Alþýðublaðið - 04.03.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.03.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fösfudagur 4. inarz 1949, Ctgefanðl: AlþýSuflckkorJnsu Ritstjórl: Stefán Fjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal, Þingfréttir: Helgi Sæmunðsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Anglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. AfgreiSslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Óskadraumur aff- urhaldsins BJÖRN OLAFSSON hefur ekki verið atkvæðamikill á alþingi það sem af er þing- mennsku 'hans. Hefur jafnvel verið á orði haft, að þeir að- ilar, sem mest lögðu á sig við að koma Birni á þing, væru ekki meira en svo ánægðir með frammistöðu hans. En nú hefur Björn Olafsson reynt að reka af sér slyðruorðið og vinna traust samherja sinna á ný með því að flytja á alþingi hreinræktuðustu íhaildsræðu, sem þar hefur heyrzt árum saman. Með ræðu þessari fylgdi Bjöm Ólafsson úr hlaði þings ályktunartillögu sinni um að dregið sé úr íhlutun ríkisins í atvinnurekstri landsmanna og að afnumin séu höft, skömmt- un og nefndavald. En það, sem fyrst og fremst vakir fyrir þingmanninum, ier í stuttu máli að ríkissjóður sé sviptur tekjum af fyrirtækjum þeim, sem hann rekur, en erfiðleik- ar efnahagsmálanna séu leyst- ir með því að lækka gengi ís- lenzku krónunnar um allt að 25 % eða skerða launakjör al- mennings um 33% frá því, sem þau eru nú. * Það fer að sjálfsögðu ekki hjá því, að alþýðustéttir og launafólk landsins .veiti þess- um boSskap Björns Ólafssonar nokkra athygli. Raunar hefur þingmaðurinn við þetta tæki- færi aðeins reifað persónuleg- ar skoðanir sínar, en vitað er, að innan beggja borgaraflokk- anna er áhugi fyrir gengis- ‘lækkun eða verulegri launa- skerðingu. Sennilega myndi önnur hvor þessi ráðstöfun ieða báðar þegar hafa komizt til framkvæmda, ef Alþýðu- flokkurinn hefði ekki hindrað slíkt með þátttöku sinni í nú- verandi ríkisstjórn. En nú krefst Bjöm Ólafsson þess á alþingi, að ilátið sé til skarar skríða í þessu efni, hvort sem sú krafa hans fær þær undir- tektir, sem hann ætlast til, eða ekki. Afleiðingar slíkra ráðstaf- ana og þeirra, sem Björn Ól- afsson heimtar, eru svo aug- Ijósar, að þær þurfa ekki skýringa við. Gengislækkun eða stórfelild kaupskerðing væri bein árás á vinnandi fólk til sjávar og sveita og myndi hafa það í för með sér, að þær hagsbætur, sem launamenn hafa hlotið á styrjaldarárun- um og eftir stríðið, væru að ilitlu eða engu gerðar. Erfið- leika . • efnahagsmálanna á samkvæmt boðskap Björns Ó1 í Borgargötur og fjallvegir. — Prentari skrifar um fegurðarsamkeppni og Fjallkonur. — Þvætting- urinn um húsnæði starfsmanna Keflavíkurflug- vallarins. ÉG HELP að ráðlegast sé fyr- ir bæjarverkfræðing- að hafa öll tæki reiðubúinn og verkamenn sína til taks, þegar veður leyfa að hafizt sé handa um viffgerðir á götunum í borginni. Það hefði verið ósanngjarnt að hamast á honum og heimta viðgerðir und. anfarna tvo mánuði, því vinna í götum hefur ekki verið fram, kvæmanleg, nema snjómokstur- inn, og þó hefur hann oft verið hálfgerð Kleppsvinna. Nú koir.a göturnar undan snjónum eins og verstu fjallvegir. Margar þeirra eru í raun og veru ófærar, og þó held ég næstum þvi, að eng- in sé eins siæm og Lækjargatan, nema ef vera skyldi Suðurlands brautin nálægt Tungu. PRESTARI SKRIFAR mér á þessa leið. „Oft lesum við um það í blöðunum, að efnt er t.il fegurðarsamkeppni kvenna í ýmsum löndum. Flestir munum við álíta þetta helberan hé_ gómaskap, og í raun og veru ekki samboðið kvenþjóðinni. Ekki er allt fengið með fegurð holdsins og getur vel verið, að fegurðinni fylgi tómt höfuð, svo að drottningin sé í raun og veru ekkert annað en snoppan. Við höfum heldur ekki stofnað til slíkra fyrirtækja sér á landi og harma ég það ekki. EN f SAMANDI VIÐ þessa fegurðarsamkeppni datt mér í hug, að við. ættum að velja á hverju ári tígulega konu, sem sópar að og er skörungur í fram komu og máli, til að koma fram sem Fjallkonan á íslendingadag- inn. Hér á landi hefur þessi sið ur ekki fest rætur, en þó hefur hann stundum verið tekinn upp á einstaka stað — og undanfar. ið hefur leikkona verið válxn til að flytja ávarp Fjallkonunn- ar á þjóðhátíðardaginn hér í Reykjavík. NÚ VIL ÉG leggja til, að efnt verði til samkeppni meðal kvenna um þetta. Vil ég að aug lýst verði eftir konum til að konía fram 17. júní og flytja ávarp Fjallkonunnar, og skal við valið taka tillit til tígulegr- ar framkomu, skörungsskapar og hæfileika til framsagnar. Mætti vel myndast um þessa athöfn meiri eftirvænting en enn er fyrir hendi og enn frem ur, að þessu embætti fylgdi meiri Ijómi en okkur hefur tek izt að skapa um það hingað til. Vona ég nú, að þeir, sém eiga að standa fyrir hátíðahöldum okkar í sumar, athugi þetta“. GOTT DÆMI um þann skefja lausa áróður, sem haldið er uppi í innanlandspólitískum tilgangi út af flugvellinum í . Keflavík er niðurstaðan af þeim rann. sóknum sem félagsmálaráðu- neytið lét gera af tilefni grein- ar í Tímanum, þar sem því var haldið fram, að fjöldi amerískra starfsmanna á flugvellinum byggju í húsum hér í bænum meðan landsfólkið sjálft stæði á götunni eða yrði að hýrast í óhæfu húsnæði. VIÐ RANNSÓKNINA kom í ljós að þetta var tilhæfulaus þvættingur. Jafnvel eitt af þeim húsum, sem greinarhöfundurinn bsnti á þegar hann var kallað_ ur til yfirheyrslu, var ekki til. Þessi niðurstaða varpar ljósi yf ir allan þennan ógeðslega áróð ur og ætti að vera nokkur lexía fyrir þá sem stundum jafn vel í góðri trú taka mark á honum. afssonar að leysa á þann hátt að leggja á allan almenning byrðar, sem bann fengi að sjálfsögðu ekki undir risið. En efnastéttirnar eiga ekki.að láta neitt af mörkum tiil að bæta úr ófremdarástandi, sem þær bera þó áþyrgð á öllum öðrum aðilum þjóðfélagsins fremur. Þvert á móti á 'að bæta aðstöðu þeirra til for- réttinda og auðsöfnunar að miklum mun frá því, sem nú er. Opinberan rekstur á að leggja niður og fá ríkisfyrir- tækin leinkaframtakinu í hendur. Jafnframt á að leggja niður höft og skömmtun, svo að einkaframtakið geti séð óskadraum sinn rætast og haft óbundnar hendur um viðskipti og verzlunargróða! * Þessar ráðstafanir yrðu að sjálfsögðu framkvæmdar af annarri rikistjórn en þeirri, sem nú situr. Þingsályktunar- tillaga Björns Ólafssonar brýt ur svo gersamlega í bága við málefnasamning núverandi stjórnarflokka, að hún er í raun og veru ekki annað en vantraust á ríkisstjórnina. Einnig það er óskadraumur afturhaldssamasta hiluta beggja borgaraflokanna. En Birnj Ólafssyni og samherjum hans, ef einhverjir kunna að vera á alþingi, er óhætt að gera sér það fyrirfram ljóst, að gengislækkun eða stórfelld launaskerðmg verður ekki framkvæmd nema í miskunn- arlausri baráttu við verka- lýðshreyfinguna og Alþýðu- flokkinn. Alþýðuflokkurinn hefur litið á það sem skyldu sína að hindra slíkar ráðstaf- anir og notað til þess aðstöðu sína í núverandi ríkisstjórn, og svo mun hann gera áfrkm. En það er ekki nema ;gott, að afturhaldið komi til dyr- anna eins og það er klætt. Boðskapur Björns Ólafssonar mun vekja mikla athygli, því að hann er sönnun þess, hvað fyrir sumum íhaldsöflum borg araflokkanna vakir, og sýnir ^jafnframt,. hvei’ju Alþýðu- l flokkurinn hefur, meðal margs annars, bægt frá dyr- um launastéttanna og alls al- mennings í landinu. Hiúkrunarvörur Útvegum leyfishöfum beint frá firmanu CENTROTEX LTD., PRAG, áður Rico N.P. Sjúkrabómuli í pk. Sárabindi Heftiplástur Idealbindi Teygjusokka Dömubindi og fl. Sýnishorn á staðnum. Eggerl Krlstjánsson & (o. h.f. SKEMMTANIR DAGSINS Hvað getum við gert í kvöld? Eigum við að fara á dansleik eða í kvikmy-ndahús, eða í leik- sérstakt sé ætli eitthvað um að vera í skemmtana- lífinu? Eða eigum við að- eins að sitja heima — og húsið? Eða hlusta á út- varpið? Flett- ið þá upp í Skemmtunum dagsins á 3. síðu, þegnr þið veltið þessu fyrir ykkur. — Aðeins í Alþýðublaðinu - Gerizt áskrifendur. Símar 4900 & 4996. E.s. Reykjafoss fer héðan mánudaginn 7. marz til Vestur- og NorðurJands. Viðkomustaðir: Isafjörður, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík. H.f. Eimsbipafélag íslands. H.s. Hugrún hleður til Súgandafjarðar, Bolungarvíkur og ísafjarð- ar. Vörumóttaka á mánu- dag við skipshlið. — Sími 5220. Sigfus Guðfinnsson. Smurf brauS Til í búðinni alílan daginn. Komið og veljið eða simiS. SÍLD & FISKUR Kaupum luskur Baldursgötu 30. FARFUGLAR. Grímudans- leikurinn að Röðli föstudag- inn 4. marz hefst kl. 8V2 e. m. Gríman fellur kl. 11. Að- göngumiðar í Helgafelli, Laugavegi 100, og Verð- anda. Mætum öll og' mæt- um stundvíslega. Skemmtinefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.