Alþýðublaðið - 17.02.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.02.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtndagur 17. feijrúar 1949, Útgefandi: Atþýðuflokknrlxut Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundssoa Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f Ferðalangur um óupphitaðar bifreiðar í sérleyf- isakstri á fjallvegum. — Æskulýðurinn á móii útlendu söngvunum! FERÐALANGUR skrifar mér ef tirfarandi: „Undanfarið liafa samgöngur austan yfir fjal! ver- ið miklum erfiðleikum háðar drepast úr kulda. Hefðum við nú staðið föst og orðið að hýr- ast í bifreiðinni klukkustund- um saman, hvernig hefði þá HUN VAít EKKI LÖNG, fréttin, sem Alþýðublaðið birti í gær frá fréttaritara sínum í Kaupmannahöfn1, úm þakkarskeytið, . sem Síokk- ihólmsfundur norrænna kom- múnista sendi Stalin um síð- astliðna helgi „fyrir frum- kvæði sovétstjórnarinnar í því skyni að halda Norður- iöndum fyrir utan sheimsveld- issinnaðar ríkjasamsteypur“; en hún er lærdómsrík. Þar koma norrænir kommúnistar til dyra eins og þeir eru. * Þegar kunnugt varð um fyrirspurn sovétstjórnarinnar í Osló á dögunum varðandi fyrirætlanir Nor egs í sam- j bandi við stofnun Norður-At-1 lantshafsbandalagsins, bland-' aðist engum hugur um það, að hér var um að ræða dul- búna hótun hins rússneska herveldis í því skyni að hræða Noreg frá því að gerast aðili að Norður-Atlantshafsbanda-! laginu. Með þennan sannleika var heldur ekki farið í neinar felur í blöðum á Bretlandi. Þar var hann sagður hispurs- laust. En öll Norðurlanda- blöð, sem nokkurs eru melin, töldu fyrirspm'n sovétstjórn- arinnar vera að minnsta kosti algerlega ótilhlýðileg afskipti erlends ríkis af utanríkismála- stefnu Noregs. Það mun og sannast að segja, að áhrif hinnar rússnesku íhlutunar hafi bæði í Noregi og annars staðar á Norðurlöndum orðið alveg öfug við það, sem ætlað var. Norska stjórnin svaraði fyrirspurninni kurteislega en einarðlega, og hefur vaxið af. En það er mál manna, að flestir þeir Norðmenn, sem áður voru í vafa um það, hvort leita skyldi öryggis fyrir land þeirra i Norður-At- lantshafsbandalaginu, hafi við ( hina dulbúnu hótun sovét- stjórnarinnar losnað við allar efasemdir í því efni og séu síðan ákveðnir talsmenn þess. * En einn er sá flokkur manna á Norðurlöndum, einnig ý Noregi, sem, >eins og hin stutta Kaupmannahafnar- frétt Alþýðublaðsins í gær ber með sér, sýnir ekki slíka þjóðarkennd, þegar landi hans er ógnað, — að minnsta kosti ekki, ef því er ógnað áf Rússlandi. Það eru kommún- istar. Þegar alMr aðrir flokk- ar á Norðurlöndum eru ein- huga um að vísa hinni dul- búnu hótun sovétstjórnarinn- ar við norsk stjórnarvöld á vegna ófærðar. Hefur það oft tekið margfalt lengri tíma að koinast leiðina tií dæmis austan lir Hveragerði en „normait“ er. Hefúr bað og jafnvel komið fyrir, að bifreiðar, hafa 'staðið fastar í sköflum á fjallvegum langtímum saman, cg geta menn aiveg gert sér í hugar. iund, hvernig fólki líður undir slíkum kringumstæðum. FYRIIt FÁUM DÖGUM var ég fyrir austan fjall og dvaldi þar nokkra daga. Undir eins og ég gat, vildi ég komas-t heim til Reykjavíkur og tók Stein- dórsbifreið í Hveragerði, vonaði ég að ég kærnist heim fljótlega og datt ekki annað í hug en að bifreiðfn væri upphituð. Mér brá því heldur í brún, þegar ég var kominn í farkostinn og hann af stað og ég uppgötvaði, að engin upphitun var í bifreið inni. ÞETTA ER svo furðulegur trassaskapur og ábyrgðarleysi að engu tali tekur. Menn munu eklci geta talið, að þær bifreiðar séu færar til að annast fólks. flutninga á landi, og það um há vetur, þegar allra veðra er von, sem ekkí eru upphitaðar. Skil ég ekki í öðru en að sá sérleyfis hafi, sem hér á hlut að máli, en það er víst elzta bifreiðastöð landsins, Bifreiðastöð Steindórs, sé með þessu hirðuleysi að brjóta reglur, sem henni hljóta að hafa verið settar, þegar hún fékk sérleyfið. ÉG VIL ALVARLEGA vekja athygli þeirra, sem úthluta sér- leyfunum á þessu. Það er hrein morðtilraun við ferðafólk að setja það í bifreiðar eins og ég hef hér lýst. Það vildi mér til happs í þessari ferð minni, að Krýsuvíkurleiðin var alveg slétt og þar engin snjóþyngsli, þó vorum við þrjá tíma á leiðinni úr Hveragerði og til Reykjavík. ur — og fólkið var alveg að farið?“ „KRISTJÁN ' SKRIFAR á þessa leið: ,,Ég las pistil þinn í dag með miklili ánægju. Þú ert fyrstur til þess að minnast á og fordæma það hneyksli, sem á sér stað hér á nær öllum skemmtunum, að nær eingöngu eru sungnir erlendir söngvar, og að það er næstum því orðinn viðburður, að maður heyri sunginn íslenzkan texta við létt lög, ekki aðeins hér á dans. leikjum og skemmtunum, held- ur jafnvel í sjálfu ríkisútvarp- HIÐ SVOKALLAÐA Þjóð. varnarfélag er svo önnum kafið vrð að halda æsingafundi út um hvippinn og hvappinn í þjón- ustu kommúnistískra flugu. manna, sem hér eru til að draga lokur frá dyrum á næturþeli, að það má ekki vera að því að sinna slíkum málum eins og þessum, en marga þjóðrækna unga menn og konur hef ég heyrt tala um það, að hér ætti einmitt þetta félag að koma til skjalanna. ÉG FULLVISSA þig um það, að mikill fjöldi af æskumönn. um Reykjavíkur hefur algera skömm á þe.ssum faraldri er- lendra söngva, sem hér er, og að þessi æskulýður vill gjarnan taka þátt í því að fá þennan blett burtu numinn af skemmt- analífi Reykjavíkur. Haltu á- fram að skrifa um þetta. Það ■eru margir, sem fylgja þér af heilum hug.“ GOTT ER að heyra það. Ég vil til áréttingar því, sem ég skrifaði í gær um þetta mál, að eins segja þetta í dag: Þeir, seni efna til skemtana, bera hér alla ábyrgð á. Þeir eiga að koma í veg fyrir þennan ljóta ósið. Og við skulum vona, að þeir geri það. En ef þeir gera það ekki, (Frh. á 7. síðu.) bug sem algerlega ótilhlýðileg- um afskiptum af utanríkis- málastefnu Noregs, safnast forsprakkar norrænna komm- únista á funcl í Stokkhólmi og samþykkja, að senda Stalin allra undirgefnast „þakkar- skeyti fyrir frumkvæði sovét- stjórnarinnar í því skyni að halda Norðurlöndum utan við heimsveldissinnaðar ríkjasam- steypur“! Með öðrum orðum: Þeir skríða fagnandi og flaðrandi að fótum hins rússneska ein- ræðisherra og hylla hann fyr- ir hótunina við Noreg og önn- ur Norðurlönd! * Hafi menn á Norðurlöndum hingað til ekki gert sér fulla grein fyrir því, hvert hlutverk kommúnista er utan Rúss- lands, þá ætti þetta skriðdýrs- lega þakkarskeyti norrænna kommúnista til Stalins nú að minnsta kosti að hafa tekið af öll tvímæli um það. ESa getur það orðiö augljósara en af því, að þeir eru ekkert ann að en flugumenn, kvislingar Moskvuvaidsins, sem bíða þess eins' að fá boð um, að reka rýtinginn í bak þjóðar sinnar, þegar henni er mest nauðsyn á því að verja hend- ur sínar. Nú þegar kynoka norrænir kommúnistar sér ekki við því, að falla hundflatir fram fyrir Stalin, frammi fyrir öllum heimi, til þess að færa honum þakkir og hylla hann fyrir ó- tvíræðar hótanir í garð Norð- urlanda. Og hvers mun þá af slíkum mönnunú að vænta, ef Norðurlönd ættu einhvern tíma frelsi sitt og sjálfstæði að verja gegn vopnaðri rúss- neskri árás? Alþýðublaðið va'nt'ar ungling tii blaðburðar á Seltjarnarnesi. Talið við afgreiðsluna. Sími 4900. Álþýðublaðið Jón Sigurðsson: í ÞJÓÉVILJANUM í GÆR bera kommúnistar sig rnjög upp undan því, að samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur og Sjómannafélags Hafnarfjarðar liafi elcki viljað taka við þeim Birni Bjarnasyni og Jóni Rafns syni við samningaumleitanir þær, er nú fara fram milli sjó mannafélaganna og togaraeig- enda, en Björn og Jón kváðu sig fulltrúa ákveðinna félaga við samningagerðir þessar. í Þjóviljagrein sinni í gær finna skriffinnar blaðsins hvöt hjá sér til þess að átelja stjórn Alþýðusambandsins í sam. bandi við mál þetta og hagræða sannleikanum á þann veg, er þeir telja sér þénanlegast. Með því að mál það, sem hér um ræðir varðar mjög sambandsfélögin, finn ég ástæðu að skýra þegar í stað frá afskiptum Alþýðusambandsins af málinu, þótt stjórn þess hins vegar leggi >ekki í vana sinn að eltast við aðkast það, er komm únistum þóknast alla jafnan að vera með. Þann 10. þessa mánaðar barst Alþýðusambandi íslands bréf frá þeim Jóni Rafns- syni og Birni Bjarnasyni, þar sem þeir tjá stjórn Alþýðusam bandsins, að samninganefnd sjó mannafélaganna við Faxaflóa væri ekki fáanleg til samstarfs við þá. Strax næsta dag sendi ég sjómannafélögunum í Reykja vík og Hafnarfirði afrit af bréfi þeirra Jóns og Björns og óskaði umsagnar félaganna, við víkjandi umkvörtun þeirra, og upplýsinga um, hvað þau hyggð ust fyrir í þessum efnum, og tók skýrt fram, að allir gætu verið sammála um, að eðlileg- ast væri og vænlegast til árang urs, að félögin öll gætu orðið sameiginlegur aðili að þeim samningi, sem væntanlsga yrði gerður. Stjórnir sjómannafélaga Reykjavíkur og Hafnarfjarðar svöruðu bréfi þessu strax dag inn eftir þ. e. 12. þ. m., en í svari sínu skýrðu stjórnirnar frá ástæðum þeim, er þær hefðu fram að færa gegn því að hleypa þeim Jóni og Birni að samningaumleitunum. Á reglulegum fundi sínum. s. 1. mánudag (14. þ. m.) tók mið stjórn Alþýðusámbandsins svo mál þetta fyrir og 1 gerði í því svofellda samþykkt: „Sambandsstjórn lítur svo á, að sambandsfélögunum sé hin mesta nauðsyn, að sem bezt sam vinna ríki ávalt þeirra í mill. um, og hvetur þau til þess að ieggja sig fram um, að svo rnegi vera. Samfoadsstjórn harmar því, að mjög virðist á það hafa skort hjá hinum ýrnsu sambands félögum, er aðilar munu verða að hinum væntanlegu samning um um kaup og kjör togarasjó manna, að samstarfsvilja hafi gætt hjá þeim sem slcyldi og skorar á þau að endurskoða a£ stöðu sína með tilliti til þess, að vinsamlegt samstarf megi ríkja þeirra í millum við lausn þeirrar deilu, sem þau eiga nú í við togaraeigendur. í þessu sambandi vill sambandsstjórn benda á, að henni er ekki kunn ugt um, að komið hafi fram neinar óskir um samstarf við samninganefnd Sjómannaféiags Reykjavíkur og Sjómannafélags Hafnarfjarðar frá stjórnum þeirra sambandsfélaga, er þeir Jón Rafnsson og Björn Bjarna son telja sig fulltrúa fyrir og telur því mikilvægt, að stjórnir viðkomandi félaga æski form- lega slíkrar samvinnu og taki jafnframt til athugunar, hvort ekki myndi teljast heppilegt til að samvinna tækist, að þau fælu umboð sitt mönnum úr eigin fé lögum, þar eð samstarf samn. inganefndar Sjómannafélags Reykjavíkur og Sjómannafélags Hafnarfjarðar annars v>egar, og þeirra Jóns Rafnssonar og Björns Bjarnasonar hins vegar, virðist með öllu útilokað“. Samþykkt þessi, var þeim Jóni og Birni látin í té með bréfi strax daginn eftir. Hér hefur þá verið rakin með ferð málsins af hendi sam bandsstjórnar og kemur skýrt í ljós, að ásakanir þær, er í Þjóð vilja greininni felast, á hendur stjórn Alþýðusambandsins um, að hún hafi legið á málinu og dregið afgreiðslu þess, hafa ekki við nein rök að styðjast; því öllum >má ljóst vera, að frá 10. febrúar, er Alþýðusamband inu barst bréf þeirra Jóns og Björns, til mánudagsins 14. sama mánaðar, er sambands- stjórn afgreiddi málið, er ekki vikutími, auk heldur hálfur mánuður, eins og >gefið >er í skyn í áminnstri Þjóðvilja. grein, að málið hafi verið í höndum sambandsstjórnar. Að 'síðustu.tel ég rétt að taka það fram, að þótt hin fyrrver andi kommúnistíska sambands stjórn léti sér sæma að gefa út alls konar dagskipanir, sem enga stoð höfðu í lögum sam- takanna, þá hefur núverandi (P’hh. 4 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.