Alþýðublaðið - 26.02.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.02.1949, Blaðsíða 5
taugardagur 26. febrúar 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Soffía Invarsdóftir: Fyrri grein elmilissför A SIÐRAI ARUM hafa verið gerðar margvíslegar fræðilegar athuganir, sem einu nafni má nefna heimilisrannsóknir. Rannsóknir þessar beinast að 'gildi fæðutegunda, framleiðslu. störfum heimila, neyzlu þeirra og fjárhag, og að því hvernig hægt sé að létta beimilisstörf og skipuleggja þau, og hvert sé hlutverk heimila í uppeldis- og menningarmálum. . Bandaríkin standa -framar. lega í rannsóknum á heimilis- málum og vinna nú einnig að rannsóknum á fjölskyldulífinu sjálfu. Slíkar rannsóknarstofn. anir þar eru oft í tengslum við háskóla eða ráðuneyti. Og víða eru í sambandi við þær starf- andi ráðunautar, er veita al. menningi upplýsingar og leið- beiningar í málefnum heimil. anna. í nágrannalöndum okkar, t. id. á Norðurlöndum, miðar heim ilisrannsóknum einnig talsvert áfram. Kvenfélagasamböndin hafa í fyrstu haft forgöngu um þau mál. Nú eru þessar athug. anir unnar einnig af því opin. foera eins og t. d. Statens Hus- holdningsraad í Danmörku og Statens forsögsvirksomhet i husstell í Osló. Mjög merk slík stofnun í Svíþjóð er Rannsókn- arstoínun heimilanna, sem fær. Sr út starfssvið sitt með ári hverju. Árið 1941 var í Svíþjóð skip. uð fulltrúanefnd til að vinna að upplýsingum í heimilis og fjöl. skyldumálum. Til að safna úr þeim gögnum og draga saman athuganir frá öðrum aðilum á þessu sviði skipaði konungur 1947 nýja nefnd. í henni áttu sæti 7 hinar þekktustu konur í þjóðmálum Svía. Árið eftir, 1948, var svo gefið út álit nefndarinnar og heitir bókin Fjölskyldulíf og heimilisstörf. Ég kynntist þessari bók á þingi ijorrænna jafnaðarkvenna í sumar í Kaupm.höfn. Signe Höjer þingmaður, sem var for- maður 7 kvenna nefndarinnar, hélt einn þingdaginn framsögu. ræðu um framtíð fjölskyldunn. ar og lagði þá einmitt nefndar. alitið, bókina Fjöískyldulif og heimilisstörf, til grundvallar. Bók þessi er yfir 300 bls. á stærð. Ég mun í tveim útvarpserind tim rekja stuttlega helztu þætti . foókarinnar. Fyrra erindið fjall- ar um fjölskyldulífið, sambúð fjölskyldunnar, uppeldi barna, neyzlu fjölskyldunnar og • fjár. foagslegan grundvöll. Síðara erindið mun greina íiánar frá störfum húsmæðra og hve langan tíma daglega ýmis verk hennar taka. Einnig verð- ur drepið á athuganir varðandi heilbrigðismál og atvinnusjúk. dóma húsmæðra o. fl. ef tími yinnst til. 1 sambúð fjölskyldunnar Á síðustu hálfri öld fleýgir stöðugt fram vísindalegri tækni og sannað er, að sé sú þekking, sem menn nú ráða yfir, yiotuð þeim til lífsframíæris, geti allir jarðarbúar haft nóg til líkam. legra þarfa. Aftur á móti skortir enn mjög rannsóknir og þekkingu á manneðlinu sjálfu. Áhugi á þeirri grein fer ört vaxandi. Síðari heimsstyrjöldin var slíkt áfall fyrir heimsmenning- .una, að sú spurning er almenn FRÚ SOFFÍA INGVARS. DÓTTÍR flutti erindi það, sem hér birtist, í ríkisútvarp. ið á fimmtudagskvöldið. Hef. ur Alþýðublaðið fengið góð. fúslegt leyfi hennar til að birta það í dálkum sínum. Soffía Ingvarsdóttir. og brennandi: Hvað á að gera til að herða mótstöðuafl manna gegn hættulegum áhrifum og hreyfingum' eins og t. d. naz. isminn var? Sálfræðirannsóknir á þessu vandamáli eru byrjaðar. Skilgreint hefur verið samband milli barna og foreldra, milli systkina, milli eldri og yngri meðlima fjölskyldna, milli elsk enda og hjóna og það kemur í Ijós, að á öllum æviskeiðum mannsins hefur hið persónulega samband hans við sína nánustu lang djúptækust áhrif á líf ein- staklingsins. Áður fyrr vann hver fjöl. skylda út af fyrir sig að fram leiðslu sinni og þörfum, og hin arfgenga menning hvers þjóðfé. lags hvíldi eingöngu á heimil. unum. Þótt þéttbýlið og verkleg þróun hafi flutt lífsframfærslu fjöldans burt frá heimilunum og reist margbreyttar menning- armiðstöðvar qg fjölþætt félags. líf, þá færa niðurstöður athug- ana heim sanninn um, að þrátt fyrir allt sé einstaklingurinn sterkast tengdur sínum nánustu og heimilið þá jafnframt sú stofnun, er mssta fótfestu getur gefið. Þetta kemur og bezt fram í þeim staðreyndum, hve ungling um frá heimilum, þar sem fjöl. skyldulífið er misheppnað, er hætt við að lenda á glapstigum. Að vinna að heilbrigðu Jíeimil. islífi og bætandi sambúð milli fjölskyldumeðlima er því eitt aðalviðfangsefni hvers þjóðfé. lags. Eitt grundvallarskilyrði til þess er að bæta og jafna efnahag almennings. Hjónin móta fyrst og fremst fjölskyldulífið. Því veldur mestu að sambúð þeirra sé laus við árekstra og misklíð. Séu þau ólík að upplagi, lífsskoðun- urn og venjurn, eða taugaveikl. uð, getur ekki ríkt það iafnvægi eða öryggi milli annarra fjöl. skyldumeðlima, sem einkennir gott heimilislíf og stuðla ber að 1 þjóðfélögunum. í Svíþjóð er meðalaldur kvenna er þær giftast 27 ára, en karla 29 ára. Þar sem sýnt er, að æskulýðurinn lifir að meira eða minna leyti írjálsu, tilvilj. unarkenndu ástalífi með þess áhættum, er koma fram í kyn- ferðissjúkdómum og fpstureyS. ingum — verður að telja það þjóðfélagslega skyldu að ryðja úr vegi helztu hindrunum íyrir hjúskap unga íóiksins, svo sem húsnæðisskorti, mikiili ein- angrun pilta og stúlkna i viss. um byggðarlögum o fl í Englandi hafa nýlega farið fram rannsóknir, er snerta m. a. sambúð hjóna. Þessar rann- sóknir eru framkvæmdar með viðtölum við mikinn fjölda hjóna og fyrir forgöngu dr. Eliot Slater. Það sýnir sig, að í flestum tilfellum gerir fólk til maka síns fyrst og fremst mjög almennar og einfaldar kröfur, er varða hið daglega líf. Kon. ur vilja, að eiginmenn þeirra séu ekki drykkfelldir eða gróf. gerðir. Að þeir séu góðir við börnin og láti í té vissa búsýslu peninga. Óskir eiginmannsins eru aftur á móti þær, að konan sé viðmótsgóð, ekki útsláttar. söm og kunni að hirða heimili. En einmitt helztu ástæður fyrir hjúskaparslitum er drykkjuskapur, vanræksla í starfi húsmæðra og ófullkomin skipan á fjármálum heimila. Einnig ber mikið á skakka- föllum í kynlífi hjóna. Eftir rannsóknum dr. Slaters ef í nálega 10% af hjónaböndum kynlífið alveg misheppnað. Heilbrigða fræðslu um þessi mál skortir greinilega. Hún fæst ekki í bókum eða pésum, enda margt fordæmanlegt, sem skrifað hefur verið um þetta, heldur í viðtölum og fyrirlestr. um hæfra manna. En fræðsla á þessu sviði er einn þáttur í upp eldi nútímans. Sérstaka áherzlu þarf að leggja á að vekja skiln- ing í hjúskaparlífinu á breyt. ingaskeiðum, bæði karla og kvenna. Hér skal ekki rekja þá marg slungnu þætti, sem hafa áhrif á sambúð hjóna. Erfiðleikar geta stafað af skapgöllum, tauga. veiklun, slæmu uppeldi ánnars aðilans eða beggja, af misræmi á kynferðissviðinu o. fl. Fjölgun hjónaskilnaða bendir til þess, að unga fólkið sé enn ófúsara að laga sig sftir kröfam hvors annars í hjónabandinu en fyrr. Mun uppeldi ráða þar miklu. Uppeldi næstu kynslóða þarf að stefna að því meir en áður, að gera einstaklingana skilnings betri, umburðarlyndari og ekki eins smámunasama og nú gerist. Þá mundi sambúð manna á milli verða auðugri og farsælli. Hinn nýi tími með allri sinni tækni og hraðaj útvarpi, bíó, dag blöðum, síma, skemmtunum o. fl. er röð óslitinna áhrifa. Fuli- orðið fólk getur notið þessa og tileinkað sér margt, en hefur nóg að gera við að taka á móti og æði mörgum gefst lítill tími til sjálfstæðra athugana. Hafnfirðingar! Reykvíkingar! Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins í Hafnarfirði heldur KVÖLDVÖKU í BÆJARBÍÓ sunnudaginn 27. febrúar 1949 klukkan 9 eftir miðdag. Skemmtiatriði: 1. Kvöldvakan sett. 2. Herra bæjarstjóri, Helgi Ilannesson, ávarp. 3. Tvöfaldur kvartett, áttmenningar úr Hafnar. firði. 4. Herra yfirkennari Stefán Júlíusson, upplestur. 5. Gamanleikur. 6. Tvöfaldur kvartett, áttmenningar úr Hafnar- . firði. 7. Þjóðdansar. 8. Herra Axel Pálsson, gamanvísur. 9. Skrautsýning. 10. Tvöfaldur kvartett, átímenningar úr Hafnar firði. KONURI KARLAR! Komið öll í Bæjarbíó og skemmt- ið ykkur og styrkið goít málefni. Aðgöngumiðar seldir í Bæjarbíó eftir kl. 1. Sími 9184. NEFNDIN. UPPELDI BARNA En umhverfi taarna þarf að vera gagnstætt þessu, rólegt og einfalt, gefa þarninu tóm til að hugsa sjálfstætt og vekja eigið hugmyndaflug þess. í sveit lifir barnið í eðlilegu sambandi við náttúruna og fær fljótt á sinn hátt hlutdeild x störfum heimilis manna. En í borgum og bétt. býli eykst vandinn að skapa barninu heppilegt umhverfi. En það vandasama hlutverk hvílir fyrst o.g fremst á fjölskyldunni. þótt skólar, dagheimili og fleiri stofnanir létti undir, fer hlut- verk heimilisins Vaxandi. Heim. ilið þarf að vera þess umkomið að hjálpa börnum og unglingum að velja og hafna til að átta sig á öllum þeim áhrifum og kynn- um, sem streyma til þeirra í skólum og í umgengni þeirra við félaga. Æskumaðurinn þarf einnig á athvarfi og styrk að halda frá fjölskvldu sinni, en foreldrum þarf að vera ljóst, að þau mega ekki sýna of lengi yf. irráðarétt yfir unga fólkinu. Barnasálarfræðin hefur lagt áherzlu á að greina og þekkja hin mismunandi þroskastig barnsins. Líkarpleg hirðing, um hverfi barna og atlæti við þau í vöggu hefur mikil áhrif á per- sónusköpun þess. Á fyrstu árum barnsins er í sambúð þess við foreldra og önnur börn að miklu leyti lagður grundvöllur að m’annfélagslegri afstöðu þess síðar -í lífinu. Á einu þroska. skeiði er hlýðni leikur einn fyr. ir barnið. Það gleðst af að skilja og framkvæma fyrirmæli fullorðna fólksins. Þá má ekki ofgera hlýðnisvilja barnsins með of miklum reglum og fyr. irmælum. Síðar vill barnið ráða við- fangsefnum sínum ótruflað sjálft. Þá þarf að skrafa við barnið um áhugamál þess og þroska skilning þess á því. En halda aldrei að börnum því, félagsins verður haldinn sunnudaginn 27. febr- úar klukkan 1,30 í Oddfellowbúsinu. STJÓRNIN. sem þau hafa ekki áhuga eða skilning á. Frelsi er nauðsyn- legt hverju barni til sjálfsköp. unar, en ekki til of mikils sjálfstæðis eins og seinni tírna vísindi hafa um of haldið fram. Of mikið eftirlæti og dekur skapar eigingirni og sjálfselsku. Eltki er hægt að gefa algilda reglu fyrir því, hvernig á að ala upp börn. Börnin sjálf eru mis- munandi einstaklingar og ytri aðstæður ólíkar. Ef foreldrarnir eru í IieiL brigðu jafnvægi, lifa hófsömu og ánægjulegu lífi, tekst þéim venjulega vel uppeldi barna sinna. Séu foreldrar aftur á móti taugaæst og sambúð þeirra skrykkjótt, hefur það slæm á- hrif á börn og þá virðist ekki stoða. þótt foreldrarnir kunni skil á sálfræðilegum athu|un. um og reglum fyrir réttri með- ferð barna. En menn sakna þekkingar á sviði uppeldisins. 1942 var þeirri spurningu varpað út á meðal giftra kvenna í Svíþjóð: í hverju skorti þig tilfinnanleg. ast þekkingu, er þú giftist? 915 konur svöruðu. Langflestar, eða tveir þriðju hlutar, töldu sig hafa skort mest þekkingu á upp eldismálum. Þar næst var talinn. þekkingarskortur á kynferðis. málum, þriðja í röðinni var saumaskapur, 4. meðferð ur,g. barna og 5. og síðast matreiðsla. Það er þjóðfélagsleg skylda að gefa fólki þá fræðslu í upp. eldismálum, ér á hverjum tíma er að finna. Fræðsla um með. ferð barna og uppeldi harna sé veitt í skólum, piltum og stúlk. um, og starfandi ráðunautar, sem hafa þekkingu og jafn_ framt reynslu sjálfir í því að ala upp börn, ættu að halda uppi meðal fólksins leshringum, fyrirlestrum og námskeiðum um þessi efni og benda foreldr- um á og leiðbeina um helztu erfiðleika á hverju aldurstíma. bili barna. Slík almenn fræðsla getur aðeins að gagni kornið um heilbrigð börn. En læknar, upplýsingarstöðvar, sálarfræð. ingar, sem fólk þarf að hafa að- gang að, gefa ráð og leiðbein- ingar um erfiðari tilfelli. Niðurstöður eru þær, að aL menn fræðsla ásamt persónu. Iegri umönnun vandamanna í festu og kærleik sé undirstaða góðs uppeldis barna. (Niðurlag á morgun.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.