Alþýðublaðið - 26.02.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.02.1949, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 26. febrúar 1949. Lelfur Leirs: Phantasía í moll. Tjöld næturinnar eru ofin á vef þagnarinnar og lituð úr sortulyngi óminnisins. Og svo þykk eru þau og þétt ofin, og þegar hún fellir þau fyrir leiksvið dágsins, heyrist þaðan hvorkí hösjti né stuna. En á sviði næturinnar hljómar söngur þeirra, sem duttu út úr hlutverkinu í sjónleik dagsins — — — Og undir söngnum hljóma dimm og örlagadöpur bumbuslög samvizkubassans. Anta—bus„ ant—a—bus, a—n—t—a—b—u—s. — Frú Dáríður Dulheims: ORÐSENDING Margir hafa snúið &ér til mín og ýmisit beðið mig um upplýs- ingar eða milligöngu vurðandi frú íversen þá dönsku. Vil ég því í eitt skipti fyrir öll gefa almenningi tæmandi úpplýsing- ar um betta mál. Ég þekki Irú íversen ekki , neitt. Hún sat ekki það þing sál- rænna kvanna, sem ég saf í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu og ekki er hún heldur meðlimur í þeim alþjóðasamböndum, sem ég hef tekið ’þátt í, ýmist sem einkamanneskja eða sem fuli- trúi íslands. Þrátt fyrir það er ég ekki að segja, að frúin sé ekki sálræn manneskja, sem hafi kraftsam- bönd. Hún .gerfur vel verið bað', en ég læt, sem sagt, aiveg ‘ösagt um það að svo stöddu. Ekki þræti ég heldur fyrir það, að hún kunni að hafa lækninga- kraft. Vil að eins vekja athygli á því, að sá kraftur er ekki viðurkenndur af fínni sambönd- um okkar hinna, er á því sviði störfum. Og enn er eitt, og sem að mínum dómi er aðalatriðið í þessu máli. Á okkar eigin bless- aða landi eigum við úrval sál- rænna kvenna og karla, og er sumt þetta fólk í svo stöðugu og sterku kraftsambandi, að þess eru jafnvel dæmi að tenn- ur hafi verið'dregnar úr sofandi mönnum með sálrænum krafiti eingöngu, — bæði framtennur og endajaxlar. Nú er þetta fólk eins og ég sagði, alíslenzkt og selur sinn kraft, — ef það selur hann — fyrir alíslenzka valútu Er það því ekki aðeins óvið- kunnanlegt og ópraktískt, held- ur og líka sviksamlegt athæfi við gjaldeyrissparnað vorn og þjóðarhagsmuni, að snúa sér annað. Fyrir nú utan þjóðleg- heitin í þessu sambandi. Að. vísu tel ég skárra að leita til frú íversen, heldur en að flýja á náðir opinberra lækna, sem eru hreinir og beinir fjandmenn kraftax-nis, — en þess ætti held ur ekki að gerast þörf, þar eð innlendir sálræníngar sfanda á mjög háu vísindalegu stigi hvað þetta snertir. Læt ég svo útrætt um þetta í bili. í andlegum friði. Dáríður Dulheims. Dr: Alfur Orðhengils: SPURNINGU SVARAÐ HF: Hvað þýðir orðið „Hær- ingur“, hver er uppruni þess og hvernig er það borið frarn? Svar: „Hæringur“ hefur tvær rætúr eins og ' brönugrasið. Að einu leyii er þáð dregið af .orð- inu hærur, en þær þýða oft há- aldrað fólk. -— „Hæringur11 þýð- ir þá hinn aldraði eða fjörgamli. Hin rót þess er af orðinu: hár, — hárugt, — og vísar það til kaupanna á nefndu skipi. Orðið er borið fram eins og orðið', hræringur“, nema < hvað fyrsta erri orðsins er sieppt. ■ Kveðjur. Dr. Álfur Orðhengils. r Vicki Baum IV HOFUÐLAUS ENGILL sagði Felipe glaðlega, ,,þú ert alltof hrífandi og ég elska þig of mikið til þess að þú sért eig inkona mín“. Casa Catalán stóð við lítið toi-g í útjaðri borgarinnar. Það var vingjarnlegt tveggja hæða hús, og var eins og límt utan á borgarmúr Vera Cruz, líkt og fuglshreiður. Yfir dyrunum, sem voru málaðar glaðléga með rauðum lit og fallega boga- myndaðar, hékk ljósker. Jafn glæsileg mynd var af Maríu mey, þar sem hún var að gefa hungruðu Jesúbarninu brjóst sitt, undir svölunum, en yfir þær var tjaldað spönsku sjali. Hlerarnir voru fyrir gluggun- um, en þó ekki fastari en það, að í gegnum rifurnar sást í úpp ljómaða glugiga. Að innan heyrð ust mjúkir tónar lágfiðlu, hörpusláttur, hláturssköll og djúp konurödd, sem söng ang. urblíðan ástarsöng. Öllu þessu tók ég eftir meðan ég beið í vagninum, og Felipe hafði gengið eins kæruleysislega inn í húsið og það væri hans eigið. „Hver á þetta hús, Domingo?“ Domingo svaraði ekki fremur en venjulega. Ökumaðurinn tilkynnti með miklum hátíðleik: „Casa Cata- lán er eign Donu Carmielitu de Castro, yðar náð. Það er eitt af því eftirtektarverðasta í Vera Cruz. Það er álitið að D.ona Carmelita taki aðeins á móti hinum ríkustu og tignustu „Caballeros11 í húsi sínu. aðeins „Gachupinum", ekki einu sinni Kreolum, jafnvel þótt þeir æíttu meiri peninga en silfurstengurn ar, sem geymdar eru í Perote.“ Hann, lauk þessari alvarlegu yfirlýsingu sinni með glotti og sagði eitthvað í hálfum hljóð um við Domingo. svo að það brá jafnvel fyrir brosi á þessu sviplausa andliti þjónsins okk. ar. Að fimm mínútum liðnum kom Felipe aftur léttum skref- um og auðsjáanlega jafn bjart sýnn og venjulega. Á eftir hon um kom Dona Carmelita, hlæj andi, vingjarnleg, kringluleit kona, sem heilsaði mér eins og gömlum vini, og mér gað'jaðist að henni við fyrstu sýn. Hún athugaði mig gaumgæfilega og var á svipinn eins og hún hefði gaman af þessu, og vissi hvað á bak við bjó. ,,En Ðon Feiipe“, hrópaði hún upp, „það getur hver.t barn séð það, að senorit an er ekki með sóttina. Það er ekkert nema hitinn. En hve karlmenn eru áhyggjufullir, finnst yður það ekki, ungfrú?" Strax fór mér að líða miklu betur. Létta golu lagði frá hafi inn yfir þennan borgarhluta, og skarður máni skein yfir hús þökunum. „Verið velkomin, hjartanlega velkomin í hús mitt, gjörið svo vel að ganga í bæinn, senorita, og látið eins og þér séuð heima hjá yður. Og megi yður líða vel hér“. „Það er ekki fxnna rúm til í allri Vera Cruz, heldur en það, sem þú á.tt að sofa í í nótt“, bætti Felipe við. „Ég held, að Dona Carme- lita hafi látið flytja það frá Frakklandi“. ,Það er satt. Þetta er alveg sérstakt rúm, og er sagt að það hafi verið í eigu Madame Pompadour. Ég vona, að yður dreymi vel í því, senorita". Þannig lauk fyrstu nóttinni minni í Mexikó. Ég lá í gullna rúminu hennar Madame Pompa dour, í loftgóðu, róslituðu her b.ei-gi í Casa Catalán. Það voru engin tjold fyrir gluggunum og Felipe hafði opnað tréhlerana svo að fersk golan kom inn og andaði rökum, söltum, hress- andi blæ frá flóanum. Rúmið var sannai'lega stórkostlegt og ég ýtti ofan af mér þunnri ábreiðunni til þess að láta loft ið leika um hörund mitt. Rauði glitvefnað^rkjóllinn minn lá í einni hrúgu á gljáandi gólfinu, dökkur blettur í herberginu, sem rann út í eitt við suðræna nóttina. Felipe hafði tekið kert ið okkar, og ég heyrði skvamp ið í honum í hinu sérkennilega snyrtiherbergi við hliðina á herberginu, sem ég var í, og þar hafði ég einmitt fengið mér bað í keri fullu af svalandi rign ingarvatni. Rúmið reis og hneig með mig„ en það var ekki ó- þægilegt; það var líkast hljóð falli í bótssöng, eða vögguvísu. Nú smáslaknaSi á taugum mín um. Ég teygði úr mér í velsælu, en þá kom ég auga á eitthvað í loftinu, sem ég hélt að væri málverk af nakinni konu. Rétt á eftir skildi ég, að þetta var ég ég sjálf, minn eiginn lifandi líkami í fullri stærð, og s.vo nakinn, að ég hafði aldrei fyrr séð hann slíkan. Annars var ég hreiní ekki svo óánægð m,eð þessa sjón, þó að ég hefði ósk að, að brjóst mín væru ögn bústnari; herðar mínar voru enn eins og á urxgri stúlku, en ekki á þessari léttúðugu konu., sem ég var nú orðin. Ég var enn þá að furða mig á því. hvernig líkami minn komst þarna upp í loftið, þegar Feli pe bættist við á myndina, og hver taug í líkama minum þándist af æsingu, blygðunar- og viðnámslaust. „Sástu það? Það er spegill í loftinu", tautaði ég, rugluð, undrandi og skilningslaus. Felipe drap á kertinu og í rökkrinu heyrði ég hann hlægja þýðlega með sjálfum sér. „Þú saknar ekki neins, sem hugvits semin hefur fundið upp, er það, Chiquitina dulcisima?" sagði hann. f Mexikó, hugsaði ég„ í Mexi. kó hengja þeir speglana í loft ið beint yfir rúmunum. Það virðist sem ég muni læra margt nýstárlegt í Mexikó. Ástin er eins og fjallgarður, eins og Sierrafjöllin, eins og Cordillafjöllin; ástin hefur bratta hnjúka, hættulegar brekkur og skriður, skuggaleg gil, djúpa friðsæla dali og skóga. Ástin á marga tinda, háa og giltrandi uppi í skýjun um„ en ekki til að hafa þar taól Iengur en mjög stutta I stund ý hvert sinn. Og eins og allir fjaligarðar rís ástin upp a einum stað hæri-,a og liærra. Þegar þessum, næstum óklíf. andi tindi er náð, er ekkert eft ir nema hægfara íerð niðu/ á hóla og jafnsléttu hins hvers- dagslega lífs. I ást okkar náoum við hátind inum kvöldið eftir að við kom | um til Peraltabúgarðsins við Xalapa. Seinna meír fannst mér oft, að við heföum náð hcin ; um allt of fljótt, þar sem ást okkar átti að endast allt lífið. Sótthættan í Vera Cruz, hinn óþolandi hiti strandai’innar og ! ódaunr.inn og óhreinindin uti j við sjóinn, lá allt að baki okk 1 ar, svo var einnig hið léttúöár | fulla hálfrökkur, sem við höfð um lifað í þar til nú, hið dú. andi öi-yggisleysi eins og við værum að dansa á ótryggum ísi, háðið og blekkingin, sem Féli pe-4et sem hann sæi ekki, en ollu mér svo mikils kvíð'a, þó að ég hefði ekki orð á því. Feli pe liafði unnið hinn mikla leik. Rík silfuræð hafði fuhdizt í : nárnu hans í tólf hundruð og áttatíu feta dýpt. Þetta var auð MYWDASAGA ALÞYÐUBLAÐSÍNS: ÖRN ELBING KALLARINN: Þessa leiðina! þessa ríkisins dansa sverðsdansinn. Að- „ANDINN“; Verið ekki að bianda ykkur í óviðkomandi mál! leiðina! Sjáið frgæustu dansmey göngumiðar við innganginn!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.