Alþýðublaðið - 17.02.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.02.1949, Blaðsíða 5
Fímmtudagur 17. febrúar 1949, ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÉG LAS NÝLEGA í dönsku blaði grein um skólamál, sem yakti mikla athygli mína. Hún yar þýðing á grein, sem birzf hafði í rússneska blaðinu ,,Pravda“ 17. nóvembsr síðast Iiðinn og var eftir kennslumála ráðherra Rússa, Vosnesenski. Greinin fjallar um hlutverk skólanna í Ráðstjórnarríkjun um, og ástæðan til þess, að fereinin vakti sérstaka • athygli mína, var ekki sú, að ég sæi þar eitthvað, sem ég teldi til fyr irmyndar, heldur að mig' blátt áfram hryllti við þeim skoðun- mn, sem þar var lýst. Ráðherr. ann telur það eitt af höfuðhlut verkum skólanna í Ráðstjórnar ríkjunum að annast stjórnmála Jegt uppeld-i geskulýðsins, að ala nemendurna upp í sterkri trú á kommúnismann, ríkisvald ið-og leiðtoga þess og sýna þeim ffram á kosti sovétskipulagsins og hversu miklu fremra það sé borgaralegu þjóðskipulagi. Bezt er að gefa ráðherranum sjálfu.m orðið. Iíann segir m. a.: . ,,!Mikilvægasta hlu.tverk þessa stjórnmálauppeldis nemend- anna er að innræta æskulýðnum sneginatriðin í lífskoðun marxis inans og leninismans." Og enn: ,,Þýðingarmesti þáttur þessarar stjórnmálastarf semi er fólginn í að ala nem. endurna upp í anda sovét.ætt jarðarástar. Kennslan í sér hverri grein veitir ríkuleg tæki ffæri til þess að vekja ást nem- endanna á hinu sósíalistíska sovétföðurlandi, hollustu við sovétríkið og flokk Lenins og Stalins og tryggð við hugsjónir kommúnismans“. Og enn segir ráðherrann: „Það ríður á, að nemendurnir öðlist skilning á stefnu flokks. ins og sovétríkisins, skilning á, að þessi stefna eflir hina mikil- vægustu hagsmuni þjóðarinnar og tryggir hinn stórkostlega ár angur vorn við uppbyggingu hins kommúnistaiska þjóðfé, lags“. ... ,,Það er nauðsynlegt, að æskulýðnum sé á sérhverj- um degi innrætt vitund um Veldi sovétríkisins og að út. skýrðir séu fyrir honum megin drættirnir í sögu lands vors, sem nú er smám saman að breyta þjóðskipulaginu úr sós. íalisma í kommúnisma. Verkefnið er, að nemendur sovétskólanna vaxi upp sem menn með háleitar hugsjónir, sannfærðir um, að málsstaður ílokks þeirra Lenins og Stalins er mikilfenglegur og réttlátur, sem stefnufastir, staðfastir, bar éttufúsir og djarfir menn, er óttast ekki mótlæti og vilja sigr ast á hverskonar erfiðleikum. En til þess að þetta takmark háist, verður allt starf skól- anna að vera gegnsýrt af há. ieitum kommúnistiskum hug sjónum, þrungið djúpum hug. myndaskilningi og bolsévistiskri flokkshyggju. Það ríður á að útrýma algjör lega þeirri hlutlægni (því ó- jektiuiteti) og því afskipta- leysi um stjórmál, sem einkenn ir enn þá störf nokkurra kenn ara.' Það er fyrsta boðorð sovét- kennarans, að haga kennslu. istörfum sínum samkvæmt kenn ingum Lsnins og Stalins um, að vísindi og hugsjónir hljóti að vera í þjónustu stjórnmálanna, ög að gleyma því ekki eitt andartak, sem Lenin sýndi ffram á, að „skóli, sem er ekki Gylfi í>. Gíslason.- GREIN þessi er þáttur úr erindi, sem Gylfi Þ. Gíslason prófessor flutti í ríkisutvarp iff, í dagskrárlið þess „Um daginn og veginn“, síðast Iið inn mánudag'. í tengslum við lífið, skóli, sem er ekki í tengslum við stjórn. málin, er lýgi og hræsni.“ “ Svo mörg -eru þau orð kennslumálaráðherra Rússa. Ég geri ráð fyrir, að fleirum fari eins og mér, að þá hrylli við þessum staðhæfingum. Mig hryllir ekki við þeim vegna þess að ég þoli ekki að kynnast skoðunum sem ég er ósammála, heldur vegna hins að eftir þeim virðist þreytt í einu stærsta og voldugasta ríki veraldar og þær virðast breiðast út í kjölfar stjórnmálaáhrifa þessa ríkis og þeirrar stjórnmálastefnu, sem á þar sitt föðurland. Síðast liðna hálfa aðra öld hefur mannsandinn háð frelsis baráttu. Maðúrinn hefur verið að reyna að losa sig úr viðjum vanþekkingar og hleypidóma og leitazt við að skipa þekking unni og skynseminni í æ veg. legra sess í lífi sínu. Um leið hefur virðingin fyrir einstak. lingnum átt að vaxa, lotningin fyrir manninum sem kórónu sköpunarverksins, og þá um leið skilningurinn á rétti hans til þess að njóta gæðá lífsins og gildi þess fyrir þroska hans, að hann búi við frelsi og öryggi. Það hefur verið einn meginþátt ur þessarar frelsisbaráttu mannsandans, að sérhver mað. ur geti öðlazt skilyrði til þess að móta sjálfur lífsskoðun sína og lífssviðhorf, ákveða sjálfur, hvað hann vill meta mest í líf- inu, velja sjálfur þær hugsjón. ir, sem hann kýs að aðhyllast, út frá því sjónarmiði einu, hvað færi honum sjálfum eða þeim, sem hann ber fyrir brjósti, mesta hamingju. Eins og það hefur verið meginþáttur efnahagslegrar frelsisbaráttu mannsins að leitast við að verða óháður náttúrunni og þjóð- félagsöflunum um afkomu sína, að útrýma skorti og búa öllum mönnum sem jöfnust skilyrði til þess að njóta gæða lífsins, — eins hefur það verið meginþátt ur andlegrar frelsisbaráttu hans að þurfa ekki að vaxa upp sem þræll nokkurra skoðana, að láta ekki móta sig andlega í nokkru móti, þannig að því verði ekki breytt, að láta hvorki ríki né kirkju né nokkurt annað vald geta framleitt menn með á. kveðnar skoðanir og ákveðið lífssviðhorf, rétt eins og leik. fangagerð framleiðir brúður af ákveðinni gerð og breytir um tegund, þegar þörf gerist. Það hefur v.erið markmið þessarar andlegu frelsisbaráttu, að hver einstaklingur öðlist sem bezt skilyrði til þess að móta sjálf. ur sinn innri mann, að svo miklu Ieyti sem það er hægt. Með hliðsjón af þessu getur það ekki verið hlutverk skóla að innræta nemendunum skoð anir. Skólar eiga að miðla þekk ingu, og þeir eiga að rækta skap gerð nemendanna þannig, að þeir vilji beita þekkingunni vel, en ekki illa, og þess vegna eiga þeir að efla dómgreind og skyn semi, innræta ást á sannleika og virðingu fyrir rétílæti, þeir eiga að kenna hógværð og hleypidömaleysi, mannúð og mannkærlelka. En þeir eiga ekki að innræta skoðanir, t. d. ekki stjórnmálaskoðanir. Með því er verið að vinna gegn því að menn geti síðar beitt dóm greind sinni og skynsemi, það er verið að velja fyrir’’ þá milli rétts og rangs, það sr verið að gera þá að ófrjálsum mönnum, færa þá í viðjar tiltekinna skoð ana, ánetja þá þeim valclhöfum, sem telja sér styrk að þessum skoðunum. Gegn því líkri viðleitni hefur frelsisbarátta mannsandans staðið í aldir. En nú. á þessari tuttugustu öld, öld tæknifram fara og verklegrar menningar, gerizt það, að eitt stærsta og voldugasta ríki veraldar, Sovét ríkin, halda á lofti því merki, sem þessi barátta hefur staðið gegn, eins og nazistar héldu því á lofti í Þýzkalandi á valda árum sínum og ýmis'önnur ríki hafa nú tekið það upp, ýmist að fordæmi kommúnismans í Rússlandi eða nazismans í Þýzkalandi. Þar sem kaþólska kirkjan er voldug, hefur hún öll tök á skólunum. í ýmsum löndum Austur.Evrópu, þar sem kommúnistar hafa náð völdum, hafa orðið hörð átök milli ríkis valds og kirkju um yfirráðin yf ir slcólunum. Enginn efi er á því að kaþólska kirkjan hefur víða misnotað umráð sín yfir skólunum til þess að ná valdi yfir mönnum. En þegar ríkis- vald kommúnistiskra ríkja hefur svipt kirkjuna stjórn skólanna, hefur það því .miður ekki verið til þess að losa þá undan allri þjónustusemi við skoðanir og vald, heldur til þess að taka þó í þjónustu annarra 'skoðana og annars valds. Þetta er innihald harmleiksins, sem nú er að gerast í skólamálum ým issa Austur.Evrópulanda, og undirrót þeirra átaka, sem eiga sér þar stað milli ríkisvalds og kirkju, svo sem grein sú, sem ég las úr áðan eftir kennslumála ráðherra Sovétríkjanna ber m. j a. vott um. Gylfi Þ. Gíslasori. Areiðanlegur maður óskast til að bera út xAlþýðublaðið í Vesturbænum. Talið við fagreiðsluna. — Sími 4900. við stjórnar- og trúnaðarmannaráðskjör í félaginu fyrir næsta starfsár fer fram í skrifstofu félagsins, Kirkjuhvoli, laugar- daginnl§. febr. kl. 12—20 og sunnudaginn .20. febr. kl. 10—18. Kj-örskrá liggur frammi á sama stað á fimmtudag og föstudag kl. 17.30—20 báða dagana. Kærufrestur til hádegis á laugardag. Kjörstjórnín. Frumvarp fil nýrra erfðalaga lagf fram á alþingi í gær — ---------;——:------- Gert er rá5 íyrlr allvertilegton breytfng- um ’á gömSu erfðaíögglöfinríi. ---------------«-------- FRUMVARPI til nýrra erfðalaga var dreift á alþingi í gær og ér það stjórnarfrumvarp. Gerir það ráð fyrir megin- breytingu á frændsemiserfðum, en auk þess eru breytingar á ákvæðum um afstöðu kjörbarna og kjörforeldra, um samn. ingu erfðaskrár og gildi hennar og fleira. Við samning frumvarpsins ( var stuðzt við erfðalöggjöf þá, er gildir í Noregi og' Svíþjóð, en þó sérstaklega við frumvarp það til danskra erfðalaga, sem unnið va’r að af stjórnskipaðri nefnd manna í Danmörku um 5 ára skeið og út kom árið 1941 með mjög rækilegu nefndar. áliti. f frumvarp þetta eru tekin úr hverjum stað með breyting um eða óbreytt ýmis ákvæði, sem talið var, að til bóta væru í hérlendri erfðalöggjöf, og nokkru bætt við, sem ekki fannst þar. í ' greinargerð segir meðal, annars: „Sú skoðun hefur komið fram oft og ákveðin nú á síð- ari árum, að erfðalöggjöf ís- lendinga væri orðin mjög úrelt í einstökum atriðum, svo að vart mætti lengur við hlíta. Sérstaklega var bent á hinn lög ] mælta víðtæka erfðarétt, sem enn er í gildi, fjórmenningaerfð ir. Á þeim tímum, þegar ættar böndin voru meiri og sterkari en nú og framfærsluskylda náði einnig til fjórmenninga, var líka sjálfsagt að skyldum fylgdu réttindi. Nú. þegar fram færsluskyldan er nær horfin nema foreldra gagnvart börn. um sínum innan 16 ára aldurs, horfir mál þetta allt öðruvísi við. Þá er og það, að þegar fjöl margir fjarskyldir erfingar eiga tilkall til arfs, munar hvern erfingja litlu arfshluti hans, nema stórauður sé, er til arfs fellur, og oft er það miklum erf iðleikum bundið að spyrja uppi alla erfingjana, sem komnir eru á víð og dreif og jafnvel í önn ur þjóðlönd. Engin sambönd •eru milli slíkra erfingja og arf leiðanda. Veit ef til vill hvoryg ur um tilveru hins. Vegna þessa og fleiri ástæðna þykir nú kom inn tími til að breyta eríðalög gjöfinni, og má helzt ekki leng' ur dragazt. Á alþingj 1943 var lagt fram í neðri deild frumvarp til erfða laga og borið fram af þáverandi ríkisstjórn. Frv. þetta komst til allsherjarnefndar. en var vísað frá með rökstuddri dagskrá. Á síðasta alþingi var sam- þykkt þingsályktun, er þing. maður Dalamanna flutti um endurskoðun erfðalöggjafarinn- ar, og' vegna þeirrar þingsálykt unar er frumvarp þetta borið fram“. Orðsénding j fil Þjóðviljans ÞJÓÐVILJINN fáraðist yfir því í fyrradag, að íslendingar skuli hafa heyrt .fyrst fréttir ®f ræðu Stefáns Jóhanns Stefáns. sonar á sunnudag í norsku út- varpi. Alþýðublaðið getur tekið undir þessi orð, en leyfir sér þá að spyrja, hvort Þjóðviljinn hafi frekar en aðrar fréttastofnanir á íslandi, reynt að afla sér frétta af ræðu forsætisráðherrans. Þessi ræða var að vísu flutt á flokksfundi, en bæði ráðherranir og stjórn Alþýðuflokksfélagsins hefðu sjálfsagt fúslega gefið upplýsingar um innihald ræð- unnar. Það hefði og átt að vera fréttastofu útvarpsins innan handar að afla sér og birta fréttir af ræðu forsætisráðherm ans strax á sunnudagskvöld: en sem vitað er kom ekkert blað út fyrr en á mánudag, og þá aðeins Vísir; en Alþýðublaðið birti á þriðjudaginn ýtarlega frásögn af ræðu forsætisráðherr ans. Þrátt fyrir allt þetta segir Þjóðviljinn: „Þessi fréttaí'Iutn. ingur af ræðu Stefáns Jóh. er enn eitt átakanlegt dæmi uni þá fyrirlitningu, sem núverancli ríkisstjórn sýnir íslendingum;“ og sjrna þessi ummæli hans einkar vel hugarfar kommún- ista. Þeir virðast ganga út frá því, að ríkisstjórnin hafi ein_ hver yfirráð yfir fréttaflutningi landsmanna, eins og á Rússlandi •—• eins og kommúnistum finnst sennilega sjólfsagt að hún hafi. En það þarf ekki að taka fraan, að ríkisstjórn íslands hefur ekkert yfir íslenzkum frétta- flutningi að segja og ber því enga ábyrgð á honum. Það eru ritstjórar blaðanna og ríkisút- varpið, sem fréttaflutning'i ráða, þar á meðal ritstjórar Þjóðvilj. |Frh. á 7. síðu.) Á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.