, sem beri af öllum fyrri. Samt er það hyggja margra, að samtíð okkar muni í sögtmni kallast öld óttans. Hungrið er gömul saga í þessum heimi, kúgun- in nær aftur fyrir elztu sagn ir. Óttinn er heldur ekki nýr, en vart hefur hann áður verið meiri og ægilegrj en nú. Og það sem verra er, mannssál in virðist nú vera á reiki, hún hefur ekki þá kjölfestu, sem hún áður hafði- í»að er stað- reynd, að kristin kirkja hef ur mjög misst tök á allri alþýðu, en í hennar stað hafa komið margs konar skurðgoð, góð og ill, og veld ur þetta alvarlegri sundrungu í heiminum. Hugsandi menn og reyndir hafa örvænt, aðrir sjá ekkert framundan nema vopnaða baráítu hinna sterk ustú afla. Aðeins hinir bjart sýnustu gera sér vonir um langan frið og vaxandi vel megun. * Jólin eru kristin hátíð, og boðskapur þeirra er friður á jörð. Þessi hátíð, sem er helg uð fegurstu hugsjónum mannsandans, ber nú mjög merki aldarfarsins. Kaup mangarar þeir og peninga víxlarar, sem meistarinn mikli rak út úr musterinu, hafa fært sig upp á skaftið á “ý, og þeir selja enn þau tákn, sem hégómlegir menn færa sem fórn á altari efnishyggj unnar. En þrátt fyrir allt eru jól Haf narf j örður. Hafnarfjörður. Jólatrésfagnað fyrir börn fhalda Alþýðuflokksfélögin og Verka'kvennafé- lagið Framfíðin í Hafnarfirði á þriðja í jólum (mánudaginn 27. desember n. k.) í Alþýðuhús- inu, Strandgötu 32. Böm, 8 ára og yngri, komi kl. 3. Börn, 9 ára og eldri, komi M. 8. Aðgöngumiðar eeldiir í Alþýðuhúsinu / frá kl. 10 á mánudag. STJÓRNIR FÉLAGANNA. Tyllt sér á bekk á barnalexkvelli. — Talað um jól við lítil börn. ÉG SETTIST í gærmorgun á bekk í barnaleíkvelli. Það var næstum því vorilmur í Ioftinu og ég gat ekki bctur séð, en það væri morgunroði á himninum. Börnin léku sér þarna hress í bragði, en mömmur voru alltaf á gægjum í nálægum gluggum. Þær höfðu búið út óþekktarang ana sína til þess að fá frið til að sinna heimilísstörfum fyrir jólin. ÞÆR ÞRIFU BLÓM úr glugg um og þvoðu glugga — og ég sá þær taka frá gamlar garðdín um og setja upp nýjar. Þær voru mjög önnum kafnar og í byggnar á svipinn; enda áreið anlega mikið að gera og margt eftir, því að nú var Þorláks- messa og um kvöldið langaði þær að fara út með pabbann með veskið ekki kannske til að kaupa mikið, bara til að fara inn í mergðina og skoða í búðarglugga. Blessaðar mömm urnar, hugsaði ég, gaman væri að eiga þær allar og gera þær allar hamingjusamar. ÞAÐ VAR UÍTILL DRENG UR að leika sér með skeið við bekkinn( sem ég sat á og hjá honum var lítil telpa. Ég sagði við drenginn. , Bráðum eiga að koma jól. — En það er svo mikill snjór, að þau komast víst ekki fyrr en eftir jól. Er það ekki leiðinlegt? — Börnin litu undrandi upp á mig og mér fannst eins og einhver von- brigði kæmi í augun. Ég sár skammaðist mín. Nú hafði ég líkast til komið róti á litlu hug ina. „En ég hugsa nú að þetta sé bara vitleysa“, sagði ég og mér varð það meira en lítið kappsmál að sjá gleðibragðið breiðast aftur yfir rjóða and litinu. ,,Það verður mokaður allur snjórinn af fjöllunum, svo að jólin komist. Það hafa alltaf verið jól síðan ég var lítill — og þau verða áreiðanlega Iika núna“. ÞAU ÞÖGÐU BÆDI, hættu að leika sér og störðu á mig. ,Já, það hafa allstaf verið jól síðan ég var lítill — og ég veit að þau koma núna alveg eins og áður — og það er ó- sköp gaman að jólum. Er það ekki?“ Drengurinn brölti á fætur og kom til mín. Hann rétti mér skeiðina sína og sagði: „Mömmu skeið — Mamma búa til jól inni. Pabbi búa til jól niðri í bæ. Nonni búa til jól og Sigga. Allir búa til jól handa Dadda.“ Svo brostí hann og horfði í augu mér. „Já“, sagði ég „allir búa til jól handa litlu börnunum — og börnin gefa öll um jól“. Hann varð enn hýrari —líkast til skildum við hvorn annan. ÉG HELÐ líka að fegurstu jólin séu í barnsaugunum. Enda sagði Þorsteinn: ,Ég vil lifa litlu jólin mín, við ljósið það, sem skín úr barnsins augum’.— Hann fann gimsteina. — Gleðileg jól. in hátíð friðar. Þótt illvættir samtíðarinnar hafi þrásinnis notað þau til blóðárása, færir þessi hátíð hjörtum milljóna stundarfrið, frið fyrir óviss- unni, frið fyrir óttanxun. Þess vegxia fagna allir jólum, þar sem þau eru hátíðleg haldin, kristnir menn jafnt sem dýrk endur skurðgoðanna, og hver býður öðrum GLEÐILEG JÓL! r Oska ölíum viðskipfavinum mínum gleðilegra jóla og þakka viðskiptin á árinu. Torgsalan Njálsgöíu og Barónsstíg, og horni Hofsvallag, og Ásvallagötu. s s s s s s s s s s s s„ s s s s s s s s s s s- s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s S. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s- s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s GLEÐILEGRA JOLA óskum við öllum viðskiptavinum okkar. Nýja bílastöðin, Hafnarfirði. GLEÐILEG JÓL! Hjalti Björnsson & Co. Hafnarstræti 5. Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. OÐBSON & CO. LTD. Hull. Gleðileg jól! Farsælt komandi ár. Þökk fyrir við- skiptin á liðna árinu. THE HEKLA AGENCIES LTD. Grimsby, Hull. Óskum velunnurum vorum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vinnubeimilið að Reykjalundi. s s s s s s s s s s s ,s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s 'S s s s ■\ • s s s s s s s ' s s s s s V s s s s Á s s s s s s s s s s s s s s s c > s s s s r\ s s s s s s s ;s s s s s s s s s s s s s s s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.