Alþýðublaðið - 04.03.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.03.1949, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifenduí: a‘ð Alþýðublaðinu. Alþýðublaðið inn á hverí heimili. Hringið í síma 4.900 eða 4906. Rafvirkjar skora á a!- þingi að samþykkja frumvarpið um , iðnfræðsluna Á FUNDI Félags íslenzkra rafvirkja 1. þ. m. voru sam- þykktar eftirfarandi tillögur: ,,Fundur í Félagi íslenzkra rafvirkja 1. marz 1949, skorar á alþingi að samþykkja írum várp til laga um iðnfræðslu, sem flutt hefur verið á yfir- standandi alþingi, að tilhlutun Émils Jónssonar iðnaðarmála- ráðherra“. . ,,í sambandi við fyrirhugaða endurskoðun á lögum um at- vinnu við siglingar, skorar fund ur í Félagi íslenzkra rafvirkja, 1. marz 1949, á alþingi að taka upp í téð lög ákvæði um at- vinnuréttindi rafvirkja á mót orskipum“. SIBS berasf gjafir S.Í.B.S, bárust tvær höfðing- legar gjafir nýlega. Önnur, 5000 krónur., er frá skipstjóra og skipshöfninni á togaranum Ell- iða á Siglufirði, .en hin, 1000 kr., frá hjónunum Vilhelmínu Hans dóttur og Þórði Magnússyni í Hörgárdal, til minningar um son þeirra, Sturla. Gjöf fil æskulýðs- hallarinnar YFIRMENN lögreglunnar liafa gefið 500 krónur til æsku lýðshallarinnar. Eru þetta lög reglustjóri, fulltrúi, skrifstofu stjóri, yfirlögregluþjónn og yfir varðstjóri. Kvöldbænir í Hall- grímskirkju KVÖLDBÆNIR og passíu- sálmalestur hefur nú um, hríð verið á hverju kvöldi í Hall- grímskirkju. Hefur þessi gamli siður gefizt vel og aðsókn verið allgóð. Organisti kirkjunnar og fólk úr söngflokknum aðstoð- ar, en ýmsir prestar lesa bæn irnar, Athöfnin stendur að jafn aði yfir í 15—20 mínútur. Ársháfíð Alþýðu- flokksfélagsins ÞEIR, sem pantað hafa að göngumiða að árshátíð AI- þýðuflokksfélags Reykjavík ur, eru áminntir um að sækja miða sína sem allra fyrst í afgreiðslu Alþýðu- blaðsins eða í skrifstofu flokksins. Verða miðar þar til sölu í dag og á morgun, meðan þeir endast. Börn og unglingaf!« Kamið og seljið j|| A.LÞÝÐUBLAÐIÐ li|j§ Allir vilja kaupa 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 4. marz 1949. Þeir stjórna Þjóðleikhúsinu Vilhjálmur Þ. Gíslason. Guðlaugur Rósinkranz. nyr áðs skipaðir í gær Guðfaugur Rósinkranz var skipaður bjóðleikhússtjóri, en Vilhjálmur Þ. Gíslason formaður þjóðleikhúsráðs --------------------•-------- MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í gærdag, að það liefði skiyað Guðlaug Rósinkranz þjóðleikhússtjóra, en jafnframt taki Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri við fyrra starfi Guðlaugs sem formaður þjóðleikhússráðs og yrði hann einnig bókmenntaráðunautur þjóðleikhússins. í tilkynningu ráðuneytisins* segir, að Guðlaugur Rósinkranz sé skipaður þjóðleikhússtjóri frá 1. marz 1949, og sé hann jafnframt leystur frá störfum sem formaður þjóðleikhússráðs. Frá sama tíma hafi Vilhjálmur Þ. Gíslason, samkvæmt tillögu Framsóknarflokksins, verið skipaður í þjóðleikhúsráð, og verði hann formaður ráðsins. Embætti þjóðleikhússtjóra var auglýst laust til umsóknar fyrir nokkru síðan, og oárust fjórar umsóknir. Voru þær frá Guðlaugi Rósinkranz, Lárusi Pálssyni, Þorsteini Ö. Stephen sen og Lásusi Sigurbjörnssyni. Guðlaugur Rósinkranz átti sæti í nefnd þeirri, er undirbjó frumvarp til laga um þjóðleik hús og' var hann síðast liðið haust skipaður formaður þjóð leikhússráðs. Hann lauk kenn araprófi við kennaraskólann 1925, en stundaði hagfræðinám í Svíþjóð fram til 1930. Hann hefur verið yfirkennari við samvinnuskólann síðan 1931, en hefur ayk þess verið virkur þátttakandi í margs konar fé- lags. og menningarmálum. Vilhjálmur Þ. Gíslason lauk prófi í íslenzkum fræðum við háskólann 1922, en stundaði framhaldsnám við háslíólann í Osló, Kaupmannahöfn, London og Oxford. Skólastjóri verzlun arskólans hefur hann verið síð an 1931. Hann hefur auk þess verið mikilvirkur rithöfundur og gefið út fjölda bóka sögu- legs og bókmenntalegs efnis. Einnig hefur hann starfað mik ið við ríkisútvarpið og var með al annars leiklistarráðunautur þess um langt skeið. Stjórn prentmynda- smiðafélagsins endurkosin Halldór Kiljan kominn heim - rei nr við Norðmenn fyrir hönd Rússa ------*—^--- Kaliar Lange kvisSing og boðar borgara- strlð með rússneskri hjálp i Noregi. AÐALFUNDUR _ Prent- myndasmiðafélags Islands var haldinn 28. febr. s.l. Stjórn félagsins var öll end- urkosin og skipa 'hana: Eggert Laxdal formaður, Sigurbjörn Þórðarson ritari, Benedikt Gíslason gjaldkeri. Fundurinn samþykkti að stofna vinnudeilusjóð og sjúkrasjóð. Skal renna í hvorn þeirra sem svarar 14 hluta af árgjöldum félagsmanna. ÞAÐ ERU EKKI ALLT heildsalar og braskarar, sem hafa gjaídeyri til að ferðast suður um öll lönd. Hinn skeleggi andlegi leiðtogi íslenzkra öreiga, Halldór Kiljan Laxness, er, að því er Þjóðviljinn skýrir frá, nýkominn úr ferðalagi til Frakklands, Ítalíú, Sviss, Þýzkalands, Danmerkur, Svíþjóðar og sennilega fleiri landa. Kveðst hann einu sinni hafa verið póeí, en nú vera orðinn farandsali. Segir hann svo frá þessari síðustu söluferð, að hann hafi samið um útgáfu rita sinna í mörgum löndum, og er það fagnaðarefni, að ríkiskassinn skuli þarna eiga vissar gjaldeyristekjur, þótt lítið hafi komið hingað til lands af þeim tugþúsundum dollara, sem Halidór fékk fyr- ir útgáfu bóka sinna í Ameríku. Annars er það athyglisverð- ast fyrir þjóðina, að þessi far- andsali og fyrrverandi póet er nú kominn lieim og hefiur mikinn pólitískan boðskap að flytja. Og hefur hann nú orð- ið: „Já, ég var í Skandinavíu meðan þetta stríðsfélag var allt af að haida fundi, þangað til það'sprakk í Oslo, og síðan fór þessi norski kvislingur af stað til þess að semja við Bandarík- in um að gera Noreg að Grikk. Iandi nr. 2.“ Og ennfremur: „En það er sem sagt hægt að gera Noreg að öðru Grikklandi . . “ (Þetta verður ekki öðru vísi skilið en sem boðskapur um kommúnistauppreisn með rúss- neskri hjálp í Noregi). Þá segir farandsalinn enn- femur: ,,Ég .var viðstaddur í Chaillot.höllini, þegar fulltrúar engilsaxneska . . auðvaldsins reyndu allt, sem þeir gátu til að fá öryggisráðið til að gera Berlínardeiluna að stríðstileíni. Það var ægilegt áfall fyrir stríðs æsingamennina að það skildi mistakastt“. Og nokkru síðar segir hann: „Þegar franski Kommúnistaflokkurinn lýsti yf ir því að frönsk alþýða myndi aldrei berjast á móti alþýðu Sovétríkjanna, mátti segja að öll franska þjóðin bergmálaði þessa yfirlýsingu langt inn í hægri flokkana jafnvel". (Hall 1 dór Kiljan var að vísu staddur Ðr. Jansson íiyíur í kvöld fyririesf ur um rúnasteina og víkingafer SÆNSKI rúnafræðingurinn fil. dr. Sven B. F. Jansson, flyt ur í kvöld kl. 6 fyrirlestur í háskólanum um rúnasteina og víkingaferðir, og sýnir hann skuggamyndir með fyrirlestrun um. Mun mörgum leika hugur á að heyra fyrirlestur þennan, en Jansson er nýkominn frá Bandaríkjunum, þar sem hann rannsakaði meðal annars hinn fræga og umdeilda Kensing- ton stein. Flutti hann um bann stutt fréttaerindi í útvarpið fyr ir nokkrum dögum, og skýrði þar frá þeirri niðurstöðu sinni, að steinninn sé að öllum líkind um seinni tíma verk. Dr. Jansson er mörgum kunnur hér á landi, þar sem hann var hér sænskur lektor fyrir nokkrium ámm. Verður fyrirlestur hans fluttur á veg um norræna félagsins og náskól ans, og hefur verið gert ráð fyrir, að dr. Jansson fari síðar til Siglufjarðar, Akureyrar og ísafjarðar og flytji þar einnig fyrirlestra, ; um borð í Goðafossi við strend ur íslands, þegar Thorez gaf y£ irlýsingu. sína, og <ekki í Frakk landi, en hvað um það, hann er skáld!) „Eins og ég sagði áðan var styrjaldarliðið í Evrópu alveg gersamlega dottið niður nema í Skandinavíu . . . Það er móður í Skandinavíu í ár. Sama stríðs- æsingaruglið og var í Evrópu í fyrra. . . Það grasseraði í Skandínavíu núna“. Amerískt eftirlits skip kemur hingað um næstu helgi EFTIRLITSSKIP amerísku flotastjórnarinnar, U.S.S. Ed- isto, er væntanlegt til Reykja- víkur um næstu helgi. SkipiS er við ísgæzlu í norðurhöfum, og mun hafa hér skamma við- dvöl. -----------♦----------- íþróttamót \ sumarið 1949 i STJÓRN íþróttasambands íö lands hefur ákveðið þessi lands mót sumarið 1949: Meistaramót í frjálsum íþrótt um fyrir fullorðna og drengi: Þann 6. og 7. ágúst: Tugþraut, 4x1500 mfetra boðhlaup og 10 km. hlaup. Þann 18.— 22. ág.: Drengjameistaramótið og aðal hluti meistariamótsins. Þann 25. S'eptember: Fimmtarþraut og víðavangshlaupið. Meistaramót in fara fram í Reykjavík. —. F. R. í. ráðstafar mótunum. Gólfmeistaramót íslands 8. til 10. júlí. Mótið fer fram á Akureyri. G. S. í. ráðstafar mót inu. Hand-knattleiksmót íslands (fyrir konur, úti). Þann 7.—14. ágúst. Mótið fer fram í V<esí- mannaeyjum. í. B. V. sér um mótið. Knattspyrnumót íslands i meistaraflokki: Þann, 2.—20. júní. Mótið fer fram í Reykja, vík. ,, ii.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.