Alþýðublaðið - 26.02.1949, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.02.1949, Blaðsíða 7
Laug'ardagur 26. febrúar 1949, ALÞYÐUBLAÐEÐ 7 Félagslíf Ármenningar! Innanfélagsmótið hefst í Jósefsdal um helgina, einnig hefst þar námskeið fyrir skíðamenn og verður næstu tvær vikur. Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst. Ferðir verða á laugardag kl. 2 og' kl. 7 og' á sunnudags- morgun kl. 9. Fa.rmiðar að- eins í Hellas. Allar frekari upplýsingar varðandi nám- skeiðið er að fá hjá formanni deildarinnar, sími 2165. Stjórn Skíðadeildar Ármanns VALUR. Skíðaferð í Valsskáia í dag klukkan 2 og klukkan 7 og að Lögbergi kl. 19 í fyrra- málið. I ísEenzkar l|ós- Skíðaferðir í Skíðaskál- ,o\ ann. Sunnudag kl. 9 frá Austurvelli og Litlu Bílastöðinni. Farmiðai' þar og hjá Miiller til kl. 4 og við bíl ana ef eitthvað er óselt. Aðeins farið að Lækjarbotn um, e'f ófært er lengra. Engin ferð í dag. Skipbrotsmannaskýlið Framh. af 5. síðu. því fleiri en- einn hafa verið þarna að verki — þá vil ég benda þeim á að gera nú yfir. bót og greiða margfaldlega til Siysavarnafélagsins bótagjöld fyrir athaefið. Ég vil benda þeim á að koma bótafénu til formanns • eða framkvaemda- stjóra félagsins í Reykjavík, eða þá til Vestfirðinganna, sem þarna hafa orðið fyrir frá. munalega leiðinlegri árás. Ekki svo að skilja, að bætur fyrir slíkt ódæði réttlæti verkn aðinn, en það mættu þeir pilt. ar, sem það hafa framið, muna, að með þvi að bæta með fégjöldum eru sárustu broddar ódæðisins sniðnir af. Og það er trú mín, að frá þeim, sem tek ur síðasta bitann frá nauðstödd um, muni kannske einn góðan veðurdag allt tekið verða. Þið, sem þetta ódæðf unnuð, baetið að minnsta kosti fyrir brot ykkar að svo miklu leyti. sem það er á ykkar valdi! Slysa varnafélag íslands er sá aðili, sem þið eigið að afhenda bóta. gjöldin. Ó. .J. FIMMTÁN íslenzkir Ijós. myndarar taka bátt í samnor- rænni ljósmyndasýningu, sem opnuð verður í Kaupmanna. höfn 5. apríl næstkoniandi í til efni aí 70 ára aímæli danska Ijósmyndarasambandsins, en síðan gengur sýning þessi um öll hin Norðurlöndin og verður væntanlega opin hér í sumar. Öll Norðurlöndin taka þátt í þessari sýningu. Danir og Svíar eiga 100 myndir á henni, hvort iand, en Noregur og Finn land 75 myndir hvort land. Frá íslandi verða sendar 50 myndir eftir 15 ljósmyndara. sem allir eru meðlimir Ljósmyndarafé- lags íslands. í sýningarnefnd eru . hér fimm Ijósmyndarar, Hall. dór E. Arnórsson, Jón Kaldal, Steinunn Thorsteinsson, Ólafur Magnússon o.g Vigfús Sigur- geirsson, og hefur nefndin val ið úr þessar 50 myndir, sem sendar verða, en margar fleiri myndir bárust. Enginn þátttak andi má senda fleiri en 4 my.nd ir. — í fyrradag gafst blaðamöhn. um kostur á að sjá myndirnar. sem sendar verða á sýninguna, og er meiri hluti þeirra ,,por. trait“, en einnig nokkrar lands- lagsmyndir. Annars sögðu ljós. myndararnir, að það skipti minnstu máli af hverju rnynd- irnar væru, aðalatriðið að þær væru tæknilega góðar og vel teknar, því sýning þessi er fyrst og fremst ætluð til þess, að sýna á hvaða stigi ljósmynda taka er tæknilega í hverju landi. Þessir Ijósmyndarar senda myndir á sýninguna: Eðvarð Sigurgeirsson, Ragn. ar Gunnlaugsson, Guðmundur Hannesson, Sigríður Zoéga, Halldór E. Arnórsson, Ólafur Magnússon, Vigfús Sigurgeirs- son, Carl Ólafsson Óskar Gísla son, Asis, Jón Kaldal, Sigur. hans Vignir, Guðmundur Er. lendsson, Hannes Pálsson og Sigurður Guðmundsson. HANNESÁ HOENINU (Frh. ai 4. síðu.) horni, niður við gólf er mynd, rifnar buxur, karbættar flíkur í hrúgu á lérefti, og myndin heitir „Skólaskylda11. Það er gott að hafa hana þarna til sam anburðar. Hannes á horninu. NOKKRIR VINIR JENS. JÓHANNESSONAR læknis, er lézt 13. des. 1946, og aðrir, er hafa haft hann að lækni, hafa talið tímabært áð hefjast handa um ao halda á lofti minningu hins ástsæla læknis. Hefur ver- ið ákveðið að hefja fjársöfnun í þessu skyni, er renni íil ein. hverrar líknarstofnunar til minningar um hann. Enn frem- ur að láta mála of horíum mynd, er síðar verði eign fyrir. hugaðs læknahúss í Reykjavík. Þeir sem vilja taka þátt í þessu. geta afhent tillög sín í verzlun Magnúsar Benjamíns- sonar. Veltusundi 3, og verzlríh. ina Remedia, Austurstræti fi, svo og til einhvers okkar undir- riíaðra. Æskilegt er, að þéir, sem vilja leggja eitthvað af mörkum... geri það sem fyrst, þar sem á_ formað er að ljúka söfnuninni um miðjan apríl. Bergþór Teitsson Bjarni Bjarnason Einar Olgeirsson Friðrik P. Dungal Gunnlaugur E. Briem Hafsteinn Bergþórsson Jón Gíslason, Hafnarfirði Jón Maríassón Jónatan Hallvarðsson Kristján Sveinsson Kristjón Kristjónsson Ólafur Gíslason Ólafur Helgason Pétur Sigurðsson Sigurður Skúlason Stefán Guðnason Sverrir Sigurðsson Tómas Jónsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúS við andlát og jarðarför frá Flekkuvík Fyrir hönd vandamanna Jóna Guðmundsdóítií Gestur Gamalíelsson Málaferlin í Sofía Fhr. af 1. síðu. fyrir ameríska og brezka erind- reka í Búlgaríu síðan 1938 og einkum eftir stríðið. Kvaðst hann ekki geta ætlazt til þess, að sér yrðu fyrirgefnir þeir glæpir, sem hann hefði drýgt; til þess væru þeir of voðalegir; en hann vænti þess, að sér yrði gefið tækifæri til að bæta fyrir þá. Annar presturinn, sem yfir. heyrður var í gær, Ivanov, ját- aði einnig á sig allar sakir, sem á hann voru bornar, en yfir. heyrslu hans var ekki lokið, er síðast fréttist í gærkveldi. Viðstaddir réttarhöldin voru í gær, auk búlgarskra blaða. manna, 25 erlendir blaðamenn og fulltrúar bæði frá ameríska og brezka sendiráðinu í Sofia. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur FramhaldsaÍalMur félagsins verður lialdinn í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu þriðjudaginn 1. marz kl. 8,30 e. h. Fundarefni: I. Olokin aðalfundarstörf (lagabr., kosið í nefndir). II. Viðskiptamál: Emil Jónsson, viðskiptaráðaráð- ’herra hefur umræður um viðskiptamál. III. Önnur mál. Ath.: Lagabreytingar liggja frammi í flokksskrifstof unni. Breytingartillögum sé skilað þangað fyrir fund- inn. Stjómin. . aður Efnagerð í fullum gangi óskar eftir duglegum og reglu- sömum manni sem meðeiganda, þarf að hafa fullkomna kunnóttu í .faginu og nokkra peninga til umráða. Tjlboð með upplýsingum um fyrri atvinnu og lieim- iiisfang sendist blaðinu fyrir mánaðarmót merkt Efna- gerð fullri þagmælsku heitið. Al þýðubla ði ð vantiar ungling til blaðburðar á Seltjarnarnesi. Talið við afgreiðsluna. Sími 4900. Alþýðublaðið Auglýsfð í Alþýðublaðlnu 3 bindi koma út i marz—apríl í sama broti og g erð og íslendingasögurnar. — Lesið það skemmti legasta, sem íslendingar hafa skrifað. — Gerizt strax áskrifendur Riddarasagna. — 3 bindi fyrir kr. 130,00 í bandi og kr. 100,00 óbundin. Ég undirrit. . . . gerist hérmeð áskrifandi að Riddarasögum Hauka- dals. og íslendingasagnaútgáfunnar, og óska eftir að fá bækurnar inn. bundnar — óbundnar. Sími 7508 — Reykjavík. 1 Litur á bandi óskast í Nafn I Svörtum lit 73 — Túngötu 7 Brúnum lit Rauðum lit Heimili ’ (Sírjkið yfir það, sem ekki á við). Póststöð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.