Alþýðublaðið - 04.03.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.03.1949, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÖUBLAÐÍÐ Föstadag'ur 4. marz 1949. KVÖLDRABB VIÐ FILIPUS BESSASON. í tilefni af því að Filipus Bessason hrepp- stjóri er staddur hér í bænum, hefur rit- stjóri þessara dálka átt við hann nokkur viðtöl, sem birtast munu hér undir þessari fyrirsögn. Vicki Baurn HOFUÐLÁUS ENGILL í horninu hjá bókaskápnum situr gráskeggjaður þulur í djúpum, flosgrænum hæginda- stól. Hann hefur valið sér bók úr skápnum, — bindi af Biskupa sögunum, — en á borðinu fyrir framan hann liggja nokkrar bækur; þeirra á meðal „Hjá vondu fólkiu og „Mannamun- ur“. Svo virðist, sem hann hafi eitthvað verið að blaða í þeim, en þær hafi ekki fundið náð fyrir augum hans. — Þú lest þá biskupasögurn, ar. — „Já, — og ekki í fyrsta skipt ið. Þar álít ég vera góðar bók- menntir um að ræða“. — Finnst þér ekki vera helzt til mikið um kreddurnar og hjá trúna? — „Þar kornstu einmitt mcð kálfshausinn. Séu nokkrar bæk- ur sígildar, eins og þeir segja í auglýsingunum. Þá eru það biskupasögurnar. Og það eru þær einmitt fyrir sínar kreddur, oftrú og hjátrú. Maður þarf ekki annað en -,,umskrifa“ kreddusögurnar og kraftaverka frásagnirnar í huga sínum, þeg. ar maður les, — jafnvel þær svæsnustu og lygilegustu, — til þess að líta þar hreinskilnari og greinabetri mynd af nútíma. anum, heldur en nokkur núlif andi rithöfundur okkar er fær um, eða kærir sig um að draga“. — Einmitt það. Ef til vill full djúpt difið í árinni. . . „Síður en svo. Biskupadýrkun in, eða öllu heldur beinadýrk- unin, má að vísu heita aldauða með þjóðinni. En trúin á helgi dóma til fáránlegustu krafta- verka, er enn í fullu fjöri. Já, — þetta líf, sem hún lifði á dögum þeirra sælu biskupa má kallast meinlaust sprell á móts við orku hennar nú . . .“ — Ef til vill skil ég ekki til hlýtar .... „Þú um það. Menn skilja aldrei nema það, sem þeir kæra sig um að skilja. Einn orku- mesti helgidómurinn í hjátrúar lífi núlifandi kynslóða, er til dæmis nefndur menning. Sið- menning þegar mest liggur við til áheita. Flest á þessi helgidóm ur sameiginlegt með þeim gömlu. Hann á sér inni í einu forgylltu skríni, eem menn kyssa og kjassa og sýna alla mögulega og ómögulega til- beiðslu í musteri nútímans. Kaþólksu klerkagreyin, sem sýndu manndóm á ýmsan hátt, meðal annars þann, að þeir tóku einlífisheitið sjaldan allt of al- arlega, létu sér nægja, að fólk. ið fremdi áheit við helgiskrín in gömlu, — báru þau raunar stundum í prosessíum, svona í hóflegu auglýsingaskyni, en æðstuprestar Siðmenningar- skrínisins láta sér ekki nægja slíkan hégóma. Þeir stofna til trylltra tilbeiðsludansa múgsins kring um það með óðum hljóð. færarslætti og bumbugný, og brosa þá gleiðast, þegar múgur- inn er orðinn viti sínu fjær af ofstæki o.g hvers kyns ofnautn um, . . . Og síðan gerir Siðmenn ingin í vitund þeirra hvert það kraftaverk, sem um er beðið“. — Já, þú segir þetta . . . „Og meina það. Og eins og beinlísar úr tákögglum eða leggjum dýrlinganna gengu kaupum og sölum manna á með al, og þóttu til slíkrar blessunar, hvar sem þau voru geymd, að enginn lézt gjalda þau of dýru verði, — eins eru beinflísar Sið menningardýrlingsins af öllum keyptar, tilbsðnar og blessaðar, — sími, útvarp, nýtízku gólfá breiður, þvottavélar, — og ég' veit ekki hvað. Og enginn þyk- ist þessar beinflísar of hátt gjalda, — jafnvel ekki, þótt hann greiði fyrir þau væntan- lega aleigu sína, ríflega reikn. aða fimmtíu ár fram í tímann. . . . Nú, biskupasögurnar; það eru sígildar bókmenntir". Kreinar léreffsfusfcur teknar. WKINGSPRENT. Garðastræti 17. leitnir spænskir ævintýramenn, harðsnúnir spilamíénn, krafta- miklir námumenn með stálvilja, þar til þeir höfðu dottið niður á einhverja góða æð. Þar sem þeir voru útilokaðir frá um- heiminum af þessum allt annað en aðgengilegu silfurfjöllum sínum. þá óskuðu, þeir sér einsk- is betra en að yfirganga hver annan í því að sýna hin ný- fengnu auðæfi síri. Með stór- kostlegum gjöfum til konungs síns (og aumlegri skopstælingu af kóngi en Carlos IV. var varla hægt að ímyrida sér), með miút- um, sem kallaðar voru gjafir, til hinna hégómlegu og mútuþægu landstjóra hans og embættis- manna, og óhóflegum tillögum til heilagrar kirkju. Þeir settu á fót klaustur, og uppi á námun- um byggðu þeir fleiri og fleiri kirkjur, sem voru alveg að springa af hinni ríkulegu gullnu húð og skrautlegu öltörum. Ég hugsaði oft um það, að í Guanaxuato voru engin hús eins og títt var heima. Það voru annað hvort hallir eða hreysi. Það voru annað hvort ógrynni auðæfa eða aumasta fátækt. Allt var yfir sig vaxið í Guan- axuato, og það var enginn með- alvegur í þessari villtu og æð- isgengnu borg. Það var óþol- andi mikillæti evrópíska aðals. og undirlægjuháttur Mexikó- búa, sem hin spænska harð- stjórn hafði barið allt niður í nema. þrælsóttann. En þetta skildi ég ekki fyrst, og ég hafði búið þar í mörg ár og Bert Quaile hafði verið mörg ár að opna augu mín fyrir þessu. Það var annað hvort ofmettun eða hungur, hvort tveggja banvænt. Það voru annað hvort þurrkar eða flóð, sem hvort tveggja drap hundruð og þúsundir manna. Jafnvel veðrið var öfga fullt í þessari smálægð milli fjallanna. Það voru annað hvort dagar himneskrar heiðríkju eða fárviðri og fellibyljir, sem skildu eftir sig allt í rústum. Þar var engu stillt í hóf, aðeins miskunnarlausar öfgar. Það var alltaf og alls staðar eitthvað, sem kom manni til að hrista höfuðið og * hugsa: Brjálað! Brjálað fólk! Brjálaða, brjálaða borg! f þessari æðisgengnu borg bjó ég í lítilli, óhóflega skreyttri höll úr rauðleitum steini, og stórir gluggarnir og fallega lag- aðar svalirnar vissu út að Pla- zuela de San Diego. Þar lifði Pontignac prinsessa lífi sínu í trylltum munaði og iðjuleysi sem fylgikona manns, en Clar- inda Driesen hvíldi í friði undir pílviðartré í Helgenhausen. Þessi fyrs.tu ár gaf Felipe mér allt, sem hann hafði lofað mér og meira til; fleiri kjóla og klæðnaði en ég gat komizt yfir að vera í; næga skartgripi til þess að þekja heiðið gyðjulík- neski; heilan her af furðulega fákunnandi þjónum, sem voru syngjandi og gerandi að gamni sínu í bakálmum hússins, hlæj- andi og grátandi og stálu miklu og unnu lítið. svo ,að mér varð oft hugsað til hennar Babettu minnar .eða til hans Schindlers gamla, sem var svo heiðarlegur, þó að hann væri klaufi. í hesthúsinu stóðu tveir söðl- aðir gæðingar, sem Felipe vildi aðeins að ég kæmi á bak á í fylgd hans, og vagn með silfurgráum, gljáandi múldýr- um fyrir, þó að vagn gæti mað- ur sízt notað í þessari borg. þar sem alls staðar voru þrep og brattir stígar. Ég hafði móttöku herbergi, sem hæfði hverjum sendiherra; en gestir komu fáir. í svefnherbergi mínu var silfurþröskuldur, sem gerður var úr fyrsta silfrinu, sem unn- ið var úr La Ramita, og þegar Felipe bah mig yfir hann í fyrsta skipti og setti mig niður í þessu ævintýrlega, Ijómandi herbergi, vissi ég ekki hvort ég ætti held- ur að gráta eða hlæja. Sjáðu; — ég efndi loforð mitt. Hvernig geðjast þér að því,. Caralinda?“ „Hvað; -— betta er allt of dýrt fyrir mig,“ sagði ég skelfd. Það voru silfurkertastjakar og silfurinnrammaðir speglar, einhver ósköp af silfri á snyrti- borðinu; í raun og veru var allt, jafnvel náttpotturinn, úr silfri. í miðju herberginu stóð geysistórt rúm með rauðum silkitjöldum. Á gaílana voru málaðar nokkrar myndir úr biblíunni,. sem ég man vel, og 'Stundum, þegar ég vakna í lát- lausa rúminu mínu í Helgen- hausen, þá furða ég mig á því, hvers vegna þær séu ekki þarna og verði fyrst íyrir mér, þegar ég lýk >upp augunum. „Hvernig geðjast þér að rúm- inu þínu, ástin mín? Ég teiknaði það sjálfur,“ segir Felipe mjög hreykinn. Málverkin voru kænlega og skemmtilega illkvittnislega gerðar myndir af öllum misgerð um biblíunnar. Þar var Adam, laglegur og karlmannlegur og næstum eftirmynd Felipés; Adam, sem var auðsjáanlega vakinn af heillandi Evu, nak- inni, sem hélt epli upp að bústnu, eplalaga brjósti, en höggormurinn gaf gætur næsta skrefi þessara ekki sérlega sak- lausu elskenda í Paradís. Þar voru freistingar heilágs Anto- níusar, gerðar eins freistandi og mögulegt var; þarna var Bat- seba í baði, grönn og hörunds- björt, og Davíð konungur að horfa á hana úr húsi sínu. Og þar var dóttir Herodiasar í mjög lostafullri stellingu, þegar hún var að dansa fyrir Herodes, Þetta var skemmtilegt og aðlað- andi rúm til ásta, þó að það virtist stundum eiris og brosa í kampinn og benda á. að ást- fangið fólk væri bjánar, hefðu verið bjánar frá alda öðli og væri alís ekki hægt að taka það alvarlega. Það var líka mjög stórt rúm, og þegar ég varð að sofa í því ein, fannst mér þáð svo einkennilega tómlegt og einmanalegt. Svefnleysi hafði aldrei þjáð mig, en annað_ árið mitt í Guan- axuato reyndi ég þær kvalir, sem engir fá skilið nema þeir, sem sviptir eru svefni sínum. Á daginn hafði ég svo lítið að gera, að ég vissi ekki, hvern- ig ég átti að fá tímann til að líða, vegna þess að á daginn var Felipe að vinna, og það baki brotnu, í La Ramita. Vissulega voru greifarnir og' markgreifarnir ' í Guanaxuato ekki neinir slæpingjar. Margir þeirra höfðu gengið í erfiðan skóla, þar sem þeir höfðu lært að snúa handbor og halda á hamri, lært að grafa námugöng og koraa upp námu, lært að fá sem mestari hagnað af eignum sínum, og síðast en ekki sízt lært að halda hundruðum og þúsundum námumanna sinna undir aga. Allan daginn var Felipe í námunni sinni, og bað eina, sem 'ég gat ger.t. var að bíða eftir kvöldinu, þegar hann kærni heim. Mér fannst ég líkust Ieik- konu, sem er allan daginn í móki vegna þess, að hún er að búa sig undir glæsta leiksýn- ingu kvöldsins. En ósjaldan var leiksýningunni aflýst. Domingo kom kannski með skrítið, elsku- MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING ÖRN: Hreyfið ykkur ekki úr sporun SAMSÆRISM.: Við hlýðum aðeins SOLDÁNINN: Hamingjan góða! Ég er myrtur -----ég er myrtur! okkar eigin óskum------ um!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.