Alþýðublaðið - 04.03.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.03.1949, Blaðsíða 1
iVeðurhorfur: ]}Wi Sunnan síinningskaldi, rign- ing eða þokusúld; gengur í suðvestan átt með skúrum undir kvöldið. SfllT * JIÖLSL Forustuárein:; Óskadraumur afturhaldsins. & XXX. árgangur. Föstudagur 4. marz 1949. nras ■ i'wfij '*s 51. tbl. Viðræður við yfirmenn íogaranna Bæjarstiórn skorar á aSIa aðila, að reyna að ieysa deil.una sem fyrst. STÖÐUGAR SAMNINGAUMLEITANIR í togaradeil- unni hafa haldið áfrarn undanfarna daga, og hefur nú í 10 daga eingöngu verlð rætt við yfirmenn skipanna, en ekkert við fulltrúa háseíanna síðan um næstsíðustu helgi. Verður að ræða við yfirmenn'na í fernu lagi, skipstjóra, stýrimenn, vél- stjóra og loftskeytameún. Blaðið spurði sáttasemjara ríkisins fregna af þessu máli í igær, og kvað hann lítið hægt að segja að svo komnu, nema það, sem áður getur. Það hefur valdið nokkruni erfiðleikum, Franskurjarð- fyrir njésnir FRANSKUR jarðfræðingur, sem starfað hefur fyrir frönsku kjarnorkunefnidina, hefur ver- ið liandtekinn fyrif að fá er- lendum mönnum í hendur hern aðarlegar upplýsingar. Hernaðaráællun brezku síjornarinn- ar samjsykkt I gær HERNAÐARÁÆTLANIR brezku stjórnarinnar, sem gera ráð fyrir 7—800 milljón punda útgjöldum til hernaðarþarfa, voru samþykktar í neðri deild inni í gær eftir að breytingar tillaga frá íhaldsflokknum var felld með 291 atkvæði gegn 155. Gat Attlee þess, að hervarn ir Breta væru ekki eins full- komnar og stjórnin hefði á kos ið, en þó allgóðar. Unnið væri að rannsóknum á nýjum vopn tum, jafnframt því, sem hin eldri væru höfð í góðu lagi. AI- exander landvarnamálaráðherra skýrði frá því, að varnir Vest ur-Evrópubandalagsins væru nú vel skipulagðar, og vopna framleiðsla hefði ieinnig verið skipulögð í öllum Beneluxlönd unum. Friðarsamningar bráðlega í Kína SUN FO, forsætisráðherra Kína, hefur skýrt svo frá, að friðarsamningar við kommún- ista hefjist innan tveggja vikna. Væri nú unnið að því í Nanking að gera uppkast að friðarsamningum, sem gerðir yerði á j afnré Itisgrundvelli. að skipin hafa verið að koma til hafna fram á síðustu daga. og hefur því ekki náðst til ým- issa itíanna, sem fara með trún aðarstöður í viðkomandi félög um, fyrr en mjög nýlega. SAMÞYKKT BÆJARSTJÓRNAR. Á bæjarstjórnarfundi í gær kvöldi var rætt um togaradeil- una. Samþykkti bæjarstjórnin áskorun til allra þeirra, sem að deilunni standa, um að gera allt sem unnt er til þess að deilan megi leysast sem 'skjótast og veiðar hefjast á ný. Var þessi samþykkt gerð með skírskotun til hins mikla tjóns, sem þessi stöðvun bakar Reykjavíkurbæ og þjóðinni allri. í framhaldi af þessari tillögu bar Sigfús Sigurhjartarson fram aðra þess efnis, að leysist deilan ekki á næstunni, skuli Reykjavíkurbær hafa forgöngu að samtökum þeirra bæjarfé- laga, sem togara eiga, um að ■semja á einhvérn hátt fyrir sín skip, og koma þeim á veiðar. Tillögu þessari var vísað til bæj arráðs, en í umræðum um hana benti borgarstjóri á, að með þessari leið yrði að rifta þeim samtökum, sem útgerðarmenn hefðu með sér, og var Iiann mótfallinn því, að sú leið yrði farin. _____________A___________ Þeir stjórna utanríkismálum Bandaríkjanna Hér sjást nokkrir þeirra manna, sem um þessar mundir hafa mest áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjann-a. Þeir eru, talið frá vinstri: Connelly, formaður utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar, Eaton, form-aður tilsvaran-di nefndar í fulitrúadeildmni, Hoffmann, fram- kvæmdastjóri Marshalilhjálparinnar, Acheson utanríkisráðherra og Harriman sendiherra. lorðmenn hefja í da íöku í undirbúnin Í!Ú;I Eiga fuSStrúa á fuodi bandalagsrikj- anna I Washington í dag. ---------4--------- NORSKA STÓRÞINGIÐ samþykkt á lokuðum fundi í gærdag að hefja þegar þátttöku í undirbúningi að At- lantshafssáttmálanum. Tilkynnti sendiherra Norðmanna í Washington, Morgenstierne, þetta þar vestra í gær- kveldi, og skýrði hann einnig frá því, áð hann mundi sitja fund þeirra Achesons og sendiherra hinna stofnríkj- anna, sem haldinn verður fyrir hádegi í dag. Sagði Mor- genstierne, að þetta mundi verða tilkynnt í Osló í dag, og hafa Norðmenn þá endanlega skipað sér í sveit þeirra þjóða, sem standa að Atlantshafssáttmálanmn frá byrjun. íifum, Dönum, íslendingum og Portúgöl- um verSur boSin þáWaka, segir EBC BÆÐI í LONDON OG WASHINGTON er nú rætt um það, hvaða þjóðum skuli boðin þátttaka'í Atilantshafsbanda- laginu, og bendir allt til þess, að ákvörðun í því efni verði tekin mjög bráðlega. Dean Acheson utanríkisráðherra og sendiherrar annarra -stofnríkja sáttmálans í Washington munu balda með sér fund um þetta mál- kl. 11 í fyrramálið, og telja fréttaritarar, að þá kunni endanleg ákvörðun um þetta efni að verða t-ekin-. Stjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins sagði í gærkvöldi, að Norðmenn jnundu verða þeir fyrstu, sem boðin yrði þátt taka í sáttmálanum. Mundu þeir sennilega taka ákvörðun í því máli, er umræðum um málið lýkur í Stórþinginu. Verður væntanlega haldinn lokaður fundur um málið í þinginu í <dag. Auk NorSmanna, sagði stjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins enn fremur, er tal ið víst, að þessum þjóðum verði fyrst boðin þátttaka: ítölum, Dönum, íslending'- um og' Portúgölum. Hverju svöruðu Norðmenn Svar við tilboðinu om eirðasétt- mála afhent í gær NORSKA STÓRÞINGIÐ hélt í gær lokaðan fund og ræddi um tilboð Rússa um eirðarsamninga milli heggja þjóða. Að fundinum lokn- um í gærkveldi var rúss- ueska sendiherranum í Os- ló afhent svar norsku stjórn arinnar, en svarið verður ekki bírt fyrr en þingfund- urinn um Atlantshafsbanda íagið hefst í dag. James Forreslall segir af sér JAMES FORESTALL hef- ur fengið lausn frá embætti landvarnamálaráðherra Banda- ríkjanna, en hann hefur sótt fast að fá lausn undanfarna mánuði. Við .starfi hans tekur nú Louis Johnson offursti, en hann var um skeið aðstoðar- hermálarðherra á tímum Roose velts. þjóðinni nauðsyn að kynnast efni sáttmálans. í Kaupmannahöfn hefur Utan ríkismálanefnd þingsins haldið áfram umræðum sínum um ör yggismál Dana, en engar nán KANADASTJÓRN MUN BIRTA SAMNINGINN. Pearson, utanríkismálaráð- herra Kanada, skýrði frá því í gær, að kanadiska stjórnin hefði nú í höndium uppkastið að Atlantshafssáttmálanum, og væri eftir atvikum ánægð með það. Sagði hann, að kanadi-ska stjórnin mundi birta samnings uppkastið, þótt hún yrði að gera það upp á sitt eindæmi, ari fregnir hafa borizt af ium þar eð stjórnin teldi kanadisku ræðunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.